Tíminn - 13.11.1960, Síða 3

Tíminn - 13.11.1960, Síða 3
T f MIN N, sunnudaginn 13. nóvember 1960. 3 Piltar handteknir við þjófnaðartilraun Hugðust stela bíldekki úr porti við Laugaveg Lundgaards og ðstergaards- málin látin niður falla «* Blaðinu barst í gær svolát- andi fréttatilkynning frá dóms málaráðuneytinu: Með bréfi póst- og símamála stjórnar, dags. 11 júní s. I., óskaði hún eftir því að dóms- málaráðuneytið tæki ákvörð- um um hvað gert skyldi út af frímerkjum, sem afhent höfðu verið danska verkfræðingnum E. Lundgaard úr birgðum póst stjórnar. Með bréfi ráðuneyt- isins, dags. 14. júní s.l., var lagt fyrir sakadómarann í Reykjavík að faka mál þetta til rannsóknar. Málið hefur síðan verið rannsakað bæði hérlendis og erlendis. Rannsókn málsins hefur leitt eftirfarandi í ljós: E. Lundgaard Á árunum 1940—41, er greindur verkfræðingur dvaldist hér á landi, samdi hann bók um íslenzk frí- mer'ki, sem yfirprentuð voru með: „í GILDI ’02—’03“. Hann kveðst hafa fengið sem greiðslu fyrir verk þetta hjá þáverandi póst og síma- málastjóra, Guðmundi Hliðdal, eina örk, þ.e. 100 stykki, af hverri tegund svonefndra „Bernar Ny- tryk“ merkja, samtals 22 arkir. Merki þessi voru endurprentun á uppseldum frímerkjategundum, sem dönsku póststjórninni hafði láðst að senda sýnishorn af til al- þjóðapóstsambandsins í Bern, en þangað ber að senda 400 stykki af hverri tegund frímerkja, sem út eru gefin af aðildarríkjum sam- bandsins. Merki þessi eru því ekki frímerki í venjulegum skilningi, þar eð endurprentun þeirra fór' Uppreisnin bæid niður SAIGON, 12. nóv. NTB. — Uppreisnin í Suður-Vietnam gegn Ngo Dinh Diem, forseta landsins, hefur gjörsamlega farið út am þúfur, og hafa foringjar uppreisnarmanna nú veri'ð handteknir. Upp- reisnin hófst í fyrradag er nokkrir foringjar úr her landsins stefndu liði sínu til Saigon, lögðu undir sig út- varpsstöð borgarinnar og lögðu til atlögu við forseta- höllina. Lífvörður forsetans tók snerpulega á móti og við það virðist hafa komið nokk uð hik á liðsveitir uppreisnar manna, sem þá neituðu að leggja til úrslitaatlögu gegn forsetahöllinni. í gærmorgun komu svo hersveitir vinveitt- ar forsetanum til Saigon og hröktu þær uppreisnarmenn fljótlega úr virkjum sínum. Foringjar uppreisnarmanna reyndu að komast undan flug leiðis, en þotur úr flugher forsetans neyddu flugvél for ingjanna til að lenda og voru þeir þegar handteknir. Ngo Diem hefur ekki enn komið fram opinberlega eftir að uppreisnin var bæld niður. fram eftir lok gildistíma frum- merkjanna. Fyrrverandi póst- og símamála- stjóri, Guðmundur Hlíðdal, svo og þáverandi póstritari, Egill Sand- holt Hallgrímsson, minnast þess að Lundgaard fékk greint merki til athugunar. Guðmundur Hlíðdal kveðst ekki geta myndað sér á- kveðna skoðun um, hvort merkin hafi verið afhent Lundgaard að- eins til athugunar og rannsóknar eða þá til fullrar eignar sem end- urgjald fyrir rannsóknir hans, og Egill Sandholt kveður sér vera ó- kunnugt um með hverjum skilmál- um Lundgaard voru afhent merk- in, nema hvað hann hafi ekki átt að greiða andvirði þeirra. Guð- mundur Hlíðdal telur sig þó vera ábyr'gan fyrir ákvörðun þeirri, sem tekin var í þessu efni. Lundgaard seldi allt sitt safn ís- lenzkra frímerkja á þessu ári, þar á rneðal greindar arkir „Berner Nytr'jík" merkja. „Bernar nytryk" merkin hafa verið í erlendum frímerkjaverð- skrám í áratugi og verðlögð þar t.d. í franskri verðskrá árið 1931 á 5—6 franka stykkið og í dönsk- um verðskrám á árunum 1948— 1960 á um 10 kr. danskar stykkið. Þá eru merkin verðlögð í bókum Sigurðar Hólm Þorsteinssonar: „íslenzk frímerki“ fyrir árið 1960 og árið 1961 á 50 kr. stykkið. í sænsku frímerkjaverðskránni Facit fyrir árið 1959 og 1960 eru sum merkin verðlögð á 8 og 15 kr. sænskar, en önnur óverðlögð. I sömu verðskrá fyrir árið 1961, sem er nýkomin út, eru sum merkin hins vegar verðlögð á 25 en önnur á 100 kr. sænskar stykk- ið. Hníga rök að því að kaupandi merkjanna af Lundgaard eða seinni eigandi þeirra, hafi haft á- hrif á seinustu verðskráningu merkjanna í hinni sænsku skrá. Svikráft stjórnar- flokkanna Framhald af 1. síðu. þótt þjóðinni væri sagt allt annað fvrir kosningarnar í fyrra. Það er til þess að reyna að komast hjá því að ræða um þessa forsögu, sem stjórnarblöð in reyna nú að þyrla upp mold ryki um ýmis önnur atriði. En sá tilgangur mun ekki heppn- ast. Þjóðin mun gera sér rétta grein fyrir samhengi þessara mála eða því, að forkólfar stjórnarflokkanna liafa jafnan setið á svikráðum í landhelgis- málinu, þótt þjóðinni hafi verið sýnt annað fyrir kosníngar. Frekar er um þessi mál rætt á 7. síðu blaðsins í dag. Svarti fulltrúinn (Framh af 16. síðu) koma niður á honum. Er frelsis- fcylgjan gekk yfir Afríku og Mali- nkjasambandið var sett á lagg- irnar í sumar var hann kjörinn le.ðtogi þjóðar sinnar og sjálfsagt forsetaefni sambandsríkisins. En e;ns og kunnugt er klofnaði sam- bandsríkið rétt eftir stofnun þess og enn er allt á huldu um stjórn þess. Og í þetta sinn var það líka hm hvíta fo.-seíafrú, sem Súdanir aátu ekki þolað þó að fleira byggi þar að baki. En Senghor þykir vænna um konu sína en svc. að hann vilji fórna henni á altari stjórnmálanna. Hann er enn for- scti Senegal — og hvíti einkarit- arinn frá Normandí forsetafrú hans. Þá hefur rannsókn málsins leitt í Ijós að Lundgaard fékk árið 1941 frá þáverandi póst- og símamála- stjóra, Guðmundi Hlíðdal, sem umbun fyrir frímerkjarannsókn sína tvö stykki af hverri tegund skildingafrímerkja, samtals 14 merki. F. Östergaard Ennfremur hefur komið fram í rannsókn málsins, að haustið 1953 fékk danski verkfræðingurinn F. Östergaard 4 stykki af hverri teg und áður greindra „Berner ny- tryk“ merkja, en hann hafði sýnt mikinn áhuga á sögu íslenzkra frí- merkja og íslenzkum póstmálum og meðal annars ritað greinar í dönsk blöð og haldið fyrirlestra um þau efni. Samkvæmt framansögðu hefur afhending nefndra merkja til fyrr greindra tveggja verkfræðinga átt sér stað vegna rannsókna þeirra á íslenzkum frímerkjum og fræði- starfa. Voru merkin á þeim tíma ekki verðmikil, og rannsókn máls- ins leiðir í Ijós, að þeir hafa ekki tekið þau ófrjálsri hendi. Vegna þessa svo og þar sem mjög langt er síðan afhending merkjanna fór fram, og að þáverandi póst- og simamálastjóri, Guðmundur Hlíð- dal, hefur þegar látið af störfum, auk þess sem engin ástæða er til að ætla, að hann eða aðrir starfs- menn póst- og símamálastjór'nar hafi haft nokkurn fjárhagslegan ávinning af afhendingu merkjanna þykir ekki vera ástæða til að fyrir skipa frekari aðgerðir í máli þessu. í dóms- og kirkjumálaráðu neytinu 12. nóv. 1960. Leiðrétting í frásögn minni af fundi Bandalags kvenna í Reykja- vík hef ég, af ókunnugleika, sagt að það hafi verið nefnd frá Kvenfélagasambandi ís- lands, er hlutaðist til um, að frumvarpið um orlof hús- mæðra væri flutt á Alþingi. Hið rétta er, að það var stjóm Kvenfélagasambands- ins, sem hlutaðist til um að þingmenn úr öllum flokkúm stæðu að flutningi frum- varpsins. Bið ég hlutaðeig- andi afsökunajr á þessum mistökum. í sömu grein hafa á tveim stöðum misritast fö'ðumöfn Guðlaugar Bergsdóttur og Herdísar Ásgeirsdóttur og bið ég velvirðingar á því. S.Th. Nýr bátur til Flateyrar Fiskborg h.f. á Flateyri hefur nýlega fest kaup á 100 smálesta bát, sem hét Valþór og var eign Árna Jónssonar útgerðarmauns á Seyðisfirði. Valþór hefur nú ný- lega verið skírður upp og heitir Hinrik Guðmundsson, eftir Hinrik sáluga Guðmundssyni, oddvita á Flateyri, sem lézt s. 1. vetur. Hinrik Guðmundsson mun verða gerður út á línu til að byrja með. A&faranótt laugardagsins handtók lögreglan nokkra unga menn, en tveir þeirra hugðust hn-u.'pla bíldekki úr porti við Laugaveginn. Eig- andinn vaknaði við umgang í portinu, kom á vettvang og gerði lögreglunni aðvart. Málavertir voru þeir að eig andinn hafði verið að dytta að bíl sínum þarna í port- inu kvöldið áður. Hafði hann tekið dekkin undan bílnum, sem stóð á „búkkum“. Vaknaði við háva&a Um tvöleytið um nóttina varð eigandinn síðan var við mannaferðir í portinu og þótti ekki einleikið. Fór hann út og höfðu þá piltar sem þarna voru á ferð, tek- ið eitt dekkið og sett það i farangursgeymslu ökutæk- is þess sem þeir höfðu. — Eigandinn kvaddi lögregluna til, sem kom að vörmu spori. Við yfirheyrslu i gærmorg un upplýstist að piltarnir höfðu ekið vítt og breitt um bæinn og setið að sumbli með vinkonum sínum. Er komið var að áðurgreindum stað fóru tveir þeirra inn í portið sáu dekkin þar. Þeir sem til að kasta af sér vatni og inni i bílnum sátu vissu ekk ert um málið fyrr en dekkið var komið inn í farangurs- geymsluna. Leizt þá bílstjór- an*um ekki á blikuna og neit aði að aka af stað nema dekk inu væri skilað og stóð í harki um það er eigandinn — o; lögreglan komu á vettvang. Dauf síldveiði Akranesi, 12. nóv. — Dauft er yfir síldveiðunum og má segja að síðastliðin vika hafi verið alveg dauð hvað þær snertir. Þrír bátar komn með slatta af smásíld á mánu- daginn en síðan hefur lítið verið róið. — Víkingnr land- aði nýlega 170 tonnum í Reykjavík, því húsin hér bjuggust við síld og gátu því ekki tekið á móti togarafisk- inum. Lagarfoss lestaði hér í vikunni síld og skreið og Askja tók dálítið af saltfiski. J.P. Almennur stjórnmálfaundur í Vestmannaeyjum Framsóknarmenn halda almennan stjórnmálafund í Vestmannaeyjum n.k. sunnudag kl. 3,30. Frummælendur Björn Björnsson alþm., Helgi Bergs, verkfr., Óskar Jónsson. fulltrúi, og formaðui kjördæma- sambands Suðurlandskjördæmis, Matthías Ingibergsson, lyfsali, Selfossi. Framsóknarvist á Sauðárkróki Framsóknarfélag Sauðárkróks helcur skemmtun í fé- lagsheimilinu Bifröst n.k. laugardagskvöld. Þar verður spiluð Framsóknarvist, flutt ávarp og dansað. Eiguleg spilaverðlaun. Framsóknarvist á Akranesi Framsóknarfélag Akraness heldur skemmtisamkomu í Félagsheimili templara sunnudaginn 13. þ.m. kl. 8,30 e.h. Spiluð verður Framsóknarvist og dansað. Aðgöngumiðar seldir á sama stað mitli kl. 4 oa 5 sunnudag og við innganginn, ef eitthvað verður óselt. AKUREYRI og NÁGRENNI Árshátíð Framsóknarmanna verður haldin að Hótel KEA á Akureyri laugardaginn 26. nóvember n.k., ef næg þátttaka fæst. Þess er óskað, að Framsóknarmenn á Akureyri og nær- liggjandi hreppum Eyjafjarðarsýslu og Suður-Þingeyj- arsýslu fjölmenni á árshátíðina og gefi sig fram sem allra fyrst við Ingvar Gíslason, formann Framsóknar- félags Akureyrar. — Tilhögun nánar auglýst síðar. Áðalfundur Framsóknarfélags Reykjavíkur Aðalfundur Framsóknarfélags Reykjavíkur verður hald- inn í Framsóknarhúsinu miðvikudaginn 16. nóv. n.k. kl. 8,30 s.d. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.