Tíminn - 26.11.1960, Blaðsíða 1

Tíminn - 26.11.1960, Blaðsíða 1
Það er oft mjótt bilið miili lífs og dauða og gildir það ekki sízt á sjónum. í fyrri nótt skeði það t. d. að v.b. Helga sökk á örfáum andartökum en skipverjar björguðust fyrir snarræði um borð í gúmmíbát. Þeim skipum fjölgar nú óðum, sem hafa slíka báta innanborðs, en takmarkið hlýtur að vera: Gúmmíbátar um borð í hverju skipi. Það er sjálfsögð öryggisráð- stöfun. Myndin hér að ofan er af gúmmíbát. Hann er að vísu ekki úti á hafi þéssa stundina heldur í sundlaug Hafnarfjarðar. Vélskipið Helga sökk sunnan við Reykjanes í útvarpsumræíunum í gærkvöldi birtust jjjóÖinni rökvana und- anhaldsmenn sem á engan hátt gátu réttlætt brigtSir sínar í land- helgismálinu. Stjórnarandstæíingar vöríu hins veg- ar málsta'ð JíjóÖarinnar skýrt og glöggt. — Ræíia Hermanns Jónassonar birt á 8. og 9. síðu bla'Ösins í dag, og ræfta Eysteins Jónssonar veríiur birt á morgun Útvarpsumræðurnar, sem fram fóru í gærkvöldi í sam- einuðu Alþingi um landhelgis málið, eða þingsályktunartil- löguna um að ríkisstjórnin hætti tafarlaust samningum við Breta sýndu þjóðinni rök- þrota menn, sem fálmuðu í örvæntingu eftir hálmstráum til stuðnings þeim sektarmál- stað sínum að vilja opna ís- lenzka fiskveiðilandhelgi fyr- ir erlendum ofbeldismönnum og nota íslenzk fiskveiðiíand- helgisréttindi sem gjaldmiðil í viðskiptum við önnur ríki. En þjóSin fékk líka að heyra hreinan og sterkan málflutning og vörn fyrir þeirn sjálfsfæðis- hugsjón, sem hún hefur borið fram til sigurs í landhelgismál- inu en nú á að semja af henni með hakferli ísienzkrar ríkisstjórnar. Talsmenn ríkisstjórnarinnar gáf ust gersamlega upp við það . þessum útvarpsumræðum að reyna að færa fram sæmilegar á- sem samningarnir við Breta eru. í þess stað tuggðu þeir það í öll- (Framhald á 2. síðu). Hvolfdi með síldarf arm á leið til hafn ar - 10 manna áhöfn bjargaðist Brann ofan af tveimur fjölskyldum í fyrrinótt Vélskipið Helga frá Reykja- vík sökk í fyrrinótt 4—6 mílur suður af Reykjanesi. Slys þetta bar að með skjótum hætti, en öll áhöfn bátsins 10 manns, bjargaðist í gúmmíbát. Þetta gerðist um ?-leytið um nóttina. Skipverjar hírðust í björgunarbátnum i einn eða tvo tíma, þar til þýzki togarinn Weber frá Breme^haven tók þá upp og flutti til Reykjavík- ur. Þangað komu þeir um kl. hálf átta í gærmorgun. Helga var að síldveiðum með hringnót á þessum slóðum. Voru skipverjar nýlega búnir að háfa inn rúmlega 600 tunnur. Austan kaldi var á og nokkur ylgja í sjó. Telur Ármann Friðriksson skip- stjóri, að slysið hafi ef til vill or- sakazt af að síldin hafi runnið til í lestinni. Skipver'jar fundu, að skipið tók skyndilega að hallast, og báru tilraunir þeirra til að rétta það við engan árangur. Mest af síldinni var í lest, en lítilsháttar á þilfari. Var ekki tími til annar's en bjarga sér í gúmmíbátinn áður en Helga sökk. Liðu aðeins 10—15 mínútur þar til hún hvarf. Skipið var nýlagt af stað til hafnar í Reykjavik, er slysið varð. ir ofan þilja, er skipið lagðist á hliðina, nema matsveinninn, en hann svaf. Var hann mjög fáklædd ur í gúmmíbátnum og væsti þar nokkuð um hann, sem vonlegt er, en öðrum varð vosbúð ekki að meini. Skipsmenn voru nú staddir í bátnum á mjög almennri siglinga leið O'g fjöldi síldarskipa var að veiðum í nótt á svipuðum slóðum, (Framhald á 2. síðu). M.s. „Brúarfoss". hið nýja 3500 tonna skip Eimskipa- félags íslands fór reynsluför sína í Limafirði i Danmörku í gær og var að henni lokínni afhent félaginu. Skip þetta er systurskip m.s. „Selfoss" og byggt eftir sömu teikningum, þótt smávægilegar breytingar hafi verið gerðar, þar sem reynslan hefur sýnt að hent- í fyrrinótt varð eldur laus í íbúðarbragga nr. 38 í Laugar- nesshverfi með þeim afleið- ingum, að 11 manns misstu heimili sín. í bragga þessum voru þrjár var um fána kl. 3 síðdegis, og hélt forstjóri skipasmiðastöðvarinnar, S. Krag, ræðu um leið og hann af- henti skipið. Jón Guðbrandsson fyrrv. skrifstofustjóri Eimskipafél. í Kaupmannahöfn flutti einnig ræðu og tók við skipinu fyrír hönd félagsins. Skipstjói’i á ms. Brúarfossi er Jónas Böðvarsson, 1. stýrimaður er Þórarinn Ingi Sigurðsson, 1. vél- stjóri Hermann Bæringsson, loft- skeytamaður Haukur Hólm Kr’ist- jánsson og bryti Karl Sigurðsson. íbúðir, og er nú ein þeirra ger ónýt, ef ekki tvær, en líklegt mætti raunar telja, að bragg inn yrði allur rifinn eftir þá útreið sem hann hefur feng j ið af eldinum. í norðurenda í braggans bjó Ingimundur Pét ursson með konu sinni og 5 börnum, en alls voru 7 manns í íbúðinni þessa nótt. Fólk allt var gengið til náða í þess ari íbúð, er í kviknaði. Hjónin Runólfur Dagbjartsson og frú sem búa þarna skammt frá, tóku eftir því, er þau áttu leið framhjá, að reyk lagði upp úr bragganum. Gerðu þau þeg ar fólki viðvart, en þá var svo mikill reykur í ,ganginum út úr íbúðinni, að fólkið treysti sér ekki þá leið. Var gripið til þess ráðs að brjóta glugga, og fór þar allt fólkið út, og varð flest fyrir einhverjum skrámum á þeirri leið, en ekki þó alvarlegum. íbúð þessi gereyðilagðist. Næsta íbúð, sem var í miðj um bragganum, eyðilagðist að vísu ekki af eldi, en þó mun vart hugsanlegt að þar veröi þúið áfram. Hún stórskemmd ist af vatni, og rofinn var veggurinn á milli ibúðanna. Þarna bjó Ólafía Theódórs- dóttir með þremur börnum sínum. Lax með síldinni Þegar verið var að landa síld úr vélbátnum Sigurði frá Akranesi þar við bryggjuna í gærdag, kom 18 punda þung ur lax ásamt smáfiski þess- um upp úr lestinni. Mun þetta einsdæmi, en skipverjar urðu glaðir við og gerðu sér dagamun af laxinum. Síldin hafði verið háfúð um nóttina, og því ekki tekið eftir stór- fiskinum þá. Vandséð þykir mönaum, hvað garpur þessi hafi verið að gera innan um síldina, en heldur þótti sjó- mönnum hann slæpingslegur þrátt fyrir stærðina. Enginn sá eldflaugarnar Allir skipverjar voru fullklædd- ugra væri. Ganghraði skipsins í reynsluför- inni reyndist 15,35 sjómílur. Skipt Skipið er væntanlegt til Reykja víkur um 11. desember næstk. Nýtt skip Eimskipafél. Brúarfoss í reynsluför

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.