Tíminn - 23.11.1960, Qupperneq 14

Tíminn - 23.11.1960, Qupperneq 14
14 ar, er hann kvaddi hana við hliðið. Hann gekk strax heim á leið, og nú hafði hann allan varann á. Það var augljóst, að það var ekki Matt, sem hafði gægst inn til hans fyrsta kvöldið hans í kofan- um, og hann hefði heldur ekki látið sér nægja að hlæja hæðnislega, ef hann hefði verið sjónarvottur að svo innilegu sambandi sem verið hafði milli þeirra Kate á fjall inu. Þar að auki voru litlar lífcur til þess, að hann væri kominn heim, því að hann hafði fengið sér vinnu við skógarhögg í öðru byggðar- lagi, og henni yrði ekki lokið fyrr en eftir viku. Clay var dálítið skömmustulegur, þeg ar hann læsti sig inni í kof- anum þetta kvöld, en hann hafði um svo margt að hugsa, að hann gleymdi fljótlega þessum ógeðslega kerlingar- hlátri. Honúm fannst sem hann héldi Kate enn í faðmi sér, en einmitt sú hugsun vakti honum minningar, sem hann hefði helzt viljað vera laus við. Það var eins og Leona, hin fagra, ljóshærða og auðtælda kona, væri í hverju skoti að hlæja að honum. Eitt sinn hafði hún haldið hjarta hans í vel snyrtum höndum sín- um, og hún hafði löngum ver- ið það keppikefli, sem hann sóttist eftir. Hennar vegna hafði hann farið út í að skrifa bókina fyrír Marshall, og hann hafði haft hana í huga, þegar hann setti pen- ingana í bankann. Leona, er hafði sjálfstætt starf og gat ekki hugsað til þess að lifa af lágum kennaralaunum ein um saman. En Clay hafiði fengið nýja von, þegar hann lank við að skrifa bókina, og hann gerði ráð fyrir að ein hvem tíma mundi hann skrifa bók undir sínu eigin nafni. En þá kom þjófnaðar- málið upp, og draumar hans urðu að engu, þegar Leona og allir gamlir vinir hans sneru við honum bakinu. En hann hugsaði þó mest um Kate. Það voru litlar lík- ur til þess að hann þyrfti að skammast sín fyrir hana, því að hann átti enga kunningja nú orðið utan þessarar sveit ar, og jafnvel þótt hann ætti afturkvæmt héðan, mundi hann aldrei tíma að rifa hana upp úr þessum f jalladal, sem hún elskaði svo heitt. Og hér mundi fólk einungis öfunda hann af því að hafa igifzt henni, því að færri fengu að njóta hennar en viidu. En hann gat ekki varizt beiskju, þegar honum var hugsað til þess að þurfa að eyða því sem eftir var ævinnar í þess- um afkima veraldarinnar. 10. kafli. Þegar Clay varð þess vís- ari við nafnakall í bekknum, að Jessie Mae hafði ekki kom PEGGY GADDYS: ið í skólann í þrjá daga í röð, þótti honum tími til kominn að tala við föður hennar. Hann hafði sérstakan áhuga á þessari stúlku, ekki einung is vegna þess að hún var vel gefin og námfús, heldur líka af því að Kate lét sér annara um hana en aðra. Býli Beasleys lá í útjaðri byggðarinnar, og útlit þess var nákvæmlega eins og Clay hafði hugsað sér það. íbúðarhúsið var aðeins tvö herbergi, og húsagarðurinn var fullur af sorpi og skrani. Þrír lj óshærðir barnungar vora að leika sér með flösku brot, blikkdósir og slétta, mis lita steina. Þegar þeir sáu Clay, flýðu þeir eins og hrædd ir íkomar. Á bak við húsið heyrðist glamra í járnkeðju og hundur geyjaði í viðvör- unarskyni. Clay hélt áfram göngu sinni upp slitnar tröppur, sem lágu að útidyrunum. Mögur kona í óhreinum kjól kom til dyra. Hún hélt á barni á handleggnum, og bamið var klætt í mussu úr mjölpoka, sem enn mátti lesa verksmiðjumerkið á. ■— Eruð þér frú Beasley? spurði Clay brosandi og tók ofan. — Já, herra, svaraði húu skelfd- — Eg er Clay Judson, nýi kennarinn, útskýrði hann. — Við höfum saknað Jessie-Mae úr skólanum í nokkra daga, og ég var farinn að óttast um að ef til viil væri hún lasin. — Nei, hún er ekki lasin, stamaði móðirin. í sama bili gaf hún frá sér vein, því að þung mannshönd greip í öxlina á henni og slengdi henni til hliðar. Joe Beasley kom í ljós, ógeðsleg- ur karl, varla ódrukkinn og með vikugamalt skegg á niður andlitinu. — Jessie-Mae er hætt í skól anum, kennari, og þér þurfið 15 álkan ekki að koma hingað til þess að snuðra hana uppi, hreytti hann út úr sér. — Hún hefur fengið alla þá skólamenntun, sem hún hefur þörf fyrir. Hún veit alveg nóg til þess að verða eiginkona, og það mun ekki líða á löngu þar til hún giftist. Og svo skuluð þér hypja yöur burtu af minni landareign, áður en ég siga hundinum á yður. — En góði minn! andmælti konan varfæmislega og reyndi að forðast höggið, sem að henni var rétt. — Ef þér viljið ekki að hún haldi áfram námi, þá skuluð þér ráða því, mælti Clay og átti fullt í fangi með að halda sér í skefjum. — En það er þó mikill skaði, því Jessie- Mae er bæði vel gefin og dug leg. — Hún á að gifta sig, þrum aði Joe, — og maðurinn henn ar vill ekki að hún sé að eyða tímanum í svoleiðis óþarfa. Hann gekk einu feti fram- ar og það var bæði sigur glampi og ógnun í augnaráði hans. Og þér getið sagt Bill Epp erson það, að það sé þýðingar laust að neita mér um út- tekt í reikning, hélt hann áfram. Eg mun ekki biðja hann um fimmeyringsvirði hvað þá meira. Konan snökti og hann leit reiðilega á hana. Clay fann að hann mundi aðeins missa stjóm á sér ef hann gerði tilraun til þess að segja þess um armingja til syndanna, TÍMINN, svo að hann sneri frá og gekk heimleiðis. Á leiðinni varð hann þess vísaxi, að einhver elti hann í runnunum við veginn, og að lokum stanzaði hann og hrópaði hátt: — Þú þarna! Komdu fram í dagsljósið. Hann heyrði óttaslegið and varp, og rétt á eftir stakk Jessie-Mae kollinum fram á milli runnanna. — Mig langar svo mikið að tala við yður, sagði hún, — en ég þorði ekki að láta pabba vita um það. Þér vökt uð hann, og hann er alltaf í slæmu skapi, þegar hann hefur setið við og drukkið brennivín fram á nótt. — Að því er ég bezt veit, er hann alltaf í vondu skap.i, sagði Clay. Hún kinkaði kolli döpur í bragði, og sólin glitraði í gylltu hári hennar. Ef hún hefði sæmilegan mat að borða og klæddist þokkaleg um fötum, var ekki , um að villast, að stúlkan væri bráð falleg. — Get ég gert nokkuð fyrir þig? spurði Clay. — Það getur enginn gert neitt fyrir mig, kennari, svar aði hún með örvæntingar-' svip. — Eg verð að fremja sjálfsmorð. Það er engin leið önnur. — Guð hjálpi þér, Jessie- Mae! Þú mátt ekki tala svona! — Er betra að giftast Heard gamla? spurði hún beiskjulega. — Hann lánar okkur út úr búðinni, og við getum ekki borgað honum með neinu öðru. Þá var skýringin fengin á því, að Joe var ekki hrædd- ur við Bill Epperson lengur. — Þess vegna kem ég ekki aftur í skólann, hélt hún á- fram. — En það var afskap- lega gaman, og mér likaði vel að vera þar. Kate lánaði mér bækur og hjálpaði mér á all- an hátt, og það varð raunar auðveldara eftir að þér kom uð. Það hlýtur að vera dásam legt að vera þar sem fólk veit mikið, les mikið og gengur vel til fara. Kate hefur sagt mér, að þér vitið um skóla, þar sem fátækir unglingar geta fengið að búa og vinna fyrir sér með náminu. Eg var að óska mér þess að komast að á slíkum skóla, en nú hef ur Heard gamli sagt, að við eigum að gifta okkur um jól- in. Og þá verð ég ekki lengur í lifenda tölu. miðvikudaginn 23. nóvembeT 19G0.' Hún sagði þetta svo hvers dagslega, að Clay varð ljóst, að henni var alvara. Hún ætl aði að lifa í voninni eins lengi og hún gæti, en þegar allt um þryti var hún ’stað- ráðin í að fleygja sér í ána. — Slíkir skólar eru til, Jessie-Mae, sagði Clay. — Eg þekki ekki mikið til þeirra, en ef þú-vilt hafa biðlund og treysta mér, þá skal ég lofa þér því að útvega þér skóla- vist með þessum kjörum. Eitt andartak ljómuðu augu hennar, en svo urðu þau myrk aftur, full örvæntingar. — Pabbi mun banna mér að fara. — Þá skal ég sjá til þess, að þú komist að heiman án hans vitundar, sagði hann og hraus hugur við sínum eigin orðum. Hann vissi, að hann tók á sig geysi mikla ábyrgð með því að gera þessa ung- l'ingsstúlku aiigerlega háða því, að hann sæi henni far- borða. Miðvikudagur 23. nóvember: 8.00 Morgunútvarp. 8.30 Fréttir. 9.10 Veðurfregnir. 12.00 Hádegisútvarp. 13.00 „Við vinnuna": Tónleikar. 15.00 Miðdegisútvarp. 18.00 Útvarpssaga barnanna: „Á flótta og flugi“ eftir Ragnar Jóhannesson; X. (Höfundur les). 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Þingfréttir. — Tónleikar. 18.50 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20.00 Framhaldsleikritið „Anna Kar- enina" eftir Leo Tolstoj og Old field Box; IV. kafli Þýðandi: Ásiaug Árnadóttir. — Leik- stjóri: Lárus Pálsson. Leikend- ur: Helga Vaitýsdóttir, Rúrik Haraldsson, Guðmundur Páls- son, Helgi Skúlason, Þorsteinn Ö. Stephensen, Guðbjörg Þor- bjarnardóttir o.fl. — Á undan flutningnum verður flutt yfir- lit um þrjá fyrstu kaflana. 20.50 Vettvangur raunvísinda: Hvern ig eru raunvísindi kennd? (Örn ólfur Thorlacius fil. kand. talar við nokkra kennara í þeim námsgreinum). 21.10 Tónleikar: „ísland", svíta fyrir tvö píanó eftir Hans Sternberg (Eva Thoma og Werner Heider leika). 21.30 Útvarpssagan: „Læknirinn Lúk as" eftir Taylor Caldwell; Xni, (Ragnheiður Hafstein). 22.00 F.réttir og veðurfregnir. 22.10 „Rétt við háa hóla": Úr ævi- sögu Jónasar Jónssonar bónda á Hrauni í Öxnadal, eftir Guð- mund L. Friðfinnsson; V. (Höf undur flytur). 22.30 Djassþáttur (Jón M. Árnason). 23.00 Dagskrárlok. EIRÍKUR VÍÐFÖRLI Merki Jómsvíkinga 14 Þriðja ör Axels lendir nákvæm- lega í miðju skífunnar og menn eru hrifnir af meðhöndlun hans á boganum sem sýnir einstakt kæru- leysi. Ervin óskar honum til ham- ingju. Nú kemur Vulfstan og reynir að koma vingjarnlega fram við Axei. — Hver hefur kennt þór að skjóta af boga? spyr hann forvitnislega. Hann er grunsamlega hnýsinn um fortíð drengsins. Axel ætlar að svara, en þá heyr- ist fugl garga hátt í skóginum, og hann þagnar. Tjala er farið að gruna margt. Því eru Danirnir svona forvitnir? Hann heyrði líka fuglinn garga. — Var það kannski mer'ki frá ein- hverjum mannlegum fugli?

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.