Tíminn - 04.10.1960, Blaðsíða 8

Tíminn - 04.10.1960, Blaðsíða 8
TÍMINN, þriffjudagian 4. október 1960. Birgir Finnsson, forseti bæjarstjórnar ísfirðinga, taiar við komu Gljáfaxa. Galdramenn fyrri tíðar í bland við kollega Flugvöllurinn á ísafirði tekinn í notkun ☆ Flugvöllurinn á ísafirði var tekinn í notkun í gær og form- lega opnaSur við komu Gljá- faxa. Douglasvélar Flugfélags íslands, með ræðuhöldum. I'iugráð, fyrr og núverandi flug- málaráðherrait og forstöðumenn Flugfélag íslands komu með Gljáfaxa tii ísafjarðar, einnig íréttamenn útvarps og blaða. Flug- stjóri var Jóhannes Snorrason. Lagt var upp frá Reykjavíkurflug- velli um klukkan hálf tvö og k.omið til ísafjarðar klukkustundu síðar. Björn Pálsson lagði upp frá Reykjavíkurflugvelli á , Vorinu“, hinni nýju sjúkraflugvél, um sama leyti og Gljáfaxi en var kominn tíl ísafjarðar nokkru áður. Veður var hið fegursta á fsa- f.'rði, logn i.g bjartviðri, og fjöl- menntu bæjarbúar á völlinn sem er staðsettur á svokallaðri Skip- eyri austan t-kutulsfjarðar. Þangað var og kominn fjöldi manna úr næstu þorpum. Gljáfaxi tók mjúklega niðri á f.ugbrautinni eftir tvítekið hring- f.ug yfir fjcrð og kaupstað. Var honum síðan ekið að suðvestur enda braurarinnar og farþegar stigu út en heimamenn fögnuðu komu þeirra. Birgir Finnsson, forseti bæjar- stjórnar ísfirðinga, sté þegar upp á tröppurnar að vélinni, bauð gesfi velkomna og rakti sögu flugsam- gangna til ísafjarðar og flugvallar- framkvæmdarna í ræðu. Framkvæmdirnar Flugbrautin er nú 1100 metrar ó lengd og 45 metra breið að norðan en 70 að sunnan. Áformað er að Iengja brautina um 100—300 metra. Fyrsta fjárveiting til flug- vallargerðarinnar var veitt haustið 1958 og voru þá framkvæmdir hafnar með því að ýta til jarðvegi á flugvallarstæðinu. Var það Ey- steinn Jónsson, þá flugmálaráð- herra, sem ákvað flugvallargerðina og heimilaði fyrstu f.iárveitingu. Siarfið var síðan hafið að nýju í maí í fyrra og aftur um sama leyti á þessu ári. Unnið var með stór- v.rkum tækium, 4 jarðýtum og 3 slórum flutningavögnum sem nima 8 teningsmeira af jarðvegi hver. Einnig var notuð stór ámoksturs- skófla. 10—12 manna vinnuflokkur ur.dir stjórn Júlíusar Þórarinsson- ar, verkstjóra/ starfaði við flug- vallargerðina en verkfræðilega umsjá hafði ölafur Pálsson. Fram- kvæmdum er nú lukið í haust og oiáðið hvenær byrjað verður á fvamlengingu Síðasta galdrabrennan Forseti bæiarstjórnar gat þess í ræðu sinni að flugvöllurinn væri staðsettur par sem síðasta galdra- brenna á íslandi hefði farið fram, er feðgar tveir frá Kirkjubóli voru teknir af með þeim hætti og dysj- aðir í hlíðinni ofan við Skipeyri. Kvaðst hann vonast til rgðmbeir feðgar kynnu því vel að komast í biand við flugmálin og galdramenn nútímans. Þá gat íorseti bæjarstjórnar þess að núverandi skipaskoðunar- stjóri, Hjáimar R. Bárðarson, sem er uppalinn á ísafirði, hefði varp- að fram hugmyndinni um flugvöll á Skipeyri í ritgerð sem hann gerði í menntaskóla, og las upp hluta úr iitgerðinni þar sem höfundur skýrir frá draumsjón sinni, flug- velli á Skipeyri, og fer um skáld- legum orðum. Flugvöllurinn opinn Að ræðu Birgis Finnssonar lok- inni tók til máls núverandi flug- ir.álaráðheiTa, Ingólfur Jónsson, og ílutti vígsluræðu. Kvað hann sér- staklega ánægjulegt að koma til ísafjarðar að þessu tilefni, sagði völlinn opinn til flugumferðar og bað að þar mættu aldrei slys henda. Þegar ráðherra hafði lokið máli sínu stigu heimamenn og gestir upp í bifreiðar og var ekið heim í kaupstaðinn þar sem gestir sett- vst að kaffidrykkju og rausnar- legum veitingum í boði bæjar- stjórnar. Margar ræður voru fluttar yfir borðum og tók fyrstur til máls Kjartan J. Jóhannsson, alþingis- maður. Hann fagnaði þessum merka áfanga sem náðst hefur í samgöngumalum ísfirðinga og r.ærsveita og kvaðst vonast til að ekki liði á löngu þar til flugvöllur- inn yrði lengdur og fullgerður til icndinga fyrir stærri vélar, Sky- raaster og Viscount. Alþingismað- urinn þakkaði öllum sem að flug- vallargerðinni hafa unnið og j minnti á að þessu verki væri ekki ! lokið nú ef fjárveiting hefði ekki ífcngizt á áiinu 1958 en þá voru j framkvæmdir hafnar með pví að ' ryðja ofan af flugvallarstæðinu. Þá tók Ólafur Pálsson, yfirverk- fi-æðingur við flugvallargerðina, til niáls og skýrði frá framkvæmd hcnnar. Hanr. gat þess að á Skip- eyri hefðu veiið fluttir til 170 þús- und teningsmetrar jarðvegs en sú framkvæmd er með þeim stærstu sem gerðar bafa verið hér á landi á jafn skömmum tíma. Kostnaður v,ð flugvöilinn er 4,8 milljónir kvóna nú, og er það nálægt gerðri áætlun. Samanburður Næstur tók til máls Agnar Ko- foed Hansen, flugmálastjóri. Hann l.vaðst fyrir skömmu hafa komið á hinn nýja flugvöll í Róm sem tek- inn verður notkun innan tíðar — og þá rætt við flugmálastjóra íca'la. Þótt ólíku væri san.an að jafna, kvaðst flugmálastjóiinn stoltur af hinum nýja flugvelli ís- firðinga, engu síður en kollegi hans, ítalski flugmálastjórinn, af I.inum nýja velli Rómverjanna. Annar völlurinn bæri að vísu vott um auð og veldi Rómverjanna en hinn um fátækt íslendinga. Eigi að síður hefði þessi framkvæmd hina mestu þýðingu í samgöngumálum okkar og sýndi að íslendingar framkvæmdu í hlutfalli við getu sína, en flugvellir væru hvarvetna í heiminum af hinu ýtrasta mikil- vægi og yrðu ráðamenn að vera þess minnug^r ef fslendingar ættu ekki að „missa af vagninum" í kappi þjóðanna. Á fímamótum Þá talaði Eysteinn Jónsson, fyrr- verandi flugmálaráðherra. Hann drap á upphaf þessara fram- kvæmda á árinu 1958, fjárveiting- nna sem þá var veitt til flugvallar- ins og áhuga heimamanna fyrir að verkinu yrði hrundið í fram- kvæmd. — Stunduin er. okkur líka ámælt fyi'ir að við séum of fljótir að ráð- ast í framkvæmdir, sagði Eysteinn, er. nú gleð.inmst við öll yfir að þetta verk hefur verið unnið. Hann 1 ræddi síðan um framtíðarskipun fiugmálanna og kvað mikla nauð- syn að komast sem fyrst að niður- stöðu um hvernig haga bæri flug- ramgöngum og hvort tengja bæri ieiðir hinna stærri véla með smærri vélum á staðbundnum leið- um. Hann kvaðst .hafa tröllatrú á forystumönnum flugmálanna, og lagði til að skjótt yrði setzt á rök- stóla til að komast að niðurstöðu um þetta mál því nú væri komið að tímamótum. 52 þúsuna Næstur tók til máls Öm John- son, framkvæmdastjóri Flugfélags íslands. Har.n drap á sögu félags- ins og flugferðir til ísafjarðar, en vélar þess hafa nú flutt um 52 þús- und farþega til og frá kaupstaðn- um. Hann taldi flugvöllinn mikið mannvirki, og að því er virtist, vel u.nnið, en kvað mikilvægt að lengja (Framhaid á 13. siða). ísafjarðarkaupstaður og Skutulsfjörður séður úr lofti.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.