Tíminn - 22.10.1960, Blaðsíða 12
12
TIMIN N, laugardaginn 22. október 1960.
ftt úr vör
á Úlympíu-
skákmót
Skákhátiðin, sem nú er að
hefjast í Leipzig. verður án
vafa mesti skákviðburður árs-
ins 1960. Fr það 14. olympíu-
mótið í skák, sem Austur-Þjóð-
verjar halda að þessu sinni en
jafnframt opna þeir um leið
risastóra sýningu, sem tileink-
uð er skáksögunni og nefnd er
á þýzku „Schach im Wandel
der Zeiten", eða ,Skákin í rás
aldanna". Hefur þar verið
safnað saman ýmsu því sem
viðkemur skák frá upphafi
sagna, svo sem sögum um
skák, taflmönnum og borðum
frá ólíkum tímum og löndum.
Þag er engin tilviljun, að
Austur-Þjóðverjar yrðu fyrst
ir til aö leggja í slíkt stór-
virki, sem sýningu þessa. Und
anfarin ár hefur skapast
keppni hjá þeim þjóðum, sem
Ólypíumótin halda um það,
hverri þeirra takist ag gera
mótið sem glæsilegast úr
garði. Einkum er keppnin
hörð miili þjóða, sem búa
hvor sínu megin við hið svo
nefnda járntjald. Rússar
héldu mótig árið 1956 og
lögðu í það meiri íburð, en áð
ur hafði almennt tíðkast. Var
það einkum aðbúnaður kepp-
enda, sem þeim fórst vel úr
hendi. — Vestur-Þjóðverjur
héldu síðan 13. Ólympíuskák
mótið 1958 og tóku þeir Rúss
um fram hvað skipulagningu
snerti og glæsibrag á skák-
stað, en aðbúnaður keppenda
var í hei'd lakari en hjá Rúss
um. Nú er röin komin að
Austur-Þjóðverjum að halda
mótið, og var vitað fyrirfram,
að í engu yrði sparað, til þess
að mótið gæti orðið sem giæsi
legast og dvöl keppenda sem
þægilegust. Áðumefnd sýning
átti svo að verða eins konar
viðauki, sem tryggði, að þessi
skákhátíð tæki hinum fram.
Ekki er nema gott eitt um
þag að segja, þegar sam-
keppni þjóða beinist inn á
þær brautir að láta sér fara
eitthvað vel úr hendi. Gildir
það jafnt um Rússa, Vestur-
Þjóðverja, Austur-Þjóðverja
sem og aðrar þjóðir, að þær
vilja sýna gestrisni og helst|
geta boðið gestinum upp á eitt
hvað nýstárlegt, svo að hann
geti borið gestgjafanum vel |
söguna og helst fengið traust
á viðkomandi þjóð og þjóð-
skipulagi. Má líkja þessu við
það, þegar kona farðar sig
vel og snyrtir, áður en hún
á von á tignum rysti. Gott
útlit sakar ekki. hvernig svo
sem innrætið og undirlitur-
inn kann að vera.
Þag lætur að líkum, að
flestar skákþjóðir heims eru
nú að manna skip sín til
keppni í þeim þunga róðri,
sem jafnan er á súkum mót-
um sem þessum. Sjálfsagt þyk
ir að til skipshafnarinnar sé
vandað vel og vilja sumir ekki
ýta á flot, nema valið lig sé
í hverju rúmi. En öðrum þyk
ir mest um vert að undir
k.iölinn fljóti, þótt liðleskja
eða há'fdrættingur kunni að
slæðast um borð.
Við fslendingar eigum nú
allmarga góða skákmenn —
betri en nokkru sinni fyrr —
Urðu það því mörgum mikil
vonbrigði, er liðið varð ekki
betur skipað en raun var á.
Skipan liðsins er þessi:
1. borð Freysteinn Þorbergs
son, 2. borð Arinbjörn Guð-
mundsson, 3. borð Gunnar
Gunnarsson, 4. borg Ólafur
. Fyrsta umferð í parakeppni
B’idgefélags kvenna og Br.-
félags Reykjavíkur hófst í
Skátaheimiliriu á fimmtud.-
kvöld. í keppninni taka þátt
32 pör. Eftir fyrstu umferð-
ina er röð 16 efstu þessi:
1. Lilja—Baldvin 253
2. Karitas—Kristj án 249
3. Ása—Hallur 247
4. Margrét—Magnús 246
5. Petrina—Björgvin 240
6. Laufey—Gunnar G. 235
nrrn,
, , , ____‘■■'j
7. Ásgerður—Zóphanías 231
8. Júlíana—Gunnar V. 227
9. Hugborg—Guðm. Ó. 225
10. Sigríður—Ámi M 225
11. Laufey—Stefán 217
12. Unnur—Pétur 215
13. Hanna—Baldur Á. 214
14. Anna—Guðm. Kr. 214
15. Sigríður—Jón G. 213
16. Rannveig—Júlíus 213
Næsta umferð verður spiluð
á fimmtudagskvöld í Skáta-
heimilinu kl. 8 síðd.
Magnússon, 1. varamaður
Kári Sólmundarson, 2. vara-
maður Guðmundur Lárusson,
fararstjóri er Ásgeir Þór Ás-
geirsson.
Ef reynt er að gera sér grein
fyrir, hverjir nú eru sterkast
ir íslenzkra skákmanna, kem
ur í Ijós að heima sitja menn,
sem gætu skipað mun sterk
ara lið en það sem sent var.
Er það ýiriist um að kenna of
litlum þegnskap, óheppileg-
um aðstæðum eða öðru, að
beztu skákmennirnir mættu
fæstir til leiks. Væri æskilegt
að nánar yrði rannsakag fyrir
næsta Ólympíuskákmót ,layað
veldur slíku ófremdarástáridi
í íslenzku skáklífi og ráðstaf
anir gerðar til þess að sagan
endurtaki sig ekki.
Samkvæmt útreikningi Áka
Péturssonar um styrkleika ís-
lenzkra skákmanna, sem
byggður er á líkum grunni og
útreikningar Breta, Banda-
ríkjamanna og fleiri þjóða
á þessu sviði og sem vissu-
lega er ekki talin örugg heim
ild um styrkleika, en þó not
hæf til hliðsjónar, eru beztu
íslenzku skákmennirnir þess-
ir hinn 1. okt. 1960, reiknað
í stigum:
1. Friðrik Ólai'sson 4924
2. Ingi R. Jóhannsson 4901
3. Arinbj. Guðmundsson 4631
4. Guðm. Pálmason 4485
5. Freyst. Þorbergsson 4474
6. Ingimar Jónsson 4397
7. Ingvar Ásmundsson 4393
8. Guðm. S. Guðm.son 4280
9. Guðm. Ágústsson 4265
10.—11. Jón Pálsson 4225 og
Jón Þorsteinsson 4225
12. Stefán Briem 4218
13. Baldur Möller 4211
14. Þórir Ólafsson 4206
15. Gunnar Gunnarsson 4190
16. Jónas Halldórsson 4157
17. .Túlius Ro'-ason 4113
18. Kristinn Jónsson 4109
19. Jóhann Snorrason 4094
20. Sveinn Kristipsson 4062
21. Þráinn Sigurðsson 4056
22. Björn Þorsteinsson 4042
23. Ólafur Magnússon 4039
24. Bragi Þorbergsson 4017
2R. Árni Snævarr 4007
26. Áki Pétursson 4006
27. Benóný Bened.son 4001
28. Jón Einarsson 3999
29. Leifur Jósteinsson 3985
30. Lárus Johnsen 3976
* 31. Ásm. Ásgeirsson 3968
32. Þórður Jörundsson 3935
33. Páll G. Jónsson 3931
34. Sigurgeir Gíslason 3929
35. Guðmundur Eiðsson 3927
36. Halldór Jónsson 3919
37. Karl G. Þorleifsson 3895
38. Bjarni Magnússon 3885
39. —40. Kári Sólmundarson
3881 og Guðmundur Lárus-
son 3881.
Af þeim mönnum, sem skráð
j ir eru á þennan lista, eru snm
ir hættir skákiðkun að
mestu eða öllu leyti. Stiga-
. tala þeirra sýnir í fæstum
; tilfellum þeirra bezta árang-
, ur, en gildir hins vegar sem
j nokkurs konar vísitala um
hæfni vig síðustu þátttöku í
; móti, svo sem hjá öllum öðr
um í skránni. Þegar svo þess
er gætt, að stigin taka ekki
! til meðferðar árangur á er-
lendri grund, þá verður það
,enn ljósara, ag þau geta ekki
talist annað en ófullkomið
hjálpartæki til hliðsjónar, en
þau sýna glögglega það, sem
flestum mátti ljóst vera fyrir,
að það lið, sem við nú sendum
á Ólympíuskákmót er í tvenn
um skilningi C-lig okkar fs-
lendinga. í fyrsta lagi sökum
þess að hægt var að senda
a.m.k. tvö sterkari lið til móts
ins, ef allir íslenzkir skák-
menn væru tiltækilegir, og í
öðru lagi sökum þess, að naum
ast er við öðru að búast, en
að liðið hafni í C-úrslitum.
Hefði hins vegar verið hægt að
senda bezta lið, skipað eftir-
töldum mönnum: Friðriki Ól-
afssyni, Inga R. Jóhanssyni,
Guðmundi Pálmasyni, Arin-
birni Guðmundssyni, Frey-
steini Þorbergssyni og Ingi-
mar Jónssyni hefi mátt bú-
ast viö, ag það lið gæti með
góðu gengi hafnað í A-úrslit
um.
Þegar þetta er ritað, er ís-
lenzka liöið komig til Leip-
zig. Ekki hefur ennþá unnizt
tími til að litast vel um hér,
en enginn hefur ennþá orðið
fyrir vonbrigðum með mót-
tökur eða vijurgerning. Þátt-
tökuþjóðimar, sem væntan-
lega verða um fjörutíu tals-
ins munu allar búa á góðum
gistihúsum, og keppnin fer
fram í glæsilegum salark.ynn
um, sem nrjnar verður lýst
síðar.
Af þeim þjóðum sem þegar
eru komnar til leiks, má
nefna núverandi heimsmeist
ara í skák, Rússa, sem hafa
í liði sínu þrjá heimsmeistara,
þar af einn sem varamaður.
Lið Rússa er þannig skipað:
1. Tal, 2. Botvinnik, 3. Keres,
4. Korchnoj, 5. Smysloff, 6.
Petrosjan. Af skæðum keppi-
nautum Rússa má nefna
Bandaríkjamewn, sem hafa
eftirtalið lið: 1. Fischer, 2.
Lombardy, 3. Bjnne, 4. Bis-
quier, 5. Rossolimo, 6. Wein-
stein.
Ekki skal dregið í efa, að
hér verður um mikla og
skemmtilega keppni að ræða,
sem skákunnendur um allan
heim munu fylgjast með.
Verður hún að sjálfsögðu
mjög lærdómsrík fyrir smá-
þjóðir eins og íslendinga,
sem senda lig þetta í þeim
helzta tilgangi að læra, þótt
allir muni að sjálfsögðu gera
sitt bezta.
Leipzig 15. október 1960,
Freysteinn.
Vinningslíkur
gegn Bolivíu
í fjórðu umferð á Ólympíu-
skákmótinu í Leipzig tefldi fs-
land við Bolivíu og hefur vinn-
ingslíkur. Freysteinn Þor-
bergsson apaði fyrir di Hum-
erez á 1. borði, Gunnar Gunnars-
son vann Zuieta á 2. borði, og
Kári Sólmundsson vann Salazar á
4. borði. Á 3. borði varö biðskák
milli Ólafs Magnússonar og dr.
Mendivil og hefur Ólafui peð
yfir. Biðskák Gunnars Gunnars-
sonar og Svíans Lundins úr 3.
umferð fór aftur í bið, og hefur
Lundin nú vinningslíkur.