Tíminn - 23.11.1960, Page 4

Tíminn - 23.11.1960, Page 4
»•* r. 4 T f MI N N, miðvikudaginn 23. nóvember 1960. hafið þér gert yður grein fyrir hve víðtæk heimilistrygging SAMVINNUTRYGGINGA er? Véíabókhaldið h.f. Bókhaldsskrifstofa Skólavörðustíg 3 Sími 14927. Sfúlka . óskast til eldhússtarfa 1. des. Upplýsingar i Hótel Tryggvaskála. í'lpavogur Vil tana á leieu húsnæði fyrir iðnað heizt í austur- bænum Upplýsingar í sima 24700. upplýsingar í síma 1-70-80 í^sið í Tímanum Minningarorð: HEIMAKJÖR HEIMAKJÖR Helgi Jakobsson frá Ökrum Þeim fækkar nú óðum Mýra-j mönnunum, er voru á sínum mann- ( dómsárum á fyrsta áratug þessarar aldar. Einn úr þessum hópi, Helgi Jakobsson bóndi á Ökrum í Hraun- hreppi, andaðist að Sólvangi í Hafn arfirði, 7. nóv. s.l. og var jarðsett- ur í Fossvogskirkjugarði laugar- daginn 12. þ. m. Helgi var fæddur að Laxárholti í Hraunhreppi 17. apríl 1879. For- eldrar hans voru hjónin Guðrún Einarsdótíir og Jakob Sveinsson. Guðrún var þriðja kona Jakobs, og með henni átti hann Helga, Rann- veigu og Soffíu. En börn frá fyrri hjónaböndum Jakobs voru, Bjarni, Sigríður og Ingibjör'g. Guðrún missti mann sinn frá ungum börn- um, og nokkru síðar kom til henn- ar sem ráðsmaður Einar Sigurðs- son, mikilhæfur og dugandi maður, og urðu Guðrún og hann lífsföru- nautar eftir það. Þau eignuðust saman einn son Sigurð, fyrrver- andi kennara og bónda í Vogi á Mýrum, en nú til heimili-s að Skóla- tröð 8 í Kópavogi. Þrjú systkini Helga fluttust til Vesturheims, það voru Bjarni, Sigríður og Soffía. Fyrst þegar ég man eftir mér, ungur drengur, þá áttu heima á ís- ■ leifsstöðum í Akraplássi Guðrún Einarsdóttir og Einar Sgurðsson, ásamt Helga, Rannveigu og Sig- urði. Þetta var gott og dugmikið fólk. Ég minnist þess, að faðir minn hafði alveg sérstaklega mikl- ar mætur á Helga Jakobssyni, og taldi hann vera um margt umfram aðra menn. Eftir löng kynni mín af Helga, þá veit ég, að þetta var réttur dómur. Þeir bræður Helgi og Sigurður, ráku bú á ísleifsstöð- um um margra ára skeið. En á fyrri stríðsárunum hættu þeir bú- skap um nokkur ár og fluttist Helgi þá til Reykjavíkur, en var þó jafnan yfir sumarið í sveitinni. Stuttu eftir nítján hundruð og j tutugu, þá flytur Helgi Jakobsson j aftui' upp á Mýrar. Hann kaupir hálfa jörðina Akra í Hraunhreppi og byrjar þar búskap að nýju, og þar bjó hann æ síðan góðu búi, þar til hann hætti búskap fyrir nokkr- um árum. Þegar Helgi hætti búskap, þá gaf hann Ásmundi núverandi bónda á Ökrum, jörð sína til fullr- ar eignar. Ásmundur kom ungur drengur' að Ökrum með móður sinni sem var ekkj-á og réðist ráðs- kona til Helga. Þetta gefur til kynna að Helgi Jakobsson var eng- inn miðlungsmaður. heldur sérstak ur sérstæður per'sónuleiki. Kynni okkar Helga hafa aldrei slitnað frá því ég var lítill drengur, og það get ég nú sagt þegar leiðir skilja, að ég mat hann því meir, sem ég þekkti hann betur. Helgi Jakobsson var' tæplega meðalmaður á vöxt, léttur í spori og hvikur í hreyfin-gum. Hann var víkingur til verka, og v-erkhagur. Smiður var hann góður, glöggur fjármaður, og mikill hestamaður, enda átti hann jafnan gæðinga til reiðar. Helgi var alvörumaður og nokkuð dulur í skapi, en gat þó verið mikill gleðimaður í hópi ■ góðra vina. Hann var söngelskur og fróðleikskær. Á síðari árum las hann mikið Nýalsbækur dr. Helga Péturs, og dáði þá speki, er þar kemur fram. Helgi Jakobsson var greindur maður, og kunni vel að segja frá, frásögnin varð öll lifandi í munni han-s. Ég, sem þetta rita, á margar skemmtilegar minningar frá kynn- ingu okkar Helga. Sérstaklega verða mér minnisstæðar nokkrar kvöldstundir þegar ég gisti á heim- ili hans á Ökrum, því Helgi var gestrisinn heim - að sækja og skemmtilegur í viðræðum, og hann gat haft það til, að opna hug sinn allan þó hann gerði það ekki hvers- dagslega. Höfum opnað nýja kjörbúð, kjöt og nýlenduvörur að Sólhelmum 33 Reynið viðskiptin Næg bílastæði Sími 3-52-20 HEIMAKJÚR HEIMAKJÖR V •V»‘V.»V»V»V»V»V»‘V.»'V.»'V»V*V»'V* Askrifendur að ævixúnningaDók Vigtús- ar eru .insamit ’a beðrm að vitja hennar sem fyrs4 til Þráins Eddi húsmu vða Vigfúsar Hjarð.^rhaga 36 Gamli tryggðavinur, nú þegar þú ert lagður af stað í hina miklu ferð, þá vil ég með línum þessum þakka þér alla kynningu, og óska þér blessunar í hinu nýja land- námi. Jóhann E. Kúld. v.-v.vx.x.x.-\,.N .-V .-V--V •-v.-v.-v. V-W.-V. w.-v.-v-v.-v.-v.-v.-v.-v-v ALLT Á SAMA STAÐ N ý k o m ; 8 Gabríel Höggdeyfar Loftnetsstengur MiðstöSvar og Valnslásar í flesta bíla EGILL VILHJÁLMSS0N H.F. Laugavegi 118 — Sími 22240 'v-v-v-v-v-v-v-v-v-v-v-v'v'v-v-v-v-v-v'v-v-v-v-v-v-v-v-w

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.