Tíminn - 12.11.1960, Page 2
T f MIN N, laugardaginn 12. nóvember 1960.
Ræða Ólafs Jóhannessonar
(Framhald af 7. sICu).
betur en áður hafði verið
kostur fyrir rikisstjórnum
þeirra þjóða, sem í þessu máli
höfðu verið erfiðastar og and
snúnastar þessari ákvörðun
ísl. ríkisstjórnarinnar. Málinu
var þess vegna ekki endan-
lega lokið. — Skeytið var
sent 20. ágúst og var þá enn
látið í það sklna, að þvi er virt
ist, eftir því sem fram kom
hér af þessu skeyti eins og
það var birt hér, að möguleik
ar væru enn þá opnir til þess
að ganga um þær dyr, sem
bent hafði verið á í skeytinu
18. mai 1958. Þá stóð svo á,
að það var ekki farið að fram
kvæma þessa reglugerð. Fisk
veiðilandhelgin var þá ekki
komin til framkvæmda, og
það verður að minni skoðun
alls ekki borið saman, að
hreyfa þessu máli á þann hátt
sem gert var þá, og hitt að nú
eftir að þessi reglugerð hefur
verið í gildi um þetta langan
tlma og hefur verið framkv.
um þetta langan tíma, að fara
þá að taka upp samningaum-
leitanir um tilslakanir á
henni við þá einu þjóð, sem
ekki hefur viljað viðurkenna
gildi þessarar reglugerðar í
verki.
Eg held þess vegna, að það
geti engum blandazt hugur
um, að þetta tvennt, aðgerðir
ríkisstjómarinnar sumarið
Dómur Sverris
Framhald af 1. síðu.
segja, að þegar hér var komið
fengu fulltrúar sjávarútvegsins
engu áorkað til breytinga öðru
en því, að vextir af stofnlánum
voru ekki hækkaðir af þeim lán-
um, er stofnað hafði verið til
fyrir lagasetninguna.“
Nei, ríkisstjórnin hafði ekkert
við útvegsmenn að tala. Hún hafði
sina alvitru stofu-sérfræðinga til
að styðjast við. Það var henni nóg.
Því einu fékkst um þokað, að ok-
urvextir voru ekki reiknaðir af
e’.dri lánum, en einnig það hafði
verið fyrirhugað.
„Lömun hjóÖarlíkamaus^
Einn af spekingunum úr þing-
l.ði ríkisstjórnarinnai lét svo um
rnælt norður í landi s. 1. vor: að
OKurvextirnir væru líklega það
skynsamlegasta sómastrik, sem
stjórnin hefði gert, Sjálfstæðis-
maðurinn Sverrir Júlíusson. er á
öðru máli. Hann segir:
„Allir iandsmenn viðurkenndu
að stórra átaka væri þörf og upp
skurð yrði að gera á þjóðarlík-
rmanum *il þess að forðast efna-
hagslegt nrun. En i þessum efn-
um held ‘g að megi líkja aðgerð
unum við, að uppskurðuriiui
muni leiða af sér lömun þjóðar-
líkamans, og þess vegna sé nauð-
synlegt að snúa við áður cn það
er orðið im seinan og færa fram
leiðsluvcxtina og útiánin í sama
horf og pau voru áður.“
Þungur dómur
Nákvæmiega þetta hefur stjórn-
arandstaðan sagt í heilt ár. Sjálf-
sogt má með nokkrum hætti segja,
aó hún sé ekki hlutlaus í dómum
smum, enda þótt þen séu raunar
Ijyggðir á staðreyndum. sem við
hlasa hverjum manni. En varla
verður Sverrir Júlíusson vændur
um pólitíska hlutdrægni í garð
rikisstjórnarinnar. Samt er dóm-
er hans sá um „viðreisnar' -að-
gerðir hennar, eftir árlanga
reynslu af þeim, að þær „muni
leiða af sér lömun þjóðarlíkam-
ans“. Er hægt að kveða upp öllu
þvngri dóm yfir því ástandi, sem
ríkisstjórnin hefur leitt yfir þjóð-
ura og atvinnuvegi hennar?
1958, og aðgerðir ríkisstj. nú
eru á engan hátt sambærileg-
ar. Menn geta haft sínar skoð
anir á því, hvort þessar að-
gerðir nú eru nauðsynlegar
eða ekki, og mér dettur ekki í
hug að vera með neinar get-
sakir í garð hæstv. ríkisstjórn
ar um það, að hún sé þar með
að breyta á móti betri vitund.
Eg efast ekki um það, að þeir
séu að velja í þessu efni þá
leið, sem þeir telja nauðsyn-
lega, og það er þeirra mat. Aðr
ir hafa aftur á móti aðra skoð
un á þvi. En hvað sem því
mati líður, þá verður þetta
tvennt alls ekki borið saman.
Hæstv. ríkisstjórn getur þess
vegna ekki leitað eftir stuðn-
ingi fyrir þá ákvörðun, sem
hún hyggst taka nú í þessu
máli, í neinu fordæmi frá
sumrinu 1958. Það er alveg
útilokað.
Einhliða-orðaleikur.
Eg held þess vegna, að það
stoði hæstv. ríkisstjórn ekk-
ert I málflutningi sínum að
benda til fordæmis frá
1958. Þær ákvarðanir, þær ráð
stafanir, sem þá voru gerðar,
voru sjálfsagðar. Þær voru í
fyllsta samræmi við það sem
tíðkast í samskiptum þjóða,
og voru-eins og á stóð alger-
lega sjálfsagðar til þess að
reyna að fá samþykki og við-
urkenningu annarra þjóða á
þeirri ákvörðun, sem til stóð
að yrði tekin.
Hæstv. dómsmrh. vék að því
hér áðap, að það stoðaði lítið
að ræða um það, hvort um
væri að ræða einhliða yfir-
lýsingar eða samning, það
væri orðaleikur einn eins og
hann orðaði það í gær. Ef það
hefði farið á þá lund, að orð
ið hefði verið undir þá orðsend
ið hefð verð undr þá orðsend
ingu, sem fór frá Islenzku
ríkisstjórninni, þá væri það
orðaleikur einn, hvort talað
væri um einhliða yfirlýsingar
eða samninga. Það er nú varla
ástæða til í þessu máli að
vera að ræða um svona atriði
en ég vildi nú bara spyrja
hann: Við skulum segja sem
svo, að eftir sendingu skeyta
þessara, sem hér er um að
ræða, þá hefðu hinar einstöku
ríkisstj Atlantshafsbandalags
ins lýst því yfir við fyrirsvars
menn íslenzka ríkisins, að
bær hefðu fyrir sitt leyti ekk
ert við að athuga þá ákvörð
un íslenzku ríkisstj. að fisk-
veiðilandhelgin skyldi fram-
vegis vera 12 sjómilur, en þó
þannig að hún kæmi ekki til
framkvæmda að því er varð-
aði ytri sex mílurnar við skul
um segja um næstu þrjú ár,
og síðan hefði svo reglugerð
in verið sett hér i samræmi
bar við. Mundi þá hæstv. dóms
málaráðh, telja það, að með
þessum hætti hefði verið kom
inn samningur á milli íslands
og aðildarríkja Atlantshafs-
bandalagsins um þetta mál?
Eg held nú, að það sé ekki
venjulegt að kalla slíkt samn
inga.“
Bjarni Benediktsson tók til
máls að nýju. Svaraði hann
spurningum prófessors Ólafs
Jóhannessonar út í hött. Taldi
ekki rétt að blanda inn af-
stöðu minnihlutans í svo mik
ilvægt mál eins og löggjöf
um landhelgina!!!
Tilræði í
Rómaborg
(RÓM, 10.11.) — Ungur
skellinöðrukappi gerði Ginu
Lollobrigidu slæman grikk og
skaut henni skelk í bringu í
dag, í miðri Rómarborg. Hann
renndi skellinöðrunni sinni
upp að hlið Rolls Royce bíls-
ins hennar Ginu, dró fram
blaðlangan hníf og rak hann
á kaf — í eitt dekk bílsins.
Bílstjóranum tókst að stöðva
bílinn án þess að hann færi á
villigötur og skemmdi eitt eða
annað, svo skaði að þessu
sinni varð ekki annar en þetta
ónýta dekk.
Miss Gina lýsti piltinum
svo, að hann hafi verið rétt
laglegur ungur maður, en
hann jók ferðina og hvarf án
þess að líta aftur.
Bílstjórinn tók þegar til ó-
spiltra málanna við að skifta
um dekk, en Gina fékk sér|
leigubíl og hélt áfram til kvik
myndaversins.
„Eg fer að halda, að ég sé
ekki sérlega vel kynnt hérna,
sagði Gina.“
Rússneska lista-
fólkið heimsækir
Akranes
Akranesi, 11. nóv. — Rússneska
listafólkið, sem hingaS kom til
landsins fyrir skömmu í boði MÍR,
hélt tónleika í Bíó-höllinni á ^ikra-
nesi s. 1. miðvikudagskvöld. Á tón
leikum þessum komu fram sópran
söngkonan Valentina Klepatskaja,
bassasöngvarinn Mark Reshetin og
píanistinn Evgenia Kalinkovitskaja
sem annaðist undirleik fyrir söngv
arana.
Áheyrendur tóku lstafólkinu
for'kunnar vel, enda var tónlistar-
flutningur þess allur með hinum
mesta glæsibrag. Varð það að
syngja mörg aukalög og blómvend-
ir bárust því í þakkarskyni.
Formaður MÍR-deildarinnar á
Akranesi er Halldór Þorsteinsson.
G.B.
UMMÆLI ÓLAFS
(Fi-amhald af 1. siðu).
•fc Þá var reynt að afla fyrirfram v’ðurkenningar Nafo-
þjóðanna á rétti okkar til einhliða aðgerða
Þó að Nato-þjóðirnar hefðu orðið við málaleituninni
hefði það ekki verið samningur á nokkurn hátt.
+ Það sem gerðist 1958 var ekki annað en skylda ríkis-
stjórnarinnar, að tilkynna öðrum þjóðum þá ákvörðun
okkar um að færa út í 12 mílur og kynna málstað okk-
ar og reyna að afla viðurkenningar á rétti okkar til út-
færslunnar.
•fa Telja má líklegt, að það hafi verið vegna þessarar við-
leitni og kynningu ríkisstjórnarinnar, að allar þjóðir —
nema Bretar — viðurkenndu í verki 12 mílna fiskveiði-
lögsöguna.
Breytast úrslitin?
(Framh af t síðu).
fyndi leiðir til afvopnunar.
Kennedy segist þakka þetta
traust og vænta góðrar sam-
vinnu við kanzlarann í barátt
unni fyrir friði í hejminum.
Kennedy hefur móttekið orð-
sendingu frá Macmiilan forsætis-
ráðherra Breta en ekkert hefur
verið gert opinskátt um hvað hún
fjallar. Talið er þó, að Macmillan
ræði um mikilvæg atriði i sam-
bandi við utanríkismál. Macmill-
ar. hefur og í hyggju að fara vest-
ui um haf einhvern næstu mán-
aða til þess að ræða- við Kennedy.
Adenauer hyggst einnig halda
vestur um haf — sennilega 15.
febrúar n. k. til viðræðna við
Kennedy. Búizt er þó við, að Ad-
cnauer reyni að komast vesfur um
haf fyrir þennan tíma. Blumen-
feld leiðtogi jafnaðarmanna í Ham
borg hefur dvalizt í Bandaríkjun-
um að undanfömu. Blumenfeld
fór þess á leit við Kennedy að
bann heimsækti Berlín og lofaði
Kennedy að athuga það mál nánar.
Báðir á Plórída
Nú er nær lokið talningu at-
kvæða við íorsetakjörið í Banda-
ríkjunum. Kennedy hefur nú
fengið. 33.591.799 atkvæði eða
50,2% en Nixon 33 307.866 eða
49,8%. Eftir er að telja atkvæði
á 1800 kjörstöðum af 166 þúsund-
um.
Nixon er kominn til Miami á
Flórida þar sem hann hyggst hvíla
sig nokkra daga ásamt konu og
dætrum sínum tveimur. Kennedy
hélt einnig til Flórída í dag. Hann
fór einn, enda á kona hans ekki
heimangengt eins og á stendur.
Iíennedy mun dveljast sér til
hressingar á Palm Beach.
Kennedy ekki kosinn —
eða hvað?
Þær fréttir berast nú frá
Bandaríkjunum, að foringjar repu
biikana hafi verið hvattir til þess
að láta fara fram endurtalningu
á atkvæðum í öllum fylkjum
Bandaríkjanna. Eins og nú stend-
ur hefur Kennedy hlofið 332 kjör-
menn, en Nixon 191. Republikan-
ar telja hins vegar líklegt, að
Nixon vinni hiKa 32 kjörmenn
Kaliforníu af Kennedy þegar talin
verða utanijörstaðaatkvæði í fylk
inu. Einnig gera þeir ráð fyrir að
Við endurtalningu komi í ljós, að
Nixon en ekki Kennedy hafi unnið
hina 27 kjörmenn í Illinois. Yrðu
þessar breytingar hefði Kennedy
aðeins 273 kjörmenn og Nixon 250
er, 269 kjörmenn mynda meiri-
hluta. Republikanar búast hins
vegar við, að við endurtalningu
kunni að breytast niðurstöður í
Snður-Karounu, Missouri, Minne-
scta og Nýju Jersey sem gætí þýtt
að Nixon shefði meirihluta kjör-
manna. Þess er getið í fréttinni
að endurtalning atkvíæða muni
h.afa í för með sér gífurleg fjár-
útlát fyrir republikana.
%8sending
Af sérstökum ástæovm eru nem-
endur Eiðaskóla frá 1930 og síðar
beðnlr að koma tll viðtals I Breið-
flrðingabúð uppi n. k. sunnudag é
fímabilinu frá kl. 2—7 e. h.
Nokkrir Eiðamenn.
Kominn (rá
Lundúnum
Kári Guðmundsson, mjólk-
ureftirlitsmaður ríkisins, sem
fór til Lundúna 21. okt. sl., til
þess að sækja þar mjólkur-
sýningu — The Royal Dairy
Show, kom aftur til landsins
þann 4. þ.m.
Ný st jórn í Stúd-
entafélaginu
Nýlega var haldinn aðalfundur
í Stúdentafélagi Háskóla fslands.
Var félaginu kjörin stjórn fyrir
veturinn 1960—61. Hlutu eftirtald
ir mepn kosningu: Formaður:
Steingrímur Gautur Kristjánsson,
stud. jur., gjaldkeri Þór Guðmunds
son, stud. oecon, ritari Heimir
Steinsson, stud. mag., og meðstjóm
endur Friðjón Guðröðarson, stud.
jur. Kristján Össur Jónasson, stud.
oecon. Fráfarandi stjórn skipuðu
þeir Pétur Gautur Kristjánsson,
Jón Arnalds, Svanur Sveinsson,
Kristinn Sigurjónsson og Halldór
Halldórs.
Héraðshátíð Framsóknarfélags
Borgfirðinga
Laugardaginn 19. nóv. n,k. heldur Framsóknarfélag
Borgfirðinga almenna héraðshátíð að Hlöðum á Hval-
fl'raðarströnd og hefst hún kl. 8,30 s.d. Ræður fiytja
Halldór E. Sigurðsson, alþm. og Daníel Ágústínusson.
Ávarp frá S.U.F. flutt af varaform. Jóni Óskarssyni.
Erlingur Vigfússon, tenórsöngvari, syngur með undir-
leik Ragnars Biörnssonar, og Karl Guðmundsson, gam-
anleikari fer með skemmtiþætti og eftirhermur.
Hljómsveit úr Reykjavík leikur fyrir dansj.
Öllum er heimill aðgangur meðan húsrúm leyfir.
Féh<r Framsókiiarkveima
Félag Framsóknarkvenna heldur fund næst komandi
miðvikudagskvöld kl. 8,30 í Framsóknarhúsinu. Fund-
arefni: Mjög áríðandi félagsmál, erindi og kvikmynd.
Framsóknarvíst á Ákranesi
Stjórnin
Framsóknarfélag Akraness heldur skemmtisamkomu í
Félagsheimili templara sunnudag 13. þ.m. kl. 8,30 e.h.
Spiluð verður Framsóknarvist og dansað
Aðgöngumiðar seldir í sama stað milli kl. 4 og 5 á
sunnudag og við innganginn, ef eitthvað verður óselt.