Tíminn - 09.12.1960, Blaðsíða 3
T Í'MI'N'N, föstudaginn 9. desember 1960.
3
Semja Norðmenn
og ÞjóSverjar um
12 mílurnar? !
BONN—NTB, 8. des. — Samn
ingar hófust í dag á milli ríkis-
stjórna Noregs og V-Þýzkalands
um fiskveiðilandhelgi, en Vestur
ÞýzkaJand viðurkennir ekki rétt
til einhliða útfærslu Norðmanna
út í 12 mílur. Samkvæmt heim-
ildum í Bonn mun það vera ætl-
un Bonnstjórnaxinnar að ná
svimningum um að vestur-þýzkum j
togurum verði leyft að veiða upp!
að sex mflna beltinu í allt að 10 j
ár á móti því að Norðmenn fái
einliverjar ívilnanir á vestur-
þýzkum markaði, t. d. tollalækk
anir á norskum fiskafurðum.
Sin- og klaufa-
veiki komin
upp í Danmorku
Gin- og klaufaveikin er nú
komin til Danmerkur. I dag var
95 nautgripum slátrað á búgarði
einum — einn nautgripanna
sýndi örugg merki sjúkdómsins,
en af öryggisástæðum var öllum
öðrum nautgripunum slátrað.
Þetta er fyrsta tilfellið sem kem-
ur upp í Danmörku síðan í maí
í fyrra.
Þessi mynd var tekin, er flugvél frá bandaríska flughernum náSI gervi-
tunglinu Discoverer XVII yfir Kyrrahafi 14. nóv. s. I. Griparmur var settur
út úr véllnni aS aftan og kræktist hann í fallhlíf gervitunglsins. Þetta
„’tungl" var 136 kg. að þyngd og hafði fariS 31 sinnum umhverfls jörðu
áður en það kom aftur til jarSar. Flugskeytinu, sem kom Discoverer á
braut, var skotiS upp 12. nóvember frá Vanderbilt flugveliinum I Kaliforníu.
Þetta gervitungl er hið þriðja sinnar tegundar, sem Bandarikjamenn hafa
náS aftur til jarðar.
Nýtt gerræíi Mobutos:
Flutningar til
S.þ. stöðvaðir
Leopoldville—NTB 8.12-
Indverski hershöfðinginn
Indergit Ryhhye, hernaðarráð-
gjafi S.Þ í Kongo skýrði frá
því í dag á blaðamannafundi,
að segja mætti að yfirvöld
Kongo hefðu sett algjört flutn-
ingabann á í landinu að því er
varðaði alla þá flutninga til
herliðs og starfsmanna S.Þ. í
landinu er telja mætti til hern-
aðarþarfa — það eina sem
ekki lyti þessu banni væru
sjúkra- og matvörur.
Rykhye sagði, að sýnilegt
væri, að Mobuto og menn
hans vildu gera allt sem i
þeirra valdi stæði til að koma
í veg fyrir, að starf S.Þ. í
Kongó tækist.
Rykhye sagði, að ef lönd
eins og Júgóslavía og Arabiska
Sambandslýðveldið gerðu al-
vöru úr því að kalla lið sitt
heim frá Kongó, myndi það
valda samtökunum miklum
erfiðleikum. Máttur þeirra í
Kongó yrði minni og meiri
hætta á því að tilraunin til
að bjarga landinu frá algjörri
ringulreið færi út um þúfur.
(Framhald á 15. síðu).
De Gaulle flaug
til Alsír í morgun
— en Ioft er þar allt lævi blandið.
Tekur Steven-
son við af
Lorige?
Washington—NTB, 8.12. — Ný-
kjörinn forseti Bandaríkjanna
John Kennedy bauð í dag Adlar
Stevenson að gerast aðalfulltrúi
Bandaríkjanna hjá Sameinuðu
þjóðunum. Þeir Kennedy og Stev-
enson birtust í dag á tröppunum
á heimili Kennedys í Washington
og staðfestu fréttina. Stevenson
sagði, að hann hefði ekki enn
þegið boðið og hefði beðið um
umhugsunarfrest. Kennedy ræddi
í dag við Estes Kefauver og Dean
Rusk, fyrrv. varautanríkisráðherra
í stjórn Trumans. Rusk er talinn
iiklegur til að verða skipaður
herra Bandaríkjanna hjá NATO.
Miklabæjar-
Sélveig
Leikfélag Akureyrar sýnir
sjónleikinn Miklabæjar-Sól-
veigu í samkomuhúsi bæjar-
ins, en Böðvar Guðjónsson frá
Hnífsdal hefur samið leik
þennan eftir hinni alþekktu
þjóðsögu.
Leikendur eru 9. Leikstjóri er
Jóhann Ögmundsson, og leikur
hann jafnframt Odd prest Með
hlutverk Sólveigar fer Solveig
Guðbjartsdóttir. Þórunni gömlu
leikur Kristín Konráðsdóttir, og
Guðlaugu vinnukonu leikur Soffía
Jakobsdóttir. Sýningin hefst kl.
8 síðdegis, og verður höfundurinn
\iðstaddur frumsýninguna. ED.
Tvær nýjar AB
bækur komnar
Dyr standa opnar, eftir Jökul Jakobsson og
Vatnajökull, eftir Jón Eyþórsson
Ut eru komnar hjá Almenna
bókafélaginu tvær bækur,
mánaðarbækur fyrir nóvem-
ber og desember, og virðast
báðar allrar forvitni verðar.
Þær eru ný skáldsaga eftir
Jökul Jakobsson, blaðamann
og rithöfund, og myndabók
um Vatnajökul með texta eft
ir Jón Eyþórsson veðurfræð-
ing. Þá er komin út gjafa-
bók AB í ár, og félagið boðar
útkomu þriggja aukabóka inn
an skamms.
Nóvemberbók AB er skáld-
sagan Dyr standa opnar eftir
Jökul Jakobsson, og er það
fjórða skáldsaga hans, og hin
veigamesta til þessa. Þetta er
Reykjavíkursaga og er aðal-
persónan Ungur maður sem
fer á síld á sumrum, en kem
ur suður á haustin og stund-
ar það sem til fellur. Gerist
sagan í nútímahverfi í Reykja
vík, og er ekki að efa að lýs-
ing hins unga höfundar á því
efni muni vekja athygli.
Litróf gerir myndamót. Bókin
er 106 bls. að stærð.
Gunnar og Tómas
Gj afabókin er íslandsferð
Mastiffs eftir brezka rithöf-
undinn Anthoni Trollope í
þýðingu Bjarna Guðmunds-
sonar, og segir þar frá heim-
sókn höfundar hingað árið
1878. Bókina prýða 20 teikn-
ingar eftir listkonuna frú J.
Blackburn, sem var með í för
inni. — Þá gefur Almenna
bókafélagið út á næstunni
(Framhald á 2 síðu)
París—NTB 8.12:
Franska ríkisstjórnin ákvað
í dag að efnt yrði til þjóðar-
atkvæðagreiðslu um Alsirmál-
ið í Frakklandi 8, janúar næst-
komandi. Eins og áður hafði
verið tilkynnt fer De Gaulle á
morgun til Alsír til að vinna
stefnu sinni fylgi þar.
Fer forsetinn með Caravelleþotu
kl. 8 í fyrramálið, en með honum
í förinni verða innanríkisráðherr-
ann Terrenoire og Alsírmálaráð-
herrann Louis Joxé. Á ferðalagi
sínu í Alsír hyggst De Gaulle ræða
við fjöldann allan af leiðtogum
Ser’kja og Evrópumanna í landinu,
en ekki er vitáð hvort hann mun
flytja neina meiri háttar ræðu. For
setinn er væntanlegur aftur til
Frakklands 14. desember.
Flugritum dreift
Hin bönnuðu samtök hægri
manna í Alsír dreifðu í dag flug
i'itum, þar sem skorað er á Evrópu
menn að vera vel viðbúnir aðgerð
um gegn forsetanum og stefnu
hans í Alsírmálinu. Um hundrað
helztu leiðtogar öfga'manna til
hægri í Algeirsborg hurfu í dag
frá heiimilum sínum og leitar lög-
reglan þeirra ákaft. Víst þykir, að
þeir muni reyna að grípa til ein-
hverra mótmælaaðgerða, en menn
eru vantrúaðir á vopnaða uppreisn
(Framhald á 2 síðu).
§IÍí<Klll§iSiI||
I
Vatnajökull
Desemberbókin er Vatna-
jökull, stórfögur myndabók
sem Jón Eyþórsson hefur séð
um, valið myndirnar og ritað
‘tarlegan formála um Vatn-
jökul og rannsóknir þar. —
Myndirnar eru 72, marga'
heilsíðumyndir, og 30 þeirrn
í litum. Bókin er öll unnin
hér á landi, litmyndir offset-
prentaðar í Litbrá, en bókin
að öðru leyti prentuð í Odda.
Þetta er ein af fáu opinberu myndunum, sem birzt hafa frá hinni löngu ráöstefnu kommúnistaleiStoga heims-
ins í Moskvu. Geysistór mynd af Lenin tekur yfir mikinn hluta veggjarins — en ieiStogarnir sitja við borS og
ræða framgang heimskommúnismans.
\