Tíminn - 17.12.1960, Síða 6
6
TÍMINN, laugardaginn 17. desember 1960.
SJÖTUGUR I DAG:
Þorleifur V. Sigurbrandsson
verkstjóri
Þorleifur V. Sigurbrandsson
verkstjóri er sjötugur í dag.
Hann er fæddur 17. desember
1890 í Ólafsvik. Foreldrar
hans voru Sesselja Bjarna-
dóttir og Sigurbrandur Brands
son, sem í fjöldamörg ár var
hafnsögumaður í Ólafsvík.
Árið 1915 fluttist Þorleifur
til Reykjavíkur og stundaði
þar ýmsa vinnu til vorsins
1920, að hann réðist til ís-
landsfélagsins h.f., fyrst við
alls konar afgreiðslustörf og
síðan sem verkstjóri.
Auk þess sem íslandsfélag-
ið gerði út togarana „Apríl“
og „Mai“, hina nýju, sem til
landsins komu árið 1920 ann
aðist það alla afgreiðslu fyrir
mörg önnur fiskiskip, og á
tímabili voru alls í afgreiðslu
5 togarar, auk 8 til 10 mótor-
báta á vetrarvertíð-
Á þessum árum var svefn-
tími Þorleifs ekki alltaf lang
ur, því að algengt var að unn
ið væri jafnt nótt sem dag
við skipin, og reyndi þá jafn-
an á hina einstöku árvekni
og lipurð Þorleifs við af-
greiðslustörfin, sem voru um
fangsmikil, eins og að líkum
lætur, þar sem hann hafði
umsjón með um og yfir 100
manns, og margt þurfti að
útrétta fyrir skipin og fyrir
mörgu þurfti að hugsa, en
allt þetta leysti Þorleifur af
hendi með hinni mestu prýði.
Nokkru áður en íslandsfé-
lagið hætti starfsemi sinni,
réðist Þorleifur sem verkstj.
hjá Benzíndeild Jes Zimsen,
sem rak verzlun með benzín
og smumingsolíur á árunum
1924 til 1930, að Hið íslenzka
steinolíuhlutafélag tók aftur
til starfa eftir afnám olíu-
einkasölunnar, en þá varð
Þorleifur verkstjóri hjá því
féiagi, og síðan hjá Olíufélag
' inu h.f., sem keypti eignir
H.Í.S. um sama leyti og það
hóf starfsemi sína árið 1947.
Eg hef verið nákunnugur
Þorleifi i rúm 40 ár, og sam-
starfsmaöur hans við öll þau
fyrirtæki, sem nefnd hafa ver
ið hér. Mér er því vel kunnugt
um áhuga hans á hverju
því starfi, sem hann hefur
haft með höndum, og veit
manna bezt að húsbændnm
hans fyrr og síðar hafa metið
hann að verðleikum fyrir
dugnað, árvekni og samvizku
semi.
Þó Þorleifur sé 70 ára í dag,
er hann manna unglegastur
og við góða heilsu, hann er
ávallt glaður og hress í bragði
við hvern sem er, og í vina-
hóp er Þorleifur hrókur alls
fagnaðar, en sérstaklega er
þó ánægjulegt að heimsækja
hann á hið vistlega heimili
hans á Leifsgötu 14, en þau
eru samhent um að gera vin
um sínum dvölina ánægju-
lega, hann og hans ágæta
kona, Halla Einarsdóttir, frá
Fossi í Mýrdal.
Við hinir mörgu vinir og
samstarfsmenn Þorleifs, ám-
um honum allra heilla á þess
um merku tímamótum og
þökkum samstarfið, sem
ávallt hefur verið eins gott
og á verður kosið.
Jóh. G. Stef&nssons
MAN-O-TILE
p I a s t v e g g il ú k u r
tyrir baftherbergi og eldhús
MAN-O-TILE er mjög auðvelt að íireinsa.
MAN-O-TILE fæst í mörgum li'tum.
MAN-O-TILE er ódýrt.
MAN-O-TILE er límdur á vegginn með gólfdúkalími
Málning & Járnvörur
Sími 12876. — Laugavegi 23.
Auglýsiö í TÍMANUM
Allt á sama stað
CHAMPION KRAFTK
FAANLEG I ALLA BILA
1, IVIeira afl
2. Öruggari ræsing
3. Minna vélaslit
og betri
nýting á olíu
4. Allt að 10%
eldneytissparnaður
iðilð iðeins um
CHAMPION-KERTI
Skiptið reglulega
um kerti
EGILL VILHJÁLMSSON H.F.
Laugaveg 118