Tíminn - 06.01.1961, Síða 2

Tíminn - 06.01.1961, Síða 2
2 TÍMINN, föstudagina 6. jamiar 1961, Reynt að forSa strasdi (Framhald af 1. síðu.) Viðskiptamálaráðherra hefur tjáð mér, að sjávarútvegurinn eigi nú við að etja reks'trarfjárörðug leika, er einkum stafi af þvi, að fyrirtæki hafi á undanförnum ár- um ekki fengið nægilegt fjármagn til langs tíma vegna þeirra fram- kvæmda, sem þau hafa ráðizt í. Um leið og vertíð hefst sé því nauð synlegt að gera ráðstafanir til þess að allmiklu af skuldum sjávarút- vegsins til skamms tíma verði breytt í löng lán. Ríkisstjórnin telur því brýna nauðsyn bera til, að stofnlánadeild sjávarútvegsins verði nú þegar heimilað að opna nýja lánaflokka, er geri henni kleift að vinna að lausn þessara mála. Jafnframt er nauðsynlegt að ákvæði séu sett um heimild til tímabundinnar innheimtustöðviín- ai, sem grípa megi til, ef á þarf að halda, til þess að koma í veg fyrir rekstrarstöðvun á meðan ver ið er að athuga fjárhag fyrirtækja sem sækja um lán. Með því að ég felst á, að brýna nauðsyn beri til að setja viðbótar lög um stofnlánadeild sjávarútvegs ins, eru hér með samkvæmt 28. gr. stjórnarskrárinnar, gefin út bráða birgðalög á þessa leið: 1. gr.: Stofnlánadeild sjávarút- vegsins er heimilt að opna nýja lánaflokka í þeim tilgangi að bæta fjárhagsaðstöðu fyrirtækja, er stunda sjávarútveg og fiskvinnslu og hafa ekki á undanförnum árum fengið nægilegt fjármagn til langs tíma til þeirria framkvæmda, sem þau hafa ráðizt í. 2. gr. Lán þessi sikulu aðeins veitt gegn veði í fiskiskipum, vinnslu- stöðvum og vélum sjávarútvegsins og með einfaldri ábyrgð viðskipta- banka viðkomandi fyrirtækis. Lánstíma skal miða við áætlaðan endingartíma hinna veðsettu eigna. Hámarkslánstími skal vera sem hér segir: Lán út á fasteignir 20 ár, lán út á skip 15 ár og lán út á vélar 10 ár. Vaxbakjör skulu ákveðin af stjórn stofnlánadeildarinnar að höfðu samráði við ríkisstjórn. Aður en lán er veitt, skal fara fram nýtt mat hinna veðsettu eigna, þar sem þær skulu metnaT1 til endurkaupsverðs að frádregnum afskriftum, er miðist við rýrnun eignarinnar frá því að hún varð til. Telji stjórn stofnlánadeildarinn- ar, að fengnum tillögum frá við- skiptabanka umsækjanda, þörf á sérstakri athugun á fjárhag um- sækjanda, áður en unnt verði að afgi'eiða lánbeiðni frá honum, getur hún tilkynnt það skiptaráð- anda, og er þá hvers konar kyrr- setning eða aðför vegna skuldbind- inga lánbeiðanda óheimil á hendur honum og ábyrgðarmönnum hans, þangað til lánsumsókn hefur ver'ið afgreidd, þó aldrei lengur en til 31. desember 1961. Eigi verður bú hans heldur tekið til gjaldþrota- skipta á því tímabili. Frá því stofnlánadeild hefur sent ofangreinda tilkynningu til skiptar’áðanda og þar til lánsum- sókn hefur verði afgreidd, þó ekki lengur en til 31. desember 1961, má lánbeiðandi ekki selja eignir sínar umfram venjulega afurða- sölu og ekki veðsetja þær nema fyrir nauðsynlegum rekstrarlánum og yfirléitt ekki gera neinar þær ráðstafanir, er veruleg áhrif geti haft á efnahag hans. 4. gr. Lánveitingar samkvæmt lögum þessum skulu háðar ákvæðum laga nr. 41/1946, þó ekki ákvæðum 3.— 11. greinar. í reglugerð, sem ráðherra sá, sem fer með bankamál, gefur út að fengnum tillögum stjórnar stofn- lánadeildarinnar, skal setja nánari reglur um lánskjör og önnur atriði, eftir því sem ástæða þykir til. 5. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. Gjört í Reykjavík, 5. jan. 1961. Ásgeir Ásgeirsson. (L. S.) Gylfi Þ. Gíslason. Segir lausu starfi Á fundi bæjarráðs 27. des. s. 1. var lagt fram bréf frá skjala- og minjaverði, þar sem skýrt er frá að Oddur Björnsson, starfsmaður við safnið hafi sagt lausu starfi sínu. SamiS um kaup á íbuðarskúr Á þessum sama fundi heimilaði bæjarráð húsnæðisfulltrúa að semja um kaup á íbúðarskúr Hallmundar Sumarliðasonar, Setsvör 2, svo sem lagt var til í bréfi hans dags. 22 þ. m. Brottflutningur á skúr samþykkt Á fundi bæjarráðs var lagt fram bréf Þorgeirs Jóhannssonar, dagsett 10. þ. m., um brottfl'utning skúrs, er stendur á lóðinni nr. 24 við Álf- heima, og ennfremur lögð fram um- sögn lóðanefndar. Féllst bæjarráð á umsögnina. Stöftumælar vií Tryggvagötu Á þessum sama fundi var lagt fram bréf frá lögreglustjóra, dagsett 22. f. m., með þeinri tiUögu umferðar nefndar frá 30. nóv., að stöðumælar verði settir upp í Tryggvagötu, sunn anmegin götunnar frá Pósthússtræti að Ægisgötu, með þeim undantekn ingum, að bifreiðastöður verði bann aðar frá Naustunum að Grófinni og á beygjunni við vélsmiðjuna Hamar. Stöðutími verði 15 og 30 mínútur. Skautar hverfa í fyrraikvöld var piltur nokkur, 11 ára að aldri, að koma frá því að leika sér á skautum á Tjörninni, en gleymdi skautunum sínum í biðskýli strætisvagnanna við Kalkofnsveg. Þetta voru brúnir skautaskór með hvítum reimum, stærð nr. 38, og voru skautarnir festir undir með eir- nöglum. Tegundin heitir Ving, og skautarnir eru hlaupaskautar. Sá, sem fann skautana, eða aðrir þeir, sem upplýsingar geta gefið, eru beðnir að láta rannsóknarlögregluna vita. ICona öklabrotnar Kl. 18,20 í gærkveldi datt kona i tiúsasundi við Laugaveg 67 og mun sennilega hafa brotnað á hægra ökla. Konan heitir Aðalheiður Þór- arinsdóttir. Var hún flutt á slysa- varðstofuna. Fyrirsögn í ÁlfiýðublaSinu í gær: Alþýðutólaðið kom fram með merkilegt nýyrði í gær. Menn kannast við topphænur, toppendur, toppfigúrur og toppídíóta, — en nú hafa topp- kratar bætzt í safnið. Innbrot á Ákranesi í fyrrnótt var brotist inn í skrifstofu Sigurðar Hallbjörns sonar h.f. á Akranesi, en skrif stofa þessi er uppi á lofti í fiskvinnslustöð fyrirtækisins, á svokölluðum Kampi við Vest urgötu. Hafði þjófurinn kom izt inn í gamalt hús eða skúr sem áfastur er aðalbygging- unni, brotið upp hurð á milli og þannig komizt inn í aðal- bygginguna. Síðan hélt hann upp á loft, reyndi fyrst að brjóta upp timburþil að skrif stofunni, en það gekk ekki sem bezt. Sprengdi hann hurðina þá upp. Á skrifstofunni var ekki peningaskápur, heldur læst skrifborð. Sprengdi þjóf urinn það upp og náði í 3000 krónur í seðlum. í skrifborð- inu var einnig talsvert af vinnulaunum í umslögum, en annað hvort hefur þjófurinn ekki tekið eftir þeim, ellegar haldið að í umslögunum væri ávísanir, og voru þau þess vegna ósnert. — Málið er í rannsókn. -Guðm. Grænlahd (Framhald af 16. síðu). ungu. í fyrstu kom það ekki út nema einu sinni á ári eða svo og var dreift um eins og bók og allir lásu með mikilli áfergiu. Árið 1952 var blaðið Fjórir Akur- eyrartogarar bundnir Fjórir togarar ÚtgerSarfé- lags Akoreyringa h.f. eru bundnir við bryggju síðan fyrir áramótin, og er ekki fyrir séð, hvenær þeir komizt á sjó, vegna fjárhagskreppu útgerð arinnar. Útgerðarfélagið gaf í gær út fréttatilkynningu um ástandið þar sem segir, að áfallin iðgjöld af tryggingum skipverja hjá trygg- ingastofnun ríkisins og ógrerdd útflutningsgjöld af ísfis'kförmum seldum erlendis nemi meira fé en félagið hafi getu til að leggja út. Látið er í ljós það álit, að meðan aflabrögð og veðurfar haldast svip- uð og að undanförnu sé ekki væn- legt að senda togarana til veiða. Skipin eru hins vegar höfð reiðu- búin í von um að greitt verði af opinberr'i hálfu úr fjárhagsörðug- leikum útgerðarinnar, og skiþverj- ar félagsins verða á kaupi, þar til annað verður ákveðið. — Fimmti togari útger'ðarfélagsins er á veið- um. svo sameinað Grönlandspost- en. Ritstjórar voru lengst af Grænlendingar. Fréttir M landsbyggðinni Fagnaí nýju ári Siglufirði, 3. jan. — Hér var gamla árið kvatt með venjulegum hætti, og fór það allt fram með rólegheitum og spekt. Tendruð voru blys að venju í hlíðinnj fyi'ir ofan bæinn — í Hvanneyrarskál frammi á brúninni og upp í hlíð- inni beggja megin. Voru þar allt 60 blys. Neðan við skáltna í hlíðinni var svo aftur raðað bálstöngum svo að mynduðu ártalið 1961. Skíðamenn stóðu fyrir þessu að vanda. 2 skip voru í höfninni, og var þaðan skotið miklu af flug- eldum. Álfadans og brenna voru niðrr í bænum, og fjölmenntu bæj arbúar þangað. Stóðu kennarar og nemendur Gagnfræðaskólans fyrir þeirri skemmtun. BJ. „Einar Hálfdáns“, nýr látur Bolungarvík, 5. jan. — Nýtt 250 lesta austur-þýzkt skip kemur til Bolungarvíkur í kvöld. Eigandi er Einar Guðfinnsson, en skipstjóri er Hálfdán Einarsson, einn afla- sælasti skipstjóri þeirra Bolvík- inga, sem kemur með skipið frá Þýzkalandi. Nafn .hins nýja skips er Einar Hálfdáns, og verður það gert út á línu þegar í stað upp úr helginni. GS. , Bátar í slipp Eyrarbakka, 4. jan. — Vertíðar- undirbúningur er í fullum gangi hér í slippnum, en þar eru nú fimm bátar. Einn er kominn á flot. Ekki er venjulegt, að róðrar séu hafnir héðan fyrr en viku eða hálfan mánuð af janúar. ÓM. Þeir fóru heldur betur „á ba(J“ ísafirði, 4. jan. — í fyrradag lön^uðu hér nokkrir togarar smá- slöttum af fiski, 8—20 lestum. Þetta var heimatogarinn Sólborg, Maí og Karlsefni að sunnan og svo einn færeyskur togari. f hópi skip- verja var margur „vaskur“ drengur, og gerðist hin mesta óöld í bænum við komu S'kipanna og drykkjuskapur svo að til vand ræða horfði. Brúarfoss kom hing- að til að taka 800 lestir af fiski- mjöli til útflutnings, og er þetta fyrsta koma skipsins hingað. GS. PatreksfjarÖarbátar róa Patreksfirði, 5. jan. — Héðan var farið í róðra strax um kvöldið 1. janúar. Bátarnir eru 4, og bezti afladagurinn var í gær, 6—8,7 lest- ir. Gæftir hafa að vísu verið mis- jafnar, og ekki hægt að sigla á beztu miðin, norðvestur af Bjargi, af þeim sökum. Kaldbakur h.f., eitt Vatneyrarfyrirtækjanna, hefur tek ið austur'-þýzka togarann Pétur New York/Havana 5. |an. (NTB) — 65 starfsmenn sendi ráðs Bandaríkjanna í Havana, komu til Palm Beach á Florida í dag. 10 starfsmenn eru eftir í Havana en þeir eru væntan legir heim mjög fljótlega. — Sviss mun eftirleiðis gæta hagsmuna Bandaríkjanna á Kúbu. Blaðafulltrúi sendiráðsins kvað það ekki hafa komið á óvænt að Thorsteinsson á leigu hjá Suður- fjarðarhreppi, sem kominn var í þrot með reksturinn, og gerir hann út á línuveiðar héðan. Heyrzt hef ur einnig, að fyrirtækið muni kaupa annan hát og gera út héðan, og munu þá róa héðan 6 skip í vetur. Bátarnir hafa í haust og fram að áramótunum aflað 130— 200 tonn hver, og má það heita sæmilegt en lakar'a þó en árið áð- ur. S.J. Flestir vegir færir Reyðarfirði, 3. jan. — Hér hefur verið blíða síðasta tímann og snjó- laust að kalla í byggð. Góð færð er nú orðin yfír dalinn til Egils- staða. Eskifjarðarvegurinn er op- inn, en Fáskrúðsfjarðarleiðin lok- aðist 22. des., og er það óvenju seint. 2—4ra stiga hiti er hvern dag, og helzt má það að veðri finna, að það hefur verið vætu- samt. MS. stjórnmálasambandi var slitið við Kúbu. Hins vegar eru blöð víðs- vegar um heim ekki á einu máli um þetta. Kommúnistablöð telja þetta lið í undirbúningi að inn- rás á Kúbu, og blöð á Bretlandi telja, að stjórnmálaslitin hafi verið fijótfærnislegur verknaður og ó- nauðsynlegur nú rétt fyrir stjórn arskiptin. Bandaríkin vísa á bug ásökunum Kúbu um innrás á eyna. Hins vegar segjast andbyltingar- menn á Kúbu albúnir að láta til skarar skríða í byrjun febrúar en þeir muni ekki fá styrk frá Bandaríkjunum. Stjórnmálaslitin fljót færnisleg ákvörðun

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.