Tíminn - 22.11.1960, Page 12
12
T í MIN N, þriðjudaginn 22. nóvember 1960.
1 v V, / •
1 ájoro Æ. l&r
—-......... ’ . |
RlTSTJÓm HALLUR SÍMONARSON
Ársþing Frjálsíþróttasam-
bands íslands hófst s.l. laug-
ardag að Grundarsíg 2 í
Reykjavík Formaður sam-
bandsins Brynjólfur Ingólfs-
son setti þingið, og minntist
þriggja látinna íþróttamanna,
þeirra Tage Ericson, fyrrver-
andi formanns frjálsíþrótta-
sambands Svíþjóðar, Einars
Kristjánssonar, varamanns í
stjórn FRÍ. og Hafsteins
Snorrasonar frá Vestmanna-
eyjum. Á þinginu voru mættir
23 fulltrúar með 39 atkvæði,
og voru beir frá þessum stöð-
um: Reykjavík 10 Hafnarfirði
2, Keflavik 2, Akranesi 3 Ak-
ureyri 3 og einn fulltrúi frá
Suður-Þinoevjarsýslu, Snæ-
fellsnesi og Kjósa/sýslu.
Þegar formaður hafði sett
þingið voru kjömir starfs-
menn þmgsiTis. Fyrsti þing-
forseti var kjörinn Jens Guð
bjömsson, Reykjavík og ann
ar þingforseti Sigurður Helga
sin, Stykkishólmi. Þingritar-
ar voru kjömir Sigurður
Júlíusson, Hafnarfirði og Þór
hallur Guðjónsson, Keflavík.
Þá voru kosnar fastanefnd
ir og síðan flutti Brynjólfur
Ingólfsson skýrslu stjórnar-
inn og var hún mjög ítarleg.
Minntist hann þar á helztu
verkefni á starfstímabillnu.
Síðar verða flutt atriði úr
skýrslunni hér á síðunni. Þá
fluttu formenn útbreiðslu- og
laganefndar sínar skýrslur og
Jóhannes Sölvason kjörinn for-
maður Frjálsíþróttasambandsins
urðu nokkrar umræður um
skýrslurnar, og kom fram mik
ill áhugi fyrir aukinni út-
breiðslustarfsemi. Þá komu
fram ýmsar tillögur, sem vís
að var til nefnda. Reikningar
sambandsins voru lagðir fram
og samþykktir.
Á sunnudag kl. tvö hélt
þingið áfram á sama stað. Þá
komu fram eftirfarandl til-
lögur frá stióminni, sem voru
samþykktar:
1. Ársþing F.R.Í. 1960 skorar
á framkvæmdastjórn Í.S.Í.
að hefjast handa um und
irbúning tillagna um fram
búðarlausn fjárhagsvanda
máls íþróttahreyfingarinn
ar og leggja tillögur þar
að lútandi fyrir næsta
íþróttaþing Í.S.Í.
2. Ársþing F.R.Í. 1960 sam-
þikkir að aðalhluti meist-
aramóts íslands verði hald
ið 12.—14. ágúst 1961, en
stj óm sambandsins taki
ákvörðun um, hvenær önn
ur meistaramót í frjálsum
íþróttum verði haldin.
3. Ársþing F.R.I. 1960 skorar
á framkvæmdastjóm Í.S.Í.
— Frá ársþingi frjálsíþróttasambainds íslands,
sem háft var í Reykiavík um helgina
ar aðrar tillögur m.a. að
kjósa trúnaðarmenn fjrrir
sambandið úti á landi, tvo
í hverjum landsfjórðungi. Sú
tillaga var samþykkt og þess
ir menn kosnir: Fyrir Vest-
f Lrðingf^i órðung: Sigurður
Helgason, Stykkishólmi og
Sigurður Guðmundsson Núoi
Dýrafirði. Fyrir Norðlendinga
fjórðung: Guðjón Ingimund-
arson, Sauðárkróki og Harald
•ur Sigurðsson, Akureyri. Fyrir
Austfirðingafj óröungi: Krist-
ján Ingólfsson, Eskifirði og
Þórarinn Sveinsson, Eiðum.
Fyrir Sunnlendingafjórðung:
Þórir Þorgeirsson, Laugavatni
og Sigurður Finnsson, Vest-
mannaeyjum.
Þá var samþykkt tillaga frá
íþróttabandalagi Akraness
þess efnis, að keppt skuli í
tveimur aldursflokkum fyrir
konur, þannig, að í yngri
flokki teljist stúlkur 16 á,ra
og yngri. Meistaramót ís-
lands í frjálsum íþróttum
1961 verður háð dagana 12.
J.3. og 14. ágúst, og iþrótta-
Jóhannes Sölvason
— hinn nýi formaður FRÍ
að hafa forgöngu um út-
vegun ódýrra verðlauna-
peninga- og gripa, sem
seldir verði sambandsaðil-
4. Ársþing F.R.Í. 1960 skorar
á ríkisstjómina að beita
sér fyrir lækkun aðflutn-
ingsgjalda af vörum til í-
þróttaiðkana.
Þá komu einnig fram marg
vika FRI fer fram á tímabil-
inu 10.—-17. júní 1961.
Þá fór fram stjómarkjör.
Þrír menn úr fyrrverandi
stjóm: Brynjólfur Ingólfsson,
Jóhann Bernhard og Stefán
Kristjánsson báðust undan
endurkosningu. í stjóm voru
kjörnir: Jóhannes Sölvason,
Reykjavík, formaður og með-
stjómendur Bjöm Vilmundar
son, Reykjavík, Lárus Hall-
dórsson, Brúarlandi, Ingi Þor
steinsson Reykjavík og Sigurð
ur Júlíusson, Hafnarfirði. For
maður laganefndar var kjör-
inn Örn Eiðsson Reykjavík og
varamaður Guðmundur Þór-
arinsson Reykjavík. í vara-
stjóm sambandsins voru
kjörnir Jón M. Guðmundsson
Reykjum, 1. varam. Þórhall-
ur Guöjónsson Keflavík, 2.
varamaður, og Sigurður Har
aldsson, Akranesi þriðji vara
maður.
Endurskoðendur voru kjörn
ir Gunnar Vagnsson, Reykja
vík og Ármann Pétursson
TJMSK. Til vara Hörður Har
aldsson og Kjartan Jóhanns-
son.
Þinginu var slitiö klukkan
níu um kvöldið. Áður höfðu
nokkur ávörp verið flutt, og
komst hinn nýkjömi formaö
ur, Jóhannes Sölvason þá
meðal annars að orði, að
hann myndi leggja mest kapp
á að ná sem beztu samstarfi
við héraðssambönd úti á
landsbyggðinni, og að efla út
breiöslustarfsemi sambands-
in sem mest.
Hinn 8. ágúst s.i. andaðist á
Iíéraðshælmu á Biönduósi Hall-
dora Bjaraadóttir, húsfreyja á
Barkarstöðum í Svanárdal. Önn og
athafnir ísienzkra húsmæðra, ekki
sizt þeirra er helga heimili sínu
hug sinn og starfsoTku at slíkri
kostgæfni sem hún, pykja löngum
fárra frásagna verð Þegar horfið
er úr sætum í þær rerðir, sem
þar var haldið, vill löngum fara
svo, að gildi sætisins — gildi þess,
sem það hafði skipað. sé að
nokkru metið eftir þeim hávaða,
sem við þá eða þann var tengdur,
er þar hafði setið um skeið. Því
hþóðar sem um það hafði verið,
því lægra er að jafnaði um skipt-
in Hitt er annað rr.ál. að gildi
þess, er sætið skipaði eða sætið
sjálft, er ekki ætíð fnllmetið eftir
þeim styrr, sem um það hefur
síaðið, né kvaidri bvi. er um það
hefur glumið Þetta sannast mjög
á Halldóru á Barkarstöðum. Fáir
skipa sæti sín á hljóðlátari hátt
en hún. En það mun líka fáum
gefið að 'kipa það af öllu meiri
kosfgæfni, meiri rækt Hún helg-
3?i því ást sína þroska sinn, orku
sma og manngildi, drengskap sinn
og átti allt þetta í furðu ríkum
n.æli og hijóðlátum þó
Halldóra ‘æddist s Hallfreðar-
sióðum á léraði 26 ágúst 1903.
Koreldrar hennar voru hjónin
Steinvör Guðmundsdóttir og
Brarni Bjnrnason, bacði skagfirzk
a'c uppeldi og ættuð þaðan og úr
I-Júnavatnsoingi, er engra dregur.
Hofðu þau flutzt 'ii Skagafirði
með sr. Jakobi Benediktssyni er
hann fluttist frá Víðimýri að Hall-
freðarstöðum 1896. og sem vinnu-
hjú hans.
Halldóra olst upp á ýmsum stöð-
urr í Hróarstungunn fram undir
tvjtugsaldur að mesTu hjá fore'dr-
vm sínum, unz hún missti móður
s.na, en hún dó 4 nóv t914.
Kunu þau hafa búii við fremur
IVImnmgarorð:
Halldóra Bjarnadóttir,
Barkarstöðum í Svartárdal
þröngan kost, enda jöfnum hönd-
um í vinnumennsku og sjálfs-
mennsku. Eftir lát móður sinnar
h^aktisrt hún milli ýmissa staða til
feimingar, en það vor mun hún
hafa farið að Hallhreðarstöðum
og þar ílentist hún fram undir
tv’tugsaldur.
Ekki verður sagt að hún hafi
„hleypt heimdraganum“ Þaðan
lagði hún læmd í greipar hvíta
duuðans, bótt hún bæri sigur úr
býtum í beirri viðureign. En við
örkuml af nans hendi bjó hún ævi
la.ngt, þó hún kæmist til allgóðrar
heilsu.
Vorið 1928 lá leið hennar að
Iisrkarstöðum og réðu þau spor
ferli hennnr upp frá því. Nokkru
síðar giftist hún Sigurði Þorkels-
svni bónda þar, og bjuggu þau
þar meðan kraftar hennar entust.
Varð þeim fjögurra barna auðið,
þiiggja sona og einnar dóttur.
Misstu þau fyrsta barn sitt. —
son — í rcifum. Hin eru uppkom-
in og öll npima.
Halldóra átti á öndverðum starfs
ferli sínum þar á Barkarstöðum
á ýmsan hát-t mjög ert'ðu hlutverki
Jaf. gegna. Hún kom þangað veik-
hurða og fötluð eftir langvinn og
ii'.víg veikindi, enda voru fyrstu
skrefin við húsmóðurannir og
skyldur sorgiega ristar beim rún-
um. En sætið sem hun hlaut þar,
hafði hartnær hálfr öld verið
þ; nn veg ^kipað, a'o var engum
iaukvisum nent, ef fyilt skvldi að
fullu. TenJdamóðir hennar Engil-
raf Sigurðardóttir, æm pá var
,c’ðin ekkja fyrir nokkrum arum,
er mörgum er hana pekkja gjörzt,
emn hinn séistæðasti persónuleiki,
sem rekist er á, þrungin andlegri
og efnislegri hreysti, vafinni
Urengskap. En því er ekki að
neita að siik skapgei f, á ekki allt-
at fyrirgefn.nguna ■ ína í fórum
sínum, og þó sízt ai öllu linkind
ævarandi índansiáttai enda mun
iivorugt hafa legið n'jög á le’ðum
hennar. Halldóra var að ýmsu
leyti andstæðan. smágerð og hljóð
!lát — fíngerð andlega og efnis-
ilega. Og þó áttu báðar það sam-
eigið, að þeim var hvers konar
undanhald mjög fjarri skapi. Báð-
ar unnu strafsgleði heils hugar,
fcáðar helguðu heimiÞ sínu ást sína
og orku af alhug. Það var því í
reynd svo að miili varð ekki séð,
svo ólíkar, sem þær vártusx að
jtri sýn. En það þarf nokkuð til
að halda hlut sínum að fullu, þeg-
ar í hlut á slík hetja, sem Engil-
ráð var.
En allir verða að hiíta skiptalög-
um lífs og dauða fyrr eða síðar,
og þykir samferðamönnum oft
fu.'lsnemma kvatt að því boði. Svo
var og hér. Halldóra tók að kenna
þess meins sumarið '959. er gerð-
i.tt henni oanvænt. Þeirri stað-
reynd er við henni horfði er hún
gerði sér grein fyrir því hvert
stefndi, tók hún með sömu ró. —
somu festu, — og öðru því er að
höndum hennar hafði borið Hafði:
ég oft dáð öryggi beirrar skap-j
gerðar, sem mér hafði virzt hún
hafa yfir að ráða. En mjög óx sú
aðdáun við þau kynm. er ég hafði
aí henni, eftir að svo var komið,;
a?- henni var ljóst, hve vistaskiotin
voru nærstæð. Æðruieysi hennar
slóð óbugað.
Sú bylting, sem gengið hefur um
garða íslenzkra bænda síðasta
mannsaldur hefur ekki farið fram
hjá heimili þeirra Barkarstaða-
hjóna. Sú saga verður ekki rakin
hér. Hitt er víst að hún verður
Þauðla svo róttæk sem raun gef-
\ir vitni þar, hvfli nún aðeins á
herðum annars aðilans. sem þar
eiga hlut ?ð. Oft kann að verða
örðugt að gera þar upp á milli,
og skal heldur ekki gert hér. Hitt
er víst að hlutur Halldóru lá þar
hvergi eftir og er þó á engan
hallað. En nenni entist ekki aldur
næir en aðeins að „s;á inn í fyrir
heitna landið' í ýmsu því. er hana
dieymdi fegursl um framtíðar-
heimili barna sinna — um Bark-
arstaði. — En það virðist oftar
en skyldi hlutskipti þeirra _ er
djarfast dreymir, sem ala í brjósti
fegurstu hugsjónirnar sem lengst
sjá. En það er iíka aflgjafi allrar
framvindu.
Gjarnan vildi ég, ef ég ætti
þess kost, senda Haildóru hlýja
og hljóða þökk fyrir alla þá ástúð
cg yl, sem frá henn' streymdi í
minn garð og minna þau mörgu
ár, er leiðir okkar lágu saman
sam granna. Veit ég að svo er
um alla þá, er þanga? áttu leiðir
og þessa nutu. Og beim er henni
stóðu næst, sendi ég samúðar-
og vina-kveðjur.
Guðin. fósafatsson
Sfúlka
óskast ti) eldbússtarfa 1.
des. Upplýsingar í Hótel
Tryggvaskála.
Auglýsið í Tímanum