Tíminn - 22.10.1960, Blaðsíða 13
T f M I N N, laugardaginn 22. október 1960.
13
Á safm og sýningu
(Frarohald af 8. síðu).
leika, sem í honum búa. Þess
vegna er skólanum nauðsyn
að aðrir taki við og haldi á-
fram þvi verki, sem meisatr-
inn hóf. Á þann hátt skapast
festa í menninguna og listin
fær varanlegra gildi. Að efla
skóla íslenzks meistara, eins
og Ásgríms Jónssonar á því
að minnsta kosti jafn mikinn
rétt á sér og að ganga í smiðju
erlendra málara, eins og hér
er algengast nú á dögum.
Myndir Péturs Fr. Sigurðs-
sonar eru flestar landslags-
myndir og virðist hvorki hann
né margir aðrir hinna yngstu
málara okkar á þeirri skoð-
un sumra hinna miðaldra, að
óhugsandi sé að mála lands-
lag vegna þess að við lifum
á öld vaxandi tækni!!
Olíumyndir Péturs Fr. eru
margar stórglæsilegar og ein-
kennast öðru fremur af mýkt
og samræmi. Að umgangast
þessar myndir gerir hvern
mann ríkan. Bygging þeirra
er góð og listameðferðin lýsir
djúpri innlifun í töfrafegurð
íslenzkrar náttúru. Meðal
binna beztu þessara mynda
ern Arnarfell (mynd 87), Vor
á Þingvöllum (mynd 88), Sól-
aruppkoma (mynd 94), Kiðá
(mynd 96, Vetur (mynd 71)
og samnefnd mynd no. 66, eru
prýðisgóðar myndir. í sama
flokki er mynd no. 55 (Úr
Hafnarfirði). Á þremur þeim
síðasttöldu hefur málarinn
vaxið til algjörlega sjálfstæðr
ar listsköpunar.
í vatnslitamyndunum hef-
ur listamaðurinn náð enn bet-
ur hinum léttu og tæru blæ-
brigðum náttúrunnar. Hér er
að finna margar mjög vel
gerðar myndir: Hvítá í Borg
arfirði (mynd no. 8), Birki-
hríslur (mynd no. 32), Múla-
skógur (mynd no. 51), Þing-
vellir (mynd no. 54), Strútur
(mynd no. 35) og Arnarfell
(mynd no. 21).
Það er óhætt að fullyrða, að
með þessari sýningu kemst
Pétur Friðrik Sigurðsson í röð
fremstu málara okkar og
munu myndir hans verða
beim mun vinsælli sem lengra
líður.
Gunnar Dal.
VARMA
PLAST
Einangrunarplötur
Þ. Þorgrimsson & Co.
Borgartún 7 — Sími 22235.
KratasiðferðiS
(Framhaio al 9 síðui
Iega 4 millj. vegna útgerðarinnar
— mest í stuttum lánum og víxl-
um. Samt hafa óreiðuskuldirnar
hrúgast upp og veit bæjarstjórnin
minnst um þær ehn þá. Er hér um
mjög alvarlegt mál að ræða fyrir
bæjarfélagið. Það var algengt í
sumar að lánadrottnar hr'ingdu til
mín út af svikurn G. Sv. í von um
það að bæjarstjórnin tæki í taum-
ana. Hafa svik þessi og falskar á-
vísanir útgerðarinnar verið alvar-
legur blettur á bæjarfélaginu og
því til stórtjóns út á við. Krötun-
um þótti ekki heppilegt fyrir G.
Sv. að ég fylgdist lengur með þeim
málum. En þetta kemur Heima-
skaga h. f. vel. Það er margt líkt
með skyidum.
Skoti'ð yfir markið
Áður hefur verið sýnt fram á
það, að Benedikt Gröndal setti,
óvenjulegt met fyrsta kjörtíma-
bilið. Hann gleymdi þjónustunni
við kjósendur en hlóð á sig bittling
um bak og fyrir, svo útsvar og
skattur 1959 nam kr. 50 þús.. Var
hann svo smekklaus að hrifsa sæti
Hauks Jörundssonar í nýbýlastjórn
en Haukur hafði staðið upp fyr'ir
honum í Borgarfjarðarsýslu 1956.
Ekki er þó vitað að Gröndal sé
neinn sérfræðingur í iandbúnaðar-
málum. En sjálfsálitið og sjálfsá-
Heimsókn í Laugarásbíó
(Framhaid af 11 síðu)
því að hann gegndi vara-
forse.taembættinu þar.
Selznick hefur hlotið meiri
alþjóðaviðurkenningu fyrir
kvikmyndir sínar en flestir
aðrir kvikmyndaframleiðend
ur. Selznick hefur gert meir
en að framleiða listakvik-
myndir. Hann hefur einnig
skrifað nok>*ur þekkt kvik-
myndahandrit, m.a. skrif-
aði hann handritið fyrir
kvikmynd sína „Duel in the
Sun“ (Einvígið í sólinni).
Af öðrum þekktum kvik-
myntíum sem Selznick hefur
framleitt má nefna „Reb-
ecca“, „Portrait of Jenny“
og „The Third Man“ (Þriðji
maðurinn).
ÍATA
(Framhald af 8. síðu).
Farsælt starf.
Þannig starfar IATA. Sam-
ræmir sjónarmið og setur regl
ur varðandi farþegaflugið,
flugfélögunum og þá kannske
einkanlega flugfarþegum til
hagsbóta.
Sem að líkum lætur, þar
sem svo mörg flugfélög, sem
starfa á svipuðum grundvelli
og á sörtiu flugleiðum þar sem
mikil samkeppni ríkir, tekur
oft nokkurn tíma að finna
þá lausn, sem allir geta sætt
sig við. Og þótt einstök flug-
félög sjái sér stundarhags-
muni í því að standa utan við
IATA samtökin, viðurkenna
þau alla jafnan hið merki-
lega og mikilvæga starf, sem
þar er unnið.
Sv. Sæm.
nægjan á sér engin takmörk.
Skyldi það t. d. nokkurn tíma hafa
komið fyr'ir í íslenzkri blaða-
mennsku að ritstjórinn birti viku-
lega mynd af sjálfum sér? Hér
mun vera um heimsmel að ræða.
Einkennin segja alltaf til sín.
Gröndal svaraði: Þér ferst ekki
um að tala og svo nokkur upp-
talning. Eg hygg að honum þætti
lítið til minna bittlinga koma.
Laun í raforkur'áði ríkisins hafa
t. d. numið kr. 2000—5000 undan-
farin ár. í íþróttanefnd ríkisins
sem hér segir:
Yfirlýsing
„I grein hr. Benedikt Gröndals í
Alþbl. 25. sept. s. 1. eru gerð að um-
ræðuefni opinber störf hr. Daníels
Agústínussonar. Greinarhöfundur
nefnir störf þessi „bitlinga" þ. e. a.
s. launuð störf, þar á meðal nefndar-
störf D. Á. í íþróttanefnd ríkisins.
íþróttanefnd var fyrst skipuð af ráð-
herra 1940 og síðan 3ja hvert ár,
samkv. íþróttalögunum. Þeir, sem
sæti hafa átt í nefndinni hafa aldrei
fengið þóknun fyrir hið mikla og
óeigingjarna starf, sem þeir hafa
unnið í þágu íþrótta- og félagsmála
þjóðarinnar. Árið 1948 bættust störf
vegna félagsheimilasjóðs við fyrri
stö-rf íþróttanefndar. Fyrir þau hefur
íþróttanefnd ríkisins heldur ekki
fengið þóknun. Eg hefi sétið alla
fundi íþróttanefndar ríkisins frá því
í maí 1941 og aldrei heyrt nefndar-
menn minnast á greiðslu fyrir störf
sín. Daíel Ágústínusson hefur átt
þar sæti frá 3. des. 1943 eða í nær
17 ár.
Frá því 1949 hefur D. Á gengt
umsvifamiklu gjaldkerastarfi nefnd-
arinnar og annast bókhald iþrótta-
sjóðs, án þess að taka nokkra
greiðslu fyrir, enda þótt svipuð störf
hjá hliðstæðum nefndum séu vel
launuð".
Reykjavík, 18. okt 1960.
Þorsteinn Einarsson
íþróttafulltrúi ríkisins.
ÍbÁííf^T^fj7^ndal íafn. óhePP'
mn méð roksemdafærsluna, hvar
sem hann drepur niður. Og alltaf
er málfhitnimgurinn samur við
sig.
ViíSbrögí kjósendanna
Gröndal má svo halda áfram
persónulegu níði og rógi um mig
sem hann hóf í Alþýðublaðinu 26.
ágúst og einkum 28. ágúst og end-
urtekið sí og æ í ýmsum útgáfum.
Hann hefur tekið að sér að verja
menn, sem presturinn hér sagði
um í eftirminnilegri stólræðu 28.
ágúst s. 1. „að vildu upphefja sjálfa
sig með því að verzLa með æru ann
arra,“ er hann lagði út af dæmi-
sögunni um faríseana og toll
heimtumanninn.
Eg þarf hér litlu við að bæta.
Kjósendur á Akranesi af öllum
flokkum hafa svarað. Meirihluti
kjósenda hefur krafizt að uppsögn
in verði tekin aftur eða nýjar kosn
ingar látnar fara fram. Endurtekin
rógskrif Gr'öndals eiga áreiðanlega
nokkurn þátt í hinum almennu
undirtektum kjósenda. Með Akur-
nesingum hefi ég starfað um ára-
bil. Eg er þakklátur þeim fyrir
drengileg viðbrögð og ríka rótt-
lætiskennd. Bæjarstjórnin mun
læra eitthvað af frumhlaupi sínu,
en ég efast um að Gröndal geri
það. En eitt er víst: Alþýðuflokk-
urinn er dæmdur til að tapa á máli
þessu alls staðar. Brot á drengi-
legum leikreglum hefna sín ævin-
lega.
Daníel Ágústínusson.
Bækur og höfundar
(Framhald af 8. síðu).
sennilega næga þekkingu á þeim
starfsháttum, sem nauðsynlegir
eru, ef ekki á allt að lenda í káki.
Það gátum við sannað á árunum,
cr við vorum að prófa sitthvað í
þessum efnum og öðrum á Akur-
eyri. Höfðum við þó danska hand-
bók til að styðjast við. — Og á
námsstjóraár’um mínum gáfu marg
ir kennarar hugareikningi veruleg-
an gaum og reyndu margt, m. a.
smá kartonspjöld, sem brugðið var
upp, o. fl. o. fl. af ýmsu tagi.
Jafnan var það mikið ánægju-
efni að heimsækja skóla Jóhann-
esar Óla Sæmundssonar. Að öðrum
ólöstuðum ætla ég að hann hafi
einna flest reynt í þessum efnum
og á marga vegu. Samvizkusemi
hans og hugkvæmni létu hann
aldrei í friði. Hann var afbragðs
kennari, reyndi margt og heppnað
ist flest mjög vel. Og reglusemin
í starfsháttum og fyrir'komulagi
var frábær.
Það er því ekki óhugsaður eða
óreyndur ferngur, sem þessi bók
hans flytur kennurunum. Bókin er
samin af manni, sem á óvenju
glögga innsýn í kennslustarf, snjöll
um og leitandi áhugamanni, sem
tekur starf sitt alvarlega, og vill
að sem flestir njóti verka sinna.
í formálsorðum segir höf m. a.:
„Reikningskennslustund í barna
skóla ætti jafnan að hefjast með
munnlegum æfingum. — Fárra
mínútna hugareikningsstund not-
ast því aðeins, að hún sé fyrirframi
undirbúin eins og aðrar kennslu-
stundir. Þess vegna ætti að vera
til bóta að hafa við höndina dá-
lítið safn reikningsverkefna, er
samin væru með þetta fyrir aug-
um. Þessi litla bók er tilraun í
þá átt. Hún er þess vegna fyrst
og fremst hjálparbók handa kenn-
urum.
--------Fimmtíu af blaðsíðum
bókarinnar eru sérprentaðar á laus
blöð, til þess að einnig sé hægt að
lána nemandanum heim með sér
nokkur dæmi í senn.----------Ef
til vill er engin námsgrein í aug-
ljósari tengslum við daglegt líf
og álgeng s*örf heldur en mkning
ur í bama- og unglingaskólum.
Þess vegna hefi ég reynt að minna
á sem flest viðfangsefni og látið
mörg þeirra snúast um persónur
og hluti, leiki og störf, ákveðna
staði og ýmsa viðburði.----------
Nothæfni hugareiknings er óum-
deEanleg. Merun hafa ekki alltaf
við höndina blýant og blað þegar
reikna þarf. Þess vegna kemur
sér oft vel að hafa æft hugareikn-
ing rækilega og kynnst því af eig-
in reynd, hve ótrúlega stór dæmi
er hægt að reikna hjálpartækja-
laust, ef rétt er að far'ið“.----
Allt er þetta rétt og satt. Það
má því telja víst, að þessi bók kem
ur í góðar þarfir, og mun vafalaust
fagnað af kennurum. Efniviður
hennar er mikill, og ég fæ ekki
betur séð, en bókin sé hyggilega
byggð og haglega gjörð til notkun-
ar’, þótt um það muni þeir bezt
kunna að dæma, sem kynnast
henni við rækilega notkun. — Og
hún hefur það líka til síns ágætis,
að minna kennara á margt og
beina huga í starfræna átt og til
þeirra viðfangsefna, sem gefa þarf
gaum í dagsdaglegu lífi og starfi.
Til mikils hagræðis tel ég líka
það að hafa lausu æfingablöðin,
sem reynast munu kennurum hand
hæg, og hefði ég þó gjarna/n kosið
þau leturstærri og fleiri.
Þótt höf. ætli fyrst og fremst
barnaskólum þessa hugareiknings-
bók sína, þá hygg ég að skyldustig-
ið allt eigi að njóta hennar.. Sumir
kaflar hennar henta eigi síður við
unglmgakennsluna, og þar ætti
henni einnig að vera vel tekið. —
Og jafnvel heimilin hefðu líka gott
af því að eignast bókina. Þar er
margt efni til viðtals við börn og
íhugunar, er efla mundi skilning
þeirra og þroska.
Það er vel, þegar reyndir kenn-
arar og snjallir tak" -ár fyi'ir hend-
ur að búa starfsfélögum í hendur
starfstæki. Þeim er til þess bezt
trúandi. Og þökk skal Jóhannes
Óli Sæmundsson hafa, frá gömlum
starfsbróður, fyi’ir þessa nýstár-
legu bók sína.
Snorri Sigfússon
Sölúbörn óskast
til að selja merki Sjálfsbjargar, Landssambands
fatlaðra, á morgun, sunnudag 23. okt
Merkin verða afhent á eftirtöldum stöðum frá kl.
10 fyrir hádegi.
Skrifstofunm Sjafnargötu 14
Austurbæjarskólanum
Breiðagerðisskólanum
Hlíðaskólanum
Laugarnesskólanum
Melaskólanum
Miðbæjarskólanum
Vesturbæjarskólanum
Vogaskólanum
Mýrarhúsaskóla, Seltjarnarnesi
báðum barnaskólum Kópavogs
Garðsstíg 3, Hafnarfirði
GÓÐ SÖLULAUN
Foreldrar, hvetjið börnin til að selja merki.
SJÁLFSBJÖRG
Landssamband fatlaSra