Tíminn - 23.12.1960, Blaðsíða 2

Tíminn - 23.12.1960, Blaðsíða 2
2 TÍMINN, föshidaginn 23. d«»Mnljpr<1960. Saud Arabíukonungur skipar nýja stjórn Hefur sjálfur tögl og hagldir. Taldi Faisal óhollan og hefur nú í hótunum vi(J hann Amman 22.12. (NTB) Ferða | menn, sem komið hafa til Ka iro frá Saudi-Aarabiu segja, j að Faisal krónprins hafi ekki j sig og stjórn sína heldur hafi Saud konungur þvingað hann til þess að gera það, en sem kunugt er af fréttum hefur Saud konungur nú tekið aft- ur alræðisvald í landinu en hluta af valdi sínu afsalaði hann til krónprinsins 1958. Þá segja fregnir frá Kairo einnig, að konungur hafi i hyggju að svipta Faisal rétti til ríkiserfða. Faisal er talinn vinsæll, einkum meðal ungs fólks í landinu, sem hann hef ur stutt til mennta. Konung- ur mun hafa verið óánægður með fjármálastefnu Faisals, sem m.a. vildi draga úr óhófs lifnaði konungsfjölskyldunn- ar. Jafnframt mun konungur hafa haft Faisal grunaðan um að standa fyrir hreyfingu, studdri af Nasser'forseta Ara biska sambandslýðveldisins, sem miðaði að því að steypa honum af stóli. Konungurinn ræður Talið er, að Faisal muni brátt halda til Evrópu og leita sér lækninga. Hann hefur þjáðst af magasári og þegar gengist sex sinnum undir upp skurð. Faisal mun hafa ætlað að fara til Evrópu nefndra er inda þegar í byrjun þesa árs, en segið því á frest ti þess að koma í framkvæmd fjármála- áætlunum sínum í landinu. Faisal var auk þes að vera forsætisráðherra og utanrík- is- landvarna- og fjármála- ráðherra. Andstæðingar hans voru fyrst og fremst s.n. frjáls lyndu prinsar I konungsfjöl- skyldunni og nú hefur kon- ungur gert einn þeirra, Talal, að fjármálaráðherra. Þá vek ur það og athygli, að konung ur hefur skipað auðsveipan fylgismann sinn í embætti ut anríkisráðherra og þykir það benda til þes, að konungur er hlynntur Vesturveldunum. Konungur verður sjálfr for- sætisráðherra en f emb- ætti þau, sem nefnd eru, hefur hann skipað menn í stöður innanríkis- atvlnnu- samgöngu- og menntamála- ráðherra. Skrautflugeldar 1 öllum regnbogans litum, stjörnurós b.ys og sólir í miklu úrvali. Símj 13508.' Kjörgí.rði Laupavegi 59 Austurstræti 1. Einörð andstaiSa (Framhald af 1. síðu). skýrslu um viðræður þær, sem fram hafa farið milli hans og brezku stjórnarinnar um híð 2 ára gamla fiskveiðistrið, sem fs- land og Bretland hafa háð. Ekki liggja fyrir neinar full- komnar upplýsingar um viðræður þær, sem Guðm. í. Guðmundsson átti við brezku stjórnina. í Lond- on eru menn heldur svartsýnir á lausn deilunnar en talsmaður brezka utanríkisráðuneytisins neitar ákveðið, að viðræðurnar hafi farið út um þúfur og full- yrðir að þeim verði haldið áfram. Brezka stjórnin hafði þó vænzt þess nú, að Guðmundsson féllist á viss grundvallaratriði en þær vonir hafa ekki rætzt, sagði tals- maður þessi jafnframt.__________ Næg og stöftug atvinna Hólmavík, 6. des. Héðan róa 3 þilfarsbátar og 2—3 trillubátar. Undanfarna daga hefur ekki gefið á sjó en hins vegar eru bátar úti í dag. Gæftir hafa annars verið ein- muna góðar til þessa og aflabrögð með lang bezta móti. Þökkum við það hiklaust friðuninni og hér má enginn til þess hugsa, að slakað verði til í þeim efnum. Samning- ar um að hleypa Bretum inn fyrir 12 mílumar eru algerlega for- dæmdir. Næg og stöðug atvinna er hér og hefur verið og er það fyrst og fremst fiskinum að þakka. Nokkúð svalara.:ér í yefíri þessa síðustu daga. Enginn , verulegur snjór er kominn en þó hefur í fyrsta skipti á þessum vetri fennt niður að sjó. Man enginn til þess að slíkt hafi dregizt fram á jóla- föstu fyrr en nú. H. S. Fréttir M landsbyggðinni Snjór til fjalla en föl í byggft Neskaupstað, 7. des. — Veður hefur lengst af verið ágætt, hér í haust, þótt nóvember væri nokkuð úrkomusamur. En svo kólnaði um síðustu mánaðamót og hefur verið mjög umhleypingasamt það sem af er desember. Kominn er tölu- verður snjór til fjalla en hér niður við sjóinn er aðeins föl. Vegir eru því fær'ir hér niðri en Oddsskarð ófært orðið og er þess ekki að vænta að það verði opnað á ný í vetur. — V.S. Mikið um skipakomur Neskaupstað, 7. des. — Bátar hafa ekki1 róið síðasta hálfan mán uðinn. Hefur verið slæmt í sjó. Flestir eru þeir nú farnjr að búa sig á vetr'arvertíð. Afli var ágætur í haust og vinna því yfírdrifin. Síðan róðrar hættu hefur einkum verið unnið að því að pakka salt- fisk og útbúa skreið til útflutnings. Óvenju mikið hefur verið um skipakomur hingað í haust. Hafa þau sótt fisk og fiskafurðir. Síldar mjölið er búið að selja og flytja út meginið af því. Einnig er að mestu lokið útflutningi á þeirri síld, sem söltuð var hér í sumar og það sem eftir er, fer bráð- lega. — V.S. MagnaÖur þurrafúi Neskaupstað, 7. des. — Sextíu tonna bátur, Björg frá Eskifirði hefur' verið í viðgerð hér í dráttar- brautinni undanfarið hálft annað ár. Kom svo magnaður þurrafúi upp í bátnum að segja má að orðið hafr að endurbyggja.hann að mestu leyti. Er því nú nýlokið. — V.S. Eins og i Egyptalandi Fáskrúðsfirði, 8. des. — í dag er hér haglél, þrumur og eldingai rétt eins og í Egyptalandi í gamla daga. Ekkert stundaður sjór núna utan hvað einn bátur fór í útilegu í gær. Hér er því lítið að gera eins og er. Bátar'nir fara að sjálf- sögðu strax út þegar veður skánai svo, að róandi verði. Annars hefui verið hér 'mesta leiðrndatíð á ann- an mánuð og sjaldan gefið á sjó þann tfma. Fram að því var indæl istíð og ágætisafli, einkum á minni bátana, svo er útfærsla landhelg- innar fyrir að þakka. Snjór er lítill hér niðri' en dá- lítil storka. Sæmilegt jarðlag þó fyrir sauðfé. Fjallvegir aMir teppt ir og verður ekkert komizt á bíl héðan úr sveitinni nema til Stöðv arfjarðar. — S.Ó. Hundra'b minkar lágu Kárastöðum, 7. des. Hér í sveit er nú búið að taka lömb og flestir munu vera í þann veginn að taka fullorðið fé. Heimtur voru góðar í haust enda lítið vart við tófu en hún á það til, að reynast hér skæð. — Herferðin gegn minkimum hef- ur gengið allvel. Mun búið að vinna um 100 dýr í ár. Við höfum minkahund og er hann atkvæða- skepna við þessar veiðar. skepna við þessar veiðar. G. E. Hægt aí selja meira Kárastöðum, 7. des. Veiði í Þing- vallavatni hefur verið með minna móti í haust svo að Samband ísl. samvinnufélaga, sem unnið hefur sæmilegan markað fyrir murtu í Sviss, fékk ekki svipað því það magn, sem seljanlegt var. Veiðin er mjög misjöfn frá ári til árs. Nokkur brögð eru að því, að net hafi tapast í vatninu. Festist í þeim gróður og dregur þau í kaf. Oftasi er þó hægt að slæða þau upp aftur. G. E. HBNAR HEIIV8SÞEKKTU SAUMAVELAR Automatic gerð 320 er skemmtileg vél, sem auðveldlega saumar hnappagöt, bætir, rykkir, fellir og faldar. Gerð 201 er létt og hentug í meðförum, saumar beinan saum greitt og áferðar fallega. Gerð 185 er minni vél á lágu verði, þægi leg fyrir allan venjulegan saum. w.mmv.vóv.w, JWWWUVIWUWUWW Gerð 306 er zig-zag vél, hentug til að ganga frá saumum og gera hnappagöt, auk þess saumar hún fallegt beint spor. 4 GERÐIR ív.w.w.v.v.-.-.-.w.w.w.-.w.-.w.v.-.w.-.::vaw.waw.s-.w.w.w.vvw.%w.w.vw.w.%-.w.v.w.v.-.w.'.v.w.%v.w.v.w.v.v :: :: :: !■ f-—nrnimriinr.-iiii i -—■* *■■«-»«-«>■«— !• KoiPÍð 9g prófíð SINGER saumavélarnar sjálf Þær létfa yður saumaskapinn Spara tíma 02: peninga S I NGE R fæst með hagstæðum greiðsiuskilmálum AUSTURSTRÆTI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.