Tíminn - 20.11.1960, Qupperneq 9
g
0777
a
ivrr?
■ #
Þegar ég var um 10 ára aB
aldri, varð ég Friðriks fyrst
vör. Eg sá hann með huldu
fólki uppi hjá Svörtuklett-
um. Þá spurði ég hann, hvort
hann væri huldumaður.
Sagði hann, að ég mætti
kalla sig það.
Eg álít, að Friðrik hafi
sagt þetta, til þess að ég yrði
siður hrædd við sig. En ég
hafði áður kynni af huldu-
fólkinu og bar traust til
þess. En nú veit ég, að Frið
rik er mennskur, framliö-
inn maður, en enginn huldu
maður. Hann er kærleiksrik
vera, sem vill hjálpa mönn-
um og lina þrautir þeirra.
Um þetta leyti var móðir
mín mikið veik. Þá var ég
orðin kunnug Friðriki, og
spurði hann eitt sinn, hvort
hann gæti hjálpað móður
minni. Hann tók því vel. En
ég varð mjög undrandi, er
ég sá hann birtast í hvítum
slopp eins og læknar nota.
Áður vissi ég ekki, að hann
væri læknir. En móður minni
brá þegar til bata, svo að
hún komst á fætur skömmu
síðar.
Eg sagði henni frá þessu.
Og báðar vorum við sann-
færðar um, að Friðrik hefði
hjálpað henni. Þetta barst
til eyrna heimilisfólks og á
næstu bæi. Það var upphaf
ið að dularlækningum Frið
riks.
Einn af merkustu atburð
um, sem fyrir mig hafa kom
ið gerðist kvöld eitt í Öxna
felli. Rigning hafði verið um
daginn, en ég gekk út um
kvöldið. Eg gekk upp fyrir
bæinn og sá regnbogann í
litskrúði sínu yfir sveitinni.
Mér hafði verið sagt, að
menn gætu óskað sér ein-
hvers, ef þeir kæmust undir
enda reignbogans.
Kom mér nú þetta i hug.
Féll ég þá í einhverja leiðslu
þar sem ég sat á þúfu og sá
fagurt, dásamlegt lithaf allt
í kringum mig. Fannst mér
ég vera komin undir enda
regnbogans og eiga óska-
stund. í þessu einkennilega
hrifningarástandi óskaði ég
þess af allri sálu minni, að
mér mœtti veitast það að
geta hjálpað þeim, sem
þjást og linað þrautir þeirra.
Óskinni fylgdi mikill fögn-
uður og hrifning. Enn man
ég eftir þúfunni í túninu,
þar sem ég sat, þegar þetta
gerðist. Þessi stund er mér
ógleymanleg.
Innskot frá höfundi: Svo
virðist sem þessi óeigin-
gjarna ósk Margrétar hafi
fallið máttarvöldunum svo
vel, að þau létu hana ræt-
ast. Og ekki verður annað
séð en það, að Margrét hafi
öðlast þarna heilaga vígslu
til þess hjálpar- og liknar-
starfs, sem hún hefur helg
að líf sitt.
Þetta sama kvöld byrjuðu
lækningar Friðriks fyrir al-
vöru. Þá um kvöldið kom
Jóhanne.s Kristjáns^on. aldr
aður maður, með mörg
lækningabréf austan frá
Bærinn í Öxnafelli, æskuheimili Margrétar.
Friðrik dularlæknir
r /
/ Á vegum bókaútgáfunnar^
/Fróða í Reykjavík er nýkominí
/út bók, sem nefnist SKYGGNA^
/ KONAN. Hefur Eiríkur Sigurðs-'
/son, skólastjóri, tekið bókina sam-
^an, og er hún um Margréti frá-
^Öxnafelli, rituð eftlr henni og-
^birtar ýmsar lækningasögur,.
^skráðar af öðrum. Hér birtist^
^með leyfi útgefanda kafli úr bók-f
^inni, og segir frú Margrét þar fráf
^Friðrik dularlæknl. .
Húsavík. Voru það fyrstu
lækningabeiðnir lengra að.
En áður hafði ég verið beð
in um hjálp frá Friðriki
handa sjúku fólki úr ná-
lægum sveitum.
Og nú hófst annasamt
tímabil i lifi mínu. Hjálpar
beiðnir bárust víða að með
ferðamönnum, bréfum og
símskeytum. Þetta gerðist
árið 1924 og þá var ég 16
ára. Mest fékk ég 200 bréf í
eínu. Annars skiptu þessi
bréf þúsundum, og var til
af þeim full kista í Öxna-
felli, en þau glötuðust í hús
bruna síðar. Ekki gat ég svar
að nema fáum bréfum af
þessum fjölda, en las þau öll
og kom efni þeirra á fram-
færi við Friðrik. Ekki veit
ég um árangur nema af
nokkrum hluta af hjálpar-
beiðnunum. Við og við fékk
ég þó þakkarbréf fyrir það,
að lækningar Friðriks hefðu
borið árangur, og hinir ólík
legustu sjúkdómar batnað.
Þegar ég var beðin fyrir
sjúkling, birtist Friðrik
venjulega. Mér finnst sam-
band mitt við hann mjög
náið. Eg þarf ekki að skrifa
upp nöfnin. Hann t.ýnir
aldrei neinu nafni og
sinnir hjálparbeiðnunum
Eg get hugsað um þetta við
heimilisstörfin og barf ekki
nauðsynlega að hafa rtund í
einrúmi, meðan lækningin
fer fram.
En þegar fólk kemur til
mín og biður mig fyrir sjúkl
inga, þá syfjar mig oft mik
íð og dregur úr mér mátt
Vera má, að þá sé teKin ein
hver orka frá mér til lækn
inganna. Oft heyri ég þá
raddir, sem segja, að þess-
um sjúklngi muni batna.
Bregzt það þá ekki. En sé al
ger þögn, bendir það til, að
sjúkdómurinn sé svo alvar-
legur, að hann muni leiða
til dauða. Fæ ég á þennan
hátt hugboð um árangur af
lækningunum.
Aldrei hefur Friðrik sagt
mér, hver hann var, meðan
hann lifði hér í jarðneskum
líkama. En mér finnst þó,
að hann hafi verið læknir.
Að útliti er hann hár og
dökkhærður, skiptir hárinu
í vinstri vanga og greiðir
það aftur. Hann hefur hátt
og breitt enni og dökkgrá
augu. Þau eru sérstaklega
falleg, mild, en þó einbeitt.
Framkoman bendir til skap
stillingar. Hann er oft.ast í
gráum fötum, en stundum
í hvítum slopp. Friðrik sá,
sem Guðrún frá Berjanesi
hefur samband við, er ann
ar maður.
Þegar ég var beöin fyrir
sjúkling, hugsa ég til Frið-
riks. Þá heyri ég fljótt svör
hans og þekki röddina. Það
er eins og símasamband sé
á milli okkar.
Skilyrði þess, að þessar
andlegu lækningar heppnist
er, að fólkið sé opið fyrir
þeim, segir Friðrik. Oft ger
ast þó lækningar án þess að
fólk viti. En margs konar
misskilningur kom fram
fyrst í stað. Sumt fólk hélt,
að hafa þyrfti opna glugga
eða dyr, svo að Friðrik kæm
ist inn. Það er auðvitað mesti
misskilningur. Sumir hafa
orðið varir við Friðrik í þess
um lækningaferðum, en aðra
hefur dreymt hann.
Stundum er um að ræða
bata á sjúkdómum, en í öðr
um tilfellum er aðeins breyt
ing á hugarfari sjúklings-
ins, hughreystingar og frið
andi áhrif. Allir læknar
þekkja, hve mikils vert það
er, að sjúklingurinn hafi trú
á bata, og hve andleg ’íðan
sjúklingsins er mikils verð.
Þá er og vitað, að orsakir
sjúkdóma eru oft andlegar.
Sem dæmi um nauðsýn
trúar á andlegar lækningar
er eftirfarandi saga.
Tvær gamlar konur bjuggu
í sama húsi. Önnur hafði
Margrét frá Öxnafelll
trú á andlegum lækning-
um, en hin ekki. Báðar voru
heilsulitlar. En svo aukast
veikindi vantrúuðu konunn
ar, og virðist henni þá hún
hafa trú á lækningum Frið
riks. En við þilið hinum meg
in lá hin konan, og hafði
hún ekki beðið um neina
hjálp. Þá dreymir konuna,
sem bað um hjálpina, að
Friðrik komi til sín og segi
eftir litla stund: Hér er ekki
hægt að hjálpa, allar leiðir
eru lokaðar. En konan hélt
að hann ætti við dyrnar eða
gluggana. Hún fékk engan
bata. En hin konan fékk
snöggan bata og komst á
fætur. Þakkaði hún það Frið
riki. — „Sá getur allt, sem
trúna hefur.“
Eitt sinn kom að Öxna-
felli gamall maður, Guðm.
Jónsson, kennari í Hjalta-
staðahvammi í Skagafirði.
Hann var góður og ástúð-
legur maður. Áður en hann
fór, segir hann, að sig langi
til að biðja Friðrik að gera
svolitið fyrir sig. Ekki vegna
þess að hann þurfi þess með
heldur vegna annarra. Hann
trúi á mátt andlegra lækn
inga. Hann sagðist hafa hár
lausan blett á höfðinu. Þeg
ar hann hafi verið ungur,
hafi hann átt erfitt með að
hylja hann fyrir ungu stúlk
unum. Nú standi sér á sama
um hann. En ef Friðrík gæti
grætt hár hans á þessum
bletti, mundi það gefa mörg
um trú á lækningamátt
hans.
Síðar á þessu sama ári
kom Guðmundur aftur að
Öxnafelli. Sýndi hann mér
þá hár sitt. Var þá hárlausi
bletturinn hári vaxinn og
ógerlegt aö sjá, hvar hann
hafði verið. Var Guðmundur
mjög glaður yfir þessu fyr-
irbrigði.
Eg segi þessar tvær lækn
ingasögur sem dæmi um
það, hve fólk tekur misjafnt
við andlegum lækningum.
En ég hef aldrei skrifað
neitt hjá mér af lækning-
um Friðriks og tel heppi-
legra að frásagnir af því
komi frá öðrum.
En auk lækninganna var
Friðrik mér alltaf nálægur
og hjálplegur og er enn. Eg
ætla að segja hér frá tveim
ur dæmum, þar sem hann
hjálpaði mér á undursam-
lgan hátt.
í æsku hafði ég gaman af
að vera úti og fór oft ein-
förum. Eg var hrædd við
vatn, en þó var eins og vatn
ið drægi mig að sér. Eitt
kvöld að vorlagi fór ég ein
út fyrir tún. Þá var mikill
snjór og ör leysing. Eg stað
næmdist við gildrag eitt, og
rann mikill vatnsflaumur
eftir gilinu, en stór skafl
lá að því. Eg fór út á skafl
inn og starðí niður i straum
iðuna. En ég gætti þess ekki
að vatnið hafði grafið und-
an skaflinum. Allt í einu
springur skaflinn og fell-
ur niður í gilið, en ég hrapa
niður í gjótuna. í fátlnu
hugsa ég til Friðriks. Þegar
ég kom til sjálfrar min aft
ur, stóð ég uppi á skaflin-
um. Eg er þess fullviss, að
í þetta skipti hjálpaði Frið
rik mér, en ekki hef ég hug
mynd um, hve langur sá
tími var, sem ég mundi ekki
eftir mér. Sennilega hefur
það þó verið stutt stund. Eg
var eitthvað undarleg um
kvöldið. Og ekki sagði ég
neinum frá þessu, fyrr en
nokkru síðar.
Þegar Þóra systir mín var
smábarn, var ég látin gæta
hennar. Tvisvar minnist ég
þess, að Friðrik hafi tekið
Þóru og haldið á henní. En
í bæði skiptin var ég ein
með hana. Eg álít, að hann
geti það ekki í návist fleiri
manna.
Eitt sinn, er ég var að
gæta Þóru, fór ég með hana
út á hlað. Eg bar hana á bak
inu. Þá prílaði ég með hana
upp á spýtur, sem lagðar
voru ySir gamlan sleða á
hlaðinu. En spýturnar voru
svo ónýtar að þær brotn-
uðu, og datt ég um leið og
missti Þóru. Mér varð bilt
við, þvi að ég óttaðist að
barnið hefði meitt sig. En
þegar ég leit við, sá ég hvar
Friðrik hélt á henni og legg
ur hana gætilega niður.
Hann hafði þá tekið á móti
henni, er ég missti hana.
Mikið var leitað til mín
um lækningar á árunum
1923—1925. Sumarið 1924
gekk lömunarveikin i Eyja
firði og kom fólk að Öxna-
felli til að Ieita lækninga
bæði að nóttu og degi. Gerð
(Framhald á 13. síðu).