Tíminn - 09.12.1960, Blaðsíða 14
14
TÍMINN, föstudaginn 9. desember 1960.
Morgun, kvölds og miðjan
dag kallaSi hann mig „Engla-
barn.“ Það var gælunafn
hans á mér. Hann beygði það
orð undurþýtt. Og svo spurði
hann, hvar ég hefði fengið
þetta englaandlit — og ýmis
legt fleira, sem karlmaður
segir aðeins við eiginkonu
sína.
En svo breyttist allt skyndi
lega. Og áður en ég áttaði mig
voru vikur liðnar, síðan hann
hafði sagt það. Eg beið óþolin
móð að hann byrjaði aftur að
kalla mig Englabarn, og ég
hugleiddi, hvers vegna hann
gerði það ekki.
Bláu fötin hans voru horfin
úr klæðaskápnum og mér
fannst það dálítið undarlegt,
því að yfirleitt hef ég séð um
að senda fötin hans til hreins
unar.
Eg leitaði betur í skápn-
um og uppgötvaði þá, að gráu
fötin voru líka horfin! Tvenn
föt horfin! Það fannst mér
kyndugt.
En ef ekkert fleira hefði
komið til, býst ég ekki við,
að ég hefði brotið heilann
frekar um fötin.
En það voru þessir smámún
ir — sem eyðileggja allt eða
græða allt.
Lítii hvlt lygi af og til, þeg-
ar mér fannst ekki einu sinni
taka því að segja ósatt. Eins
og til dæmis þegar Kirk kom
heim og hafði fengið sér ein
um of mikið neðan í því með
félaga sínum, sem hann til-
tók.
Skömmu síðar kom þessi
vinur hans í kvöldkaffi til
okkar og þá fór ég að stríða
þeim og minnast á þetta of-
urölviskvöld hjá þeim. Og fé-
lagi hans horfði svo undar-
lega á mig — feiminn og vand
ræðalegur — þar til Kirk
steig ofan á tærnar á honum
(en auðvitað lézt ég ekki
taka eftir því) og þá var eins
og vinurinn fengi minnið aft
ur og gaf rækilega skýrslu um
allt, sem hafði gerzt.
Svo var það púðurdósin.
Hann hafði fundið hana á
götunni, og stungið henni í
vasann af rælni.
Þegar hann vissi að ég
hafði séð dósina sagði hann
þetta. Og mér er vitaskuld
Ijóst, að til er fólk, sem týnir
púðurdósum — jafnvel þótt
þær séu argakríli úr skíra-
gulli og grafið á þær „Til Miu
frá Craig“!
En daginn eftir var púður-
dósin á bak og burt. Eg spurði
Kirk hvað hann hefði gert
af henni.
— O, ég henti henni aftur,
sagði haun kæruleysislega.
— Já, en var hún ekki úr
gulli? spurði ég.
—: Nei, nei, sagði Kirk létt
ur í máli, — ég hélt það fyrst,
en svo fór ég með hana til
gullsmiðs og hann sagði að
þetta væri bara ódýr gylling.
Eg sagði ekki neitt, en hug
leiddi hvort gullsmiðir stimpl
uðu 18 K á það, sem væri þá
alls ekki úr gulli. Eg minnt-
vaknaði þegar. Það var á aug- |
lýsingamynd frá revíuleik-
húsi. j
Eg man, að ég klippti mynd
ina út úr blaðinu af einskærri
forvitni, og svo stakk ég mynd
inni neðst niður í skrifborðs-
skúffu, þar sem enginn myndi
rekast á hana.
Eg talaði ekki við Kirk um
grunsemdir mínar. Eg var
hrædd við það. Eg lokaði aug
unum og eyrunum og vonaði
|stjórans. Hún var mjög elsku
leg. Eg hafði hitt hana nokkr
j um sinnum. Sem betur fór
var Kirk ekki við, svo að ég
gat spurt hana:
— Það vill víst ekki svo til,
að þér vitið, hvenær hann fer
aftur, ungfrú Jakobsen, sagði
ég glaðlega. — Eg gleymdi að
spyrja hann í morgun og nú
veit ég ekki, hvort ég á að
flýta fyrir honum með því að
setja niður, ef hann skyldi
vera á förum ....
HVER VAR
M?
Eftir
Cornell Woolrich
1
ist ekki oftar á púðurdósina
við Kirk. Hvers vegna veit ég
ekki. En þegar maður fær hug
boð um að eitthvað illt vofi
yfir, reynir maður víst að
smeygja sér undan eins lengi
og kostur er.
Það voru svona smámunir,
sem gerðu hvarf fatanna að
mikilsverðu leyndarmáli. En
verst af öllu var þó, að hann
hafði ekki kallað mig Engla-
barn vikum saman, bara þessu
leiðindanafni, Alberta, sem
hann notaði aldrei hér áður
fyrr.
. Það er sagt, að allir verði
að ganga í gegnum erfiðleika
í lífinu. Og það er sagt að
bezt sé að láta engan bilbug
á sér finna — þetta líði allt
saman hjá. Eln þetta eru inn-
antóm orð. Reynið sjálf —
einkum ef þið eruð á mínum
aldri — og ég er ekki nema
tuttugu og tveggja ára og ég
hafði aldrei átt við stór vanda
mál að glíma áður.
„Mia“ hugsaði ég og sá fyr
ir mér púðurdósina, „óttalegt
nafn það.“
Dag nokkurn hafði ég séð
hana. Eg var þó ekki alveg
viss um það væri hún. Það
gat verið önnur, sem hét sama
fornafni. En nafnið er svo
sjaldgæft, að grunur minn
.... Eg þorði ekki að horfast
í augu við sannleikann.
En svo voru það fötin — og
þá var engin undankomuleið
framar.
Eg var náföl í andliti, þegar
ég hafði skoðað inn í klæða-
skápinn og ég gekk fram í for
stofuna, þar sem hann geymdi
ferðatöskurnar sínar milli
þess sem hann fór í verzlun-
arferðir sínar. Eg gat ekki
opnað lásinn, en þegar ég
reyndi að lyfta töskunni gat
ég varla bifað henni — svo
þung var hún.
Hann var búinn að setja
allt sitt dót niður og virtist
því vera á förum.
Eg hugleiddi, hvenær hon
um hefði gefizt tími til að
setja niður. Kannski um morg
uninn — hann hafði farið á
fætur löngu á undan mér. En
ég braut heilann enn meira
um, hvað var eiginlega að ger
ast .... Var hann að yfirgefa
mig?
Mér datt í hug, að einhver
bitur vinkona mín hafði
sagt: — Þeir eru allir rag-
geitur, þegar að kveðjunum
kemur. Þá læðast þeir út um
bakdyrnar og þora ekki einu
sinni að segja bless.
Og áður en ég vissi af, var
ég komin að símanum og
hringdi á skrifstofuna. Eg
bað heitt og innilega í hljóði,
meðan ég beið eftir sambandi:
Góði guð, láttu það vera
venjulega verzlunarferð ....
Eg spurði einkaritara for-
Og hamingjan má vita,
hvort þessi orð hljómuðu ekki
eins kjánalega í hennar eyr-
um og í mínum.
— Uss, þér skuluð ekki hafa
áhyggjur af því, svaraði hún.
— Það eru margir mánuðir,
þangað til hann fer næst —
ekki fyrr en í vor. Eg heyrði
forstjórann segja það í gær.
Það er ekkert að gera sem
stendur.
Eg svaraði einhverjum fá-
nýtum orðum, en það var af
eintómum vana, því að ég
hafði ekki skapaðan hlut að
segja frekar. Eg kvaddi hana
víst ekki einu sinni.
En hún kvaddi — og ég
heyrði á tóninum, að hún
vissi eitthvað og þegar ég var
í þann veginn að leggja tólið
á, heyrði ég hana hvísla í með
aumkvunartón: Takið þetta
nú ekki nærri yður. litla frú.
Eg man ekki, hvað ég tók
mér fyrir hendur. Eg held ég
hafi setið lengi inni í stof-
unni eins og ég gæti alls ekki
hreyft mig. En svo herti ég
mig upp, og smám saman
voru öll skilningurvitin tekin
til starfa á ný — með endur
nýjuðum krafti.
Eg gekk að skrifborðinu og
tók fram myndina, sem ég
hafði sett þarna fyrir röskum
mánuði síðan.
Svo oft hafði ég tekið hana
upp áður að myndin var far-
in að mást.
Hún var töfrandi — og að-
eins auglýsingaljósmyndari
hefði getað tekið svona sér-
stæða mynd. Sjálfsagt var
hún þriðjungi eldri en mynd
in sýndi hana. Hún hafði stór
dreymandi augu og hafði sett
kvenlegan stút á munninn.
Undir myndinni stóð: „Mia
Mercer, hin vinsæla kabarett
listakona, sem skemmtir í
Eremitage Kabarett hjá Dave
Hennesy’s.“
í þetta skipti setti ég mynd
ina ekki niður aftur. Eg tók
hann með mér fram í eldhúsið
og stillti henni upp á hillu.
Svo náði ég í ginflösku inn í
skáp.
Eg hellti í glas og drakk ó-
blandað góðan slurk. Fyrst
fannst mér allt hringsnúast
og sveiflast fyrir augum mér,
en svo leið það hjá og mér
hitnaði ofboðlítið.
Eg sat og starði á myndina
og hataði hana af öllu hjarta.
Svo fékk ég mér annan sopa
og mér gekk betur að kingja
í þetta skipti. Mig svimaði
ekki — þvert á móti leið mér
nú dável.
Eg býst við það hafi verið
ginið, sem hafði áhrif á mig.
Mér fannst þetta allt mjög
einfalt og eðlilegt, Eg ætlaði
að fara heim til hennar og
spjalla við hana. Ef ég hefði
ekki drukkið ginið hefði mér
aldrei dottið þetta í hug. Þá
hefði mér fundist slíkt vera
kafli í þriðja flokks sauma-
konuskáldsögu. En þetta frá-
bæra gin gerði það að verk-
um að mér fannst hugmynd-
in skínandi góð.
Eg fór inn í svefnherbergið
og klæddist mínum beztu föt
um. Eg vandaði mig meira
við snyrtinguna en ég hafði
nokkru sinni gert áður.
Föstudagur 9. desember:
8.00 Morgunútvarp.
8.30 Fréttir.
9.10 Veðurfregnir.
12.00 Hádegisútvarp.
13.15 Lesin dagskrá næstu viku.
13.30 „Við vinnuna": Tónleikar.
15.00 Miðdegisútvarp.
18.00 Börnin heimsækja framandi
þjóðir: Guðmundur M. Þor
láksson segir frá Rauðskinnum
í Panama.
18.25 Veðurfregnir.
19.30 Þingfréttir — Tónleikar.
19.30 Fréttir.
20.00 Daglegt mál( Óskar Halldórsson
cand. mag.).
20.05 Efst á baugi (Haraldur J. Ham
ar og Heimir Hannesson).
20B5 „Ungir tónlistarmenn": Pétur
Þorvaldsson og Gísli Magnús
son leika saman á knéfiðlu og
píanó. a) Þrjár fantasíur eftir
Schiunann. b) Élégie" eftir
Fauiré.
21.00 Upplestur: Arnfríður Jónatans
dóttir skáldkona les úr Sóleyj
arkvæðum Jóhannesar úr Kötl
um.
21.10 „Harpa Davíðs“: Guðmundur
Matthíasson kynnir tónlist Gyð
21.30 Útvarpssagan: „Læknirinn Lúk
as“ eftir Taylor Caldweli; XI&.
(Ragnheiður Hafstein).
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Ferðaþáttur frá Ítalíu, úr bók
inni „Regn á rykið" eftir Thor
Vilhjál'msson (Höfundur flytur).
22.30 í léttum tón: ftalskar hljóm-
sveitir leika.
as“ eftir Taylor Caldwell; XIX.
23.00 Dagskrárlok.
FJRÍKUR
VÍÐFÖRLI
Merki
Jómsvíkinga
28
Eiríkur hefur fundið Tjala særð
an. — Hvað hefur komið fyrir?
spyr hann. — Ég sá Vúlfstan gefa
manni bendingu um að elta Axel,
þess vegna fór ég á eftir ....
Síðar fann ég einn Danann skot
inn í bakið. Það síðasta sem hann
sagði var: — Hann gerði það! Ég
hélt þá að hann meinti Axel.
En skömmu seinna skaut einn
Daninn mig í öxlina. Hann hefur
kannske haldið að ég hafi drepið
félaga hans. Hann getur beðið
þangað til ég finn hann! — Hann
er dauður, sagði Eiríkur.
— En það hefur verið bundið
um sár þitt, hver hjálpaði þér?
Ókunnur maður, hann reið burt
þegar ég komst til meðvitundar.
Það var gamall og sköllóttur mað
ur í geitarskinnskufli!