Tíminn - 06.01.1961, Síða 9

Tíminn - 06.01.1961, Síða 9
TÍMINN, föstndaglnn 6. janúar 1961. 9 í dag er sextugur Tómas Guðmundsson, skáld. í stuttri blaðagrein eru eng in tök á að rekja ævi og þroskaferil skáldsins til neinn ar hlítar, eingöngu bent á nokkur atriði í skáldskap og lífsviðhorfi þessa ljóðsnillings íslendinga. Þeim sem nota vilja afmæli Tómasar til glöggvunar á skáldinu og manninum, skal bent á bráð skemmtilega og fróðlega sam talsbók Matthíasar Jóhannes sens en hún er nýlega komin út á forlagi Almenna Bóka- félagsins. Þá hefur Helgafell gefið út heildarsafn af ljóð- um Tómasar í tilefni dagsins og fylgir því safni ítarlegur ,formáli Kristjáns Karlssonar. Tómas Guðmundsson hefur hvorki lifað viðburðaríka né stórbrotna ævi, sé litið á ytri atvik eingöngu. í æviskrám er þess getið að hann sé fædd ur þennan dag fyrir 60 ár- um á Efri-Brú í Grímsnesi, sonur hjónanna Steinunnar Þorsteinsdóttur og Guðmund- ar hreppstjóra Þórarinssonar. Stúdentspróf 1921, kandídats- próf í lögfræði 1926, málflutn ingsmaður í Reykjavík 1926— 1929, aðstoðarmaður á Hag-j stofu íslands 1929—1943. Svo litsnauð upptalning ár- tala og atvika segir lítt til um það, að hér er á ferð eitt þroskaðasta og listrænasta ljóðskáld þjóðarinnar, skáld sem veitti þrá og söknuði heillar kynslóðar útrás í lif- andi orði. Skáld sem auðgaði ljóðheim íslendinga að fín- gerðari lyrik en áður hafði heyrst og nam ný lönd hugar og hjarta. Tómas Guðmundsson ólst upp heima í Grímsnesinu unz hann fer til Reykjavíkur og sezt í fyrsta bekk Menntaskól ans. Bráðungur hafði hann fyllt þykkar stílabækur af kvæðum og vísum, lært af móð ur sinni af festa sér fegurð- ina í minni, reikað um skóg- inn sem angaði allan daginn og látið sig dreyma við elfunn | ar söng. Víst er um það að söngur elfunnar niðar í flest j um ljóðum hans síðan og verð i ur því greinilegri sem lengra: líður frá því hann reikaði drengur á bökkum Sogsins. ( Og hvort skyldi vísir að hóg | látri og innlifaðri kímni: skáldsins lejmast í tilsvari sem sveitungar hans hafa eftir honum þriggja ára gömlum. Frænka hans ein dvaldi á heimilinu og tók ó- spart í nefið, einn morgun réttir hún sveininum pontu sína og spyr hvort hann vilji fá sér í nefið. Tómas lét ekki á sér standa en fyllti nasirn- ar af tóbaki, hnerraði síðan ósköpin öll, kastaði upp og fékk óstjórnlegan svima. Síðar sama daginn þegar drengur- Inn hafði nokkum veginn náð sér eftir þessa hrellingu, rétti frænkan pontuna að honum aftur og bauð honum meira. „Nei, ég tek ekki í nefið nema einu sinni á dag“, svaraði Tómas. Leiðin liggur úr friðsælu bernskunnar í upplausn og ólgu Reykjavíkurlífsins. Borg in tekur á móti hinum hrif- næma sveini með ljóðum, víni og söng. Gömul siðalögmál og lífshættir höfðu farið for- görðum með breyttum þjóð- Sextugur í dag: Tómas Guðmundsson skáld III : féiagsvenjum og upplausn eftirstríðsáranna. Fegurðin, ástin og sorgin eru leiðarstjörnur hins óstýri láta unga skáldakyns sem vex úr grasi. Tómas er ölvaður af unaðsemdum lífsins, sólskinið ljómar í Austurstræti og hann á stefnumót fyrir sunnan Fríkirkjuna, jafnvel kola- kraninn finnur náð fyrir aug um hans og verður að skáld- skap. Hér lærðist oss að skrópa úr lífsins skóla. Hér skalf vort hjarta sumar- langt af ást. Og þótt hún entist sjaldan heila sóla. fann sál vor nýja, þegar önn- ur brást. Tómas yrkir um Reykjavík og lítur borgina nýjum aug- um, hann er fyrstur allra skálda að sjá höfuðborgina í skyni draums og ævintýrs og lesendur hans uppgötva fullir undrunar að umhverfi þeirra er þrungið Ijóðrænum og skáld legum töfrum, þrátt fyrir skarkalann, kotungsbraginn, drabbið. Strætin syngja. Gatan glóir. Grasið vex á Arnarhól. Tómas nýtur lífsins, æsku og ástar. Á þessum árum höf um við fyrir satt að ungt skáld ; í menntaskóla (4. bekk?) hafi lötrað þungt hugsi í kringum | Tjörnina og gotið óhýru auga að Iðnó. Þar fór fram dans- leikur og þar var ástin hansi á Hagstofunni. Veröldin er köld og grá í augum skálds- ins sem þráir „safírbláa voga“ og „keisarans hallir“. Því verð ur Tómasi að líta um öxl og gefa sig á vald endurminn ingum og leiðslu horfinna daga. Hann lifir æsku sína á ný í ljóðunum, vekur upp fornar ástir og vermir hugann við eilífðarvonina: En hver veit nema Ijósir lokkar, lítill kjóll og stuttir sokkar, hittist fyrir hinumegin? Þá getum við í gleði okkar gengið suður Laufásveginn. Tómasi-hefur stundum ver ið legið á hálsi fyrir að víkja undan vandamálum dagsins, koma sér hjá að taka afstöðu jtil þeirra afla sem stríða um iheiminn. Raunar tekur skáld ið afstöðu til málanna, þótt hann æpi ekki á gatnamótum og hitt mun sönnu nær að þeir sem ásaka hann fyrir hættulegt hlutleysi í þjóðfé- lagsmálum, finna að afstaða hans er einmitt ákveðin og einbeitt. Tómas er ekki bylt ingaskáld sem heimtar nýjan heim, hann er ekki kominn til að boða mönnum þúsund- áraríki á jörðu. Hann sættir sig við ríkj- andi skipulag og trúir raun- ar á það. En réttlætiskennd hans er næm og hann líður engum að troða á þeim sem er minni máttar né undiroka þá sem miður mega sín. Hann krefst frelsisins öllum til handa en það er hvorki frelsi öreigans né auðjöfurs- ins — heldur einfaldlega það frelsi sem er fólgið í því „— að mega lifa eins og manneskj ur.“ Pólitískir öskurapar hafa á- sakað Tómas fyrir hégómlegt formdekur og líkt ljóðum hans við innihaldslaus skrautker. Hann iðki listina listarinnar vegna, hafi engan boðskap að flytja og hafist við í fílabeins höll, fjarri hjartaslögum lífs ins. Slíkar ásakanir sýna ekki annað en það að Tómas hef- ur rétt fyrir sér þegar hann segir við Matthías Johannes- sen: „Einræðisríkin vita, að skáldskapur og listir efla ein staklinginn til andstöðu við samhæfinguna, magnar sér- eðli hans gegn múgeðlinu.” Enda hefur sýnt sig að Tóm as býr yfir þeim manndómi að tala skýrt og skorinort þegar honum er niðri fyrir og mik- ið liggur við. Það sýna kvæði (Framhald á 13. síðu.) ein. Hann hafði ekki fengið inngöngu í salinn, hvort sem það var vegna þess að skot- silfur hrökk ekki fyrir inn- gangseyri eða strangari kröf ur voru gerðar til klæðaburð ar en hægt var að uppfylla. Þrisvar hafði hann knúið dyra og beitt allri sinni fljúg- and mælsku til að fá dyra- vörðinn á sitt mál og lofa sér að smjúga inn svo lítið bæri á. En allt kom fyrir ekki, dyra verðinum varð ekki hnikað og allt útlit fyrir að skáldið unga yrði af samfundum við ást- mey sína í kvöld. En þessi ár voru tími blossandi inspíra- sjóna og nú kom það skáldinu að gagni. Hann minntist þess að á Slökkvistöðinni átti hann góða vini og þeir áttu aftur á móti langan stiga. Þangað flýtti sér skáldið og nú bar mælskan árangur, innan stundar var hlaupið með him inháan stiga á handvagni út að Iðnó, stiginn reistur i snatri upp að opnum glugga á efri hæð hússins og skáldið flaug þannig á vit ástmeyjar sinnar. Kvöldinu var borgið. Og ungir elskendur mætast, Dg óskir hjartnanna rætast, er húmið hnígur á bæinn En brátt eru þessi ár liðin, söknuður og tregi kominn í stað leiftrandi ástar og lífs- gleði. „Stúdentsárin æsku- glöð“ eru að baki, nú er setið á málflutningsskrifstofu og beðið eftir strjálum viðskipta vinum og loks sezt um kvrrt FLJÓTIÐ HELGA Að haustnóttum einn ég að heiman geng því harms míns og gleði bíður hið myrka fljót, sem við flúð og streng svo fallþungum niði líður. Það kom hingað forðum á móti mér hvern morgun í sóldýrð vafið. í kvöld á það sefandi söng, sem ber minn síðasta vordag í hafið. Já, hér fann ég aldir og örlög hjá í elfunnar niði streyma, og hljóðum mér dvaldist við hylji þá, sem himin og stjörnur geyma. Þar hvarf mér sú veröld, sem vökunnar bm* Þar varð mér hver ævinnar dagur að heilögum söng, er um hjartað leið svo harmdjúpur, sár og fagur. Þá settust þeir íöfrar í sál rainni að, sem síðan ég mátti ekki verjast. Og því lét mig ósnortinn æðimargt það, sem öðrum varð hvöt til að berjast. — Ég veld þeirri sök, því ég veit hver hún er. sú veröld, sem fékk mín ei notið. En hér fann ég ungur í hjarta mér þann himin, sem ég gat lotið. Og geiglausum huga ég held til móts við haustið, sem allra bíður. Og tregandi harmljóð hins helga fljóts úr húminu til mín líður. Eins veit ég og linn, að það fylgir mér um firð hinna bláu vega, er hníg ég eitt síðkvöld að hjarta þér, ó, haustfagra ættjörð míns trega. y{(S\v\cj\ ðnrvj . r } } } } } } } } } } } } } } } } } } } } } } } } } } } / } } } } } } } } } } } } } } } } } } } } } } } } } } } }

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.