Tíminn - 22.11.1960, Side 8
8
T í M IN N, þriðjudaginn 22. nóvember 1960.
Hitabylgja, smásögur eftir
Baldur Óskarsson. Jón Engil-
berts mýndskreytti. Útgef-
andi Fróði.
Fyrstu fjóra áratugi þessarar
aldar mátti það heita aðalregla,
að þeir, sem lögðu á skáldfákinn,
fyTsta sinni, héldu úr hlaði með
ljóðakver. Þetta var sá heiman-
búnaður, sem kalla mátti hefð.
Ærið oft fór þó svo, að þessi æsku
ijóð urðu ekki vísir að meiri
kvæðagerð, heldur undanfari ann-
arrar yrkju á akri s>,áldskapar. Á
eftir komu smásögur eða skáld-
sögur. Höfundurinn haslaði sér
r.ýjan völl.
Á síðustu tveim áratugunum
hefur þetta breytzt, og þó mest
á síðustu arum. Það er eins og
ur.gum ritnöfundum þyki ekki
lengur nauðsynlegt að fyrsta
skrefið sé þetta hefðbundna æsku-
Ijóðakver. Þeir sem byrja á því
aö sýna þjóðinni Ijóð sín, halda
sig gjarnan við þá grein, en hinir,
sem kjósa sér aðra skák, ganga
formálalaust á þann teig. Auðvit-
að eru alltaf til sundurgerðarmenn
í skáldskap eins og klæðaburði,
og fjöllyndi ekki úr sögunni þar
fremur en í ástum, en samt fer
það ekki milli mála, að hér hefur
orðið breyting á. Þess verða æ
fieiri dæmin, að fram á sviðið
komi menn með nokkurn höfund-
arþroska þegar í fyr'stu bók. Slíkir
höfundar eru oft af unglingsár-
um og hafa eins og aðrir ort sín
æskuljóð og barnasögur, en átt
hógværð til þess að láta útgáfu
undan dragast. í þess stað lagt
meiri stund á lestur og ögun máls
s?ns og stíls. Þessir menn eru ekki
að þreifa fyrir sér í fataleit, held-
U7 hafa gert það upp við sig,
hvaða kufli þeir skuli klæðast.
Mér virðist Baldur Óskarsson,
sem sent hefur frá sér á þessu
hausti smásagnasafnið Hitabylgja,
vera í þessum hópi. Hann ber það
með sér að hafa ort og ritað sitt-
hvað svo sem einn áratug en verið
spar á birtingu. Hins vegar virð-
ast þessar smásögur settar í bók
að vel yfirlögðu ráði.
Þetta eru tólf smásögur kynlega
sundurleitar að efni og aðdráttar-
föngum. Hófundinum fer eins og
sraið, sem leitar margra tegunda
smíðaviðar og vill reyna tök sín
og tæki á hörðu sem mjúku. Sögu-
eínin eru ur íslenzKr, sveit, sjáv-
arplássum, höfuðborginni. úr skóg
um Finnlands, fjöllum ísraels,
eyðimörk Afríku, og spænskri
borg.
Fyrsta sagan, Hitabylgja, er
raunar hversdagsleg að efni, gam-
alkunn heyskaparrómantík. sem
endar með ósköpum En mér
f.nnst nafnið hitabylgja vera eins
og aðvífandi sending, sem ekkert
e'gi skylt við íslenzka þurrkdaga
á sumri, enn fráleitara að gera
þetta að bókarheiti, enda varla ís-
lenzkt tung'utak.
En þessi saga er eigi að síður
ákaflega vel sögð, hófsamleg í lýs-
ingum smáatriða og ein samfelld
siónmynd. Kemur þar fram eins
og í öllum sögunum skýrasta höf-
i.r.dareinkennið. Sógurnar eru
sterkar sjónmyndir. Þær eru mjög
myndrænar og hlutlægar. Það,
sem fyrir ber í sögunum sér höf-
undurinn, en Iieyrir eða finnur
nriklu sjaldnar. Lesandinn sér svið
sögunlnar ævinlega mjög skýrt
íyrir sér, og persónurnar verða
ljóslifandi, ekki vegna fjálglegra
lýsinga á útliti eða sálarlífi, heldur
fyrir sterkar, sýnilegar athafnir,
sem höfundur sér og lýsir glöggt
og umbúðalaust.
Sagan Við landamærin er frá
Fmnlandi. Brúgðið er upp leiftur-
skýrri mynd af martröð stríðsins
í mannshuga. Sagan Maðkurinn er
að nokkru misheppnuð, enda bregð
u: svo við, að höfundur víkur frá
siónmyndinni og lætur dulúðugt
spakmæli vera skuggsjá sögunnar
í stað markvissrar athafnar, sem
túlkaði innr ikennd. Langsótt
vizkuorð fara líka heldur illa í
munni sautján ára piltgepilsins,
Baldur Óskarsson
hnjóti um þessa gamalkunnu nibbu
í vegi sagnahöfunda, og það bendir
til þess, að höfundur hafi síðar
gert sér þetta ljóst. í öllum hin-
um sögunum verða orsakir og af-
le-ðingar augljósar ósagðar af at-
vikum sögunnar sjálfrar.
Sagan Vaya con Dios er augsýni-
lega fremur lifandi og trúverðug
frásögn af atviki úr lífi höfundar
er skáldskapur. Þar er ekki stefnt
a? marki, en eigi að síður er frá-
sögnin litnk og bráðvel gerð.
Vafalítið er Munnsopi af vatni
bezta saga fcókarinnar, örstutt. en
sterk í einföldum línum. Sviðið er
fjarlægt og ógnþrungið í íslenzk-
um augum, og það stækkar ein-
rnitt og dýpkar þæx mannlegu
kenndir, sem þar ráða holdi, og
evu engu síður íslenzkar en afr-
íaanskar. Þessi saga er voldug og
BÆKUR OG HÖFUNDAR
HiTABYLGJA
sem ekki er orðinn Kventækur, og
það er með engum iíkindum, að
honum sé huga næst háspekileg
skýring á eigin dugleysi. Lesand-
inn finnur, að það ei ekki Sveinn
Jósúa, heilsteyptur og sjálfum sér
samur í öllu nema þessu, sem
svona hugsar, heldur hefur höf-
undinum orðið á að gtfa sína eigin
heimspekilegu skýringu á atvikinu.
Mér er ekki grunlaust um að þessi
saga sé eidri en flestar hinar,
finnst hún bera það með sér, að
hófundurinn hafi ekki verið bú-
inn að gera sér það alveg ljóst,
hvernig hann ætlaði að segja
sögú. Ég get um þetta hér vegna
þess, að ég held að þetta sé eina
dæmið, sem unnt er að finna í
þessari bók um það, að höfundur
máttug lýsing, litasterk mynd
þróttmikils máls. Hún hefsrt í
mildi og hógværð eins og gengið
sé með lygnri á, en allt í einu
vex straumurinn og fleygist fram
í kaststreng áður en varir.
Sagan fsraelsblóminn grætur á
Itfraímsfjöllum er sers'tæð í þessu
safni. Höfundur segir líka til skýr
ir.gar, að raunar sé hún tilbrigði
úr biblíunni og orð og setningar
teknar þaðan. Af þessum sökum
finnst manni, að sagan sé fremur
siílæfing en sjálfstætt verk, en
sú stílæfing hefur tekizt svo vel,
ao meira en réttmætt er að hafa
hana í safninu.
Þegar litið er á oessar sögur í
heild verður ekki annað sagt en
b.ér sé óvenjulega góð byrjanda-
bók á ferð. Höfundareinkennin eru
fast mótuð og sterk, sjálfstæð og
persónuleg. Höfundurinn hefur
gert það upp við sig eftir trúverð-
uga könnun, hvernig hann ætlar
að skrifa smásögu. Hann reynir
að velja sér það forro úr hörðum
og beinskeyttum skóla nútímans,
er hæfi máii hans og stíl, og síð-
ar, fylgir hann þeirri forskrift af
: óvægnum sjálfsaga. Þess vegna
fei saga hans ajdrei úr böndum.
Þess vegna verður hún ætíð hnit-
miðuð. Þess vegna tekst honum
að skrifa góðar smásögur og ekk-
ert nema gcðar sögur, þótt mis-
jafnar séu. Þeir eru ekki margir
! x'ýliðarnir á isVenzku höfundar-
! þngi, sem hleypt hafa heimdrag-
1 anum hin síðari ár með svona vel
! gcrðum smásögum, svona vel
í byggðum og persórmlegum að
túlkun. Því verður ekki neitað, að
Ealdur Óskarsson hefur sterkan
og persónulegan stil Hitt má
kannske segja, að hann þyrfti að
aga málfar sitt öllu betur, því að
á því megi finna hnökra, jafnvel
nálskekk.jur á stöku sfað. Það
hlýtur þó ætíð að verða álitamál,
hve smátínt skuli í slíkri leit í
verki sem þessu, enda mála sann-
aft, að lögmál nýtízkrar skáldsögu
cða smásögu og ströngusfu mál-
! vöndunar eiga trauðla samleið,
Myndir Jóns Engilberts með sög-
unum eru afbragðsgóðar og vel í
stíl við þær, sferkar í dráttum og
án væmni eða yfirdreps Mætti
jsfnvel segja, að sumar beirra séu
skýrar dregnar en lýsihgar í máli
gefa efni til. Mönnum hefur orðið
fíðrætt um fremstu myndina og
jiafnvel talið hana klámfengna.
E'h hvað er klám? Hugtakið á sér
varla löggilt inntak núorðið, og
fátt virðist háð eins reikulu og
persónulegu mati. Er, sem betur
fer verða beir æ fleiri, sem geta
skoðað myndir eða lesið sögu af
fólki, án þess að finna nokkra
h''ö-t hjá sér til þess að draga
r.arkalínu á milli kláms og sið-
pr'ýði.
— AK
I. G. Þ. skrifaði fáein orð í Al-
þýðublaðið 20. okt. í tilefni af
svokallaðri bindindisviku í Reykja
vík. Þar segir m.a. svo:
„Að Iíkindum hafa aldrei jafn
margir háð vonlausari baráttu
fyrir betra lifi en bindindismenn.
Þetta er að sumu leyti þeim
sjálfum að kenna. Þeim er ekki
nóg að hætta sjálfir að drekka
brennivín. Þeir Viija að aðlrir
hætti líka. Nú líta margir á sitt
brennivín sem þess konar einka-
mál, að bað verði að teljast
móðgun begar aðrir skipta sér
af því. Þau eru örlög, allrar for-
sjár, hversu vel meint sem hún
er. Bindindismenn skortir aldrei
dæmi, þegar þeir vilja sanna ó-
farnað af brennivíni. En þetta
breytir eugu um árangurinn. Ef
íólk reiknaði áfengisböl út eins
og inflúenzufaraldur mundi það
verða þakklátt fyrir afskiptin,
en BÖLIÐ verkar nú einu sinni
ekki þannig á þann mikla fjölda
sem sýpur Vegna þess að bölið
er þessu rólki skemmtun, skilur
það ekki tungu Landssambands
ins.“
.1 þessi ummæli vantar tilfinn-
anlega rök íyrir því hvernig von-
leysi baráúunnar sé bindindis-
mönnum sjálfum að kenna, nema
átt sé við bað að þeir mégi sjálf-
um sér um kenna að vera að reyna
að fá aðra til að hætta að drekka.
Siíkt hljóti að vera vonlaust. Eng-
irn ætti að reyna að hafa áhrif
á aðra í peim efnum.
Raunar er barátta bindindis-
nianna engan veginr, svo vonlaus
sem I. G. Þ. virðist álíta. Það eru
þusundir bindindismanna í iand-
ir.u. Langflestir eru þeir bindindis
menn af því að bindindishreyfing-
in hefur mótað þá. Margir þeirra
hífa á unga aldri tekið þá lífs-
stefnu að hafna áfenginu og haldið
henni síðan. Það er því hin al-
menna bindindisboðun sem hefur
Tekið undir viö I. G. Þ.
mótað þá. Þeir, sem nenna að
reyna að hafa áhrií á aðra og
þora að ganga í þá baráttu, sem
mörgum virðist vonlaus, hafa
unnið þann sigur að þessir menn
völdu bindindisstefnuna. Meðan
slíkt geris't er það fjarstæða að
barátta bindindismanna sé von-
laus.
Þetta tal um vonleysi bindindis-
baráttunnar byggist á því, að það
bjargast svo miklu rmnna en gæti
bjargast. Bindindishreyfingin er
víðsfjarri því, að móta þjóðlífið
í heild. Hundruð manna eru auðnu
leysingjar, sem mi^sa allt sitt og
seinast lífið vegna áfengisnautnar.
Þúsundir hreppa ýmiss konar ó-
farnað og skakkaföll „Bölið er
þessu fólki skemmtun" þangað til
skelfingin skellur yfir.
Hvernig myndi þá vera ás-tatt
ef engir homluðu á móti?
Auðvitað er ástandið miklu
verra en pað ætti að vera og
niyndi vera ef bindindishreyfing-
in réði. En því meiri ástæða er
ti' að meta og þakka þá bindindis-
boðun, sem þrátt fyrix all't hefur
roegnað að '-arðveita hamiiigju og
f«rsæld þúsunda heimila á grund-
velli. bindindisins.
Hvers vegna vilja bindindis-
menn svo ?ð aðrir séu líka bind-
indismenn?
Til þes’s liggja tvær ástæður.
Önnur er sú, að þif er sannfær-
ing bindindismanna a? það sé ör-
uggast og xarsælast að halda sig
v,ð bindindið Þess vegna viljg
þeir að aðrir forðisi þann voða,
sem áfengisnevzla er. Sú við-
leitni þeirra er sambærileg við
ailar aðrar slysavarnir og raunar
jhvers konar sót'tvarnii.
j Hin ástæðan er svo sú, að bind-
iiidismenn vita það, að börn þeirra
I og vinir, eldri sem yngr'i, eru í
hættu vegna drykkjuskaparins.
Þeir telja sér ekki einungis heim-
iit, heldur blátt áfram skyldugt,
að hamla gegn þeirn hættu
Stundum er svo að skilja mál
roanna um áfengisneyzlu okkar að
ekkert sé við hana að athuga
r.ieðan drykkjumaðunnn geti hætt
og komið til vinnu daginn eftir
fylliríið. Víst má segja að það sé
gútt hjá öðru verra, en mörgum
hefur eitt kvöld í ölæði orðið nóg
tii óhæfuverks, sem /arð ævilang-
u” skuggi. Oft hefur líka gæfu-
leysi hlotizt af drykkjuskap þó
að ekki nái þvi s-tigi að .kallast
ö.’æði.
Mig minnir að samgöngumála-
raðherrar '7 Evrópmanda haf’ ný
lega verið saman á fundi til- að
læða vandaniál áferigisneyzlu í
| sambandi við umferðarmál. Mér
j skilsf að beir hafi talið ölvun
I gangandi manna félagslegt vanda-
mál að ekki sé minnzt á öku-
n.enn. Ekocrt hef ég heyrt um
það, að þessir i7 samgöngumála-
ráðherrar séu bindindismenn, en
iriér skilst ið þeir hafi talið þjóð-
féiagslegt afbrot og misferli, ef
vegfarandi neytti áfengis, hvort
sem vegfarendur telja bessi af-
skipti ráðhtrrar.na móðgun við
js'g eða exki. Ráðherrarnir voru
; að leita ráða til að bjarga manns-
lífum og beir s'kildu það að bind-
indi er slysavörn.
„Bölið er þessu xGlki skemmt-
ur.“, segir i. G. Þ. Þetta er sat't.
Áiengisneyzla er þjóðarböl og hún
ei- mörgum skemmtun. Þess vegna
reynir það fólk að telja sér trú
tm hitt og þetta til að afsaka
eða réttlæta skemmtun sína.
Menn reyna yfirleit' að réttlæta
það, sem pá langar til að gera.
Hversu vonlítil oarátta bind-
iiidismanna er getur enginn full-
yit. Úr því sker framtíðin ein.
í’yrir mitt leyti vil ég ekki öðru
trúa en töluverður hópur manna
finni hjá sér hvöt og köllun til
að ganga af fullri alvöru og heil-
indum til baráttu gegn því sem
vtldur auðnuleysi margra sam-
ferðamanna. En þó að svo væri
ekki þarf það ekki að þýða upp-
gjöf bindindismanna.
H. Kr.
Félagsbréf Almenna
bókafélagsins
Út er komið hjá Almenna
bókafélaginu 19. hefti Félags-
bréfa. Efm þess er hér segir:
Slæm breyting
Helgi Hjörvar ritar um Knut
Hamsun og Gróður jarðar. Þá
er grein um Karl Strandi
lækni og kafli úr bók hans,
Hugur einn það veit. Magnús
Víglundsson ritar grein, er
hann nefnir Þessi salur er
saga. Séra Sigurður Einarsson
skrifar um blöðin og bók-
menntirnar. Þá eru í ritinu
tvær þýddar greinar, Berið
hingað ljós, eftir bandaríska
sagnfræðinginn George F.
Kennan, og Tvö brot úr ævi-
sögu, eftir Sir Satnley Unwin,
bókaútgefanda í Lundúnum.
Ljóð eru i ritinu eftir Guðberg
Bergsson og Kormák Braga-
son.
Um bækur skrifa þeir Þórð-
ur Einarsson, Njörður P. Njarð
vík og Þórir Kr. Þórðarson.
Tilkynnt er í ritinu um
næstu útgáfubækur Almenna
bókafélagsins en þær eru:
Nóvemberbök: Dyr stanða
opnar, skáldsaga, eftir Jökul
Jakobbsson; desember-bók:
Vatnajökull eftir Jón Eyþórs-
soon. Er það myndabók. Þá gef
ur Almenna bókafélagið út
tvær aukabækur: Skáldverk
Gunnars Gunnarssonar, I.
bindi, í samvinnu við Helga-
fell og íslenzk þjóðlög, nótna
bók og söngplata með söng
Engel Lund.
Gjafabók gefur AB einnig
út fyrir félagsmenn sína, þá
sem tekið hafa 6 bækur eða
fleiri á árinu. Heitir hún Ferð
Mastiffs til íslands, eftir
enska rithöfundinn Anthony
Trollope. Hefur Bjarni Guð-
mundsson þýtt þá bók.