Tíminn - 23.11.1960, Side 3

Tíminn - 23.11.1960, Side 3
T f MI NjN, miðvikwdagiim 23.„póvember 1960. Syallarínn að Flúðum og Selfossi Hvolsvelli í gær. — A5 undan förnu hefur ungmennafélagið Baldur sýnt hér að Hvoli sjón leikinn Saklausa svallarann, við geysilega aðsókn og af- bragðs undirtektir. Nú tim helgina hyggst Baldur leggja land undir fót og sýna að Flúð um í Hrunamannahreppi á laugardagskvöldið kl. 9, og á Selfossi á sunnudaginn kl. 9 síðd. — Borið hefur verið hið mesta lof á leikflokkinn fyrir frammistöðuna í Saklausa svallaranum, og er þess því að vænta, að fjölmennt verði á sýningar þessar. Kammertónleikar í Austurbæjarbíói f kvöld og anhað kvöld held ur Strengjakvartett Björns Ólafssonar tónleika á vegum Tónlistarfélagsins og hefjast þeir kl. 7,15 í Austurbæjarhíó. Á efnisskránni eru tvö verk. — Hið fyrra er kvartett nr. 2 op. 36, eftir Jón Leifs, en síðara viðfangsefnið er kvartett nr. 12 í Es-dúr op. 127, eftir L.v. Beethoven. Árið 1947 varð Jón Leifs fyr- ir því þunga áfalli, að missa dóttur sína 17 ára gamla, sem var fiðluleikari. Strengja- kvartettinn samdi hann til minningar um dótturina og er, eins og segir í efnisskránni, „fyrsti þátturinn um bernsku hennar og barnaleiki, annar þátturinn um æsku hennar og æskuþrá, sem lýkur með dauð anum, en þriðji þátturinn sálu messa um eilífðina og uppris- una“. Strengjakvartett Beethov- ens er stórfenglega fagurt verk, einn af þeim 6 kvartett um, sem hann samdi síðustu 3 áviár sín. Er ekki að efa að marga mun fýsa að heyra strengja- kvartett Bj örns Ólaf ssonar flytja þessi verk, en í honum eru auk Björns, sem leikur á 1. fiðlu, Jósef Felzmann, 2. fiðla, Einar Vigfússon, cello og Jón Sen, viola. Hæstaréttar- úrskurðar óskað Enn hefur dregið til tíðinda í „morðbréfamálinu" svo- nefnda. í gærmorgun úrskurð aði rannsóknardómarinn í málinu að ekki væri hægt að fallast á framhaldsrannsókn og vitnaleiðslur vegna ýmissa atriða, sem verjandinn hefur gert kröfu um að tekin verði til athugunar. Sækjandi ósk- aði eftir því að forsendur fyrir þessum úrskurði yrðu lesnar upp, en því var hafnað. Hins vegar var því lofað að sækj- andi og verjandi fengju að sjá forsendurnar áður en um þær yrði fjallað í Hæstarétti, en þangað hefur verjandinn vís- að úrskurði rannsóknardóm- arans. Nú er aðeins rúmur mánuður til jóla og undirbúningur þegar í fuilum gangi. Verzlanir eru í þann veginn að hefja jólaútstillingar — sumar þegar byrjaðar. Jólatrén eru einnig að koma til landsins, svo sem sjá má af myndinni, sem Ijósmyndari blaðsins tók á hafnarbakkanum í gærdag. Það er yerið að skipa upp jólatrjám. (Ljósm.: TÍMINN, KM). Tvö slys vegna sólblindu í gær Annaí á Hafnarfíarííarvegi — hitt á Nóatúni í gær urðu tvö slys með 10 mínútna millibili vegna sól- blindu, annað á Nóatúni en hitt á Hafnarfjarðarvegi. Á Nóatúninu varð listamaður fyrir bíl, en á Hatnarfjarðar- veginum lítil telpa, Kl. 14,05 var Veturliði Gunnars son á gangi suður Nóatúnið og var rétt kominn að gatnamótum Sigtúns, er bifreið ók aftan á hann. Hafði bifreiðarstjórinn blindazt af sólnni, enda var á móti henni að ■aka, og sá ekki gangandi manninn fyrr en í óefni var komið, enda hálka á veginum. Engin gangstétt er þarna. Kl. 14,15 varð lítil stúlka, Fjóla Sigríður Harðardóttir, Litlu- Brekku í Garðahreppi, fyrir bíl á Hafnarfjarðarvegi, efst norðan í Hraunholtshálsi. Var hún á vinstri vegar'brún, en bifreiðarstjóri fjög urra manna bíls, sem á eftir henni kom, sá hana ekki vegna sólarinn- ar. qt Þrefaldur árekstur Þrír bílar lentu i árekstri á Strandgötu í Hafnarfirði í gær. Þar stóðu tveir bílar kyrr ir, er þriðji bíll kom aftan að þeim og gat ekki stöðvað vegna hálku. Rakst hann á þann aftari og ýtti honum á undan sér á þann fremri. — Skemmdir urðu furðu litlar. Veturliði mun hafa meiðzt í baki, en var fluttur heim eftir við komu á Slysavarðstofunni. Fjóla Sigríður var einnig flutt heim eft- ir að hafa komið við á Slysavarð- stofunni, en blaðinu er ekki kunn- ugt um meiðsli hennar. Bræla á Sel- vogsgrunm Síldveiðin hefur verið treg eftir helgina, og í gærkvöldi lágu flestir bátar inni í höfn um verstöðvanna, þar sem bræla var á Selvogsgrunni, en þar hefur helzt verið afli und anfarið. Á mánudaginn bárust rúm- ar 2000 tunnur til Grindavík- ur, en í gær ekkert, sem telj- andi er. Vestmannaeyjabátar voru margir úti, en voru ný- lega látnir úr höfn, er blaðið hafði fregnir af. Til Keflavíkur komu i gær 4 herpinótabátar. Sá afla- hæsti var með 520 tunnur. — Akranesbátar komu allir heim í fyrrinótt, og voru sumir með dálítinn afla, er þeir komu, samtals um 1550 tunnur. — Hæst var Sigurvon með 515 tunnur. Reknetabátar voru með 10—50 tunnur. 3 ! Brutu boðordin og hættu að Eins og lítillegs var sagt frá í blaðinu í gær hefur Laugarássbíó nú lokað um sinn vegna ágreinings við verðlagsstjóra um aðgöngu- miðaverð. Samkvæmt verð- lagsákvæðum má verð að- göngumiða alls ekki vera bærra en 27 kr fyrir sætið, miðað við beztu sæfi en Laugarássbíó hefur selt mið- ann á 50 krónur. Undantek'nng er þó gerð, þegar kvikmyndahúsið sýnir myndir, sem vegna tækniútbúnaðar er ekki hægt að sýna í öðrum kvikmynda- húsum, en Laugarásbíó hefur sem kunnugt er tæki til að sýna mynd- ir, sem teknar eru með svonefndri Todd-AO aðferð, sem er ein sú fullkomnasta aðferð, sem þekkist. TÍMINN hafði tal af verðlags- stjóra um þetta mál. Sagði hann að verðlagsákvæði mæltu svo' fyr- ir, að eigi mætti selja aðgöngu- miða dýrara en 14,00 kr., 16,00 kr. og 18,00 kr. á kvöldsýningar, en vær'i myndin óvenjulega löng, má leggja 50% á, og verður verðið þá kr. 21,00, 24,00 og 27,00. Síðasta mynd Laugarássbíós, Á hverfanda hveli, tók tæpa fjóra klukkutíma, en krafðist ekki sér- stakrar tækni. En sakir lengdar hennar seldi kvikmyndahúsið inn á sama verði og á Todd Ao myndir kr. 25,00, 35,00 og kr. 50,00. Um mynd þá, sem nú var hætt að sýna, gegndi að öllu leyti sama máli, en það var myndin Boðorðin 10. Sagði verðlagsstjóri, að sér hefði ekki verið kunnugt um, að bíóið seldi svo dýru verði á myndir sínar. En strax og hann hefði fr'étt það, hefði hann farið á stúfana og skýrt forráðamönnum hússins frá verðlagsákvæðinu. Ein sýning var haldin eftir það, en eftir að verð- lagsákvæðin voru ítrekuð í út- varpi og blöðum, hafi það hætt sýningum. Sagði verðlagsstjóri einnig, að ef bíóið hæfi sýningar á ný og seldi inn á sama verði og áður, yrði þetta mál dómsmál. Valdimar Jónsson, framkvæmda stjóri kvikmyndahússins, sagði blaðinu, að engin ákvörðun hefði verið tekin hver’su sýningum yrði háttað í framtíðinni, eða hvert verðið yrði. Sagði hann, að að vísu sýna þau væri hægt að fara í krinum þetta ákvæði með því að selja inn á myndina í tvennu lagi, t. d. með því að selja tvo miða í einu á tvö- földu venjulegu verði, en það væri að fara í kringum lögin og það kynni hann ekki við. Auk þess væri ekki rannsakað hvort bíóið gæti staðið undir því, vegna þess að leiga eftir kvikmyndina er grcidd í hlutfalli við aðsókn hér, og var í samningum gengði út frá sama aðgöngumiðaverði og gildir fyrir Todd Ao myndir. Sem sagt, Laugarássbíó er lokað um óákveðinn tíma, 20 þús. mál í PoIIinum Akureyri I fyrradag. — Síldar verksmiðjan í Krossanesi við Eyjafjörð hefur á undanförn- um vikum tekið á móti tutt- ugu þúsund málum smásíldar og millisíldar, sem veiðst hef- ur á Pollinum og innst í frið inum. Síðustu dagana hefur ekkert aflazt, og er nú að verða búið að bræða það síldarmagn sem fyrir liggur í geymslu. Hlyna kóngs- syni stolið í fyrradag var tveimur myndum og einum Keramik- vasa stolið úr forstofu neðar lega í Hlíðunum. Myndir þess ar voru úr myndasamfellu úr ævintýrinu um Hlyna Kóngs- son, og sýnir önnur þeirra at riðið „syngdu, syngdu, svan- ur minn,“ en hitt leitina að Hlyna kóngssyni. Myndunum var stolið úr stigagangi, þar sem þær héngu á stigaveggn um. Einnig var stolið litlum keramikvasa, sem stóð á hillu þar í ganginum. Ef einhver hefur orðið var við framangreinda muni, er hann vinsamlega beðin að láta rannsóknarlögregluna vita. @ UTÁN QR UEm J 9 féllu í Leopoldville Leopoldville — 22.11 í nótt kom til alvariegra átaka á milli herflokks S.þ. frá Túnis og hcrmanna Mobutu ofursta fyrir ut- ar. sendiráð Ghana, en þar stóðu hcrmenn S.þ. á verði. 9 féllu í val- ir.n og margir særðust. en talið er að um 250 hermenn S þ hafi þarna átt í höggi við jafnmarga hermenn Mobutus. í sendiráðinu dvaldist emn sendiráðunauta Ghana er Mo- butu hafði áður vísað úr landi en fulltrúinn vildi hvergi fara. í dag kom hinn brezki yfirmaður Ghana- hers til Leopoldville og með hon- um til Ghana fór sendiráðsfulltrú- uin og ferðuðust þeir í rússneskri fíugvél. Áreksturinn nótt er einn sá alvarlegasti er heriið S.þ. hefur lent í síðan að bað kom til iands- ins. Sáttanefnd skipu'ð í Moskvu Nýju-Dehlí—22.11. Indverska blaðið Hindustan Timcs skýrir frá því í dag og telur s’g hafa það eftir góðum heimild- um, að á leyniráðsteinu kommún- ista í Moskvu, sem enn er í fullum gangi, hafi verið sktpuð nefnd er hafi það hiutveik aö lægja þær cldur er nú séu á milii hinna ýmsu kommúnistaríkja. M a. sé alvar- legur ágreiningur a milli ráða- manna Rússlands og Kína og vilji h nir kínversku komn.únistar ekki samþykkja þá kenningu Kiústjoffs, að styrjöld sé ekki 'umflýjanleg. Johnson ræddi viíS De Gaulie Pcrís—NTB 22.11. Kjörinn varaforseti Bandaríkj- anna Lyndon B. Johnson gekk í aag á fund Ðe Gaulie Frakklands- forseta og ræddi við hann í eina k!st. M. a. færði hann honum ham- ingjuóskir : tilefni dagsins, en De Gaulle er sjötugur í dag. Að lokn- um viðræðunum við forsetann ra^ddi Johnson við Debré forsætis- ráðherra.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.