Tíminn - 09.12.1960, Blaðsíða 5
TÍMINN, föstudaginn 9. descmber 1960.
Útgetandl: FRAMSÓKNARFLOKKURlNN.
FramJcvæmdastióri: Tómas 4rnason Kit-
stjórar Þórarinn Þórartnsson láb.i, Andrés
Krtstiánsson Fréttastjón Tómas Karlsson.
AuglVsinaast.i Egill Biamason Skriístofur
1 Edduhústnu — Símar 18300 18305
Auglýsingaslml: 19523 Afgreiðslusiml:
12323 _ Prentsmiðjan Edda h.f
Hækkun fjárlaganna
í tíð vinstri stjórnarinnar töluðu Sjálfstæðismenn
mjög um að álögur þær sem ríkið legði á þegnana,
væru orðnar alltof mikiar, og yrði því að gera ráðstaf-
anir til að draga úr þeim. Þá héldu þeir því óspart fram,
að alls konar sukk og eyðsla ætti sér stað í ríkisrekstr-
inum, og væri auðvelt að spara stórar upphæðir, ef meiri
hagsýni og festu væri gætt.
Nú hafa Sjálfstæðismenn fengið tækifæri til að
standa við þessi orð sín. Þeir hafa fengið fjármálastjórn-
ina í hendur sínar. Nú geta menn bonð saman orð þeirra
og efndir í þessum efnum.
Hver er niðurstaðan?
Hún er í stuttu máli sú, aS útgjöld rikisins verSa
mörgum milljónum króna meiri á næsta ári en þau voru
á seinna stjórnarári vinstri stjórnarinnar, 1958, og a. m.
k. 90—100 millj. kr. hærri en þau verSa á árinu. sem
er aS líða. Álögurnar, sem ríkiS leggur á begnana, auk-
ast aS sama skapi.
Þetta eru efndirnar á loforðum um aukinn sparnað
og lækkun útgjalda.
í raun og veru verður fjármálaráðherranum ekki
kennt um, þótt lítið hafi orðið úr sparnaðinum. Sann-
leikurinn var sá, að það voru ómerk orð þegar Sjálf-
síæðismenn voru að tala um sukkið og eyðsluna í tíð
vmstri stjórnarinnar. Það var haldið svo vel á málum af
þáv. fjármálaráðherra, að litlir eða engir möguleikar
voru til sparnaðar, nema ef ráðizt væri í að skerða þá
þiónustu og þær framkvæmdir, sem ríkið heldur uppi.
Núv. fjármálaráðherra verður því ekki að ráði sakfelldur
fvrir það, þótt hann haf’ ekki getað staðið við hm óá-
byrgu sparnaðarloforð í'lokksbræðra sinna.
Fjármálaráðherrann verður ekki heldur sakfelldur
fyrir það, þótt nokkur nækkun hefði orðið á fjár'ögun-
um. Það hefur orðið hlutskipti allra ríkisstjórna, að
f járlög hafa oftast farið hækkandi. Það leiðir af vaxandi
kröfum til ríkisins í nútímaþjóðfélagi — kröfum, sem
flestir eru sammála um. að því beri að íullnægja. Þessi
saga gerist nú í flestum ríkjum.
Hinu verður hins vegar ekki neitað að þegar útgjöld
og álögur ríkisins aukast um mörg hundruð milljónir
króna á einum tveimur árum, að þá muni ekki allt með
felldu. Þá hlýtur einhvers staðar að vera um meira en
litla veilu að ræða.
Og veilan, sem hér er um að ræða, er „viðreisnm“
svonefnda. Hún hefur skert svo kjör almennmgs, að ó-
hjákvæmilegt hefur þótt að auka stórlega alls konar
styrki, eins og niðurborganir á vöruverði fjölskyldu-
bætur o. s. frv. En þetta hefur ekki komið mönnum að
neinu gagni, því að þetta hefur verið jafnóðum tekið
aítur með nýjum sköttum, einkum þó með hækkun og
aukningu söluskattanna. Kjör almennmgs hafa því versn-
a? eftir sem áður.
Hin gífurlega aukning ríkisútg'jaldanna og ríkisálag-
anna er eitt af mörgum dæmum þess, hvers konar öfug-
þróun og hringavitleysa ,;viðreisnin“ er.
Kartöflustriðið
Það veldur nú húsmæðrum í Reykjavík verulegum
erfiðleikum, að kartöflui fást ekki seldar í verzianum
vegna deilu milli kaupmanna og verðlagsyfirvaldanna
um verðlagsákvæði Ríkisstjórnin ætti að nlutast til um
það sem fyrst að leysa þessa deilu, t.d með gerðardómi
fulltrúa neytenda og verzlana ems og lagt var til í frum-
varpi, sem Þórarinn Þórarinsson og Jón Skaftason fluttu
á seinasta þingi.
5
Ritverk þrungið nýjum
viðhorfum og fróðleik
Lúðvík Kristjánsson: VEST-
LENDINGAR (2. bindi, seinni
hluti). Útg. Heimskringla 1960.
Margir hafa la-gt leið sína til Flat
eyjar á Breiðafirði á liðnum öídum
og áratugum— og sumir dregið vel
á bátinn. En ætli að margar ferðir
árangursríkari hafi verið farnar til
eyjarinnar en sú, er Lúðvík Krist
jánsson rithöfundur gerði þangað
sumarið 1942. Hann ætlaði að svip
ast um eftir gögnum, er kynnu
að leynast þar í handrita og skjala
safni bókasafnsins, varðandi sjó
mennsku Borgfirðinga og hafa tal
af eldri mönnum um þau efni, en
úr varð rit upp á röskar eitt þús-
und blaðsíður í vænu broti um al
veg óskylt efni, auk nokkurra
myndablaða. — Mennirnir áforma
en guð ræður, stendur í gamalli
húspostillu.
Þetta mikla rit nefnir Lúðvík
Vestlendinga og er sannnefni. Allt
fjallar það um menn úr Vestfirð-
ingafjórðungi, hvernig þeir sner-
ust við málefnum sínum og ann
arra um miðbik síðustu aldar, og
koma sumir feðra vorra þar við
sögu á óvæntan hátt. — Af sjó
mennskunni segir ekki að sinni,
og því enn ekki lýðum ljóst, hvað
upp úr þessari ferð kann að haf
ast um það er lýkur. — Ekki ber
þó að skilja þessi ummæli svo, að
Lúðvík hafi aflað allra þeirra
gagna í Flatey, er hann hefur not
að við samningu bókarinnar. Því
fer víðs fjarri. Heldur hafa ein
hverjar góðar vættir hvíslað því í
eyra fræðimannsins á þessum forn
fræga stað, að þarna væri hon-
LÚÐVÍK KRISTJÁNSSON
liðin nema rösk eitt hundrað ár
síðan þetta gerðist, og mun þó
f.estum gleymt. Svona fer saga
heimahaganna fyrir ofan garð og
neðan hjá okkur flestum. — Mér
þykir betra að vita þetta en ekki
neitt.
Hvað fór þeim á milli, Jóni Sig
j urðssyni og Ásgeiri í Kollafjarðar
resi, eftir þjóðfundinn 1851’
Hver var Alexander Bjarnason
úr Dölum?
Við því fást svör í Vestlending-
um.
Kollabúðarfundir og Þingvalla-
fundir í Þórsnesi, voru heldur ekki
ómerkilegir áfangar í viðleitni
j þjóðarinnar til framfara og betra
lífs á 19. öldinni. Um þá er hvergi
aðgengilegri fróðleik að finna en
í þessari bók.
Þetta ritverk er á yfirboi^ði kapí
tuli úr héraðssögu, en þó um leið
gildur þáttur í þjóðarsögunni. Það
er þrungið nýjum viðhorfum og
fróðleik, sem settur er fram í svo
aðgengilegu formi að fágætt er. Ég
þekki ekki annað betra, sem skrif
að hefur verið um þjóðleg fræði á
síðustu áratugum.
B. Sk.
Ljóð og stökur
í LANDVARI. Ljóð. Kvöld
vökuútgáfan Akweyri ’60.
Gísi Ólafsson hefur á
langri ævi orðið þjóðkunur
maður fyrir ljóð sin og vísur.
Er þetta fimmta Ijóðabókin,
sem hann sendir frá sér.
kvæðinu Nikulás Gu.ðmunds~
Son — Ævisögubrot. — Þar
segir skáldið meðal annars:
„Hugurimn var á villureiki,
vona-borgin hrundi hver.
Annað er gæfa en gjörvileiki,
gat það sannast bezt á þér“.
um ætlað verk að vinna: að skr’ifa
menningarsögu þessa sérstæða hér
aðs. Hitt mun svo hafa verið safna
vinna hér í Reykjavík, að safna
gögnum í þá sögu. Og það hefur
höf. gert svikalaust. Þarf ekki ann
að en fletta bókinni til að sann
færast um það. Alls staðar er graf
ið eftir fmmheimildum: sendibréf
um, fundasamþykktum og öðrum
samtíma heimildum, svo að sem
luinnst fari á milli mála. Hlýtur að
hafa verið mikið verk og seinunn
ið, að pæla í gegnum allt það torf
og velja úr það sem við átti af
smekkvísi og dómgreind. Og það
hef ég fyrir satt, að Lúðvík sé
óvenju vandur að heimildum og
traustur fr'æðimaður.
Annars er það ekki meining mín
með þessum línum, að skrifa rit
dóm um þessa miklu bók. Til þess
skortir mig bæði tíma og þekk
ingu. Sagnfræðingar láta það frá
leitt undir höfuð leggjast, þekki
þeir sinn vitjunartíma En minna
má á það, að mer'kir fræðimenn
hafa farið lofsamlegum orðum um
tvö fyrri bindi bókarinnar, og ekki
er þetta, þriðja bindið, þeirra sízt,
þó að nokkuð þyki mér fljótt farið
yfir sögu að bókarlokum. Lýsir
þar máski af einu bindi í viðbót?
Aðeins vildi ég benda kunmngjum
nJnum í Breiðafirði og öðrum Vest
lendingum, þeim sem ekki eru því
betur að sér í sögu ættbyggðar
sinnar, á þessa ágætu bók Veiga-
mestu þættir henar gerast þar. Mér
er ekki grunlaust um, að þeir geti
sott í hana nokkurn fróðleik og ef
t,l vill hvatningu til nýrra afreka.
— Eða skyldu þeir vera ýkja rnarg
ir sem vita, að fyrsti búnaðarskóli
landsins var settur á stofn í Flaley.
Að skólastjórinn var bóndasonur
úr Hvallátrum og að sonar-sonur
hans er Játvarður Jökull bóndi á
Miðjanesi. Þaðan af síður mun
mörgum vera það kunnugt, að
meðal nemenda í búnaðarskólanum
í Flatey var Torfi Bjámason síðar
skólastjóri í Ólafsdal og Pálrni
tengdafaðir Hjartar Clausen bú-
fræðings í Reykjavík. Ekki eru
Rósberg Snædal skrifar for
mála fyrir bók þessari. Segir,
hann þar meðal annars:
„Augnablik tímans ''on1 eða
sár, kristallast í hendingum
hans, og kliðmjúkar stökur
hans snerta þá strengi enn,
sem snertir verða. Skáldskap
ur hans á ekki hörku eða sí-
glit demantsins, en hann er
næmur fyrir geislum eims og
gullið, og glitrar á góðri stund.
Vísur Gísla, eins þær sígildu
sem þær skammlífari, verða
til á augnablikum, eins og
spegil svarar ljósi. Þar ræður
kjör kasti. Honum er ekki
lagið að hugsa hverja eina
lengi, ekki heldur að sverfa
eða meitla. Vísa verður til —
og þannig á hún að vera“.
Gísli Óafsson er mjög góður
hagyrðingur, en hann er líka
skáld.
í fyrsta kvæði bókarinnar,
er hann nefnir HEIM, er þessi
vísa:
„Finn ég á bersvæði fornan
yi,
þótt fjúki um húsagrunn.
Burt eru gömul bursta þil
og bærinn minn rifinn í
grunn“.
Kvæðið, Jón SigurðsSon f'á
Þverárdal, er mjög myndrænt.
Það endar með þessari vísu:
„Fýkur yfir fornar slóðir,
flest er gleymt, sem liðið er.
Við neistaflug og gamlar
glóðir
gaman er að orna sér.
Enginn drepur minja-máttinn
mótuð sögnin lifa skal. —
Heyri ég ennþá hófasláttinn
og hringl í keðju um Svart-
árdal“.
Mikil skáldíeg tilþrif eru í
„Svartárdalur eftir 40 ára
fjarverul', er með dýrum brag
arhætti. Tek ég hér eina vísu,
sem sýnishom af kvæði þessu:
„Frýs á vökum, föhiar blað.
fomu rökin geymast,
líður vöku-lokum að, -
líka stökur gleymast".
í kvæðinu, Friðrik Hansen
skáld og kennari 60 ára, segii
G. Ó.:
„Þú geymir draumsjónir
hjartans heitar
og helgibúnar í fagurt skart.
Hverjum manni sem ljóssins
leitar,
er lífið fagurt og töfrabjart".
í kvæðinu EVþór HallsSon
skipstjóri 50 ára, segir skáldið'
„Lifi gleði, lifi þrár,
lánist happafengur.
starfaðu heill í hundrað ár,
helzt af öllu lengur“.
Hetjur hafsins er gott
kvæði. Þar segir skáldið með
al annars:
„Þið voruð stríðsmenn gegn
um allar aldir,
og sigrar verða aldrei taldir
né vegnir á rétta vog“.
í kvæðinu Húnaver, segir
skáldið:
„Berurjóður bernsku minnar
bezt mér skýldi fyrstu sporin.
Þá var æskumanni ög meyju
mörgum þröngur stakkur
skorinn.
Frusu stundum fræ í moldu
fyrir kuldagjósti svölum,
en alltaf lifði andans gróður
inni í þessum fögru dölum".
Eg kem hér með að lokum
tvær stökur úr þessari Ijóða-
bók Gísla Ólafssonar:
Frjálsrœði:
„Þjóðin frjás í flestu er,
Framhald á 13. síðu.