Tíminn - 26.11.1960, Blaðsíða 5

Tíminn - 26.11.1960, Blaðsíða 5
TÍMINN, laugardaginn 26. nóvember 1960. 3 Útgetandl: FRAMSÚKNARFLOKKURINN. FrarrLKvæmdastiOri Tómas Amason Rit- stjórar Þórarmn Þórannsson láb ), Andrés Knstjánsson Fréttastjóri Tómas Karlsson Auglýsmgastj Egill Bjarnason Skrtfstofur f Edduhúsmu — Simar 18300 18305 Auglýsingaslnu. 19523 Afgreiðslusimi: 12323 _ Prentsmiðjan Edda b.f Ungir jafnaðarmenn og stjórnarstefnan Fyrir nokkru var ha.dið hér í bænum þing ungra jafnaðarmanna. Það samþykkti ályktnn, sem er að ýmsu leyti athyglisverð, en þó einkum vegna þess að þar er mörkuð stefna, sem er nær eins ólík núv. stjórnarstefnu og hugsazt getur. í stefnuyfirlýsingu ungra jafnaðarmanna segir m.a. um ríkisrekstur og áætlunarbúskap: „í fyrstu var þjóðnýung talin mikilvægasta úrræðið til þess að koma á hagkerfi jafnaðarstefnunnar Með þjóðnýtingu atvinnutækjanna skyldi komið í veg fyrir arðrán og tekjujöfnuður tryggður. Enn er þjóðnýtíng og ríkisrekstur atvinnutæk]á eitt af úrræðum jainaðarstefn- unnar, en frá því að tillagan um þjóðnýtingi' kom fvrst fram, hafa komið fram ýmis önnur urræði, er náð geta hinum sömu markmiðum og þjóðnýtmgu er ætlað að ná. Þannig má nú jafna tekiurnar í þjóðfélaginu með margs konar fjármálaaðgerðum ríkisvaldsins, svo sem með stig- hækkandi sköttum og almannatryggingum. Ríkisvaldið hefur einnig nú á tímum aðstöðu til þess að hafa full- komið eftirlit með atvinnulífi þjóðfélagsins og getur tryggt hagnýtingu atvinnutækjanna, enda þótt þau séu ekki þjóðnýtt. Af þessum breyttu aðstæðum íeiðir, að þjóðnýing eða ríkisrekstur er ekki eins mikilvægt úr- ræði til framkvæmdar jafnaðarstefnu og áður. En engu að síður telja ungir jafnaðarmenn, að ríkisrekstur sé nauðsynlegur við vissar aðstæður. Hér á landi telja ungir jafnaðarmenn, að ríkið eigi að hafa forystu um framkvæmdir á sviði stóriðju og eiga og reka þau stór- iðjufyrirtæki, er reist verða. Auk þess telja ungir jafn- aðarmenn, að hin stærstu og mikilvægustu atvinnutæki þjóðarinnar eigi að vera rekin af hinu opinbera. Ungir jafnaðarmenn vilja benda á, að annað höfuð- úrræði jafnaðarmanna hefur frá upphafi verið áætlunar- búskapur. Þingið telur, að mikilvægi áætlunarbúskapar hafi aukizt að sama skapi sem nauðsyn ríkisreksturs hefur minnkað. Það er einmitt enn nauðsynlegra fyrir þjóðfélagið að hafa örugga heildarstjórn á atvinnulífmu og skipuleggja atvinnuhfið fram í timann, ef atvinnu- fyrirtækin eru flest í einkaeign, heldur en ef þau væru þjóðnýtt. Ungir jafnaðarmenn telja. að einmitt í okk- ar litla og fámenna þjóðfélagi sé brýn nauðsyn á áætl- unarbúskap, enda hafi skipulagsleysi í íslenzkum þióð- arbúskap átt ríkan þát.t í því öngþveiti, er lengstum hafi ríkt í efnahagskerfi okkar.“ Sú stefna, sem núv. ríkisstjórn fylgir, er eins fjar- læg þessari stefnuyfirlýsingu ungra jafnaðarmanna og hugsazt getur. Með stiórnarstefnunrú er stefnt að því að draga stórfyrirtækin sem mest í hendur tárra manna i stað þess, að ungir jafnaðarmenn wilja láta ríkið eiga þau. Með stjórnarstefnunní er stefnt að því að láta handa- hóf og gróðasjónarmið fjáraflamanna mota atvinnurekst- ur og framkvæmdir í stað þess, að ungir jaínaðarmenn tala um áætlunarbúskap. Með núv stjórnarstefnu er stefnt að því að gera lífskjörin ójafnari en ekki að jafna þau. Stefnuyfirlýsing ungra jafnaðarmanna, sem er í sam- ræmi við viðhorf jafnaðarmanna annars staðar sýnir bezt, hve algerlega forkólfar Alþýðuflokksins hafa vfir- gefið jafnaðarstefnuna og gengið íhaldsstefnunni alveg á hönd, er þeir gengu til núv. stjórnarsamvinnu. En hvernig geta ungir jafnaðarmenn stuÞ stjórn, sem vinnur þveröfugt við það, sem þeir telja sig vilja? ERLENT YFIRLlT Greiðsluhalli Bandaríkjanna Eitt mesta vandamálitS, sem Kennedy fær til úrlausnar ) NÚ í vikunni hafa tveir ) af nánustu samverkamönnum \ Eisenhowers, Anderson fjár- • málaráðherra og Dillon aS- \ KtoðarutanríkisráShexra, heim • sótt Bonn og París og munu • að lokum fara til London. Er- • indi þeirra er fyrst og fremst að • ræða við viðkomandi ríkisstj. ( um efnahagsleg vandamál ( Bandaríkjanna í sambandi við ( hinn mikla greiðsluhalla, sem ( hefur verið seinustu árin á ( viðskiptum þeirra við önnur ( lönd. Aðalerindið áttu þeir til ( Bonn, en það var þess efnis, ( að vestur-þýzka stjórnin ( greiddi árl. 600 millj. dollara af ( kostnaðinum við dvöl banda- ( ríska setuliðsins í Vestur- ( Þýzkalandi, en allur kostnað ( urinn er talinn 700 milljónir ( dollara. Vestur-Þýzka stjórnin ( hafnaði þessari kröfu, sem er ) alls ekki ósanngjörn, en um- ( ræðum um hana mun þó hald ( ið áfram. f ) NOKKRU áður en þeir ( Anderson og Dillon hófu ferða ) lag sitt, hafði Eisenhower gert ( nokkrar ráðatafanir til þess ( að draga úr greiðsluhallanum. ) Helztu ráðstafanirnar . voru ) þessar: ) 1. Hermenn, sem dvelja utan ) Bandaríkjanna, fá ekki leng ) ur að hafa með sér skyldulið / sitt í jafn ríkum mæli og áður. ) Ætlast er til, að þannig verði ) stefnt að því að skyldulið her ) manna, sem nú dvelst erlendis, ) fækki um nær 300 þús. manns ) á næstu mánuðum — úr nær ) um 500 þús. í 200 þús. — og ) mun hljótast af þessu veruleg j ur gjaldeyrissparnaður. ) 2. Lögð verður aukin á- ) herzla á, að bandarískar vörur ) vexði keyptar fyrir þau lán ) eða framlög, sem Bandaríkin \ veita öðrum þjóðum. \ 3. Reynt verður að draga úr ) kostnaði við dvöl Bandaríkja- i hers erlendis eftir því sem ) auðið er. \ Lauslega hef-ur verið áætlað \ að þessar ráðstafanir Eisen- \ how-ers geti minnkað greiðslu \ hallann allt að einum mliljarði • dollara. ( MIKLU meira þarf hins ) vegar til, ef duga skal. Það er ( ekki talið ólíklegt, að greiðslu- ( halli Bandaríkjanna á þessu ) ári verði um 4 milljarða doll- DILLON — harm er nú aðstoðar-utanríkis ráðher-ra Bandaríkjanna, en orð- rómur gengur um það, að Kenn- edy geri hann að fjármálaráð- herra sínum. ara, en seinustu þrjú árin eða síðan í ársbyrjun 1958 hefur hann numið um 10 milljörðum dollara. Slíkt getur vitanlega ekki haldizt til lengdar. Greiðsluhalli Bandaríkjanna á viðskiptum við önnur lönd, stafar ekki af því, að verzlunar jöfnuðurinn hafi verið óhag- stæður. Bandaríkin flytja enn meira út af vörum en þau flytja inn, þótt munurinn á útflutningnum og innflutn- ingnum hafi minnkað og það haft sín áhrif á greiðsluhalla seinustu ára. Greiðsluhallinn stafar fyrst og fremst af því, að halli hefur verið á öðrum viðskiptum en verzluninni. Að- alástæðurnar eru þessar: 1. Mikill kostnaður við dvöl bandarísks herliðs í öðrum löndum. 2. Mi'kil efnahagsleg og hern aðarleg aðstoð við önnur lönd. 3. Amerískir ferðamenn eyða árlega allt að einum milljarði dollara meira erlendis en er- lendir ferðamenn eyða í Banda ríkjunum. 4. Aukin fjárfesting amer- ískra fyrirtækja erlendis, er m. a. stafar af samdrættinum í Bandaríkjunum. Vegna hans hefur þótt arðvænlegra að / fjárfesta í öðrum löndum. ) Auk þess hafa vextir viða ver ) ið hærri en í Bandaríkjunum. ) ) HINN óhagstæði greiðslu- ) jöfnuður Bandaríkjanna á sein ) ustu árum hefur m. a. haft ) það í för með sér, að gengið ) hefur á gullforða Bandaríkj- ) anna, en dollarinn er gull ) tryggður. Gullforði Bandaríkj \ anna, sem er til tryggingar doll \ aranum, er talinn hafa náð \ hámarki sínu 1949, er hann • var þá virtur á 24,9 billjónir1 • dollara. Síðan helzt hann lítið • breyttur næstu árin, en hefur • minnkað seinustu árin, og er ( nú talinn 18 billjónir. Síðan ( í ársbyrjun 1958 hefur hann '■ minnkað um 4,5 milljónir og • er aðalástæðan sú, að erl. aðilar • sem hafa safnað dolluruin, , végna greiðsluhallans, hafa ( krafist greiðslu í gulli. Lang- ( mest hefur borið á þessu sein ( ustu mánuðina, en síðan 30. ( júní hefur gullútflutningur ( frá Bandaríkjunum numið 1,2 ( milljarð dollara. Það hefur ( átt þátt í þessu, að guli ( hefur heldur hækkað í verði, ( miðað við dollarann, og breyt ( ist það ekki, en greiðsluhall- ( inn helzt áfram, mun það auka ( kröfurnar á gullforða Banda- ( ríkjanna. Það’gæti jafnvel leitt ( til þess, að Bandaríkin neydd- ) ust til að verðfella dollarann, ) sem jafnt republikanar og ) demokratar lofuðu í kosningun- ) um, að ekki skyldi ger-t. ) Bandaríkin hafa hér því við (• mjög erfitt vandamál að glíma, ( jafnvel eitt hið erfiðasta, sem (’ hefur skapazt í tíð Eisenhow- j ers-stjórnarinnar á efnahags ) sviðinu. Sú var tíðin, að gullið ) streymdi til Bandaríkjanna, en ) nú er þetta orðið öfugt. Ástæð ) an er sú, að vegna hins mi-kla •■ greiðsluhalla Bandaríkjanna • -seinustu ári-n, hefur traustið • á dollaranum minnkað. • Það verður eitt hinna miklu ) vandaimála, er Kennedy fær ) að glíma við, að draga úr • greiðsluhalla Bandaríkjanna ) og efna jafnhliða loforðið um \ aukna efnahagsaðstoð við bág ■ staddar þjóðir. Ein af leiðun- • um til að ná því marki, getur • . verið sú að treysta hervarnir ( Bandarikjanna heima fyrir en • draga úr kostnaði við herstöðv ( ar erlendis. Þ.Þ. ( Álþýðublaðið hierar Á einum hinna nýafstöðnu funda A. S. 1, þar sem rætt var um kjör- gen-gi fulltrúa, sagði einn af full- trúum Alþýðuflokksins um Guð- mund Björnson, frá Stöðvarfirði, að hann væri bæði kaupfélags stjóri og forstjóri hraðfrystihúss þar á staðnum. Guðmundur Björns son upplýsti .þegar, að hvort tveggja væri tilhæfulaust. Slíkar stöður hefði hann aldrei skipað. Eg hefði ekki gert þéssi orðaskipti að umtalsefni, nema vegna þess, að í Alþýðublaðinu í dag stendur, að „blaðið hafi hlerað að stjórnarfor- maður kaupfélagsins á Þórshöfn, hafi staðið í samningum við lands- s-amband v-erzlunarmanna út af kjörum verzlunarfólks þar eystra og setji þá á atvinnurekanda bekk. Síðan var sami maður kosinn full- trúi á Al-þýðusambandsþing, þar sem hann eins og aðrir framsóknar menn greiddi atkvæði gegn því, að samtök verzlunarfólks fengi inn göngu í A.S.Í.“ Svo mörg eru þau orð. Þar sem ég kann því betur, að hafa það er sannara reynist, verð ég að lýsa því yfir, að ég hef aldr- ei verið stjórnarformaður kaupfé- lagsins á Þórshöfn, eða öðlazt með því setu á bekk atvinnurekenda. Annars virðist það fjarstætt núver- andi hugarheimi þeirra Alþýðu- blaðsmanna, að til dæmis verka- maður gæti verið stjórnarformað ur eins kaupféiags. Hvað viðkem- ur atkvæðagreiðslu verzlunarfólks í A.S.Í., verð ég einnig að lýsa því yfir, að ég greiddi ekki atkvæði gegn inntöku þess. Gg þar sem nafnakall var viðhaft um at- kvæðagreiðsluna, að mig minnir eftir kröfu Alþýðuflokksmanna, ætti enginn að þurfa að vera í óvissu né slá þar neinu fram, hvorki með betri vitund né án hennar. Ef til vill hefur Alþýðu- blaðið einnig hlerað, að ég hafði ákveðið að fljúga tii Þorshafnar kl. 9 þennan morgun, og þá talið með öllu óvíst að ég hefði augum litið þetta greinarkorn. Affialbjörn Arngrímsson. (Þessi grein átti að birtast í gæ-r en varð eftir vegna mistaka, og er höf. beðinn velvirðingar á því). -• Mótmæla undanhaldi . „ Fundur haldinn í verka- lýðsfélagi A- Hún. Blönduósi, sunnudaginn 2. okt. 1960 vill gera eftirfarandi ályktun og samþykkir hér með af gefnú tilefni að skor>a á ríkisstjórn íslands að semja aldrei við Breta né aðrar þjóðir um und anþágu frá 12 mílna fiskveiði lögsögunni og hvika hvergi frá mótaðri steínu Alþingis og þjóðarinnai' i landhelgis málinu.“

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.