Tíminn - 12.11.1960, Side 11

Tíminn - 12.11.1960, Side 11
TÍMINN, laugardaginn 12. nóveinber 1960. 11 Suxmudagmn 6. nóv. s.l. frumsýndi Leikfél. Reykja- víkur leikrit eftir enska skáldið John Priestley, og nefnist það Tíminn og viö (Time and the Conways). Þessi sýning er stórsig- ur fyrir Leikfélag Reykja- víkur. Leikritið er afburða vel valið, leikstjórn Gísla Halldórssonar snilldarleg og leikúr hinna ungu leik ara sá jafnbezti, sem hér hefur sézt í langan tíma. Áheyrendur sýndu að þeir kunnu að meta þetta afrek leikfélagsins og ég hef ekki heyrt jafn innilegar undir tektir leikhúsgesta er þeir hylltu leikara og leikstjóra í leikslok. Þessi sýning lyft ir leikhúslífinu upp úr stiku, þegar sú gamla gilti ekki lengur. Andi þinn svaraði áhrifum umhverfis ins á jákvæðan hátt og hin eilífa sköpun lífsins fór einnig fram í sál þinni. — En svo gerðist það án þess þú tækir nokkurn tíman eftir því: Þú múraðist fast ur í vegginn, varst graf- inn í gröf þess sem var. — Leikfélag Reykjavíkur: Tíminn Það er hægt að standa handan við tímann á bjargi eilífs veruleika, og láta straum tímans brotna á þessu bjargi. — Og enn fremur. Lífið mun leysa bandingja tímans með endumýjunarmætti dauð- ans. Einhverjar svipaðar hug leiðimgar hljóta að hafa Leikstjóri Gísli Halldórsson og við EFTIR JOHN BOYNTON PRIESTLEY 1 I 1 1 Helga Bachmann og Helga Valtýsdóttir. i 1 I H 1 1 * B I i i þeim öldudal, sem það hef ur legið í að undanförnu, og gefur mönnum nýja trú á framtiðina. John Priestley tekur til meðferðar í þessn leik- riti sínu, vandamál tím- ans. í lífi flestra er hann harðstjóri, sem engu eirir. Hann breytir smám sam- an lífi hvers manns, unz hann verður strandaglóp- ur í veröld, sem hann þekk ir ekki lengur. — Fyrr eða síðar verður þetta vanda- mál hvers einasta manns. Einn góðan veðurdag múr- ast þú inn í vegginn, þótt þú gerir þér sennilega aldrei grein fyrir því. Fram að þessum tímamótum í lífi þínu var vitund þín vakandi gagnvart hinni' ei- lífu framvindu lífsins. Þú hafðir hæfileika til að skipta um skoðun, fá nýj- ar hugmyndir, senr koll- vörpuðu þeim gömlu, eign ast nýja vini og uppgötva nýja menn. Þú hafðir hæfi leika til að skilja ný við- horf og breyta um mæli- Skoðanir þínar urðu ó- sveigjanlegar, þú svarar ekki lengur áhrifum um- hverfisins eignast ekki nýja vini, skilur ekki ný skáld. Mælikvarði þinn er smíð- aður úr þeim hugmyndum, sem þú tileinkaðir þér, áð- ur en greftrunin fór fram. Þú berð þennan gamla ó- gilda mælikvarða á nýja menn og ný málefni og sjá, — öllu fer aftur. Það er ekkert lengur eins og það á að vera, eins og það var í þínam gamla, óhagg anlega heimi og þú verður strandaglópur tímans í senn hissa og reiður yfir því að hjól heimsins hættu ekki að snúast daginn, sem þú varst grafinn í vegg- inn. Þannig leikur tím- inn okkur — og þetta er ekki bölsýni heldur raun- sæi. — Og þó er þetta að- eins önnur hlið málsins. Ein persóna í leik Priest- leys er sögð hamingjusöm og það er sonurinn, Alan Conway. Hann skilur þetta og hefur hugboð um fleira. reikað um huga hins brezka lífsfílósófs, þegar hann reit þetta minnis- stæða skáldverk, og karma heimspekin lætur þar einn ig nokkuð að sér kveða. — Sjálf framsetningin er verk mikils töframanns og það er dauður maður, sem ekki er vakinn til margvís legra hugsana við að sjá þetta leikrit. Leikstjóm Glsla Hall- dórssonar er með slíkum ágætum, að hún verður að teljast sú bezta, sem hér hefur sézt um langt skeið. Innlifun og skilningur hans á verkinu er djúpsannur. Sama má segja um leik hans, en hann leikur eitt aðalhlutverk leiksins, Ernest Beevers. Ernest, fjármálamaðurinn, og Al- an heimspekingurinn eru einu persónur leiksins sem tíminn virðist ekki breyta. Emest er sú manntegund sem er fædd gömul og helzt þannig að mestu ó- breytt. Hann hefur stál- vilja og þótt hann sé undir niðri fullur vanmetakennd ar og viðkvæmur fyrir móðgunum, lætur hann kaldhamraða skynsemina ráða. Hann lifir því í veröld sem er minna háð tíman um en veröld hinna. Gísli túlkar þetta snilldarlega með mjög eftirminnilegum leik. Sama máli gegnir um Alan, leikinn af Helga Skúlasyni. Alan er fílósóf og stendur að nokkru leyti handan tímans. Helgi túlk ar þennan mann af næm- um skilningi og fágaðri smekkvísi og vex mjög í þessum leik sínum. — Allar hinar persónurnar fylgja iðuköstum tímans. í fyrsta þætti eru þær all ar jákvæðar gagnvart líf- inu og fullar af bjartsýni og glæstum framtíðarvon um. Einnig móðirin vegna hamingju barna sinna. í öðrum þætti hafa þær múr ast í vegginn. Helga Valtýsdóttir, sem leikur móðurina á mikinn þátt í þessum sigri leik- félagsins. í leik sínum slær hún á marga strengi og lætur jafnvel léttleiki og glaðværð hinnar hamingju sömu móður og skapharka Þóra FriSriksdóttir hinnar bitru og vonsviknu konu, sem sér allt, sem hún hefur trúað á, hrynja I rúst, en getur ekki skilið hið breytta viðhorf og lag aö sig eftir nýjum aðstæð- um. Helga Bachmann leikur Kay, skáldkonuna, sem skyggnzt gat „bak við hom ið“ og séð inn í framtíð- ina, þótt sú vitneskja gæti ekki breytt örlögum henn ar. Innlifun leikkonunnar er sönn og sannfærandi, og hún skilar hlutverki sínu með miklum glæsi- brag. — Leikur Guðrúnar Stephensen í hlutverki sósíalistans og kennslukon unnar Madge, er einnig sérlega góður einkum í öðr um og þriðja þætti, þar sem henni tekst að draga fram í skýrum og sterkum dráttum mynd af hrifn- ingu hugsjónamannsins annars vegar og hins veg ar hinni steinrunnu hörku Slgríður Hagalín og Gísli Halldórsson. manns, sem sér hugsjónir sínar ósamræmanlegar veruleikanum og trú sína verða að villu, sem hann losnar ekki við. Guðmundur Pálsson fór snoturlega með hlutverk sitt og sama máli gegnir um Sigríði Hagalín. Henni tekst sórstaklega vel að lýsa ráðleysi fátækrar konu, sem átt hefur góða daga og treyst varanleika æskuástar sinnar — og pen inganna. — Birgir Bryn- jólfsson sýnir fjörlegan og góðan leik í hlutverki Robins. Hann er góður pilt ur en lítið gefinn brask- ari; sem verður víninu að bráð og fer í hundana. Eig inkona hans, Hazel, er leik in af Þóru Friðriksdóttur. Þóra kemur á óvart með prýðisgóðum leik, þar sem hún túlkar sálarástand fertugrar konu, sem ung og glæsileg gifti sig til f jár, (Framhald á 15. sI3u) og Byrgir Brynjólfsson. P n | I 1 1 | 1 I 1 y I 1 1

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.