Tíminn - 06.11.1960, Síða 16

Tíminn - 06.11.1960, Síða 16
Hvers vegna njósnaði Frenzel fyrir Tékka? Sunnudaginn 6. nóvember 1960. 251. blað. VartJ hann fyrir þvingunum austan aí í sambandi vií gifta dóttur í Prag? Erkibiskup af Kantara- borg heimsækir páfa Hefur ekki gerzt síðan á 15. öld Erkibiskupinn af Kantara- borg og páfinn munu hittast í Rómaborg til skrafs og ráða- gerða í byrjun næsta mánaðar. | ] dr. Fisher erkibiskup af Kantaraborg Þetta er í fyrsta sinn í fjórar aldir eða allt frá siðaskiptum, að páfinn og æðsti maður brezku kirkjunnar hittast. Sennilegt er talið, að guðs- mennirnir hittist í Vatíkaninu 2. desember n. k Dr Fisher erkibiskup af Karttaraborg er nú á ferð um Austurlönd. Á leið sinni heim til Lundúna mun hann koma við í Róma- borg og dveljast þar tvo daga og eiga viðræður við páfann. Johannes páfi og erkibisk- upin-n munu ræðast við í tvær klukkustundir. Enginn fær að vera viðstaddur þessar viðræður þeirra nema túlkar þeirra. Þessi heimsókn dr. Fishers er talin standa í sam bandi við áætlanir páfa um að stofna sameiginlegt ráðu- neyti allra kristinna manna. Sérlegur sendimaður páfa var á kirkjuþingi í Englandi í sumar og naut hann mikillar gestrisni af hendi dr. Fish- ers. Ta'tð er, að sendimaður þessi hafi að einhverju lyti undirbúið heimsókn þá, sem nú stendur fyrir dyrum. Á sér enga hliðstæðu Hér er þó ekki um form- legt boð að ræða af hendi páfa né heldur hefur dr. Fish er sérstaklega óskað eftir við- Fátt er nú meira rætt í blöð um á Vesturlöndum en njósn- ir vestur-þýzka jafnaðar- mannaþingmannsins Alfred Frenzel, er upp komust í síð- astliðinni viku. Frenzel var meðlimur varnarmálanefndar þingsins í Bonn og hafði því styrk og fyrirætlanir Vestur- Þjóðverja í landvarnarmálum. Njósnir sínar stundaði Frenz el í þágu kommúnista og nú hefur landvarnarráðherra V- Þýzkalands, Franz Josef Strauss, Iýst því yfir, að ekki ræðum við harm. Þetta er kurteisisheimsókn eingöngu. Dr. Fisher er 73ja ára að aldri og Johannes páfi fyllir 79 ár 25. nóvember n.k. 0 Eftir því sem bezt verður vitað heimsótti erkibiskup af Kantaraborg síðast páfa- stól 1414. Rúmlega öld síðar verða siðoskiptm og Hlnrik 8. segir skilið við páfastólinn á valdatíma sínum og þessi ákvörðun hans er staðfest 1563 af Elísabetu 1. í Vatíkaninu hefur fregn- inni nm heimsókn dr. Fishers verið tekið með miklum fögn uði. Talsmaðuir páfa hefur sagt, að Johannes páfi 23. sé mjög ánægður að fá tækifæri til þess að taka á móti erki- bisHupnum af Kantaraborg. Það er fullkomlega rétt að nefna þetta kurteisisheim- sókn, því engin sérstök mál- efni verða tekin til umræðu og úrlausnar. Þeir munu að- eins skiptast á skoöunam. Þessi heimsókn á sér enga hliðstæðu öldum saman. Nú geta menn grennzt án þess að svelta Nýir megrunarkúrar gefa góíSa raun Það er ekki nokkur minnsti vafi á því, að megrun er undir því komin að menn haldi frá sér sykurefnum. Þessu er sleg- ið föstu í tímariti brezkra lækna og höfundur ályktunar- innar er dr Yudkin, sem er sérfræðingur í þessum efnum. Annars hefur verið mikið rætt v.m það og ritað á síðast liðnum ár- uiti hvoit megrun sé undir því komin, að menn borði sem minnst a sykurcfnum. N.ú segir Yudkin, að um þetta verði ekki deilt en hins vegar sé hreint ekki sama hvernig menn hagi megrunarkúr- um sínum. 5—9 pund á fveim vikum Það sem einkum hefur verið deilt um í sambandi við sykurefn- ir. er það, að á sama tíma hafa þeir, sem viljað hafa megra sig, mátt borða eins mikið af fituefn- um og þá lysti. Dr. Yudkin segir, að þetta geri hreint ekki nokkurn I skapaðan hlut til, því að með minnkandi sykurefnaneyzlu minnki I af sjálfu sér þörfin fyrir fituefni. Dr. Yudkin ráðleggur mönnum að- I cins að spara við sig sykurefni s. s. i sykur, sætar kökur, kartöflur o.þ.h. on eggjahvítuefni s.s. fisk, kjöt, cgg og osta svo og fituefhi — i cmjör og rjóma t. d. — mega menn borða eftir löngun. s Dr. Yudkin hefur gert tilraunir a sex mönnum þannig, að fyrstu ! tvær vikurnar borðuðu þeir eins 1 og þeirra var vandi en fengu síð- an aðeins 30 grömm af sykurefn- ’ um daglega. Það sýndi sig að þess- í ir menn iögðu ekkert af fyrstu ; tvær 'Vikurn.tr en síðan, er þeir fcru að halda í við sig af sykur- efnunum þá léttust þeir um 5—9 pund á hálfum mánuði. Ekkert svangir Jafnframt sýndi það sig, að hita- einingaþörfin minnkaði um 2000 á j sólarhring. Þessir sexmenningar borðuðu allt að helmingi minna en áour og þó fituefni væru þeim boðin þá borðuðu þeir ekkert meira af þeim en áður og sumir beinlínis minna. Það mikilvægasta í sambandi við þessa tilraun var þó það, að enginn þessara manna fann til hungurs meðan stóð á kúrnum. En það er einmitt hungrið, sem rcest hefur staðið í vegi fyrir megrunarráðleggingum læknanna. Það er þeim nefnilega sterkara. Áður fyrr og reyndar enn er nönnum ráðlagt að halda frá sér fituefnum, ef þeir vilja rnegra sig — auk sykurefnanna. Þetta hefur valdið hungri og menn hafa ekki haldið það út að létta af sér ístr- ur.ni, Dr. Yudkin telur það því niikla bót að haga megrunarkúrum þannig, að menn megi eftir sem áður neyta fituefna. Aðeins það aO neita sér um sykurefnin nægir nionnum til megrunai Þess er og r.ö gæta, að sykurefnin hafa lítil álirif á taugastöð þá, er stjórnar matarlystinni. Menn borða því ó- hóflega mikið af þessum efnum. C'ðru máli gegnir um fitu og eggja- hvítuefni. Þau verka beint á þessa s'öð og menn mettast fljótt og er síður hætt við ofáti og þá um leið ístru. sé nokkur minnsti vafi á því, að vitneskja um allar þessar ráðagerðir séu komnar til vald hafanna í Moskvu. Vestur Þjóðverjar hafa nú til athugunar hvað þeir eigi að gera í þessu máli og líklegt er talið, að þeir telji sig til- neydda og gerbreyta öllum fyrri áætlunum. Réttarhöld í máli Frenzel eru þegar hafin en auk hans hafa þrír menn aðrir verið handteknir þeirra á meðal tveir Tékkar báðir háttsettir í tékkneska hernum. Sem kunnugt er kom Frenzel upplýsingum sínum í hendur Tékka en ekki er talin minnsti vafi á því, aö þaðan hafi þeim verið komið áleiðis til Moskva. Lengi grunaður. í sambandi við hahdtöku Frenzel kom sá orðrómur upp í Vestur-Þýzkalandi að enn fleiri þingmenn væru viöriðnir þessar njósnir en því hefur verið lýst yfir af opinberri hálfu, að slíku sé ekki til að dreifa. Sagt er, að grunur hafi fall ið á Frenzel fyrir hálfu öðru ári síðan. Frenzel var formað- ur þeirra nefndar vestur- þýzka þingsins, sem sá um styrk til handa ættingjum þeirra manna í Þýzkalandi, sem orðið höfðu fórnarlömb nazista. Nefnd þessi kom sér upp skrifstofum viðs vegar um allt Þýzkaland og Frenz- el fékk komið því til leiðar, að ýmsir af skjólstæðingum hans veittu skrifstofum þessum for stöðu. Snemma féll grunur á ýmsa af þessum skjólstæðing um Frenzel, að þeir ynnu ýmis varhugaverð störf og um leið beindist athygli manna að Frenzel sjálfum. Varð á í messunni. En um þessar mundir varð öryggislögreglu Vestur-Þýzka- lands nokkuð á í messunni, er hún lét handtaka einn af þingmönnum landsins vegna njósna en maðurin nreyndist síðar alsaklaus af þeim á- bufði. Lögreglan varð því að fara mjög hægt í sakirnar gegn Frenzel enda þótt hún hefði grun um að hann stund aði njósnir. Almenningur í Vestur-Þýzkalandi varð nefni lega mjög sár fyrir hönd þing manns þess, sem saklaus var handtekinn og ákærður. Þessi dráttur á handtöku Frenzel hefur hins vegar haft alvar- legar afleiðingar. Landvarnaráðuneytið hefur undanfarna mánuði verið að rannsaka hvort nokkur veik- ur hlekkur væri í landvarna- nefndinni en ekki getað fund- ið hann nákvæmlega. Fyrir skömmu síðan voru skoðaðir skjalaskápar allra meðlima nefndarinnar en skápur Frenz el bar þess engin merki að þar hefðu utanaðkomandi menn aðgang að en hér voru geymd leyndarskjöl m. a. varðandi varnir landsins og aðild og samvinnu við Atlanzhafs- bandalagið. Þótti til annars líklegur. Frenzel sjálfur ber það ekki utan á sér að stunda njósnir, segja þeir, sem hann gerst þekkja. Það eru nú liðin sjö ár frá því að hann óskaði eftir að gerast fulltrúi í varnar- málanefndinni og flokkur hans samþykkti þessa ósk hans án þess að velta málinu nokkuð fyrir sér. Sem meðlim ur þessarar nefndar virtist Frenzel hafa mestan áhuga á aðbúnaði vestur-þýzkra her- manna s. s. hvernig skálar þeirra væru byggðir og hvað þeir hefðu þar til hreinlætis og matar. í þessu skyni ferð- aðist Frenzel um landið þvert og endilangt milli herbúð- anna og kynnti sér ástandið. Þýzku blöðin ræða mál þetta mikið. Því er haldið hátt á lofti, að þetta geti á engan hátt rýrt álit þingsins né heldur Jafnaðarmannaflokks ins, sem hefur harmað fram komu Frenzel og lýst sig reiðu búinn til þess að gera allt sem flýtt gæti rannsókn málsins. Engir þýzkir liðsforingjar hafa aðgang að leyniskjölum land varnarráðuneytisins fyrr en allar aðstæður þeirra hafa verið rannsakaðar nákvæm- lega í eitt og hálft ár og liðs foringjar, sem eiga ættingja austan tjalds fá aldrei aðgang að leyniskjölum. Var hann þvingaður? En Frenzel er ekki liðsfor- ingi og þess vegna fékk hann sæti í varnarmálanefndinni og þá um leið aðgang að leyni skjölum. Frenzel á nefnilega ættingja austan tjalds, þar sem er dóttir hans en hún er gift manni í tékknesku póst- þjónustunni og er búsett í Prag. Einn fyrsti liðurinn í réttarhöldunum yfir Frenzel er að reyna að finna hvort nokkuð samband kunni að liggja á milli njósna hans fyrir Tékka og heimsóknir dóttur hans til hans öðru hvoru. Satt að segj a vita menn ekki, hvers vegna Frenzel hef- ur tekið sér þetta fyrir hend ur og sú skoöun hefur skotið upp kollinum að hér kunni að vera á ferðinni þvinganir aust an að e.t.v. þá í sambandi við dóttur hans í Prag sem fyrr getur. Regn Sjálfvirka stúlkan á Veður stofunni sagði í gær, að líklega tæki að rigna núna með morgninum. Annar maður (ekki á Veðurstof- unni) sagði, að það yrði 'rekar snjór.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.