Tíminn - 17.12.1960, Qupperneq 11
T ÍMINN, laugardaginn 17. desember 1960.
11
Ljóðabók eftir
Frímann
Einarsson
Frímann Einarsson hefur
sent frá sér nýja Ijóðabók, sem
nefnist NIÐUR DAGANNA.
Þetta er önnur Ijóðabók höf-
undar, hin nefndist ÖLDU-
FALDAR og kom út 1952.
í formála þessarar nýju bókar
segir höfundur m. a.:
„Þessi nýja bók er eins og nafn-
ið bendir til saman sett af ýmsum
myndum hins daglega lífs eins og
það hefur komið höfundi fyrir
sjónir bæði í náttúrunni sjá'lfri og
í viðfangsefnum samfélagsins á
hverjum tíma, þegar gneistað hef-
ur af andstæðunum á skákhorði
lífsbaráttunnar. Þá hafa sum kvæð
anna orðið til í hita augnabliks-
ins og þ_ess vegna nokkuð stei'kum
litum“. í bókinni eru nærri hundr-
að kvæði. Hún er prentuð í Prent-
smiðju Suðurlands á Selfossi.
Jólafötin
Matrósföt, rauð og blá
Matróskjólar, 4—8 ára
Drengjajakkaföt frá
6—14 ára
Stakar drengjabuxur,
4—14 ára
Hvítar drengjaskyrtur
2—12 ára
Drengjapeysur
Barnaúlpur
Nælonsokkar saumlausir
Krepsokkar—Sokkabuxur
Æðardunn—Hálfdúnn
Dúnhelt léreft
ÆÐARDÚNSSÆNG
er kærkomin jólagjcí.
Vesturgötu 12 Sími 13570
Skarphéðinn
Sigurðsson
(Framhald af 8. síðu).
stóðu til. Þetta er leigujörð, en
þrátt fyrir það hófst Skarphéðinn
strax handa um miklar jarðræktar
framkvæmdir og húsabætur, og er
nú jörðin ein af beztu bújörðum
sveitarinnar.
Það, sem einkum hefur einkennt
búskaparhætti Skarphéðins er
fyrirhyggja og dugnaður ásamt
snyrtimennsku og góðri umgengni.
Þar er allt í föstum skorðum, öll
tæki í fullkomnu lagi og hirðing
búfénaðar eins og hún getur bezt
verið. Er öll fjölskyldan mjög sam
hent í að skapa það svipmót, sem
á heimilinu er.
Á yngri áium var Skarphéðinn
glaðsinna, og átti til að vera hrók-
ur alls fagnaðar, og enn heldur
hann þeim eðlrskostum, sem gera
hann vinsælan og eftirminnilegan.
Aldurinn ber hann svo vel, að
jafnvel áratugum getur munað, og
í engu er um uppgjöf að ræða í
fari hans.
Framtíðargengi íslenzkra bænda
stæði á traustum grunni, ef nógu
maigir væru slíkir sem hann. Jafn-
vel nú á þeim aldursmörkum sem
hér er minnzt. G.Þ.
Það má segja að kerling EIU
hafi ekki náð tökum á Skarphéðni
bónda að MinnaMosfelli í Mosfells
dal, því svo ern og frár á fæti er
hann í dag, að hann gerir skömm
mörgum yngri manninum.
Það eru þó nokkur ár síðan
kynni okkar Skarphéðins hófust,
og ekki get ég sagt það að ellimis-
mun sjái ég á honum á þessum
tírna. Hann gegnir alltaf sínum
daglegu störfum vetur og sumar,
enda áhugamaður um þau störf og
ber bú hans merki um snyrti-
mennsku bæði út sem inni.
Þegar Skarphéðinn kom að
Minna-Mosfelli, var þetta lítil jörð
og húsakostur rýr, en nú er þarna
myndarlegt bú með ágætis húsa-
kosti m.a. er íbúðarhúsið nýtt og
vandað að öllu leyti.
Skarphéðinn er fróðleiksfús og
leitar eftir að kynna sér málefni,
sérstaklega þau mál sem efst eru
á baugi hverju sinni. Hann er fast-
ur í skoðunum og lætur þær óhik-
að í ljós, en skiljanlega eru mál
landbúnaðar’ins honum efst í huga.
Með þessum örfáu línum vildi
ég óska þér og þínum Skarphéðinn
allra heilla á þessum merkisdegi
í lífi þínu og langra og ánægju-
legra lífdaga.
Baldvin Jónsson.
Frímerki
Allar tegundir af notuðum ís-
lenzkum frímerkjum, keyptar
ttærra verðj en áður hefur
þekkzt.
William F. Pálsson
9
Haildórsstöðum Laxárdal
S.-Þing.
Frá matsveina-
og veitirígaþjónaskólanum
Seinna kennslutímabil skólans hefst 3. janúar.
■Innritun fer fram í skrifstofu skólans 19. og 20.
desember kl. 3—5 síðdegis.
Skólastjóri.
Heljarfljót
Jólabækurnar
frá SNÆFELL
f nóvember 1954 var ungur, danskur maður,
Óli Miiller að nafni, myrtur í ókönnuðum frum-
skógum Suður-Ameríku. Vorið 1959 lögðu þrír
Danir, Arne Falk Rönne, Jörgen Bitsch og Helm-
er Christiansen, leið sína inn í fiumskógana til
þess áð kornast fyrir málið. f þessari bók bjóða
þeir lesandanum með sér í mörg þúsund kíló-
metra ævintýraferð, þar sem þeir rekja slóðir
landa síns, sem myrtur var, og fara um frum-
skóga og fljót, sem aldrei hafa verið merkt á
landabréf, um fjallaskörð og hásléttur, þar sem
snjó tekur aldrei af tindum, þótt við miðjarðar-
línu sé. Þessi bók er spennandi á borð við fræg-
ustu lögreglusögur, en jafnframt er hún raun-
sönn lýsing á lífinu í þessu græna víti.
Bókin er skr’ifuð af Arne Falk Rönne og
myndir í bókinni eru teknar af Jörgen Bitsch.
Verð kr. 154.50.
Vesalingarnir
eftir VICTOR HUGO
komu fyrst út í Frakklandi árið 1862 og mun
mörgum víða um lönd verða fyrst hugsað til
þeir’rar bókar, er þeir heyra minnzt á franskar
bókmenntir.
Vesalingarnir hafa áður verið þýdd-
ir á íslenzku. Kom sagan þá neðanmáls í Lög-
réttu, en var síðan sérprentuð, en er fyrir löngu
uppseld.
Enginn vafi er á, að hér mun þykja að því
mikill fengur að geta nú fengið V e s a 1 i n g-
a n a aftur til lesturs á íslenzku. Þetta er bók
sterkra áhrifa, tilfinningahita og mikilla and-
stæðna.
Verð kr. 120.00.
Rósa Bennett
hjá héraðslækninum.
Rósa Bennett hefur hin síðari ár, sem vænta
mátti, eignazt fjölda vinstúlkna á íslandi. Sög-
ui'nar af Rósu Bennett eru hressandi frásagnir
úr lífi og starfi hjúkrunarkvenna, spennandi
ævintýrum Rósu og kunningja hennar, sem allir
eru hinir skemmtilegustu og beztu félagar.
Verð kr. 62,00.
Jólasveinaríkið
Sænski rithöfundurinn Estrid Ott er einn
kunnasti barnabókahöfundur á Noi'ðurlöndum.
Hún hefur skrifað fjöldann allan af barnabókum,
og hafa margar þeirra orðið mjög vinsælar. Ein
þeirra, Jólasveinaríkið, sem hér birtist í íslenzkri
þýðingu, er viðburðarík og skemmtileg bók. Óli,
aðalpersóna bókarinnar, er ekki nema sjö ára
gamall. Hann dvelur með álfum í draumum sín-
um .kynnist lífi þeirra og daglegum störfum
og lendir í fjölmörgum ævintýrum i ríki jóla-
sveinanna. Þetta er kjörin bók fyrir börn á aldr-
inum 6—10 ára.
Bjarni Jónsson hefur teiknað allar skemmti-
legu myndirnar, sem prýða bókina.
Verð kr. 48,00.
BÓKAÚTGÁFAN
Tjarnarbraut 29, Hafnarfirði —
Geimstöðin
er ný bók um uppfinningarmanninn unga, Tom
Swift og vin hans, Bud Bai'clay, sem kunnir eru
orðnir af afrekum sínum í bókunum: Rannsókn-
arstofan fljúgandi, Kjamorkukafbáturinn, Eld-
flaugin, Gervirisarnir og síðast en ekki sízt Kjarn
orkuborinn, sem út kom í fyr'ra.
Geimstöðin er hörkuspennandi drengjabók,
sem ekki verður lögð frá sér fyrr en hún er full-
lesin. Ný ævintýri kjarnor'kualdarinnar heilla
alla drengi, sem gaman hafa af viðburðarhröðum
og spennandi sögum.
Verð kr. 62,00.
Eiríkur gerist
íþróttamaður
er norsk drengjabók, sem eflaust mun falla ís-
lenzkum drengjum vel í geð.
Þetta er kjörin bók þeirra drengja, er gaman
hafa af íþróttum og Eiríkur er söguhetja, sem
ungir piltar munu taka sér til fyrirmyndar og
allir foreldrar munu stoltii af að eiga fyrir son.
Verð kr. 48,00.
SNÆFELL
Sími 50738.