Tíminn - 04.10.1960, Blaðsíða 5

Tíminn - 04.10.1960, Blaðsíða 5
TÍMINN, þriðjudagitm 4. október 1960. Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. Framkvæmdastjóri: Tómas Ámason. Rít- Stjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb.), Andrés Kristjánsson. Fréttastjóri: Tómas Karlsson. Auglýsingastj. Egill Bjairnason. Skrifstofur í Edduhúsinu. — Símar: 18300—18305. Auglýsingasími: 19523. Afgreiðslusími: 12323. — Prentsmiðjan Edda h.f. Lán ti! að borga okurvexti! Erfiðleikar sjávarútvegsins um þessar mundir eru’ mörgum áhyggjuefni, og er nú ljóst að hann er á heljar- þröm. Stjórnarliðið reynír ekki að bera á móti þessu en hefur tilburði í þá átt að skella allri skuldinni á aflabr'est og verðfall mjöts óg lýsis erlendis. Hins vegar sé ..viðreisn- in“ sama hunangið og áður og hafi í engu brugðizt! Alir, sem einhver kynni hafa af þessum málum, vitá fullvel, að þetta eru staðlausir stafir. Aflabrestur varð ekki meiri en oft áður á síldveíðum og verðfallið, sem að vísu er nokkurt, var farið að segja til sín í fyrra og því um það vitað, þegar ,,viðreisninni“ var skellt á. Það er heldur ekki meira en svo, að „frambúðarkerfið" sem ríkisstjórnin sagðist hafa komið á, hefði átt að þola slíkar sveiflur, ef nokkur heil brú væri í því. Útvegsmenn vita líka betur og hafa sagt áiit sitt berum orðum á þá lund, að aðsfaða fil útgerðar hafi stórversnað við síðustu efnahágsráðstafanir. Þetta er líka auglióst. Með „viðreisninni“ var skellt á stórfelldum hækkunum vöru- verðs til útgerðar með gengislækkun og söluskatti. Við hættist svo lánatakmörkun og 12% okurvextir. Útgerðarmenn á Austfjörðum gerðu um þessi efni v mjög skynsamlega og rökstudda álýktun, en fengu aðeins hina margfrægu kveðju Morgunblaðsins, að þeir væru „samsafn fífla“ pieð siðferði á mjög lágu stigi. Við þá var raunar sagt: Þegið þið fíflin ykkar, og er sú kveðja alveg einstæð. Haraldur Böðvarsson, hinn kunni útgerðarmaður á Akranesi, kemst þó einnig að þeirri niðurstöðu ; grein í Mbl. s. 1. laugardag að útgerðin geti alls ekki borið 12% vexti. Honum dirfist Mbl ekki að senda sömu kveðju og útvegsmönnum á Austfjörðum. Það er kannske ekki að furða, þótt ríkisstjórninni hafi orðið nokkuð mikið um. er það liggur svona rækilega á borðinu, að dómi útgerðarmanna sjálfra. hvílíkt gerræði viðreisnin er. En þetta er nú eigi að síður staðreynd, sem ekki tjáir á móti að mæla lengur, að útvegurinn er á heljar- þröm vegna efnahagsráðstafananna. Þetta veit ríkisstjórn- in bezt sjálf, enda er erfiðasta viðfangsefni hennar þessa dagana að leita úrræða til bjargar. Virðist nú auðsætt, bæði af skrifum Mbl og fregnum úr stjórnarherbúðunum, að koma eigi á fót eins konar kreppulánasjóðsstarfsemi fyrir útveginn til þess að bjarga honum úr skuldum „hengingarvíxla' eins og Mbl. segir s. 1. sunnudag. Eins og Haraldur Böðvarsson segir eru 12% okurvext- irnir einn allra versti bagginn á útgerðinni. En í stað þess að viðurkenna það hreinlega og létta þeim af, virðist ríkis- stjórnin hafa í huga, að afla útveginum eins konar kreppu- lána, helzt með erlendri lántöku, til þess að hann geti borgað okurvextina. Þetta þýðir auðvitað ekkert annað en það að þegar á fyrsta ári viðreisnarinnai. þegar styrkja- og uppbótarkerfi átti að fullu að vera kveðið niður verður stjórnin að taka upp nýtt stuðnings- og uppbótarkerfi í einhverri mynd. Þetta er beiskur biti, svo að von er að stjórnarliðinu svelg- ist á. En óhætt er að fullvrða, að aldreí hefur blasað við i Lslenzku efnahagslífi eíns ömurleg mynd og héi kemur fram — og þaðan af síðu^ kennd við ,.viðreisn“, — og eru okurvextirnir táknrænastir fyrir hrur^tefnuna. Með þeim og fleiri aðgerðum setur ríkisstjórnin útveginn á heljar- þröm og verður svo að grípa til eins konai kreppulána- sjóðsstarfsemi, helzt með erlendri lántöku til þess að út- vegurinn geti borgað okurvextina sem þjá hann mest! Væri þá ekki skyns-mlegra að afnema okurvextina þegar og snúast að því að afla útvegmum rýmra lánsfjár með sæmilegum kjörum? Frá vettvangi Sameinuðu þjóðanna: eðalaldur í Evrópu hefur hækkað ur 50 upp í 70 ár Frá iokum síðari heimsstyrj- aldar eða nánar tiltekið frá ár- inu 1947 hefur heilbrigðis- ástandið í Evrópu stórbatnað, segir í sérstakri útgáfu af „World Health", sem helguð er Evrópu Tímaritið er gefið út af Alþjóðaheilbrigðismála- stofnuninni (WHO), Skýrslurnar, sem vitnað verður í hér á eftir eru byggð ar á upplýsingum frá eftir- farandi löndum og svæðum: Englandi, Frakklandi, Hllandi Ítalíu, Möltu, Norður-írlandi, Portúgal, Skotlandi, Sviss og Norðurlöndunum öllnm. í þessum löndum lækkaði dánartalan úr 11,9 á hverja | 1000 íbúa árið 1947 niður íl 10,7 árið 1957. Lækkunin nem | nr 9,6 af hundraði. Dánartala barna undir eins árs aldri lækkaði á sama tíma úr 61,7 á: hver 1000 börn fædd lif- andi niður í 35,22 árið 1957. Lækkunin nemur 43 af hundr aði. Fyrir aldursflokka frá 1 til 9 ára nemur lækknn dánar- tölunnar á árunum 1947— 1957 57,1 af hundraði; úr 3 dauðsföllum á hver 1000 börn niðnr í 1,3. í sömu aldursfl. hefur dánartalan af völdum smitandi sjúkdóma lækkað um 77,5 af hundraði; úr 0,71 á hver 1000 börn niður í 0,16 árið 1957. Dánartalan af völd um berkla í öllum aldursfl. hefur lækkað um 72,6 af 100 úr 0,73 á hverja 1000 íbúa árið 1947 niöur í 0,20 árið 1957. í greinargerð sem forstjóri Evrópudeildar WHO (í Kaup mannahöfn), dr. Paul J.J. van de Calseyde, skrifar í tíma- ritig segir hann að heilbrigð isástandið í Evrópu sé gott, en eigi að síður sé einn mín- us — hinn nýi kafli í sögu læknavísindanna sem gefið hefur verið nafnið „menn- ingarsjúkdómar", nafn sem sé dálítið villandi. Hér er um að ræða krabba- mein, hjartabilun og geö- sjúkdóma. Dr. van de Cals- eyde leggur áherzlu á, að þessir sjúkdómar séu ekki endi lega afleiðing tíðarandans eða eins konar greiðsla fyrir framfarirnar. Það er stað- reynd að þessir sjúkdómra eru tíðari en áður, en skýr- 1 ingin liggur m.a. í því að árið 1960 lifir hver Evrópubúi u. þ.b. 20 árum lengur en Evr- ópumenn gerðu að meðaltali um síðustu aldamót. Þessi hái meðalaldur er aftur þvi að þakka, að Evrópa hefur að miklu leyti útrýmt smitandi sjúkdómum — einkum berk1 um, sem áður fyrr hjóu stór skörð, einkum í yngri aldurs- flokka. Dr. van de Calseyde dregur eftirfarandi ályktun: Meðal- aldurinn hefur hækkað úr 50 upp í 70 á», og það er einmitt í aldursflokkunum milli 50 og 70 ára sem krabbamein og hjartabilun gerir mestan usla — nú eins og áður. Hvaða lönd hafa mesf matföng? Matvæla- og landbúnaðar- stofnun S.Þ. (FAO) hefur sent á markaðinn „Product- ion Yearbook", sem m.a. gef- ur yfirlit yfir hvað hver íbúi í nokkrum tilteknum löndum hefur að jafnaði að borða. Áður en tölurnar um hita- einingar eru tilfærðar er samt rétt að geta þess, að út reikningurinn er gerður á grundvelli uppgjörs í mat- vörubúðum það er að segja hann tekur til þeirra mat- vara sem íbúar umræddra landa eiga kost á. Enn er að „Production Yearbook" sem og aðrar útgáfur Sameinuðu þjóðanna og sérstofnana þeirra er hægt að panta hjá Bókaverzhm Sigfúsar Ey- mundssonar í Reykjavík. S.Þ. gera fyrsf um sinn engar ráðstafanir t Malí Sameinuðu þjóðunum hafa borizt opinberar skýrslur um vandamálin, sem skapazt hafa í vestafríska Malí-samband- inu, sem hlaut sjálfstæði ný- lega. Frá báðum aðilum í ríkjasambandinu — senegal og fyrrverandi frönsku Súd- an — hafa Hammarskjöld framkvæmdastjóra borizt greinargerðir. Er þar gerð grein fyrir ástandinu, sem 1 skapazt hefur eftir að stjórn Frá aöalstöðvum S. Þ. í New York. geta þess, að þær matarbirgð ir, sem eru á boðstólum gefa ekki endanlega rétta mynd af því hvað er borðað. Töl-| urnar hafa þannig að geyma talsvert magn af hitaeining- um sem á hverjum degi fara í öskutunnuna, t.d. sem mat- arúrgangur. Þegar þetta er haft í huga sýnir yfirleitt að írland gefur íbúum sínum kost á mestu magni hitaeininga til dag- legrar neyzlu, þ.e. 3,500. Næst kemur Nýja Sjáland með 3,- 430 hitaeiningar á íbúa dag- lega og síðan Danmörk með, 3,350 hitaeiningar. Síðan er röðin þessi: Bret land 3,260, Ástralía 3,200,1 Sviss 3,180 og Kanada 3110.1 Bandaríkin og Argentina ■ hafa hvort nm sig 3,100 hita! einingar til daglegrar neyzluj fyrir hvern íbúa, Noregur hefur 3,080 og Finnland 3,070 ; hitaeiningar. ! Meðal landanna sem yfir- litið tekur til er Indland með minnst magn hitaeininga eða 1,800. Pakistan hefur 2,010 hitaeiningar á íbúa. | í Mið- og Suður-Ameríka er Argentína næst með 3.100 hitaeiningar, í Afríku og Asíu er Tyrkland hæst ! með 2.890 hitaeiningar á I íbúa. in í Senegal ákvað að draga sig út úr ríkjasambandinu og lýsa yfir sjálfstæði Senegals. Greinargerðir eru undir ritaðar af Madibo Keita for sætisráðherra Malí-ríkj asam bandsins (og leiðtoga Súd- ans) annars vegar, og hins vegar af Mamadou Dia for- sætisráðherra Senegals. Keita fer þess á leit að Ör yggisráðið verði þegar kvatt saman og herstyrkur frá S.þ. sendur á vettvang. Mamadou Dia lýsir því hins vegar yfir, að þar ríki fullkomin ró og regla. Hins vegar muni stjórnin í Senegal „með á- nægju taka á móti hverjum beim sendimanni Sameinuðu þjóðanna, sem vilji fullvissa sig um sannleikann í málinu“. Hann bætir við, ag lýðveldið Senegal hafi ákveðið að sækja þegar í stað um upp- töku í S.þ. Hinn 28. júní mælti Öryggis ráðið einróma meg upptöku Mali-ríkasambandsins í Sam einuðu þjóðirnar. Það var átta dögum eftir að ríkjasam bandiö hafði hlotið fullt sjálf stæði. Áður hafði landið haft nálfstjórn innan franska •,,'-iasambandsins. f svari sínu til Keita for- sætisráðherra vísar Hammar (Framhald á 15. síðu).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.