Tíminn - 23.12.1960, Blaðsíða 1

Tíminn - 23.12.1960, Blaðsíða 1
Jólaösin nær hámarki í dag - Þorláksmessu Þessa mynd tók Ijósmyndari blaðsins í gær í Kjörbúð SÍS í Austurstræti. Miki! ös var, og gera má ráð fyrir að ekki verði hún minni í dag, en kunnara er en frá þurfi að segja að Þorláksmessa rekur endahnútinn á jóla- ösina. (Ljósm.: TÍMINN, K.M ). Er einörð andstaða þjóð- arinnar að bera árangur? Fá fimmtán þús- und fyrir róður Róa á miðnætti og koma upp úr hádegi daginn eftir að landi 2,500 krónum ríkari Rsufarhöfn, 12. des. — Tveir dekkbátar, sem v-éðan róa, hafa fengið bráðgóðan afla að undanförnu, en bessa dagana hefur ekki gefið á sjó. Bátarnir hafa fengið 5—6 t. í róðri, bæði ýsu og þorsk. Bátar þessir nota styttri línu en tíðkast sunnanlands. Þeir hafa verið með 36 stampa, fjögurra strengja. Á hverj- um bát eru 3 menn, og í landi eru 2—3. Aflinn, sem gefur um 15 þús. í aðra hönd skipt ist því milli 5—6 manna Það er góður jólaglaðningur. Ýsan eykst. Bátarnir íóru út á miðnætti og komu aftur um tvöleytið daginn eftir. Þeir róa stutt, og aflinn er oftast fveir þriðju hlutar þorskur, en afgangur- inn ýsa. Það er sftirtektar- vert, hve ýsan hefur aukizt, síðan landgrunnið var friðað, því áður var varla hægt að segja aö það þekktist að fá ýsu á grunnmiðum, og begar hún fékkst voru það pölvað- ir tittir. Nú fer hún öit va_x- andi, stór og falleg. J.Á. Samkvæmt frétt sem blað- inu barst í gær frá NTB-frétta- stofunni. virðist sem hin ein- arða og almenna andstaða ís- lenzku bjóðarinnar gegn samningunum við Breta um landhelgismálið sé farin að bera árangur og kveða að eín- hverju marki niður undir- lægjuhátt íslenzku ríkisstjórn- arinnar ( þessu mesta hags- munamál! íslenzku þjóðarinn- ar. Segja má þó að ekki sé rétt að fuilyrða nokkuð í þá átt á þessu stigi málsins og því sé enn þörf á skeleggri bar- áttu ístenzku þjóðarinnar fyrir sæmd sinni og hagsmunum í þessu máli Ef til vill hafa Bretar lesið slíkan undirlægju- hátt úr ræðum ráðherrans um þetta mái undanfarnar vikur að þeir hata talið sér óhætt að ganga á lagið og gerast óbil- gjarnari í kröfum sínum. Eftir því sem fréttin hermir mun viðræðunum verða naldið áfram og íslenzka ríkísstjórn- in virðist því enn hafa áform um að hundsa vilja þjóðarinn- ar í þessu máli. Enn er því rík þörf einbeitts og samstillts átaks þjóðarinnar svo ríkis- stjórninni verði að fullu Ijóst að þjóðin mun ekki þola neinn undanslátt frá 1? mílna fisk- veiðilandhelginni umhverfis landið og að sigurinn í málinu verði af henni hafður. Hér fer á eftir fréttaskeyti NTB: Glasgow 22/12 (NTB). — Guð- raundur f. Guðmundsson utanrík- isráðherra íslands hélt heiraleiðis til Reykjavíkur dag og mun gefa íslenzku ríkisstjörninni (Framhaid á 2. síðu). Allflestum bjargaS úr olíuskipinu — bls. 3

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.