Tíminn - 30.11.1960, Qupperneq 1
Ekkei ‘i makk
v.ð Dfétðr
>ls. 9.
Miðvikudagur 30. nóvember 1960.
Fjölskyldan bjarg-
aðist út um glugga
- íir logandi húsi sínu í gærmorgun
Til kaldra kola
Þanmg var umhorfs á
brunastaðnum . gær, eftir
að eldurinn hafði verið
slökktur. Það var mál
manna, að svo hafi virzt
sem stórhýsi væri að
brenna. því eldtungurnar
stóðu hátt í loft upp, enda
/ar aftakarok er þetta var.
[Ljósm: Tíminn KM)
Rafmagnsverðið
hækkarum14,6%
Þótt stórfelldur tekjuafgangur sé á rekstri raf-
veitunnar, og nýframkvæmdir eigi því nær
ekkert að aukast. Bæjarstjórnaríhaldið leggur
sinn skerf til dýrtíftar og kjaraskertlfngar
ríkisvaldsins
Bæjarstjórnaríhaldið í Rvík
skellti á 14,6% rafmagnshækk
un í gærkvöldi, svona í jóla-
ajöf handa borgurunum ofan
á allar „kjarabæturnar", sem
ríkisstjórnin hefur veitt borg-
urunum. Þessi hækkun er
gerð, þótt mikill tekjuafgang-
ur sé hjá rafveitunni, og ekki
er gert ráð fyrir, að nem? 2
millj. af þeirri 13 millj. kr.
tekjuhækkun, sem verður,
fari til aukinna framkvæmda.
Þórður Björnsson, bæjarfulltrúi
Framsóknarflokksins, ræddi þessi
mái nokkuð' og færði rök að því,
hve hækkun þessi er fráleit, ef
allur rekstur væri með felldu, en
hér fer saman undarleg fjárplógs
tilhneiging bæjaryfirvalda og áhrif
hinnar ágætu „viðreisnar" ríkis
stjórnarnnar.
Þórður minnti á, að oft áður
hefði rafmagnsverð verið hækkað
án þess að sérstök samþykkt bæj
arstjórnar kæmi til. Síðan 1954
hefði verð á rafmagni ver>ið hækk-
að fjórum sinnum um 6% í hvert
skipti.
Svo bar það við í ársbyrjun
1959, þegar vísitala var færð niður
í 175 stig, að rafmagnsverð var
aðeins lækkað um 6%, þótt það
ætti samkvæmt reglum, sem gilt
höfðu um hækkun þess, að lækka
um 12%.
Þetta var rökstutt með því, að
nýjar framkvæmdir á árinu væru
(Framhald á 2. síðu)
Öttast var um 5 manns
í hríö á Fjarðarheiði
Leitarflokkar voru lagðir af stað í 6 bílum,
er hinum týndu tókst að láta vita um sig.
í gærmorgun, laust eftir
klukkan áffa, kom upp eldur
Stórviðri
í Eyjum
Vestmannaeyjum, 29. nóv.
Ofsarok af austri reið hér yfir
Eyjarnar í nótt og mun vera
eitt hið mesta hvassviðri, sem
hér hefur komið — og er þó
oft golulegt í Eyjum. Á Stór-
höfða mældist veðurhæðin
14,5 vindrtig þegar hvassast
var og mun það á máli veður-
træðinga heita Tárviðri og
mun bera nafn með rentu.
Ekki er blaðinu kunnugt um
að neitt tjón hafi orðið í þess
um veðurham og má það kall
ast mikil mildi. Sjógangur var
að vísu mikill en þó minni
miklu en ef ver hefði staðið
á sjó.
Tveir bátar, Gullþórir og
Lundi voru ókomnir að
snemma í morgun en báðir
komu þeir heilu og höldnu inn
fyrir hádegið. — Um hádegis
bilið tók veðrið að lægja og
snerist þá til suðurs. En brim
hefur farið vaxandi seinni
partinn í dag.
í skúr við hús númer 116 við
Suðurlandsbrauf. Breiddist eld
urinn fljótt út og lagði undir
sig annan minni skúr, sem var
lengiliður milli íbúðarhússins
og stærri skúrsins, en í gegn-
um minni skúrinn lá leiðin út
og inn í ibúðarhúsið. Brunnu
skúrarnir báðir til kaldra kola
og verulegar skemmdir urðu
á íbúðarhúsinu.
I húsi þessu bjó eigandi þess,
Geirharður Jónsson, verkamaður,
ásamt konu sinni og þremur börn-
um.Þegar eldsins varð vart, hafði
eldurinn lokað útgöngudyrum, svo
að fjölskyldan varð að ráðast til
útgöngu um glugga. Það tókst, án
þess að slys yrði.
Miklar skemmdir
Af .húsakynnum er það að segja,
að skúrarnir brunnu báðir tveir,
og miklar skemmdir urðu á hálfu
húsinu, forstofu, stofu og eldhúsi.
Tvö svefnherbergi, sem voru í
fjarr'i enda hússins, sluppu að
kalla.
Tryggingin fallin
Tjón ei'gandans er því allmikið,
og ekk hvað sízt með tilliti til þess
að trygging á húsum og innbúi
var ekki í gild. Innbú hafð verið
tryggt fyrir 30 þús. kr., en sú trygg
ing var fallin fyrir tveimur mán-
uðum. Húsið hafði líka verið
tryggt, en tryggingin á því var
fallin fyrir fjórum dögum.
Seyðisfirði — kl. 8,30 í gær-
kvöldi: — ! dag var óttazt um
áætlunarbíl með fjórum far-
þegum, sem iagði upp héðan
á leið til Egilsstaða kl. 1 30 í
dag og hefði átt að koma á
ákvörðunarstaðinn ekki síðar
en kl. 3,30. Þegar hann var
ekki kominn fram og ekkert
hafði frá honum heyrzt kl 6,
lóru leitarieiðangrar bæði frá
Seyðisfirði og Egilsstöðum,
því óttazt var, að eitthvað
hefði komið fyrir tsílinn
Þegar hann lagði af stað, var
agætis veður á Seyðisfirði, en á
F.iarðarheiði var nokkru hvassara
of snjókoma. Með bílnum var iólk
sem þurfti að ná í fiugvélina frá
Egilsstöðum til Reykjavíkur.
Veðrið versnar
Það er að seg.ia ai ferð bílsins,
að þegar hann kom upp á heiðina,
tók veður mjög að versna, og íærð
að þyngjast. Þó tókst honum að
koma fram ferðinni langt morður
á heiði, enda er bílstjórinn, Þor-
björn Arnoddsson, þaulvanur vetr-
arferðum og kunnugur þessari
leið. Bifreiðin sjálf var mjög vel
til slíkrar svaðilfarar fallin, 10
manna bifreið af weapon gerð.
Öxullinn brotnaði
Þegar kom á svonefnda Sigurð-
armela, sem eru norðarlega á heið
ir.ni, þó nokkuð norðar en sælu-
húsið, kom það óhapp fyrir að
öxull brotnaði á bílnum. Lögðu þá
t»eir farþeganna, karlmenn. af
stað til sæluhússins en þar er
simi, til þess að'láta vita um sig.
Meðan þeir voru á leið þangað,
versnaði veðrið enn. og komst
vmdhraði upp í 40 hrúta millj kl.
6 og 7. Þessu fylgdi stórhríð og
fannkoma.. — Bílstjórinn beið í
bíinum ásamt þeim rveimur farþeg
um, sem eftir voru það voru
konur.
__________(Framhald á 2, síðu).
Bóluefnið var
ranglega lagað
FORTALEZA, Brazilíu — NTB
29.11.
20 manns hafa látið lífið og ótt
azt er um líf 122 manna að auki
vegna hörmulegra mistaka við
lögun bóluefnis. Fólk þetta var
bólusett við hundaæði, en í bólu
efnið, sem lagað var eftir Pasteur
aðferðinni var látið efnið „aue-
marg“ í staðinn fyrir „kanimarg“.
Yfirmaður efnarannsóknastofu
ríkisins, sem í 23 ár hefur borið
ábyrgð á blöndun og lögun bólu-
efnis, skýrir svo frá, að það sé
honum með öllu óskiljanlegt,
hvernig petta hafi getað komið
fyrir.