Tíminn - 23.12.1960, Blaðsíða 5

Tíminn - 23.12.1960, Blaðsíða 5
3 TÍMINN, f5s*ndaginn 23. desember 1960. Útgetandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN, FramJtvæmdastlóri: Tómas Araason Kit- stjórar Þórarinn Þórarinsfeon (áb.i, Andrés Kristiánsson Fréttastlóri: Tómas Karlsson. Auglýsinsast.i Egill Blaraason Sknistofur í Edduhúsmu — Símar 18300 18305. Auglýsmgastml 19523 Afgrelðsluslml: 12323 — Prentsmiðian Edda h.f 1 landkúnaðarmálum Sendibréf frá Sandströnd Alþýðuflokksstefnan Miklar umræður urðu, sem Kunnugt er, í efri deild Alþingis um frumv F1 amsóknarmanna um ræktunar- sjóð og byggingarsjóð. Gylfi Þ. Gíslason menntamálaráðherra mun hafa pantað það hjá ríkisstjórnmni að mega tala fyrir henriar hönd í þessu máli, enda dró Ingólfur Jónsson landbún- aðarráðherra sig í hlé tyrsta kastið, og lofaði Gylfa að tala. Gylfi réðist með ot'forsi miklu að Framsóknarmönn- um, sem áttu sæti í banKaráði Búnaðarbankans á undan- förnum árum. Talaði ráðherrann um stjórnleysi þeirra á sjóðunum, sem væri hneyksli og fjárglæfrar Afbrot Framsóknarmanna voru þessi, að sögn menntamáiaráð- herrans: I. að lán til bænda væru með of lágum vöxtum. J. að bændum hefði verið lánað meira en nettó- tekjum sjóðanna nam. 3. að lánin væru til of langs tíma. 4. að ekki hefði það ákvæði verið sett í skuldabréfin, að ef gengislækkun yrði, skyldu þessar skuldir bænda hækka sjaifkrafa að sama skapi. Á allt þetta hlustaði Ingólfur landbúnaðarráðherra af mestu velþóknun og hafði engar athugasemdir að gera við málflutning merntamálaráðherrans Alþýðuflokkurinn vc-it sem er, að hann á ekkert fylgi í sveitum landsins, sem ekki er heldur von Hann sér því að hann hefur engu fylgi að tapa þar, þótt hann rógberi bændastéttina. En Alþýðuflokkurinn ætti að hugleiða það, þótt hann vilji taka að sér hlutverk Sjálfstæðismannsins, sem vill fækka bændum um helming, að afleiðingarnar munu segja til sín í bæjunum. Stórkostlegur fólks^traumur úr sveitum til sjávar- síðunnar þrengir á vinnumarkaðinum þar. Svo getur farið áður en langt um líður að ekki verði alltaf mikil atvinna í bæjunum, ef „viðreisnm“ heldur áfram eins og nú horfir. Ef þessu fylgir svo tiltinnanlegur skortur á mjólk, kjöti og öðrum landbúnaðarvörum er ekki ó- líklegt að Alþýðuflokksstefnan í landbúnaðarmálum verði íbúum bæjanna eíns sársaukaíull og bændunum sjálfum. Forystumenn Alþýð iflokksins hafa sýnt það fyrir löngu síðan, að þeir teija sig hafa önnur ráð til öflunar landbúnaðarvara en að sækja þær til bænda. Tveir af þremur ráðherrum Aibýðuflokksins eru Hafnfirðingar. Þeir höfðu forgöngu um það á sínum tíma, að Hafnarfjarðarbær kæmi upp stórbúi < Krýsuvík, er gæti fullnægt Hafnfirðmgum með landbúnaðarvörur. Þar var hafizt handa :nn byggmgar og ræktun. íbúðar- hús, fjós, hlaða, votheysrurnar o. fl. risu af grunni. Nú skyldi sýna þjóðmni, að Albýðuflokiísstefnan í landbúnaðarmálum heíði þá yfirburði, sern ekki yrði deilt um. Og hvernig fór? Eru ekki ræktunarlöndin í Krýsu- vík orðin glæsileg? Mjc’ka þær ekki dásamlega Krvsu- víkurkýrnar? Eru ekki Krýsuvíkurdíikarnir fallegir’ Er ekki þörfum Hafnfirðmga fullnægt með Krýsuvíkur- afrekum Alþýðuflokksins Eða er þetta kannskt öfugt? Ræktunin engin. íbúð- arhúsin auð, fjósið tórat, kýrnar engar féð ekkert og upp úr öllu saman stanria tveir tomir votheysturnar, sem minna á tvo ráðherra, er tölriu sig hafa yfirburði í landbúnaðarmálum. í dag er það þó stefna þessara manna, er markar að- gerðir ríkisstjórnarinnar í landbúnaðarmálunum. Stefán Jónsson: SEINDI- BRÉF FRÁ SANDSTRÖND. Bókaútgáfa Menningar- sjóðs, Reykjavik 1960. Að öðrum verkum Stefáns Jónssonar ólöstuðum held ég að mesta afrek hans til þessa sé sögurnar af Hjalta litla. Að vísu er alllangt um liðið siðan ég las þær bækur en mér finnst ég gæti lesið þær mér til á- nægju enn í dag. Það yrðu mikil vonsvik ef þetta hug- boð reyndist rangt. í Hjalta- sögunum fellur saman inni- hald og frásagnarmáti svo að ekki verður betra á kosið, stíll höfundar hæfir efnivið hans fullkomlega og er um leið einkar persónulegur; út- varpslestur Stefáns á þess- um sögum veit ég að er mörg um minnisstæður. Stefán skil ur börn næmum skilningi og tekst að gæða hann skáldlegu gildi í þessum sögum; þær eru bókmenntir, ekki „bara barnabækur". Því er hér rætt um Hjalta- sögurnar, að mér finnst stíls- máti Stefáns Jónssonar í nýrri skáldsögu, hinni fyrstu „fyrir fullorðna“ frá hans hendi, minna mjög á þessar bækur; og er það ekki sagt verkinu til lofs. Það skal strax tekið fram að þessi saman- burður er gerður eftir minni, mér eru Hjaltasögurnar ekki tiltækar til nákvæmrar hlið- sjónar. En hvað sem því líður er víst að hinn einfaldi, end- urtekningasami stíll Stefáns verður býsna þreytandi í Sendibréfi frá Sandströnd, einföld áhrifsbrögð hans, sem vel njóta sín og eru trúverð- ug í barnabókunum verða hér grunnfærin og ósöguleg Það er því engin furða að sú per- sóna sem minnisstæðust verð ur úr þessari bók er litli strák urinn, Palli, þar bregzt Stef- áni hvorki íþrótt né skilning ur, en til fullorðins fólks virð ist sálfræðilegur skilningur hans miklu siður ná. Við þetta bætist að allmik- il lýti eru á byggingu sögunn ar. Hún hefst á sex stuttum inngangsköflum þar sem rak in er saga þorpsins Sand- strandar í hraðri og allminni- legri frásögn. Síðan tekur við sjálft sendibréfið frá Sand- strönd og er allur meginhluti bókarinnar. Víst er þessi inn gangur óaðskiljanlegur hluti sögurinar og nauðsynlegur til skilnings á henni, en engu áð síður skortir á eðlileg tengsl milli beggja hluta hennar, þar verður brotalöm. Eg held það hefði orðið verkinu til bóta og lyft því að mun hefði Stefán frekar tekið þann kost að byggja forsöguna inn í sjálfa meginsöguna, frásög-1 una af vist Þorvaldar á Sandströnd. Eins og sagan1 stendur nú er hún ekki heilleg, Sandstrandarannáll j verður aðeins þurrleg frá- saga og þess megnugur að veita þorpinu skáldlegt gildi; lesandinn sér það aldrei í heildarsýn nútíðar og fortíð ar eins og sjálfsagt er þó mein ingiri. Nii'iriá ekki skilja þetta svo að Sendibréf frá Sandströnd sé með öllu forkastanleg bók. Fjarri fer því; ég held meira að segja að sagan leyni þó nokkru á sér undir þurrlegu yfirborðinu. Mannlýsingar eru þarna nokkrar skilmerki- legar og minnisstæðar; ég nefndi áðan drenginn, aðrar eru til dæmis Hinrik Hansen, yfirborðslegur og fljótfær en drenglyndur, listmálarinn Pét ur Böðvarsson með listdraum- inn óskertan undir hrjúfri skelinni og kona hans, sem öllu stýrir, Ásgeir á Barði, Sveinn í Mörk og Jóna Þor- móðsdóttir, öll smáfólk á Sand strönd. Allt þetta fólk er ein- falt að gerð og reyndar í ætt við börn, og hér tekst Stefáni upp, mynd þess vermir skýr og ágætlega trúverðug. Mlöu síður ræður hann vlð fólk sem stýrir örlögum í sögunni. Árni er hálfgerð hulduvera eins og til stendur en sneydd- ur þeirri dul sem gæti gefið honum reisn og gert máttar- vald hans á Sandströnd trú- verðugt. Eftir nafni Þóru stendur spurningarmerki í skrá um sögufólk og eru fyrir því gild rök: staða hennar I sögunni er lítt skiljanleg alveg eins og fortíð Þorvaldar er öll í þoku og verður ekki til að hækka flug sögunnar eða auka lesanda skilning á honum sjálfum eða sögu hans á Sandströnd. Bezt tekst Stef- áni upp með Ragnhildi Han- sen, það er vel gerð kona og töfrar hennar trúlegir, snjöll lýsingin á valdi hennar yfir þeim báðum Árna og Þorvaldi. Þorvaldur sjálfur er eins og fyrr segir heldur óljós per- sóna. Mér er jafnvel ekki grun laust um að höfundi sé sjálf- um ekki með öllu ljóst hvað hann vilji með þessari persónu sinni. Þar með stendur og fell ur verkið, huldublærinn sem er yfir sögunni þrátt fyrir allan skilmerkileik í frásögn verður þreytandi vegna þess að tákn hennar virðast hafa mjög óljóst inntak, manni verður lítt eða ekki ljóst við lesturinn um hvað Stefán er í raun og veru að skrifa. Og sjálf sagan, atburðarásin í einfaldri merkingu orðsins, er ekki nóg til að halda áhuga lesandans föngnum. Þessi saga gekk næst á eftir Virkisvetri í verðlaunasam- keppni Menningarsjóðs. Stef- án Jónsson hefur sjálfur gert þá klóklegu athugasemd í blaðaviðtali aö Virkisvetur sé að vísu glæsileg saga en þó hyggi hann að Sendibréf frá Sandströnd reynist endingar betri til lengdar. Vel má vera að hann hafi rétt fyrir sér, sagan búi yfir duldum kost- um, þótt þeir liggi ekki á yfir borði hennar. Mér sýnist sönnu nær að bókin se að vísu allvel unnið verk og sitthvað hugvitsamlegt og skemmti- legt þar að finna. En í heild skortir hana mjög skáldleg- an þrótt, hún er öll á lengd- ina. en mjög brestur þar á ’ æð og dýpt. Ó.J. Galdra-Loftur á Sauðárkrók Leikfélag Sauðá”króks im sýndi Galdra-Loft Jóhanns Sigurjónssonar hinn 13. þ. m. Þetta gamla — en þó síunga — félag hefur áratugum saman haldið uppi mikilli menning- arstarfsemi. Félagið hefur á hverjum vetri sýnt eitt eða fleiri leikrit — og sja'd-" áð- izt á garðinn, þar sem hann var lægstur. Auk fjölmargra sjónleikja erlendra hefur það, ef ég man rétt, sett á svið flest leikrit íslenzk, þau sem veigamest eru, — og nú síð- ast Galdra-Loft Félagið hef ur jafnan haft ýmsum góðum leikurum á að skipa, sumum ágætum. Nú um langa hrlð hef ur Eyþór Stefánsson tónskáld verið leiðbeinandi félagsins og leikstjóri, og löngum farið sjálfur með hin veigamestu hlutverk. Hefur honum, þess um fjölhæfa og frábærlega smekkvísa listamanni, jafnan farizt hvort tveggja með mikl um ágætum. Galdra-Loftur er harmleik- ur, sem gerir miklar kröfur til leikenda. Persónur eru fáar oá eigí nema þrjár eða fjórar, er bera leikinn uppi. En í munn þeirra er lögð slík Ijóð- ræn speki, svo töfrandi skáld skapur, að ekkert má tafsa eða mæla of hratt, engin setn ing má falla dauð til jarðar, ef leikurinn á ekki mikils að missa í áhrifum sínum. Jó- hann Sigurjónsson var fram ar öllu Ijóðrænt skáld. Tilsvör in í Fjalla-Eyvindi og Galdra- Lofti tindra og glitra af ljóð rænum töfrum. Því verða per sónur hans hinar helztu alltaf vandleiknar og viðvaningum oftast ofurefli. Hér tókst þó vel til, þegar alls er gætt Má raunar furðu gegna hversu l'vialítið leikendum tókst að skila svo torveldu lilutverki. Á hinn ágæti leikstióri þar (Framhald á 10. síðin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.