Tíminn - 09.12.1960, Blaðsíða 2

Tíminn - 09.12.1960, Blaðsíða 2
2 r IMIN N, föstudaginn 9. dcsember ,1960. Tekjur af umfer^ (Framhald af 1. síðu). en dvalarland verður valið í samráði við dr. Erlenbach og tækniaðstoð S.þ. Forustumenn vegamála hér telja sér mikið hagræði að komu sérfræðings ins. í sambandi við hana fær vegamálastjórnin erlend sam bönd. Má nefna það, að For- schunsgesellschaft fur Strass enwesen mun takast á hendur rannsókn á slitþoli íslenzks steypuefnis í sambandi við byggingu Keflavíkurvegarins nýja, en Atvinnudeild Há- skólans hefur enn sem komið er ekki tæki til slíkra mæl- inga. Hart slitlaq á vegi í viðtali við blaðamenn í gær lýsti dr. Erlenbach skoð unum sínum á ástandi is- lenzkra vegamála. Hann hóf mál sitt á að ísland væri alls ekki sambærilegt við önnur Evrópulönd í þessum efnum. Vegalengdir væru hér svo gíf urlegar miðað við mann fjölda. Hann telur, að ekki taki því, — að ekki sé full- komin ástæða til að setja hart slitlag á vegi fyrr en um- ferðin sé komin upp í 1000 ökutæki á dag eða 2000 bíla á sólarhring, en þannig er á- standið nú orðið hér á höfuð vegum í nágrenni bæjarins, til Keflavíkur og Selfoss. Furðu góðir malarvegir Yfirleitt telur hann vegum vel við haldið með veghefl- um, og virðist honum yfirleitt ástandið merkilega gott mið að við það magn vinnu og fjár, sem til vegamálanna er varið. Þegar umferðin sé orð in 20—300 bílar á dag að með altali, komi til greina að bæta og festa yfirborð veganna með olíu eða öðrum efnum og aðferðum, en slíkt er yfir leitt óhemju dýrt, og þegar á allt að litið er gífurlegt stökk frá venjulegum malar vegi til þess, er farið er að binda yfirborðið, hvað þá er sett er fast slitlag úr malbiki eða sementasteypu. Viðhald ísl. vega kostar kr. 5000 á km. á ári, en rykbinding með olíu eða öðrum aðferðum myndi kosta 20 þúsund á km. árlega, og er þá aðeins efnið reiknað. Þannig myndi kosta 3 millj. að rykbinda veginn til Sel- foss. Þessari aðferð er þó mik ið beitt í sumum Evrópulönd um. Of litlu varið til veganna Það er álit sérfræðingsins, að hér þurfi að hækka út- gjöld til vegagerðar, og fjöldi þeirra manna, sem vinna hér verkfræðileg störf og önnur störf við stjórn þessara mála sé of lítill miðað við verk- efnin. Út frá samanburði við önnur lönd ályktar hann einn ig, að tekjur ríkisins vegna umferðar ættu allar að renna til vegamála. Tekjur af benzín sköttum og tollum, sköttum af bifreiðum, tollum af bifreið um og varahlutum voru 1959 275 milljónir króna. Til vega var alls veitt 110 milljónum króna, þar með taldar tekjur af skatti. í V-Þýzkalandi voru tekjur af ofangreindum skött um og tollum 3,800 millj. þ. mörk, en fjárveitingar til vega námu alls 4,000 millj. Eigum við að hækka benzínið? Þess ber vandlega að gæta, er um þessi mál er rætt, að á íslandi eru 60 vegarkílómetr ar á hverja 1000 íbúa. Af Evrópulöndum kemur Svíbjóð næst fyrir neðan okkur í röð inni með 20 km. á hverja 1000 íbúa. í V-Þýzkalandi eru þeir aðeins 4. Dr. Erlenbach telur enn fremur athugunarvert, hvort ekki megi hækka ben zínskatt, þar sem benzín er hér ódýrara en annars stað ar í Evrópu. Lítrinn kostar hér um 4 kr., en um 5 kr. á hinum Norðurlöndunum og um 6 krónur í Þýzkalandi. Loft lævi blandið Loft er þó allt lævi blandið bæði heima í Frakklandi og Alsír og þykir forsetinn tefla í nokkra tvísýnu með ferðalagi sínu til Al- sír nú, þegar allt er á huldu með viðbrögð andstæðinga hans. Skemmzt er að minnast flótta upp- reisnar’leiðtogans Lagaillardes til Spánar og farar Salans fyrrv. yfir hershöfðingja til sama lands fyrir skemmztu, en vitað er, að þau ferðalög standa í beinu'sambandi við andstöðu hægr* manna gegn De Gaulle. Fullvíst þykir talið, að við hina fyrirhuguðu þjóðarat- kvæðagreiðslu muni De Gaulle fá yfirgnæfandi fyigi frönsku þjóðar- innar og með þann stuðning að baki hyggst hann nú reya að afla stefnu sinni stuðnings í Alsír. Frá Al})ingi (Framhald af 7. slðu). var lýst yfir, að aðgerðirnar ættu að vera til frambúðar, en þær hafa skapað glund- roða, eins og ég hef þegar lýst. Því var lýst yfir, að það ætti að verða sparnaður í rík isrekstrinum, en eyðslan stend ur alls staðar upp úr. Hæstu fjárlög, sem nokkurn tíma hafa verið afgreidd á Alþingi íslendinga, minnu varið til uppbyggingar en nokkru sinni fyrr. Þetta er árangur- inn af viðreisninni. Þetta er árangurinn af samdráttar- stefnu hæstv. ríkisstjórnar. Hvenær á ríkisstjórnin að fara frá? Ríkisstjórnin verður að vera þess meðvitandi, hve- nær hún á að hætta að vera ríkisstjórn. Þegar ríkisstjórn in er farin að brjóta niður sin eigin verk, þegar hún er búin að tapa traustinu hjá þjóðinni eins og núverandi hæstv. ríkisstj. er búin að gera og ég hef lýst með áliti stéttanna, þá á hún að biðj- ast lausnar. Þá á hún að biðjast lausnar, þegar hún / hefur glatað hvort tveggja, málefnum sínum og trausti þjóðarinnar. Það sem þjóð- inni er nú ljóst, er það, að hún þarf að brjóta á bak aft ur samdráttarstefnu ríkisstj. til þess að hún geti aukið framleiðslu sína, til að hún geti aukið uppbygginguna í landinu, til þess að þróttmik ið framfaralíf geti hafizt á íslandi á nýjan leik. DAGSKRÁ efri deildar Alþingis, föstudaginn 9. des. 1960, kl. 1,30 miðdegis. 1. Söluskattur, frv. — 1. umr. 2. Réttindi og skyldur hjéna, frv. — 2. umr. DAGSKRÁ neðri deildar Alþingis, föstudaginn 9. des. 1960, kl. 1,30 miðdegis. 1. Veð, frv. — 1. umr. 2. Alþjóðlega framfarastofnunin, frv. — 1. umr. 3. Atvlnna vlð siglingar, frv. — Frh. 3. umr. 4. Fræðslumyndasafn ríkisins, frv. Frh. 2. umr. 5. Varðskip landsins frv. — 1. umr. (Ef deildln leyfir). Fékk flísar (Framh af l síðu) koparflísar í augun úr hlutn- um, sem sprakk. Hann var þegar fluftur til Heykjavíkur og á Landakotsspítala, og Úlfar Þórðarson augnlæknir fenginn til þess að gera að sárum hans. Dró Úlfar koparflís úr auga Leiðréttmgiim synja'ð (Framhald at 1. síðul. fjárveitingu til Skipaútgerðarinnar vm 3.3 milljónir — eftir tillögu forstjóra Skipaútgerðarinnar Námsstyrkir Felld var tillaga um að hækka styrki til íslenzkra námsmanna erlendis að viðhöfðu nafnakalli. AUir þingmenn stjórnarliðsins sögðu nei en stjórnarandstaðan ell já. Þá var felld tillaga um að hækka fjárveitingu til kaupa á jarðrækt- ervélum um eina milljón. FiskimiSaleit Þá var felld að viðhöfðu nafna- kalli tillaga um að auka fjárveit- ingu til leitar að nýjum fiskimið- um um eina milljón. Tillaga um að auka fjárveitingu t;? síldarleitar og fiskirannsókna var einnig felld. Fellt var að veita 200 þús. krón- ur til byggingarrannsókna. Fellt var og að auka fjárveitingar til Búnaðardeildar og fjárræktar- búsins á.Hesti. Atvinnuaukningarfé Þá var að viðhöfðu nafnakaili fellt af þingmönnum stjórnar- liðsins að hækka fjárveitingu til atvinnu- og framleiðsluaukningar um 5 milljónir. Þau þrjú nafnaköll, sem hér er getið um fóru svo, að í hinu fyrsta sógðu allir stjórnarsinnar nei, en aJlir þingmenn stjói'narandstöð- unnar já. f hinum tveimur síðari féllu atkvæði svona: Með tillögunum voru: Alfreð Gíslason, læknir. Ásg. Bj., Bj. Fr. Bj., Bj. Jónss., Eðv. Sig., Ein. Olg., Eyst. Jónss., Garðar Halld., Geir Gunn., Gísli Guðm., Gunnar Jóh., Halldór Ásgr., Halld. L. Sig., Hannibal Vald., Herm. Jcnass., Valt. Guðjónss., Karl Guðj., Karl. Kristj., Lúðv. Jós., Ól. Jóh., Páll Þorst., Sigurv. Ein., Sk. Guðm., Þór. Þór. Á móti voru: Fr. Skarph., Alf. Gísrl. iandkj., Auð. Auðuns, Ben. Grönd. Birg. Finn., Birg. Kjar., Bj. Ben., Biartm.Guðm., Eg. Þorst Ein. ii.gim., Emil Jónss., Sig. Bjarn., Guðl. Gisl., Guðm. í. Guðm., Jón Lálm., Gunnar Th., G. Þ. Gísl., Ing. Jónss., Jóh. Hafst., Jón Árn., Jón Þorst., Jónas Pét., Jónas -G. Kafn., Kjart. J. Jóh., Magn. Jónss., Math. Á. Math., Ól, Björnss., Ól. Jh., Pét. Sig., Dav. ÓI„ Sig. Ág„ Sig Ing. Björn Pálsson sat hjá, en tveir þingmenn þeir Ágúst Þoivaldsson og Finnbogi R. Valdemarsson voru fjarverandi. hans, og einnig var mikið af flísum í andliti drengsins kringum aug- un, svo og í höndum hans. í gær- morgun var svo te'kin röntgen- mynd af honum, og komu þá í ljós tvær flísar svo djúpt í hægra aug- aru, að þær voru ekki finnanlegar fvrr en á mynd. Var fyrirhugað að skera hann upp og ná þeim í morgun, og sagði Úlfar, að vonir stæðu til að hann næði sér að fullu eftir þetta. Mæðrastyrks- nefnd að hef ja starf Mæðrastyrksnefnd er um þessar rnundir að hefja undirbúning að s;nni árlegu hjálparstarfsemi fyrir jólin. Tilgangur nefndarinnar er að hiálpa gömlum konum, einstæð- um mæðrum, ekkjum og fyrir- vinnulausum heimilum til að gera sér dagamun yfir jólin. Hefur því úthlutun farið fram í mat, pening- um eða fatagjöf m. Fataúthlutunin verður í samvinnu við Vetrar- hjálpina, sem hefur aðsetur í Kótel Heklu. Þar er opið daglega nulli kl. 2—6. f fyrra söfnuðust Mæðrastyrksnefnd 174 þús. kr. sem dreift var milli 840 aðila. Þeir sem búa við þröngan kost, eru beðnir að koma á skrifstofu Mæðrastyrksnefndar, Njálsgötu 3, sem er opin milli kl. 10.30—6 alla daga til jóla. Geti þeir ekki komið er síminn 1-43-49. Bækur AB (Framhald af 3. síðu). fyrsta bindi af skáldverkum Gunnars Gunnarssonar í sam vinnu ViS Helgafell. Er ætlun in að gefa út öll verk skálds ins í 7 bindum á næstu tveim ur árum. í þessu fyrsta bindi eru Borgarættin og Ströndin með tveimur litmyndum eftir Gunnar Gunnarsson yngri. — Einnig er væntanleg frá AB hljómplata með 35 þjóðlögum sungnum af Engel Lund. Ferdinand Reuter hefur út- sett lögin og leikur undir. Plötunni fylgir nótnabók og birtist þar einnig greinar- gerð Engel Lund sjálfrar um lagavalið. — Að lokum boðar AB útkomu samtalsbókar þeirra Matthísar Johannessen og Tómasar Guðmundssonar og nefnist hún Svo kvað Tómas. Lýsir skáldið þar skoðunum sínum á margvis- legustu hlutum í samræðu við blaðamanninn, og má því ætla að bók sú eigi eftir að vekja ærna athygli og um- ræðu. De Gaulle (Framha.’d af 3. síðu) þeirra gegn De Gaulle eins boðið hefur verið. og „Bingó“ á Selfossi Framsóknarfélag Selfoss heldur skemmtisamkomu ‘ Selfossbíói í kvöld, og hefst hún klukkan 9 s.d. Spilað verður „Bingó". Góð verð'aun. Hljómsveit Óskars Guðmundssonar leikur fyrir dansi Siðasta skemmtun félagsins fyrir jói. — Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Sunnudagsfundur F.U.F. í Reykjavík Næsta sunnudag, II. des., verður fyrsti sunnudagstund- ur Félags ungra Framsóknarmanna i Reykjavik á vetr- inum. Fundurinn verður haldinn í Framsóknarhúsinu og hefst kl. 14,00. Umræðuefni: Utanríkismál. Frummælandi: Þórarinn Þórarinsson, alþingismaður. F.U.F. Fjársöfnunin Orðsending fii félagsstjórna o£ söfnunarstjóra um allt land Nú er ætlunin að ljúka fjársöfnuninni fyrir áramót. Upphaf- lega var áformað að íjúka henni í bvr.iun nóvember, en af ýmsum ástæðum hefur orðið dráttur á uppgjöri úr ýmsum héruðum. Nokkur héruð hafa þegar náð settu marki og gert full skil. Þau eru þessi: Dalasýsla 130% Vestur-Húnavatnssýsla 100% ísafjörður 100% Norður-ísafjarðarsýsla 100% Norður-Þingeyjarsýsla (vestan heiðar) 100% Annars staðar er söfnunin enn í fullum gangi, þótt mörg hér- uð hafi þegar skilað megii;hluta þeirrar upphæðar, sem þau ætluðu sér að ná. Þau, sem mestu hafa skilað hlutfallslega, eru þessi: Vestmannaeyjar 72% Rangárvallasýsla 66% Eyjafjarðarsýsla 60% Suður-Múlasýsla 60% Siglufjörður 60% Vestur-Barffastrandarsýsla 58% Suður-Þingeyjarsvsla o8% Hafnarfjörður 58% Skorað er á alla, sem að söfnuninni vinna, að gera nú myndar- legt Iokaátak og ná settu marki fyrir áramót. Skrifstofa söfnunarinnar er á Lindargötu 9a. Sími 19613.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.