Tíminn - 04.10.1960, Blaðsíða 9
T.f.MINN, þriðjudaginn 4. október 1960.
Frá útifundinum á iaugardaginn.
Ræt$a Einars Ágústssonar, lögfræföngs, á útifundinum um landhelgismálió
s. 1. laugardag:
Samningar við einstakar þjóð-
ir koma ekki til greina
— þá stefinu hefur Alþingi íslendinga og íslenzka
þjótSin markað og frá henni má ekki hvika.
Góðir áheyrendur.
Eins og okkur öllum er kunnugt,
er boðað til þessa fundar' í tilefni
af því, að íslenzka ríkisstjórnin.
hefur í dag látið sérfræðinga sína
setjast við samningaborð með Bret-
um til þess að semja við þá um
land'hel'gismálið.
Flestum okkar mun vera í fersku
minni annar fundur, sem einnig
var haldinn liér’ á þessum stað fyr-
ir rúmlega tveim árúrn.
Þá vorum við hér saman komin
til að fagna. Fagna því að íslenzka
’rí'kisstjórnin, sem þá sat að völd-
um, hafði ákveðið að færa íslenzka
fiskveiðilögsögu í 12 sjómílur, það
lágmark, sem við gátum frekast
á fallizt. Sú ráðstöfun, sem gerð
var' hinn 1. september 1958, mælt-
ist hvarvetna mjög vel fyrir hér
á landi, og mun einhugur þjóðar-
innar ekki í annan tíma hafa verið
meiri nú á síðari árum, að lýðveld
isstofnuninni á Þingvöllum 1944
einni undanskilinni.
Nú erum við saman komin til að
mótmæla. Mótmæla því, að íslenzka
ríkisstjórnin, sem nú situr' að völd-
um, hefur léð máls á því að semja
um þetta mál við þá þjóð, sem
ein hefur leitazt við að hindra lög-
gæzlu okkar og sjálfsagða réttar-
vörzlu með vopnavaldi. Ég hygg
að flestum komi saman um, að með
þeirri ákvörðun sé landhelgismál-
inu stefnt í beinan voða.
Ekki er hægt að koma auga á
að niðurst'öður þessara samninga-
viðræðna geti orðið nema með
tvennu móti: Annar möguleikinn
er sá, að íslendingar láti undan
síga og víki frá 12 mílna landhelg-
inni á einhvern hátt og Bretar láti
þá af ofbeldi sínu. Hin leiðin er
sú, að íslendingar haldi fast á
rétti sínum, og yrði þá árangur
viðræðnanna enginn, annar-en ef
til vill sá, að sambúð okkar við
Breta versnaði að miklum mun og
er þó sízt á bætandi.
Hvorugur er kosturinn góður, en
sá fyrr'i þó miklu verri. Það hlýtur
að teljast algerlega ósæmandi fram
koma frjálsrar og fullvalda þjóðar
að fara nú að skerast úr leik og
snúa baki við þeim þjóðum, sem
hafa veitt okkur stuðning í málinu
og eiga saim.eiginlega hagsmuni
með okkur, eftir alla þá áherzlu
og allt það kapp, sem með r'éttu
hefur verið á það lagt að útskýra
fyrir heiminum, hversu stórkost-
legt vandamál hér er um að ræða
fyrir okkur, hvernig líf okkar ligg
Elnar Ágústsson
ur hér við. Slík framkoma er ekki
líkleg til þess að auka álit okkar
út á við, hvorki meðal þeirra, sem
við brygðumst, né heldur meðal
þeirta, er við teldum okkur þókn-
ast.
Auk þess er ómögulegt að koma
auga á til hvers er að vinna. Ýmsir
telja að hægt muni að afla sér
margs konar fríðinda í Bretlandi
gegn því að slaka til í landhelgis-
málinu, svo sem eins og þeirra til
dæmis, að selja þangað ísvarinn
fi'sk í stórum stíl. Fyrir nú utan
það, hversu ósmekkleg og vansæm
andi slik viðskipti mundu vera,
eins og þau væru þá til komin, þá
er fjárhagslegur ávinningur af
þeim vafasamur, ef nokkur, því
þeim mun meira, sem selt verður
af nýjum fiski úr1 landi, þeim mun
minna verður eftir handa frysti-
húsunum og vinnslustöðvunum hér
heima, en keppikefli okkar ætti
frekar að vera að auka innlenda
aðvinnslu en draga úr henni, svo
sjálfsaigt er að binda ekki of mikl-
ar vonir við þess háttar ávinning.
En um annan ávinning getur þó
ekki orðið um að ræða, þar eð
vitað er að við höfum nú þegar
unnið sigur í landhelgisdeilunni,
þó'tt ekki fengist sá sigur viður-
kenndur á Genfarráðstefnunni. All
ar þjóðir, aðrar en Bretar, viður-
kenna í verki 12 mílna landhelgina
og veiðar Breta. undir herskipa-
vernd hafa alveg mistekizt og lang
mestar líkur eru til þess að þeir
mundu ekki halda þeim veiðum
áfrarn, þrátt fyrir digur'barkaleg
ummæli í þá átt, sem óefað eru
til þess bugsuð, að skjóta smáþjóð-
inni íslenzku skelk í bringu.
Hér ber því allt að sama brunni,
samningaviðræður við Breta um
landhel'gismálið eru allt í senn:
óþarfaT', niðurlægjandi og hættu-
legar.
„Vort land er í dögum af annarri
öld“, segir í Aldamótaljóði Einars
Benedik’tssonar og sannarlega áttu
iþessi orð við þá. Engin öld hefur
fært okkur íslendingum aðia-r eins
’þjóðlí'fs'breytingar á öllum sviðum
og 20. öldin, öldin okkar.
Ep enda þótt við séum nú ’að
byrja sjöunda túg aldarinnar, eru
orð skáldsins jafn vel viðeigandi
nú sem þá, enn erum við svo sem
í dögun annarrar aldar, nýrrar
aldar, sem enginn veit hvað færir
okkur.
Tvö af einkennum þessarar ald-
ar finnst mér ástæða til að nefna
í þessu sambandi.
Hið fyrra er sú mikla breyting,
sem fólgin er í því, að þjóðir, sem
langtímum saman hafa verið undir
okaðar og lotið erlendum yfirráð-
um, eru nú að vakna til vitundar
um mátt sinn og rétt, krefjast
frelsis og sjálfstjórnar. Gamla ný-
lendu og ’kúgunarstefna stórþjóð-
anna er ekki í samræmi við anda
hinnar nýju aldar, hún er’ fordæmd
og talin heyra fortíðinni til.
Og stórþjóðirnar virðast sætta
sig við orðinn hlut og sleppa sem
óðast fornum kverkatökum á
minna megnugum þjóðum.
Hitt einkennið, s-em ég nefni,
er sú þr'óun, sem nú á sér stað í
veröldinni á sviði viðskipta- og
efnahagsmála, og hirtist í síaukinni
sérhæfni einstaklinga og þjóða. Nú
er ekki lengur neitt sérstaklega
eftirsóknarvert að vera þúsund-
þjalasmiður, geta fengizt við
mai'ga hluti, nú gildir sérhæfnin
meira en nokkru sinni fyrr. Allt
kapp verður að leggja á að ná full
komnun á einhverju einstöku sviði.
Hin harða samkeppni krefst þess
að skarað sé fram úr í sinni grein,
ella eiga menn á hættu að verða
undir í lífsbaráttunni.
Afleiðinga þessara aldarein-
kenna hefur ekki síður 'gætt hér
á landi en annars staðar i veröld-
inni, ef til vill gætir þeirra óvíða
með áhrifaríkara hætti en einmitt
hér.
Þannig færði fyrri hluti aldar-
innar okkur hið langþráða frelsi,
sem beztu menn þjóðarinnar vörðu
kröftum sínum og ævistarfi til að
endurheimta maigar undanfarnar
aldir. Starf þessara manna verður
aldrei of.metið, þeir lyftu Grettis-
Fimmtugur:
Guðmundur Daníelsson
rithöfundur
Guðmundur Daníelsson, rithöf-
undur og skólastjóri á Eyrai'bakka
er fimmtugur í dag. Á sunnuda'g
minntust Almenna bókafélagið og
ísafold afmælis skáldsins með bók
menntakynningu í hátíðasal Há-
skólans. Þar flutti Helgi Sæmunds
son ýtarlegt erindi um skáldið og
verk hans, en Guðmundur Daníels
son sjálfur og fleiri lásu upp. Fjöl
monni var viðstatt bókmennta-
kynninguna. — Guðmundur Dan
íelsson er’ fæddur í Guttormshaga
í Holtum 4. október 1910. Hann
lauk kennaraprófi árið 1934 og
stundaði kennslu á ýmsum stöð
um næstu 10 árin unz hann réðist
að barnas'kólanum á Eyrarhakka
árið 1943. Þar hefur hann verið
skólastjóri síðan 1948. Fyr'sta skáld
rit Guðmundar kom út árið 1933,
það var Ijóðabókin Eð heilsa þér.
Tveimur árum síðar kom út fyrsta
skáldsaga Guðmundar, Bræðurnir'
í Grashaga, og síðan hafa komið
frá honum ekki færri en 12 skáld
sögur, hin síðasta Hrafnhetta, &em
út kom í fyrra.
Auk skáldsagnanna hefur Guð-
mundur gefið út ljóð, smásögur,
leiki'it og ferðabækur, en hann er
víðförull maður og hefur margt
ritað um ferðir sínar. Þá hefur
Guðmundur Daníelsson ritað
margt í blöð og tímarit og fengizt
taki, en óefað hefur aldarandinn
ráðið nokkru um það að sigur náð-
ist einmitt nú.
Hitt aldai'einkennið er í beinum
tengslum við það mál, sem hér
um ræðir. íslenzka þjóðin verður
eins og aðrir að einbeita sér að því
verksviði, þar sem mestar líkur eru
til að góður árangur náist, þar
verður að stefna að fullkomnun,
að öðruim kosti er hætta á að verða
undir í samkeppninni og glata
sjálfstæðinu.
Þannig eigum við íslendingar
framtíð okkar nú frekar en nokkra
sinni fyrr undir því, að okkur tak
ist hér eftir sem hingað til að vera
forustuþjóð á sviði fiskveiða. Ná-
lega allt okkar efna'hagskerfi bygg
ist á fiskimiðunum umhverfis iand
ið og dugnaði og harðfylgi sjó-
mannastéttarinnar við að færa
björgina á land. Sérhæfni okkar
á þessu sviði, að hver bátur og
hver sjómaður skili meiri afla en
annars staðar gerist, er lykill okk
ar að hlutgengni meðal þjóða.
Landhelgismálið er því sjálfstæð
ismál íslenzku þjóðarinnar í dag.
Það er grundvallarskilyrði fyrir
sjálfstæðu þjóðlífi hér á landi, að
réttur okkar til fiskimiða landsins,
gullkistu þjóðarinnar, verði ekki
fi'á okkur tekinn.
Við vorum bjartsýnir í þessu
máli, íslendingar, og stórhuga, við
stækkuðum landhelgina í septem-
ber 1958 í 12 sjómílur, það lág-
mark, sem við gátum frekast á
fallizt.
Fyrir utan lagaleg rök, öllum
íslendingum kunn, sem að þessum
verknaði hnigu, var hann aðallega
studdur tveim mikilsvorðum stað-
reyndum, annars vegar óumdeilan
legri þörf landsmanna, en hins
vegar þeim hressandi vorblæ 20.
aldarinnar, er ég gat um áðan, þar
sem svo virtist sem andi frjáls-
lyndis og frelsisástar svifi yfir
vötnunum. Þegar svo þar við bæt-
ist, að við vorum orðnir full'gildir
meðlimir í samtökum frjálsra
þjóða, sem meðal annar's hafa þann
háleita tilgang á stef'nuskrá sinni
að verja hver aðra gegn árásum,
þá virtist full ástæða til þess fyrir
okkur að vera bjartsýn á hagstæða
við blaðamennsku, en hann hefur
vei'ið ritstjóri vikublaðsins Suð-
urlands frá stofnun þess árið 1953.
í húsi náungans nefnist síðasta
bók Guðmundar, og er það safn
viðtala úr blaði hans, Suðurlandi.
— Þegar með fyrstu skáldsögum
sínum skipaði Guðmundur Daníels
son sér á bekk með hinum fremstu
nútímahöfundum íslendinga, og
hefur fest sig þar eftirminnilega í
sessi síðan. Munu bókmenntavinir
enn eiga ýmissa *!uta von af hendi
hans þar sem hann stendur á
miðjum aldri.
lausn þessa máls okkur til handa,
voldugir bandamenn okkar myndu
sjá til þess, ef á þyxfti að halda.
Við sáum í anda draum okkar
rætast, drauminn um „betra líf
handa öllum“.
En því sárari verða vonbrigði
vökunnar, sem draumar hafa ver
ið ljúfari.
Og nú ei'um við vöknuð, draum
urinn góði á enda, og staðreyndin
blasir við, sú, að hugsjón frelsis
og friðarástar, jafnréttis og bræðra
lags er alltof oft orð, orð, innan-
tóm orð, og að gamla yfirdrottn-
unargrýlan er ekki dauð, heldur
svaf hún.
Ein þjóð hefur ekki gelað unnt
okkur réttlætis í þessu máli, held
ur reynt að halda í forréttindi sín
með vopnavaldi. Er það í samræmi
við þjóðai'metnað vorn og réttlætis
kennd, að semja við þennan aðila
einan um tilslökun, er það rétt
mynd af íslendingseðlinu, sem
kemur fram í því að glúpna fyrir
ofbeldi og kyssa á vöndinn?
„Eigum vér einir geð til að
krjúpa á knéð og kaupa oss hlé
fyrir rétt þessa lands?“ Ég held
ekki, ég held að svar íslendinga
hljóti að vera nei og að andbyi'inn
glæði þjóðarkennd okkar og sam-
stöðu.
Þá fyrst er við horfumst í augu
við þá staðreynd, að í þessu máli
verðum við fyrst og fremst að
treysta á sjálfa okkur, munum við
sameinast til þeirra átaka, sem
nauðsynleg er'u til sigurs.
Heill og framtíð íslenzku þjóðar
innar krefst þess að við leggjum
niður allar innbyrðis væringar, en
sameinum krafta okkar að lausn
hinnar nýju sjálfstæðisbaráttu,
óskoruðum i'étti íslendinga yfir
íslenzkum eignum á landi og í sjó.
Hér má hvergi hopa, hvergi slá
undan, unz fullnaðarsigri er náð.
ísland frjálst og fullvalda er
kjörorð okkar í dag, hið sama og
verið hefur í alli'i sjálfstæðishar-
áttu þjóðarinnar að fornu og nýju.
Sameining þjóðarinnar og stað-
festa leiðtoga 'hennar færði okkur
þá sigra, sem unnir hafa verið til
þessa.
(Framhald á 13. síS»).