Tíminn - 19.01.1961, Síða 5

Tíminn - 19.01.1961, Síða 5
TÍMINN, fimmtudaginn 19. janúar 1961. 9 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. Framkvæmdastjóri: Tómas Arnason Rit- stjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb.i, Andrés Kristjánsson, Jón Helgason Fulltrúi rit- stjórnar: Tómas Karlsson Auglýsinga- stjóri: Egill Bjarnason — Skrifstofur í Edduhúsinu. — Símar: 18300—18305 Auglýsingasími: 19523 Afgreiðslusími: 12323. — PrentsmiSjan Edda h.f. ERLENT YFIRLlT Kaupgjaldsskrif Mbl. Það er ekki ófróðlegt að rifja upp skrif í Morgun- blaðinu frá tímum vinstri stjórnarinnar um kaupgjalds málin og bera þau saman við skrif þess nú um þessi mál. í ársbyrjun 1957 hófú flugmenn verkfall og fóru fram á kauphækkun. Mbl. studdi það eindregið og sagði m.a. í ritstjórnargrein 3 febrúar 1957: „Flugmennirnir telja sig einungis fara fram á sambærileg kjör við hina norsku flugmenn. er fljúga með þeim á flugvélum Loftleiða að sjálfsögðu skapar það ætíð mikil vandkvæði, ef menn, sem vinna að sama starfi og sömu verkum, hafa gerólík kjör ' Niðurstaðan varð sú, að flugmennirnir fengu nokkr ar kjarabætur. Þá hóf Mbl. strax áróðui fvrir því. að aðrir ættu að fylgja í kjölfarið og fá kauphækkun Mbl. ræddi þá ekki neitt um það. hvort atvmnuvegirnir þyldu það eða ekki. Þannig sagði Mbl. 14. janúar 1957: „Samningurinn við flugmenmna er mjög greini- legt tímanna tákn Það er viðurkennt, að þeir, sem þar eiga hlut að máli, eru meðal hæstlaunuðu at- vinnustétta landsins Samt leggja þessir aðilar til verkfalls og ná samningum undir nandarjaðri sjálfrar ríkisstjórnarinnar, sem fela í sér beinar kauphækkanir og fríðindi . ." Þannig hélt Mbl. þv: áfram dag eftir dag að brýna það fyrir öðrum stéttum að fylgja í s)óð flugmannanna Þá hamraði Mbl. jafnframt á þvl, að ríkisstjórnin falsaði vísitöluna og hefði þannig kauphækkun af laun- þegum. Raunverulega væri vísitalan bundin á þann hátt. Þess vegna notaði Mbl eftirfarandi vígorð, pegar kosn- ingar fóru fram í félagi járnsmiða: „Járnsmiðir. kjósið gegn vísitölubindingu og skattaálögum“ (Mbl 17 ían. 1957). Um líkt leyti fór fram kosning í íðju félagi iðnverka- fólks. Mbl. hélt því fram að kjör þess væru alltof lág, því að „kommúnistastjornin hefði svikizt um við gerð kjarasamninga" (Mbl. 20 jan. 1957) Undir þessu herópi Mbl. tókst Sjállstæðismönnum að vinna kosninguna í Iðju Það gerðist svo nokkru seinna, að stjórn Alþýðusambands íslands birti yfirlýsingu. þar sem hún taldi baráttu fyrir kauphækíun ekki tímabæra. Svar forkólfa Sjálfstæðisflokksins var það að þeir létu iðnrekendur bjóða Iðju verulega kauphækkun Síðan hóf Mbl. baráttu fyrir því. að önnur félög fylgdu í slóð Iðju. Þann 30. apríl 1957 segir Mbl. frá Dagsbrúnarfund’ á þessa leið: „Stjórn Dagsbrúnar boðaði ril fundar í Iðnó kl. 2 e.h. í gærdag tók Jóhann Sigurðsson til máls Benti hann á, að með ályktun miðstjórnar Alþýðu- sambands íslands, þar sem því væri lýst yfir, ,.að ASÍ teldi almennar samningsuppsagnir ekki tíma- bærar" væru heildarsamtök alþýðunnar « fyrsta sinn notuð sem vopn í hendi atvinnurekenda. Það mætti öllum vera Ijóst, að það kæmi atvinnurek- endum ekki illa að fá í hendur yfirlýsingu fra ASÍ um, að samningsuppsagnir væru ekki tímabærar einmitt núna Rakti Jóhann að ekki væri einungis tímabært heldur beinlinis nauðsynlegt að segja upp samningum sínum við vinnuveitendur nú þegar Vísitalan hefur aldrei verið fölsuð eins rækilega og nú, sagði ræðumaður bent> síðan á, að mörg verkalýðsfélög þ. á m sum fétöa hálaunamanna ha*i fengið i'!f<egar kjarabætur o*’ nú síðast Iðja . ." Þannig má rekja áfram skrif Mbl frá þessum 'íma Ef menn lesa skrif Mbi. nú, sjá þeir fljótt að nu ei Mesta vandræðamál Krustjoffs Vería místökin í landbúna'ðarmálunum honum atS falli? ÞÆR FRETTIR berast stöð- ugt frá Sovétríkjunum, að Krustjoff sé engan veginn elns traustur í valdasess-i og almennt sé haldið í vestrænum löndum. Hann þurfi ekki að verða fyrir nema einhverju smávægilegu óhappi til þess að steypast úr st-óli. Áhrifamiklir menn í stjórn kommúnistaflokksins rússneska vilji gjarnan losna við hann og bíði eftir tækifæri til þess. Krustjoff geri sér þetta sjálfur Ijóst, og það sé m. a. af þeim ástæðum, að hann sækist eftir fundi með Kennedy í von um, að hann geti náð þar einhverjum ár- angri, er styrki aðstöðu hans heima fyrir. Það fylgir oftast þessum frétt um, að þótt erfitt sé fyrir vest- urveldin að eiga við Krustjoff, muni eftirmenn hans reynast enn örðugri viðfangs. Erfitt er að dæma um það, hvað hæft er í þessum orðrómi eða hvernig hann er til kom- inn. Sumir blaðamenn halda því fram, að hann geti verið runninn undan rifjum Krust- joffs sjálfs, sem reyni á þenn- an hátt að hafa þau áhrif á leiðtoga vesturveldanna, að þeir kjósj að reyna að semja við hann af ótta við, að annars megi þeir búast við öðrum enn verri. EN HVAÐ sem þessum orð rómi líður, er það nokkurn veginn augljóst, að Krustjoff hefur við verulega erfiðleika að fást um þessar mundir og má vel vera, að þeir eigi eftir að reynast honum þungir í skauti. Þetta hefur komið Ijós- lega fram á fundi miðstjórnar kommúnistaflokksins, er hófst í Moskvu í seinustu viku, en rússnesku blöðin hafa birt allítarlegar frásagnir af því, sem þar gerðist. Það var aðalverkefni þessa fundar að ræða um landbúnað- armálin, en þau eru tvímæla- laust mesta vandamál leiðtogá Sovétríkjanna. Enginn neitar, að Sové’ríkin hafa náð glæsileg um árangri á mörgum syiðum iðnaðarins og standa þar sums staðar orðið feti framar öðrum ríkjum. Skipulag þeirra virðist því geta náð góðum árangri á sviði stóriðnaðarins. Þetta gild- ir hins vegar bersýnilega allt öðru máli á s-viði landbúnaðar- ins. Landbúnaðurinn hefur ver- ið hinn veiki hlekkur í upp- byggingu Sovétríkjanna allt síðan, að Stalin kom á sam- yrkjubúunum með einhverjum hatrömmustu aðferðum, er sag- an þekkir. Það takmark, sem' kommúnistar settu sér með þeim, hefur aldrei náðst, og landbúnaður í Sovétríkjunum tekið miklu minni framförum en í Vestrænum löndum á sama tíma. Síðan Krustjoff hófst til valda í Sovétríkjunum, hefur hann sérstaklega látið landbún- aðarmálin til sín taka. Hann Krustjoff á fundl. hefur m. a. látið hefjast handa um stórfellda ræktun eyðilands í Asíu í því skyni að auka land búnaðarframleiðsluna. Fjár- magn og mannafl hefur ekki verið sparað við þær fram- kvæmdir. Hingað til hefur það þó mistekizt að koma landbún- aðarframleiðslunni í Sovétríkj- unum á jafnhátt stig og í vest- rænu löndunum. ÞAÐ UPPLÝSTIST, sem reyndar var áður vitað, á áður- nefndum miðstjórnarfundi kommúnistaflokksins, að nátt- úran hefur verið heldur óhag- stæð landbúnaðinum í Sovét- ríkjunum tvö seinustu árin. Vorharðindi, þurrkar og fleiri áföll hafa víða dregið úr fram- leiðslunni. Það kom þó greini- lega í Ijós, að þetta var ekki eina skýringin á því, að ekki hefur náðst tilætlaður árangur á sviði landbúnaðarframleiðsl- unanr. Margir ræðumenn hafa upplýst, að ýmis konar mistök og sleifarlag hefðu víða átt sér stað og það dregið úr fram- leiðslunni. Mistök þessi voru talsvert breytileg eftir lands- hlutum, sums staðar var skort- ur á verkfærum, sums staðar var of lítið sáðkorn, sums stað- ar byrjaði uppskeran of seint, sums staðar byrjaði sáningin of seint o. s- frv. Samkvæmt frásögnum rúss- nesku blaðanna, greip Krustjoff oft fram í umræðurnar og virð ist hafa verið í óblíðu skapi. Einu sinni greip hann fram í fyrir ræðumanni og kvað frá- sögn hans bera vott um, að bændurnir hefðu stolið helm- ingnum af uppskerunni Öðru sinnj sagði hann, að það væri víst farið að líta á það sem þyngstu refsingu að gera menn •v ••vvv* komið annað hljóð í strokkinn Nú eru kauphaékkanir bannfærðar, þótt afkoma atvinnuvesanna sé sízt lakari r.ú en 1957. en kjör launþega nins vegar miklu verri rú en þá. Skrif Mbl fara því ekki eítir því nverjar að- stæðurnar eru hverju sinni heldur ráðast eingöngu af því, hvað Sjálfstæðisflokknum er ta'.ið hagkvæmt Þau eru marldaus skrif, er stjórnast at pólitískum sérhags- munum hverju sinni. að ráðherrum, en þá var ræðu- maður að segja frá manni, er hafði staðið sig illa, en samt verið litlu síðar gerður að ráð- herra í viðkomandi ríki. Þá sagði Krustjoff bersýnilega, að það stæði auðsjáanlega ekki á ónytjungum, sem væru óhæfir í starfi sínu, að gefa skýrslur um að hvers konar mistök stöf- uðu af völdum veðráttunnar. ÁÐUR EN miðstjórnarfund- urinn var haldinn, hafði verið skipt um landbúnaðarmálaráð- herra í stjórn Sovétríkjanna, en mannaskipti hafa verið þar tíð seinustu árin. Einnig urðu meiri breytingar á stjórn land- búnaðarmálanna. Slíkar breyt- ingar hafa líka verið tíðar und anfarin misser’in. Hitt breytist hins vegar ekki, að landbúnað- urinn heldur áfram að vegna verr í Sovétríkjunum en í vest- rænum löndum. Höfuðskýrin.s þess er sú, að hið kommúnist- iska búskaparlag hentar ekki landhúnaðinum. Það ólag, sem er á landbún- aðinum í Sovétrikjunum, er líklegt til þess fyrr en síðar að hafa víðtækar breytingar í för með sér. Spurningin er nú. hvort þær bemast í þá átt að auka frjálsræð' bændmna. ein= og nokkuð hefur verið gert að undanfarið. eða hvort stefn’ verður að enn stórfelldari sanr yrkjubúskap, eins og í Kína. Það getur orðið mjög afdrifa- ríkt. hvor stefnan verður held- ur valin. Hvað Krustjoff persónulega snertir, eru landbúnaðarmálin líklegri til að fella hann en nokkuð annað, því að hann hefur gefið mikil loforð varð- andi þau, en ekki tekizt enn að standa við þau. Ef andstæð- ingar hans treysta sér til að reyna að steypa honum úr stóli. munu þeir helzt leita á honum . höggs’aðar í sambandi við þau Ýmsir blaðamenn telja, að framkoma Krustjoffs á fundin- um nú bendi til þess. að hann v:Iji verða fyrri til með gagn- rýnina og koma sök'nni á aðra. en þann leik hafi hann oft leikið áður. Þ. Þ. / '/ '/ I / / '/ / / 'f / / / j '/ '/ / '/ '/ '/ / '/ '/ '/ '/ i / / '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ / '/ '/ '/ '/ / '/ '/ '/ / '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ / / '/ '/

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.