Tíminn - 23.12.1960, Blaðsíða 16

Tíminn - 23.12.1960, Blaðsíða 16
’V'* v Föstudaglnn 23. desember 1960. 291. blaffl. Átök í Addis Abeba i nótt Djibouti, Franska Somalilaiidi í Etíópíu. Hópur uppreisnar- 22/12 (NTB). ! manna, sem hatði leitaS til _ . . ... Jfialla í nágrenni höfuðborgar- Svo virðist sem enn se ekki . A. Ai. l. * .. , , ... innar Adciis Abeba eftir að allt orðið með kyr.-um kiorum . . , , , 1 uppreismr, var bæld mður i síðustu viku réðist í dag inn í borgina og komst alla leið að múrunum umhverfis keisara- höllina og var skipzt á skotum fram eftir nóttu Síðdegis urðu íbúar Addis Abeba varir við það, að stríðsvögn- um var ekið að úthverfum borgar- innar og litlu siðar var skipzt á skotum í nágrenni sendiráðs Breta og Bandaríkjamanna í borginni. Fór skothríðin stöðugt vaxandi eftir því sem uppreisnarmenn sóttu lengra inn í borgina og mátti þá heyra fallbyssuskot. Alla nótt- ina var skipzt á skotum við keis- arahöllina. Ekki alveg búið í franska Somalilandi eru menn þeirrar skoðunar að uppreisnin í landinu sé hvergi nærri bæld nið- jur. Lífverðj keisarans hefur enn {ekki tekizt að hafa hendur í hári þeirra, sem felast í nágrenni Addis ! Abeba og jafnvel í borginni sjálfri og þessir uppreisnarmenn skipu- leggja áframhaldandi baráttu. (Framhald á 15. síðu). Einn lesandi stórblaðsins Time tók sig til fyrir forsetakjörið f Banda- ríkjunum, kiippti sundur myndir af Kennedy og Nixon, og iímdí þá siðan saman. Þessa mynd sendi hann síðan til Time, og lét það fylgja með, að myndin væri af Candidate Nixedy! Að undanförnu hefur jólasveinn frá Varnarliðinu lagt leið sína á ýmis barnaheimili hér í bæ og víðar með glaðning handa börnunum. Hér á myndinni sést hann að Silungapolli þar sem hann vakti mikla kátínu líkt og annars staðar þar sem hann fór. — 2 dagar til jóla — Ketkrókur kemur í dag Ketkrókur, sá tólfti, kunni á ýmsu lag. — Hann þrammaði í sveitina á Þorláksmessudag. Hann krækti sér í tutlu, þegai kostur var á. En stundum reyndist stuttur stauturinn hans þá. t Teikning eftir Tryggva Magnússon. Vísurnar gerði Jóhannes úr Kötlum Flytur bandaríski flotinn aðvörunarstöðvar frá Ný fundnalandi til íslands? Grein Hanson Baldwin í New York Times sl. mánudag f Belgíu voru gefin út þrjú frímerki i tilefn' i ’ Idvins kon- ungs og Fabiolu de Mora y Aragon, og sést eiti fríme.kj-mia hér á mynd- irmL Hanson W. Baldwin, gipp af kunnari blaðamöncum Banda ríkjanna, er rita rum hernaðar- mál, skrifar grein í New York Times, sl. mánudag um breyt- ingar þær, sem ráðgert sé að gera á varnarkerfinu á Atlantshafi. Ncw York Times hefur mjög oft verið fyrst með fréttir af þessu tagi og telja má þessa grein með nokkurri vissu frumheimild þéirra fréttastofufregna sem bor- izt hafa um málið. Þær opinberar tilkynningar, sem gefnar hafa verið um þetta mál, virðast all óljósar, og þessi grein er í ósam- ræmi við þá ^ yfirlýsingu, sem Guðmundur í. Guðmundsson, utanríkisráðherra, gaf á Alþingi nú fyrir skömmu er hann svar- aði fyrirspurn um það, hvað lægi að baki bessum breytingum á varnarliðinu hér. Utanríkisráð- herra sagði að héi væri einungis um skipulagsbreytingu varðandi stjórn varnarliðsins að ræða, er engu breytti um störf varnarliðs-í ins, flotinn tæki aðeins við þeim | störfum, sem flugherinn hafðii áður annazt, störfin væru hin sömu. Tímanum þykir rétt að láta grein hins bandaríska blaða- manns koma fyrir augu íslenzkra lesenda, jafnframt því sem hann óskar eftir að gleggri upplýsing- ar verði látnar í té um þetta mál af hálfu íslenzkra stjórnarvalda. Hér fcr svo á eftir grein Hanson Baldwin’s í íslenzkri þýðingu: „New York, 18. des. — Banda- rííkjafloti, sem tekur við stjóm varnarliðsins á íslandi á sumri komanda, ætlar að flytja flug- aðvörunar'kerfi sití frá Argentfa á Nýfundnalandi til íslands. Þessi breyting hefur bæði herstjórnar- lega og efnahagslega þýðingu í nóvemberlok var tilkynnt að yfirstjórn notkunar og viðhaids nú- verandi varnarmannvirkja á ís- landi myndi flytjast frá flugher til flota. Þessari breytingu var lýst þannig að bún væri „æskileg með tilliti til aukinnar starfsemi flot- ans í vömum NATO á norðurslóð- um“. MikUvægi hafsins milli' ís- lands og Grænlands annars vegar og fslands og Færeyja hins vegar hefur aukizt mjög bæði til sóknar og varnar. Bandaríski flotinn svo og Polaris-flugskeytakafbátarnir verða að fara gegnum þessi tiltölu lega þröngu sund til þess að kom- ast á varðsvæði sín í Noregssjó og íshafinu. Á sama hátt verða so- vézkir kafbátar að fara um þessi sund til að komast í Norður-Atl- antshafið. Flotinn hefur stundum, sérstak lega á meðan æfingar standa yfir, viðhaldið svonefndum kafbátavarn arvegg milli fslands og Færeyja. í síðustu æfingum Atlantshafs- bandalagsins í september s. 1. var þessum vörnum gegn kafbátum haldið uppi: af flugvélum, sem að allega voru staðsettar á íslandi, svo og kafbátum. Nauðsyn á slíkum „vegg" Aukning á þeim hluta kafbáta- flota Rússa, sem skotið getur eld- flaugum, nú alls um 14 kafbátar, Iiefur aukið mikilvægi viðvörunar kerfis gegr. kafbátum í pessum „íslenzku hiiðum" að opnu nafi. Rannsakaðar hafa verið ýmsar aðferðir til þess að koma á slíku viðvörunarkerfi gegn kafbátum í þessum sundum. Eitt af því, sem til greina hefur komið, er að koma fyrir hlustunarstöðvum neðansjáv ar, sem stjórnað yrði úr landi, og gætu nokkurn veginn gefið til kynna hvar kafbátar væru staddir. Kafbátastrengur yfir sundið, eða s-taðsetning bauja, sem hlustuðu eftir neðansjávarhljóðum, hafa iíka komið til greina. Allar þessar aðferðir eru dýrar og mjög tak- markaðar tæknilega. Sumt kynni að eyðileggjast vegna storrna. í bezta tilfelli gætu slík viðvörunar kerfi gefið,til kynna að eitthvað hefði farið um sundin, en skil- greining á hvað þar væri á ferð væri ómöguleg. Að svo komnu máli finnst flota- sérfræðingum nægilegt að hreyf-i anlegt viðvörunarkerfi sé fyrirl hendi af og til í þessum sundum — ekki að staðaldri, heldur óreglu lega. Þetta viðvörunarkerfi yrðii aðallega byggt á varðflugvélum fr'á landi og kafbátum með ísiand sem miðstöð aðgerðanna. ísland hefur einnig hernaðarlega þýðingu ef til árásar á Noreg kæmi, og flugvellir þar.eru gagn- legir til þess að fylgjast með skipa ferðum, gæzlu skipalesta og til veðurathuganaflugs. ýðing íslands sem flugherstöðvar og eldsneytis- geymslu er því minni en þýðing þess frá sjónarmiði flotaaðgerða. Hinn efnahagslegi þáttur En það er jafnt í sparnaðarskyni sem hernaðarlegum ástæðum, sem flotinn flytur haf- og flugaðvörun- arkerfi sitt fr'á Argentía, Nýfundna landi, til íslands. Þrjár flugdeildir — nálega 36 Constellation flugvél ar, hlaðnar radarútbúnaði — hafa verið staðsettar í Argentia, og orð ið að fljúga þúsundir mílna yfir hafið til nágrennis Azoreyja. Hlutverk þeirra er einkum að annast aðvörun um flugvélar, en þessar vélar eru einnig nytsamar að því er tekur til skipaferða og að minnsta kosti kafbáta á yfir- borði sjávar. Flotinn hefur átt í erfiðleikum við að viðhalda aðvör unarkerfi þessu úr slíkri fjarlægð vegna hins mikla kostnaðar, og naumra fjárveitinga. í raun og veru kann fjárveitingin 1962, sem háð er takmörkunum hinnar nýju stjórnar og þingsins, að verða til þess að dregið verði úr flugaðvör- unarkerfinu og það jafnvel lagt niður1'. Smala fénu Raufarhöfn, 22. desember.— Hér hefur verið einmuna veðurblíða það sem af er vetri, skotfæri um alla vegi og allt eftir því. Gæftir hafa verið heldur góðar undanfarið, en þó stirðar þesa dagana. Búizt er við hríð í kvöld. Bændur (Framhald á 15. slðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.