Tíminn - 12.01.1961, Side 3
jT’f'MTN-N, fimmtudaglnn 12. janúar 1961.
Þessi mynd var tekin við Hallgrímskirkju á Skólavörðuholti í gærdag og sýnir gerla það tjón, sem þar varð,
af rokinu í fyrrinótt. (Ljósm. TÍMINN, K.M.)
Rokið í fyrrinótt
olli víða tjóni
Veðurhæðin mest í Eyjum. Bátar
sukku í Keflavík.
• —i 3\
Hefur Van Acker leyst Gordíonshnútinn:
Málamiðlun líkleg
eítir 23 daga átök
Leiðtogar stjórnmálaflokkan'na á fundi með
Eyskens til að finna leiðir til lausnar verk-
fallinu — breytingartillaga Van Ackers sam-
þykkt í belgíska þinginu
í fyrrinótt gerSi aftakaveð-
ur af suðaustri um Suðvest-
urland. Víða urðu nokkrir
skaðar í óveðri þessu, en svip
legastur var sá þáttur, sem
veðurhæðin mun hafa átt í
því, að togarinn Marie Jose
Rosette fórst við Vestmanna-
eyjar.
Aftökin urðu mest í Vestmanna
eyjum. Þar fór vindhraðinn upp
í 13 vindstig. Varð þar hvassast
um þrjúleytið í fyrrinótt. Voru
kcmin 11 vindstig um miðnætti.
Fauk þar þak af hlöðu í Þórlaug-
argerði, og varð bóndinn þar, Páll
Árnason, fyrir allmiklu tjóni.
Telur hann þetta hafa verið með
verstu veðrum í Eyjum. í Reykja-
vík varð hvassast á fimmta tím-
anum í gærmorgun, en veðurhæð-
in mun varla hafa farið yfir 10
v:ndstig. Ofviðrið geisaðj um allt
Suðvesturland. en var verst með-
f'am ströndnni. Víða varð nokk-
urt tjón af völdum veðursins.
Athens — Georgíufyliii NTB
11. jan. — Örlagaríkt spor í
sögu Georgíu var stigið í dag,
er tveir blökkumenn hófu
nám í hinum 175 ára gamla
háskóla fylkisins. Blökku
mennirnir heita Charlayne
Hunter, 18 ára, sem ætlar
að nema blaðamennsku, og
Hamilton Holmes, 19 ára
læknastúdent. ,
Nokkrir forvitnir stúdentar
fylgdust með þeim félögum,
er þeir sóttu fyrstu tímana
í morgun, en ekki verður sa.gt
Steypumót Hallgrímskirkju
í Reykjavík mun einna mest
tjón hafa orðið á Hallgrímskirkju
á Skólavörðuholti. Þar fuku steypu
mót, sem búið var að slá upp,
allmikið mannvirki, og fauk
spýtnabrak og fjalir vítt um völl.
Búið var að setja járnbinzli i
nokkurn hluta af mótunum. Það
verk er auðvitað einnig ónýtt, og
er þetta tjón allt mjög tilfinnan-
legt.
Húsið logaði utan
Stór vinnuskúr tókst á loft í
Álfheimum í Reykjavík. Kastað-
ist hann á raflínu og braut niður.
staur. Við það slógust leiðslurnar
í tólf hæða íbúðarstórhýsi, en raf-
magnið læstist í hráblauta vegg-
ii,a og hljóp eins og eldingar um
allt húsið utanvert. Bátar slitn-
uðu upp í höfninni, og áttu lög-
regla og hafnsögumenn fullt í
fangi við að festa þá og koma á
reglu og láta eigendur vita, hvern-
íg komið væri.
Braggi við Skúlagötu fauk. og
að koma þeirra hafi vakið
neina sérscatka athygli
Dómsúrskurður er fyrir
því, að háskóli þessi skal öll
um opinn, en staðarleg yfir-
völd hafa lengi reynt að
hamla þar á móti. Holmes
sagði í blaðaviðtali í dag, að
hann hefði ekki trú á því, að
stúdentar við háskólann
myndu gera blökkumönnum
erfitt fyrir. Ef eitthvað yrði
gert á þeirra hlut eða slíkt
reynt, myndu þar vera að
verki utanaðkomandi öfl.
brak úr honum fór víða. Bæjar-
srarfsmenn voru vaktir upp til að
tína saman hráviði og járnplötur,
en af þessru gat stafað mann-
hætta. Ymislegt fleira en hér var
talið fór á hreyfingu í fyrrinótt.
Rigning mikíl fylgd veðrinu. M.a.
flæddi inn í kjaliara Grensássbak-
aríis, og hjálpaði lögreglan við að
bera út úr geymslu þar
Trillubáts saknað
Mikinn hluta nætur í fyrrinótt
var saknað trillubáts frá Akra-
nesi. Héldu menn í fyrstu, að hún
hefði farið til Reykjavlíkur, en
ekki fannst hann þar í höfninni.
Gttuðust menn þá um bátinn.
Þetta var Biörg AK 21, 6 lesta
og tveir menn á. Um hálfþrjú-
leytið í fyrrinótt kom svo bátur-
inn siglandi inn í höfnina á Akra-
nesi, og þót.tu það undur í því
veðri, sem þá var
Bátar sukku
Allvíða urðu truflanir a síma
og rafmagni í óveðri þessu. Ekki
er vitað um skemmdir á húsum
eða öðrum mannvirkjum í Vest-
mannaeyjum, þar sem veðrið var
þó verst.
f Keflavík spkku tveir trillu-
bátar i höfninni. Annar þeirra
a.m.k., Snærellingur var tekinn
af botni í dag, mikið brotinn.
í Sandgerði flæddi vatn inn í
kjallara, enda var þar óvenju-
niikið vatnsveður í Grindavík var
bálhvasst snemma dags í fyrra-
dag, og töpuðu sumir bátanna,
sem á sjó voru, nokkru af línum.
Einn mun hafa misst 15 bjóð
Gekk norður yfir
Veðrið gekk skyndilega niður
millj klukkan 7 og 8 i gærmorg-
un. Það komst norður yfir há-
lendið, og gerði 9 vindstiga rok
! framhluta Skagafjarðar snemma
um morguninn Einnig varð nokk
uð hvasst á Austfjörðum
Auglýsið í Tímanum
Briissel—NTB, 11. jan. —
Málum var á þann veg komið
í Belgíu í dag, að bjartari
horfur virtust vera á því, að
málamiðlun tækist í hinu
hatrama verkfalli, sem stað-
ið hefur nú í 23 daga.
Leiðtogar verkalýðssam-
bands jafnaðarmanna komu
saman til fundar í dag og
ræddu það nýja viðhorf er
skapazt hefur við þann vilja,
er ríkisstjórnin hefur sýnt til
samkomulags, eftir tillögu
Van Ackers, fyrrverandi for-
sætisráðherra, sem miða að
því að draga úr og milda
sparnaðarráðstafanir belg-
ísku ríkisstjórnarinnar, en
þær eru sem kunugt er or-
sök hinna miklu verkfalla.
.Verkalýðssamband jafnaðar-
'manna í Liege sendi í dag
frá sér áskorun til flokks-
manna um allt land, að
styðja verkfallsmenn í enn
ríkara mæli en fyrr, og skor-
aði á landsmenn að hefja alls
herjarverkfall til þess að mót
mæla efnahagsaðgerðum rikis
stjórnarinnar.
Baldwin konungur ræddi í
dag við Leo Collard, tals-
mann stjórnarandstöðunnar.
SÍÐARI FRÉTTIR:
Fullvíst þykir nú, að fyrsta
stóra skrefið til lausnar hinu
alvarlega verkfalli í Belgíu
hafi nú verið stigið, og segja
má, að fullkomlega nýtt við-
horf hafi nú myndazt.
Formenn þriggja helztu
stjórnmálaflokka landsins,
kaþólska flokksins, jafnaðar-
manna og frjálslynda flokks
ins, komu saman í kvöld á
lokaðan fund í skrifstofu
Gastoon Eyskens forsætisráð
herra, til þess að ræða leiðir
til lausnar verkfallinu, sem
komið er vel á veg með að
leiða efnahag landsins á
heljarþröm, og haft er eftir
góðum heimildum í Brússel í
kvöld, að sú lausn sé nú á
næstu grösum, þó að vitað sé
um harða andstöðu verka-
lýðsforingja innan jafnaðar-
mannaflokksins.
Tillaga Ackers samþykkt.
Formennirnir komu saman
í skrifstofu forsætisráðherra
eftir að þjóðþingið hafði ein
róma samþykkt breytingartil
lögu við efnahagsmálafrum-
varp ríkisstjórnarinnar, sem
borin var fram af Van Acker,
fyrrv. forsætisráðh. jafnaðar-
manna, og lögð fram í morg-
un. En í gærkveldi flutti hinn
aldni stjórnmálaskörungur
ræðu í þinginu og kvatti til
samninga og samkomulags.
í morgun var þessi breyting-
artillaga lögð fyrir stjórnar
kjörna þingnefnd, sem þegar
samþykkti nær einróma
stuðning við hana — aðeins
fulltrúi kommúnista greiddi
atkvæði gegn stuðnimrsyfir-
lýsingu.
Umdeilt atriði.
Breytingartillaga Van Ack
ers var um mjög umdeilt at-
riði í frumvarpi ríkisstjórn-
arinnar, en samkvæmt breyt
ingartillögunni skulu allar
ráðstafanir stjórnarvalda
vegna atvinnuleysis ræddar
af þinginu, áður en þær koma
til framkvæmda, en ráðstafan
ir vegna atvinnuleysis voru
mikið hitamál í verkfalli því,
er nú hefur staðið í 23 daga.
Stjórnmálafréttaritarar I
Brússel eru sammála um það,
að auðséð sé nú, að á báða
bóga ríki mikill áhugi fyrir
því að’ leysa hið alvarlega
verkfall og binda endi á það
ástand, er nú sé að því kom
ið að setja Belgíu í tvær and
stæðar heildir.
PáH Þorleifsson
bókari, látinn
Páll Þorleifsson bókari,
Hagamel 29, andaðist í fyrra-
dag, eftir langvinna van-
heilsu.
Útför Jóns
á Rjarna-
stöðum
Jón Marteinsson, fyrrver-
andi bóndi á Bjarnastöðum í
Bárðardal, var jarðsettur að
heimili sínu í dag á 94. af-
mælisdag sinn. Hann andað-
ist 4. janúar.
Sjóslys viö
Marokkó-
sírönd
Tanger—NTB 11.1. — 21 lík
hefur nú r'undizt eftir að lysti-
snekkjan Priee fsá Honduras'
fórst fyrir utan strönd Marokkó
með 40 manns um borð. Aðeins
þrír hafa fundizt með lífsmaiki,
skipstjórinn og tveir af áhöfn-
inni, en þeim var bjargað upp í
spænskan fiskibát er kom á slys-
staðinn. fjöldi skipa og báta
tckur nú þátt í björgunarstarf-
inu. Meirihluti þeirra er á skip
inu voru, voru ísraelsmenn, m.a.
konur og born.
Merkisdagur í sögu Georgiufylkis:
Blökkumenn hefja nám
við háskóla fylkisins