Tíminn - 22.10.1960, Blaðsíða 3
TÍMINN, laugardaginn 22. október 1960.
3
Aðalfundur Skógræktarfélags íslands var settur í gærmorgun í Tjarnarcafé. Mun fundurinn standa næstu daga
og verða þar rædd ýmis helztu mál félagsins. Þá munu fundarmenn sitja boð landbúnaðarráðherra og fara í
ýmsar kynningarferðir. — Kosið var í nefndir í gær og relkningar lagðir fram. f gærkvöldi sátu fundarmenn
kvöldverðarboð Skógræktarfélags íslands og Skógræktar fél. Reykjavíkur. — Myndin hér að ofan var tekin
af þingheimi í gærmorgun. Nánar í blaðinu á morgun. (Ljósm. TÍMINN, K.M.)
Bretar eiga
kjarnorkubát
Fjölbreytni í
vetrardagskrá
Á vetrardagskrá Ríkisútvarpsins eru bæíSi
gamlir kunningjar og nýtt efni
Vetrardagskrá ríkisútvarps-
ins er nú að hefjast að nýju,
og verða í henni nokkrar breyt
ingar, þótt að flestu leyti sé
hún svipuð því sem verið hef-
ur. Hin merkasta nýjung er
sú, sem TÍMINN sagði frá í
skotspónafrétt í gær, að kvöld
fréttatíminn verður færður
fram um hálfa klukkustund,
og hefst lestur kvöldfrétta kl.
7,30 í stað 8, sem verið hefur.
Tími síðari kvöldfrétta verð-
ur óbreyttur.
Af nýjum þáttum má nefna
„Efst á baugi“, þar sem fjall
að verður um nýjungar og ann
að fréttakyns utan lands og
innan. Sá þáttur verður í um
sjá Heimis Hannessonar og
Haraldar J. Hamars blaða-
manna, en þeir eru orðnir
þekktir með þjóðinni fyrir
þátt sinn „Heima og heiman“.
Sá þáttur verður á föstudög-
um.
Íslandslýsing
Þá er „Við, sem heima sitj-
um“, og þá verður fjallað um
áhugamál húsmæðra og ann-
arra, sem dvelja að staðaldri
heima hjá sér, og verður sá
þáttur í umsjá frú Svövu
Jakobsdóttur. „Við, sem heima
sitjum“, verður tvisvar í viku,
á þriðjudögum og fimmtudög
um. Á sunnudögum eftir há-
degisútvarp verður þátturinn
„íslandslýsing“, í umsjá dr.
Sigurðar Þórarinssonar. Einn
ig verða nýir skemmtiþættir
endrum og eins og mun Flosi
Ólafsson byrja. — Svavar
Gests mun láta til sín heyra
á ný eftir hátíðar með nýjan
þátt, og er ekki að efa, að
marga fýsir að vita hvað hann
hefur nú á prjónunum.
Leikrit
Þar má til nýmæla teljast
að flutt verða í vetur 6 ís-
lenzk leikrit, eitt í hverjum
mánuði, en áður hefur íslenzk
um leikritum, sem flutt hafa
verið í vetrardagskrá ekki ver
ið skipað í flokk eins og nú
verður gert. Þessi leikrit verða
6 og við val þeirra verður
sneitt sem mest hjá þeim leik
ritum, sem kunnust eru og
oft hafa áður verið leikin. Hið
fyrsta þessara leikrita verð-
ur Hrólfur eftir Sigurð Péturs
son, og af hinum má nefna
Mann og konu eftir Emil
Thoroddsen (eftir sögu Jóns
Thoroddsens), Jón Arason,
eftir Matthías Jochumsson og
Sverð og bagal eftir Indriða
Einarsson. — Af erlendum leik
ritum má fyrst nefna þríleik
Eugene O’Neills Mourning
Becomes Electra, sem í ís-
lenzkri þýðingu Árna Guðna-
sonar magisters hefur hlotið
nafnið „Eigi má sköpum
renna“.
Barnatímar
Yfir veturinn eru barnatím
ar hvern einasta dag, og eru
nokkur ár síðan sú regla var
upp tekin. Á sunnudögum
byrja þeir kl. 17,30 og standa
í 55 mín., en á virkum dögum
hefjast þeir kl. 18.00 og taka
25 mín., en á laugardögum bæt
ist þar við tómstundaþáttur
barna og unglanga.
Kvöldvökur
Kvöldvökur verða á fimmtu
dögum, og þar flutt margs-
konar þjóðlegt efni. Þar undir
kemur lestur fornrita, svo og
vísnaþættir. Andrés Björns-
son les eina af biskupasögum,
Lárentíussögu Kortssonar, og
Sigurður Jónsson frá Hauka- j
gili sér um vísnaþáttinn.
Þá hefst „Spurt og spjallað
í útvarpssal“ undir stjórn Sig
urðar Magnússonar á ný, með
líku sniði og í fyrra. Raddir
skálda, Á bókamarkaðnum,
íslenzkt mál og Daglegt mál.
Vettvangur raunvísindanna
og Á vettvangi dómsmála. —
Skákþáttur og Bridgeþáttur;
Myndlist og leiklist, og loks
verður Morgunleikfimi tekin
upp að nýju, undir stjórn
Valdimars Örnólfssonar. Einn
ig mun útvarpið kappkosta að
flytja sem marfbreytilegast
efni á sviði tónlistar.
Barrow, 21. okt. (NTB). —
Fyrsta kjarnorkuknúna kaf-
bát Breta var hleypt af stokk
unum í dag. Elisabet drottn-
ing skýrði kafbátinn Dread-
nought og er hann 3500 lest
ir að stærð.
Skipa.smíðastöðin var fán-
um skréytt og allrar varúðar
gætt að ekki væru nema út-
valdir viðstaddir athöfnina.
Nú verður kafbátur þessi
reyndur og gefist hann vel
munu Bretar smíða fjölmarga
kafbáta af sömu gerð.
Dreadnought kostar sem
svarar 800 milljónum norskra
króna. -Honum mun ekkert
frekar vera - ætlað að hafa
vetnisvopn innanborðs. Bát-
urinn er teiknaður og smíðað
ur í Bretlandi en aflvélar hans
eru frá Bandaríkjunum. Ekki
hefur allt verið látið uppi um
kafbátinn en talið er að hann
geti farið með 25 mílna hraða
og siglt sem svarar umhverfis
jörðina án þess að koma upp
á yfirborðið.
4. tónleikar Ramm-
ermúsíkklúbbsins
Kammermúsíkklúbburinn hélt 4.
tónleika sína á þessu ári í sam-
komusal Melaskólans kl. 21 í gær-
kvöldi. Voru það þrileikstónleikar
og léku Björn Ólafsson á fiðlu,
Jón Nordal á píanó og Gunnar Eg-
ilsson á klarinett.
Kammermúsíkklúbburinn heldur
sex tónleika á ári hverju Fjöl-
breytni í efnisvali hefur verið
mikil. Á 5. tónleikum klúbbsins
ieikur kvartett Björns Ólafssonar
| en á síðustu tónleikum þessa árs
verður leikinn Brandenborgar-
konsert nr. 5 eftir I S Bach, en
klúbburinn mun sennilega ljúka
fuitningi þeirra á næsta ári. Verða
þá tekin fyrir cónverk fyrir
smærri hbómsveitir eftir aðra
n eistara m.a Vivald og Corelli.
Það hefur vakið furðu erlendra
tónlistarmamna, að ! jafn lítilli
borg sem íteykjavik skuli hafa
starfað Kammermúsikklúbbur í
fjögur ár. í milljÓRaborgum er
lendis hafa þeir fyrr átt sitt enda-
dægur og hafa ekki getað státað
af jafnhárri meðlimatölu. Hins veg
&• væri æskilegt að með!imat-alan
væri hærri, þannig a? fleiri nytu
tónleika klúbbsins. Mikð af ungu
fólk hefur komið í Kammermúsík-
kiúbbinn nýlega.
HvatS höftiingjarnir hafast a'ð:
Sendiherra Rússa
fleygt út i Bonn
Bonn 21.10. (NTB) Sovézka
sendiherranum í Bonn, Andrei
Smirnow. var í dag kastaö út
úr Beethoven?salnum í Bonn,
er hann greip frammí fyrir
Ludvig Erhard fjármálaráð-
herra Vestur-Þýzkalands, þar
sem hann var að halda ræðu
á vegum þýzk-afrískra sam-
taka. Þýzka stjórnarvöld hafa
lýst því yfir, að þau harmi
þennan atburð sem sé þó ekki
það sama og að þau afsaki
hann á nokkurn hátt.
Fulltrúar frá nær 20 Afríku
þjóSum voru í salnum er
Erhardt flutti ræðu sína og
Smirnow þaut upp úr sæti
sínu og kallaði til hans nokk
ur orð á bjagaðri þýzku með
hnefann á lofti. Einn af starfs
mönnum gekk þá aö sendiherr
anum og henti honum á dyr.
Stóðst ekki mátið
Erhardt var að tala um
heimsvaldastefnu Sovétríkj-
anna, er Smirnow sá ástæðu
til að grípa framí fyrir hon-
um. Erhardt sagði, að heims
valdastefna Sovétríkjanna
væri skelfileg staðreynd og
þegar Smirnow var borinn út
úr salnum kallaði Erhardt á
efitr honum. — Eg er ekki
hingað kominn til að tala við
þig, heldur vini mína frá
Afríku.
Er .Smirnow var kominn út
úr fundarsalnum hópuðust
blaðamenn að honum og
spurðu hvað hann hefði hróp
að til Erhardts. Hann kvaðst
hafa sagt, að Afríkubúar
Vitina‘8 gegn grísku
leiÖtogunum
Yassiada 21/10 (NTB) Fyrrum
aðstoðaiforsætisráðherra Tyrk-
lands, Fuat Koprulu, sagði við
réttarhöldin í máli fyrrv. stjórnar
leiðtoga í Tyrklandi í dag, að hann
áliti, að Menderez fyrrum forsæt-
isráðherra og Zorlu fyrrum utan-
ríkisráðherra hefðu skipulagt ó-
eirðirnar gegn grískum mönnum
í Miklagarði 1955.
Koprulu sagði að hann hefði í
fyrstu haldið, að kommúnistar
hefðu staðið fyrir þessum óeirðum
en sagðist síðar hafa komizt að
því, að það var Menderez að und-
irlagi Zorlu, sem var valdur að
óeirðunum.
Zorlu neitaði framburði Kop-
rulu en Menderez krafðist þess,
að Koprulu legði sönnunargögn á
borðið.
Cemal Gursel hershöfðingi, sem
stóð fyrir byltingunni í Tyrklandi,
hefur skipað Farhy Ozdilek að-
stoðarforsætisráðherra, en það
þýðir að hann fer með æðstu völd
landsins að Gursel fjarverandi.
Ozdilek er hershöfðingi og tók
virkan þátt í byltingunni gegn
stjórn Menderez á sínum tíma.
Forsetinn talar
Paris 21/10 (NTB) DeGaulle
Frakklandsforseti félt mikla ræðu
tryggðu bezt sjálfstæði sitt
með samvinnu við Sovétríkin
en ekki Þjóðverja, sem drepið
hefðu 20 milljónir Sovétborg-
ara á styrjaldarárunum.
Gleymt og grafið
Mönnum þykir sem fram-
koma sovézka sendiherrans
minni nokkuð á Krustjoff. Nú
hafa þýzk stjórnarvöld eins og
fyrr segir harmað atburð þenn
an og talsmaður frá sovézka
sendiráðinu sagði, að atburð-
ur þessi myndi engin áhrif
hafa á sambúð landanna. Síð
ar tilkynnti svo blaðafulltrúi
vestur-þýzku stjórnarinnar að
atburður þessi væri gleymdur
af hálfu bæði Sovétríkjanna
og Vestur-Þýzkalands.
Ólafur vann
Mendivil
Þær fréttir bárust blaðinu
í gærkvöld' frá skákmótinu í
Leipzig að Lundin hefði unnið
Gunnar en Ólafur unnið dr.
Mendivil. Aðrar skákir fóru í
bið.
Gunnar Guðjónsson
form. Verzlunarráðs
Á fyrsta ,undi hinnar nýkjörnu
stjórnar Verzlunarráðs íslands í
dog, var Gunnar Guðjónsson, stór
kaupm., endurkjörinn formaður
raðsins. Sigurður Ó. Ólafsson, al-
(Framhald á 2. síðu).
í París í dag. Hann lagði mikla
áherzlu á lausn Alsírmálsins og
sagði að það væri tóm fjarstæða
að tala um franskt Alsír. Alsír-
búar yrðu að fá sjálfákvörðunar-
rétt. Hann sagði, að það væru að-
eins nokkrir menn með einkasjón-
armið sín, sem stæðu í vegi fyrir
að ekki væri hægt að binda endi
á ástandið í Alsír.
Þá lagði forsetinn, að ef frum-
varpið um kjarnorkuher Frakka
næði ekki fram að ganga, yrði
þingið rofið og efnt til nýrra kosn-
inga. Forsetinn sagði þetta frum-
varp til þess fallið að efla Atlants
hafsbandalagið, enda væri Frökk-
um það skylt.
Kommúnistaríkín
veríJa ekki me$
New York 21/10 (NTB) Full-
trúi Tékka hjá SÞ, Miroslav Nac-
valac réðst í dag heiftarlega á að-
gerðir SÞ í Kongó og einnig á Dag
Hammarskjöld persónulega. Sagði
tékkneski fulltrúinn, að kommún-
istaríkin vildu ekki veita aðstoð
því samsæri, sem verið væri að
framkvæma í Afríku.
Menn vestan hafs skoða ummæli
þessi svo, að kommúnistaríkin
muni ekki verða með í að leggja
fram fé á vegum SÞ til uppþygg-
ingarstarfs í Kongó. Getur þetta
haft mikla erfiðleika í för með
sér.
UJM UR UEm m