Tíminn - 20.11.1960, Síða 5

Tíminn - 20.11.1960, Síða 5
TÍMINNT, sunnudaginn 20. nóvember 1960 5 Útgetandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. FramJcvæmdastjóri: Tómas Arnason Rit- stjórar Þórarmn Þórarmsson (áb.), Andrés Kristjánsson Fréttastjóri: Tómas Karlsson. Augiýsmgastj Egili Bjarnason Skriistofur 1 Edduhúsinu — Símar: 18300—18305. Auglýsmgaslmi: 19523 Afgreiðslusími: 12323 — Prentsmiðjan Edda h.f. Hvað kemur næst? Fátt hefur gerzt fur'ðulegra í umræðum þeim sem hafa orðið um landhelgismálið, en sú viðleitni ráðherr- anna að reyna að bera saman viðræðurnar við Nato 1958 og samningamakkið við Breta nú. Það eitt nægir til að sýna. hvílík fjarstæða það er að hér sé um sambærilega hluti að ræöa, að 1958 var ein- göngu leitað eftir viðurkenningu á einhliða rétti íslend- inga til að færa út fiskveiðilandhelgina, en nú er eingöngu rætt um að færa fiskveiðilandhelgina inn eða að minnka hana raunverulega, þótt hún væri kannske látin haldast óbreytt á pappírnum. Svo langt er m. ö. o. gengið hér í fjarstæðunni, að það er reynt að telja útfærslu og innfærslu eitt og hið sama. Þessi samanburður mun því ekki koma ráðherrunum að neinu gagni. En hins vegar sýnir hann vel hugarfar þeirra. Þetta sýnir hina takmarkalausu ákefð þeirra. í því að láta undan Bretum. Það er gripið i hvert hálmstrá, sem gæti hjálpað þeim til undanhaldsins. Svo mikill er undan- haldsákafinn, að þeir geta ekki leyrit honum meðan þeh' eru að semja við Breta, enda þótt það hljóti að veikja aðstöðuna í samningunum. Bretar verða að sjálfsögðu ekki neitt liprari í samn- ingunum, þegar þeir verða þannig varir við undanhalds- vilja íslenzku ríkisstjórnarinnar. En hvar endar þessi undanhaldsstefna ráðherranna, ef þannig heldur áfram. í dag segja þeir: Vorið 1958 hefðu íslendingar ef til vill sætt sig við 6 mílur til þriggja ára, og því geta þeir þá ekki eins sætt sig við sex mílur nú? Hvað segja þeir svo næst? Kemur það ekki næst, að 1952 hafi íslendingar sætt sig við fjórar mílur og því sé ekki eins hægt að sætta sig við það nú? Og er það útilokað, að íramhaldið af þessu verði það, að 1950 hafi íslendingar sætt sig þið þrjár mílur og stórum þrengri grunnlínu og því sé ekki eins hægt að sætta sig við það nú? Ýmsum kann að þykja þetta ótrúlegt. En menn, sem einu sinni láta undan, eru líklegir til að gera það aftur. Og hver hefði trúað því fvrir kosningarnar í fyrra haust, að einu ári síðar væru ráðherrar Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins farnir að predika það, að íslendingar ættu að sætta sig við sex mílna fiskveiðilandhelgi eða eitthvað svipað því? Svo hátíðlega lofuðu þeir því þá að ekki skyldi hvikað frá 12 mílunum. Þeir, sem bregðast emu sinni, bregðast ofast aftur. Loforðum slíkra manna er ekki hægt að treýsta. Fyrir þjóðina væri bezt að hún sýndi ráðherrunum nú þá einbeitni, að þeir þyrðu ekki að bregðast loforðum sín- um frá í fyrra, þrátt fyrir viljann til þess. Takist henni það ekki, verður hún vel að gæta þess, að treysta ekki þeim mönnum aftur, er svo hrapa'ega hafa brugðizt henni. ASÍ og verzlunarmenn íhaldsblöðin reyna að gera mikið veður út af bví, að samtök verzlunarmanna fengu ekki .nngöngu í Alþýðu- sambandið að þessu sinni vegna fyrirhugaðra skipulags- breytinga. Hins geta þau ekki. að Alþýðusambandið hefur heitið samtökum verzlunarmanna þeim stuðningi i hagsmuna- baráttunni, er jafngildir þátttöku í Alþýðusambandmu. Fyrir samtök verzlunarmanna ei þetta mikill ávinn- ingur, sem þau munu vafalaust hagnýta sér Ólgan í MiS- og SuSur-Ameríku: Rikísstjórnirnar þar óttast mjög áhrifin frá byltingunni á Kúbu Að verja byltingu í Kúbu er að verja Suður-Ameríku. Suður-amerísku lýðveldin vita að peirra vandamál eru söm og okkar Þau skref sem við Kúbumenn tökum í dag eru þau sömu og aðrir mið- og suður-amer- ískir bræður — vegna innri þrýstings fólksins — verða að stíga fyrr eða seinna. ÞETTA var aðvörunin sem Fidel Castro og bróðir hans á Kúbu sendu í marzmánuði til alls hins suður-ameríska meg- inlands. Og hann hefur þegar skelft ríkisstjórnirnar í suðri og norðri. Ekki af því kannski að þær séu hræddar við her- styrk Castrós. En af því að þær vita að hann hefur rétt fyrir sér í því að langtum sterkari öfl vinna að byltingu í löndum þeirra. Það er bylting, sem svipar til byltingu Castrós að því leyti að hún verður ekki ein af þessum venjulegu suður-am- erísku byltingum sem aðeins hafa venð ofbeldislegt form á stjórnarskiptum milli nokkurn veginn samsinna hópa. þegar tekið er til alvarlegustu vanda- mála þ.ióðfélagsins. En bylt- ing s-em er raunveruleg bylt- ing — bjóðfélagsbylting — og sem er einnig inr.blásin af því sem gerðist á Kúbu. SVO alvarlegum augum Htá' ríkisstjórniiinar í Suður- Ameríku mögule.kann á slíkri byltingu að þær hafa opinber- lega orðið sammála Bandaríkj- unum á síðasta sameiginlega utanríkisráðherrafundinum í San José (Costa Rica) um að fordæm-t Castró — én ekki að grípa inn í með valdi Ríkis- stjórnirnar, sem sitja við völd, hafa ástæðu til hins alvarlega sjónarm.ðs til vandamálanna. Einmitt um þessar mundir — og á hinum seinusfu dögum hafa hótamr vaxið. I þetta skipti í verki. FYRIR fáum dögum varð uppþot í tveimur mið-amerísk um ríkjum, Guatemala og Nic- aragua. I báðum löndum eru íhaldsstjórnir við völd og hafa á sér einræðissnið Eins og menn muna varð bylting í Guatemala árið 1954 og borg- arastyrjöid, þar sem íhaldsöfl- in náðu völdum með tilstyrk Bandaríkjastjórnar vegna þess að róttæk öfl ógnuðu ekki að- eins hinu gamla þjóðskipulagi heldur einnig hinum stóra am- eríska auðhring United Fruit Co, sem átti mikilla hagsmuna að gæta. UpDþotið um daginn var fyrsta hættulega tilraunin til að hrifsa völdin úr klóm Bandaríkjaleppanna. Nckkrir þeirra sem höfðu brotizt til valda árið 1954 höfðu fengið styrk og húsaskjói í hinu ríkinu, Nicarágua Emnig þar hefar orðið uppþot. i ann- að skiptið fi'á þv 1958 — og það éru greinileg tengsl milli þessara tveggja appþota. Þeir, sem fynr uppþotunum standa. hafa orðið fyrir áhrifum frá byltingui.ni á Kúbu, en haga sér eftir staðháttum heima íyrir. SAMFARA þessum váboð- um eru blikur á íofti í Suður- Ameríku. í Venezúela og Kól- Útdráttur úr grein í „Politiken“ eftir John Dan- ( ( strup, ritstjóra bla'ðsins í utanríkísmálum < CASTRO umbíu hafa verið stjórnar- kreppur í Argentínu, Brasilíu og Chile hefur komið til alvar- ífegra og víðtækra verkfalla. Vitaskuid koma ýmis önnur á- hxif til greina í hverju ríki fyrir sig. Og þó eiga allir þessir atburðir fleira sameiginlegt. Þeir sýna að róttæku öflin hafa verið betur skipulögð en áður og eru ráðin í að hlífa hvergi ríkjandi pjóðskipulagi. í sumum þessara ríkja eru þau orðin svo öflug, að verkalýðs- samtökin eru á þeirra bandi, t. d. í Brasilíu. Meðal sameigimegra orsaka má telja fjárþröng sem sprett- ur af því að verðlækkun hefur orðið á hrávörumarkaði og bað hefur áhrif á kaffi-', sykur- og málmiðnaðinn í þessum löndum. En maður blekkir sjálf an sig með því að halda því fram að þetta sé aðalorsökin fyrir ástandinu. Nýjar stéttir koma fram á sviðið og heimta rétt sinn, menn minnast örlaga Perons • Argentínu og Jimenez £ Venezúela. HINGAÐ til hefur verið hægt að ræða um national-lib- eralar byltingar. Þær hafa lyft ýmsu nýju fóiki á veldisstól. En þær hafa einnig orðið til þess að reynt heiur verið að fara meðalveginn — einræðið mildað. En nú er röðin komin að þriðja aflinu. Það er langt frá því að vera vel skipulagt eða nógu sterkt eins og sakir standa. En nú hefur fólkið fengið fordæmið írá Kúbu og vex óðum fiskur um hrygg Og því er engin furða þótt stjórnar herrarmr skjálfi af ótta. Þess vegna hefur Bandaríkja mönnum tekizt í bili til að fá þær til að fordæma stjórn Cast- ros. En jafnframt hafa þau orð ið að bíta í það súra epli að fordæma afturhaldsstjórnina í Dominikanska lýðveldinu og að sætta sig við, að ekki yrðu gerð ar neinar sameiginlegar refsi- aðgerðir gegn Castro. Tilraunir, sem hafa verið gerðar í ýmsum ríkjum Mið-Ameríku ,til að bæla uppreisnarhreyfinguna niður virðast helzt hafa gefið henni byr í seglin. ÞETTA eru viðvaranir til Suður-Ameríkustjórnanna — og einnig til Bandaríkjamanna. Á ráðherraiundinum í San José var ekki einvörðungu rætt um það, hvernig hægt væri að ráða niðurlögum áhrifavalds komm- únista í Suður-Ameríku — eins ( og það var kallað í anda John / Foster Dulles. Þar var einnig \ rætt um að veita nýjum \ straumi f.merísks auðmagns í \ atvinnuiíf Suður-Ameríku. \ Slíkt gæti haft bætandi áhrif \ á kjör manna. En í mesta lagi / mun það aðeins breyta ástæð- / unum fyr'ir ólgunni og óá- ) nægjunni en ekki uppræta '. hana. Það er eftir sem áður ( óleyst, hvernig byltingin, sem ( þarf að verða í þessum lönd- ( um, skuli gerast. Verður hún \ framkvæmd með lýðræðislegum \ hætti stig af stig) eða kemur / hún sem snögg umbylting? \ Þetta verður ekki aðeins vanda \ mál Suður-Ameríkumanna \ sjálfra, heldur einnig hinnar / nýju stjóirnar Kennedys í / Bandarikjunum. / • -v Þáttur kirkjunnar (Framhald af 4. síðu) í okkar eigin sál, okkar eigin landi og sögu og ver um þeim Guði trú. Lærum a‘ð meta hinar fornu dyggð ir: sparsemi, reglusemi og nægjusemi. Þær hafa allaf orðið sönnum íslendingi til blessunar,, og svo mun enn. Þær munu betur til heilla en allar fundasamþykktir — kröfur og heróp stétt- ar gegm stétt, manns gegn manni. Þær muna betri en öll þing og púð og nefndir. ísland krefst ekki einungis að hver maður geri skyldu sína, heldur þess að hver maðnr gjöri meira en skyldu sina. Þannig starfar kristinn íslendingur á atomöld. — Gefur íslandi það sem ís- lands er og Guði það sem Guðs er. Árelius Níelsson.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.