Tíminn - 22.11.1960, Qupperneq 14
14
T f MIN N, þriðjudaginn 22. nóvember 1960.
hverfi. Það var þetta, sem
Matt vildi gera við mig, og
Heard gamlí rau'nar líka. En
ef það hefði orðið annar hvor
þeirra, þá hefði ég fyrirfarið
mér, Clay.
— Kate! andmælti hann,
en harm vissi að hénni var
'alvara.
— Mér hefði ég fundizt
ég vera ógeðsleg og glötuð sál,
en af því að það varst þú,
finnst mér ég vera falleg og
rík — eins og drottning, sagði
sagði hún barnslega.
— Þú ert hrífandi, sagöi
hann og kyssti hana næstum
auðmjúkur.
— En hvernig stendur á
því, að það virkar allt öðru
vísi á mann ef maður elskar
einhvem? sagði hún.
— Bara af því að maður
elskar einhvern, Kate, svar
aði hann, og reyndi að vera
léttur í máli. — En nú verð
ég að segja þér nokkuð, áðnr
en ég bið þig að giftast mér.
Hún greip andann á lofti
og reisti sig upp. Svo ýtti hún
hönd hans frá sér og vafði
að sér kápunni.
— Giftast þér, Clay? endur
tók hún, og hann sá, að hún
var orðin föl. — Það er ekki
nauðsynlegt, og raunar vil ég
það ekki.
— Viltu það ekki? spurði
hann og leit á hana eins og
hann tryði ekki sínum eigin
eyrum.
Hún var þrjóskuleg á svip
inn og starði hvasst niður í
dalinn.
— Eg vil það ekki, vegna
þess að ég er einskis virði,
Clay, útskýrði hún. — Eg er
bara fávís sveitastelpa, en
þú ert borgarbúi og hefur
góða menntun, og . . .
Röddin brast og hún átti
erfitt með að draga andann.
— Elsku Kate, sagði Clay,
og rödd hans var heldur ekki
sítöðug, — ég er fyrrverandi
refsifangi, svo mikil og glæsi
leg er menntun min.
Hún sneri tárvotu, hvítu
andliti sínu að honum. — Því
trúi ég ekki! sagði hún áköf.
Hún var náföl í andliti og
kreppti hnefana svo að hnú-
amir hvítnuðu.
— Það er þó satt, Kate,
sagði hann, — og ég varð að
segja þér það, áður en ég
bæði þig að giftast mér. Eg
sat í fangelsi í þrjú.ár.
Qg þegar hún hélt áfram
að stara vantrúuð á hann,
hélt hann áfram:
— Eg var dæmdur fyrir að
hafa stolið meira en tveimur
þúsundum dollara, Kate.
— Þú hefur ekki stolið
þeim! sagði hún villt.
— Nei, ég gerði það ekki,
anzaði hann, — og þakka þér
fyrir þessi orð, Kate. Eg býst
við, að þú sért eina mann-
eskjan í öllum heiminum,
sem trúir á sakleysi mitt.
Hún starði undrandi á
hann.
— En vinir þínir hefðu þó
átt að vita, að þú ert ekki
PEGGY GADDYS:
afar nærri; ritari hans, mið-
aldra kona, sem hafði unnið
hjá honum í 30 ár, — og
þriðji maðf.rinn var Clay
Judson. Ungfrú Willards, rit-
. arinn, hafði fengið frí til
þess að vera hjá systur
sinni, sem var veik, skóla-
stjórinn var hafinn yfir allan
grun, svo ég varð að taka allt
á mig.
, — En þú gerðir það ekki,
15
☆
stúlkan
þannig gerður að þú farir
að stela! mælti hún með
ákefð.
— Kannske hef ég aldrei
átt raunverulega vini, sagði
hann með beiskjubrosi. —.
Sjáðu til, peningunum var
stolið frá börnum, — nem-
endum mínum. Þetta var sam
skotafé, sem átti að leggja í
styrktarsjóð handa daigleg-
um nemanda, sem ekki hafði
efni á aö halda áfram námi.
Bekkurinn minn ætlaði að
gefa þennan sjóð til minning
ar um veru sína í skólanum.
Allir höfðu lagt mikið á si,g
í sumarfríinu til þess að
safna peningunum, og mér
var falið. að geyma þá. Þau
vildu ekki afhenda upphæð-
ina með bankaávísun, því að
þeim fannst það miklu áhrifa
meira að afhenda peninga-
seðla. Þess vegna tók ég upp
hæöina út úr bankanum dag
inn áður en skólinn átti að
byrja og geymdi hana um
nóttina í skjalaskáp skólans.
Morguninn eftir voru þeir
horfnir.
— En hver getur hafa tek-
iö þá, Clay?
Hann þakkaði henni bros-
andi fyrir þessi orð, sem
voru þannig sögð, að það
þurfti ekki að efast um, að
hún taldi hann saklausan.
— Það voru aðeins þrjár
manneskjur, sem þekktu á
lásinn, svaraði hann. Það var
skólastjórinn, mesti öðlingur,
sem aldrei hefði látið sér til
hugar koma að gera nokkuð
slíkt, og tók sér þetta allt
Clay, þú gerðir það ekki!
hrópaði hún.
— Kviðdómur ,skipaður 12
valinkunnum mönnum áleit
hið gagnstæða, svaraði hann,
— og ég var óheppinn. Eg
hafði nefnilega sparað sam-
an 18 hundruð dollara, og
það töldu allir meira en hægt
væri af lágum kennaralaun-
um, einkum þegar þess væri
gætt, að ekki var annað vitað
en að ég hefði lifað jafn ó-
sparlega og aðrir. Þannig
var framburður vitnanna. Og
ég gat ekki sagt hvaðan pen
ingarnir voru komnir, þvi að
ég hafði svarið að halda því
leyndu.
Hún horfði undrandi á
hann, og hann gat ekki varizt
hlátri.
— Ja, þessi eiður var
kannske ekki bindandi við
slíkar aðstæður, hélt hann
áfram, — en ég hefði svo sem
haft lltiö upp úr því að segja
sannleikann. Eg hafði mefni-
lega skrifað bók fyrir ná-
unga, sem hét Henry Mars-
hall, spjátrung, sem hreiðrað
hefur um sig í áhrifamikilli
stöðu í New York. Hann neit
aði öllu sambandi við mig,
eftir að bókin var komin á
markaðinn og hafði fengið
góða dóma. Þess vegna var
ekki um anmað að gera fyrir
mig en taka á mig sökina og
þola dóminn, og ég ráðlegg
þér að hugsa þig um tvisvar
áður en þú giftist dæmdum
manni.
— Það er ekki nauðsynlegt,
sagði Kate, — en ég get ekki
gifzt þér. Það er ekki hægt!
— Eg skil það mætavel,
sagði hann og kinkaði kolli
kuldalega. — Eg vissi, að þú
mundir segja nei, þegar ég
væri búinn að segja þér sann
leikann.
— Það er ekki vegna þess,
sem þú hefur sagt mér núna,
andmælti hún. Hvort sem þú
værir sekur eða ekki sekur,
þá skiptir það engu máli, í
sjálfu sér, því að ég elska þig,
Claý. En ég veit, að þú mund
ir skammast þín fyrir mig,
ef þú neyddist til þess að
kynna mig fyrir gömlum vin
um þínum.
— Skammast mín fyrir
þig? endurtók hann og starði
á hana. — Ertu gengin af
vitinu? Hvemig í ósköpunum
ætti ég að skammiast mín
fyrir þlg? Þú ert þó eitt feg
ursta sköpunarverk í heimi!
—En samt er ég ekki ann
aö en fávís sveitastelpa og
þekki ekkert til borgarlífsins,
sagði hún. — Eg veit ekki
einu sinni, hvernig ég á að
ganga inn í herbergi eða
hvemig á að fara að því að
kynna fólk hvað fyrir öðru.
Hann tók hana í faðm sér,
og hún gat ekki streitzt á
móti.
— Sá maður, sem ekki væri
stoltur af að eiga þig, er ekki
til, sagði hann. — Ef þú vildir
giftast mér, yrði ég svo mont
inn, aö ég mundi svífa hrein
lega í lausu lofti.
— Ó, elsku Clay, ég er svo
hrifin af þér, og mig langar
svo mikið að giftast þér, sagði
hún grátandi og hallaði sér
upp að vanga hans. Mér er
það alls ekki nóg að vera með
þér hér úti á víðavangi endr
um og eins, þegar við getum
stolizt til þess að vera sam-
an. Eg yil alltaf vera hjá þér,
ég vil halda heimili fyrir þig,
elda mig fyrir þig og eignast
með þér böm, — en bara ef
þú heldur, að þú þurfir ekki
að skammast þín fyrir mig.
Hreinskilni hennar snart
hann <íjúpt, og hann þrýsti
henni fastar að sér. Þannig
sátu þau, þangað til rökkrið
seig yfir dalinn og þeim varð
ljóst, að þau yrðu að fara að
leggja af stað heimleiðis. Áð-
ur en þau lögðu af stað, leit
hann fast í augu hennar.
— Þú verður að hugsa þig
vel um, Kate, áður en þú tek-
ur þá ákvörðun að lifa það
sem eftir er með manni, sem
hefur verið í fangelsi, manni,
sem aldrei getur gleymt rimla
gluggum og láestum dyrum.
EIRÍKUR
VÍÐFÖRLI
Merki
Jómsvíkinga
13
— Hvers vegna viltu ekki segja
konunginum eftirnafn þitt? spyr
Vulfstan. Hvert er ættarnafn þitt?
Hver er faðir þinn?
En í sam abili fcoma Erwin og
fleiri norskar skytur til að heilsa
Axel.
— En hvað boginn þinn er fal-
legur, segir Ervin hrifinn. Og örv-
arnar! — Þetta er allt heimatilbú-
ið segir Axel. Faðir minn smíðar
allt sjálfur. Drengirnir veita því
— Eg þarf ekki að hugsa
meira um það, svaraði hún
með heitri gleði i röddinni.
Eg veit, að ef ég fæ ekki að
lifa með þér, þá mun ég lifa
ein þar til gröfn tekur við
mér. En þú verður að hugsa
þig um, Clay. Mundu það, að
þú eignast konu, sem aldrei
hefur farið út fyrir sinn fæð
ingarhrepp að heitið getur og
ekki hefur löngun til þess,
þótt hún mundi vilja fylgja
þér hvert á land sem væri, ef
þú óskaðir þess.
Hann kyssti hana, en allt
i einu hrukku þau hvort frá
öðru, og aftur heyrði hann
þenna sama gaggandi hlátur
og aftur var það einhver, sem
hljóp inn í kjarrið og faldi
sig þar.
Kate horfði skelfd á hann,
en hann brosti sefandi.
— Þetta var bara fugl, sagði
hann.
— Nei, það var maður, Clay.
Eg er viss um það!
— Eg held þú hafir rangt
fyrir þér, ástin mín. En hafi
svo veriö, þá erum við þó ein
núna.
Kate hélt í hönd hans á leið
inn niður eftir, og óttinn
skein enn út úr augum henn
Þriðjudagur 22. nóvember:
8.00 Morgunútvarp.
8.30 Frétttr.
9.10 Veðu.rfregnir.
12.00 Hádegisútvarp.
13.00 „Við vinnuna": Tónleikar.
14.40 „Við, sem heima sitjum“ (Svava
Jakobsdóttir).
15.00 Miðdegisútvarp.
16.00 Fréttir og veðurfregnir.
18.00 Tónlistartími barnanna (Jón G.
Þórarinsson).
18.25 Veðurfregnir.
18.30 Þingfréttir.
18.50 Tilkynninga”.
19.30 Fréttir.
20.00 Daglegt mál (Óskar Halldórs-
son cand. mag.).
20.05 Útbreiðsla berklaveikinnar fyr-
ir aldamótin og stofnun Heilsu-
hælisfélagsins; síðara erindi
(Páll Kolka læknir).
20.30 Frá tónleikum Sinfóníuhljóm-
sveitar íslands í Þjóðleikhús-
inu;; fyrri hluti. Stjórnandi:
Bohdan Wodiczko). Einleikari
á píanó: Guðrún Kristinsdóttir.
21.20 Raddir skálda: Úr verkum
Gunnars M. Magnúss. — Fiytj-
endur: Lárus Pálsson, Þor-
steinn Ö. Stephensen og höf-
undurinn sjálfur.
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Á vettvangi dómsmála (Hákon
Guðmundsson hæstaréttarrit-
ari).
22.30 F-ramhald sinfóníutónleikanna
í Þjóðleikhúsinu.
23.00 Dagskrárlok.
ekki athygli að Vulfstan hlustar í
þá. En litlu seinna tekur Tjali eftii
að Vulfstan og einn manna ham
ræðast við ..