Tíminn - 19.01.1961, Síða 7

Tíminn - 19.01.1961, Síða 7
T f MIN N, fimmtudagrnn 19. janáar 1961. 7 I flkí Jíffl JlflrHffl. Styrkja þarf sveitarfélög til jarðhitaleitar og 'arðhitaframkvæmda - Hraða Jjarf undirbún- ingi að virkjun Jökulsár á Fjöllum tli stóriðju - Bæta verður úr misrétti því, er iðnaðurinn býr við - Hvernig má koma við vörnum gegn landsspjöllum Dyrhólaóss? - Endurskoða þarf hið fyrsta lögin um utanríkisþjónustuna Fundur var haldinn í sam einuðu þingi í gær. Fyrst var tekin á dagskrá fyrirspurn Eysteins Jónssonar um ríkis- ábyrgðir vegna togarakaupa, og er svara fjármálaráðherra getið á öðrum stað í blaðinu. All margar þingsályktunar- tillögur voru teknar á dag- skrá og verður þeira getið hér á eftir. I Styrkja þarf jarð- hitaframkvæmdir Jón Skaftason hafði fram- sögu fyrir þingsályktunartil- lögu um stuðn ing ríkisins við hitaleit og jarðhitafram- kvæmdir, sem hann flytur á- samt þeim Ás- \geiri Bjarna- syni, Halldóri E. Sigurðssyni og Einari Ágústssyni. Fjallar tilagan um að ríkisstjórninni verði falið að undirbúa lög- gjöf fyrir næsta Alþingi um stuðning ríkisins við jarð- hitaleit og jarðhitafram kvæmdir . sveitarfélaga. Jón sagði að það væri ekki um það deilt að jarðhitinn væri ein af auðlindum landsins. Nokkur sveitarfélög hafa ráð izt á að nýta jarðhitann til fjarhitunar húsa og sparast við það mikill erlendur gjald eyrir. Hin sveitarfélögin eru þó miklu fleiri sem ekkert geta aðhafst í þesum efnum vegna fjárskorts, þótt jarð- hita sé skammt að leita. Ýmsir stofnlánasjóðir eru starfandi til styrktar upp- byggingu í landinu. Á næstu árum hljóta íslendingar að leggja inn á nýjar brautir í framkvæmdum og nýting með fyrstu verkéfnum. Svo jarðhitans hlýtur að verða sveitarféiög geti ráðizt í jarð hitaframkvæmdir verður að koma á fót lánastarfsemi er Verður öræfunum breytt í gróið lánd? (Framhald af 1. síðu.) son grasafræðingur í nýútkomnu hefti af Árbek landbúnaðarins. Fjórir reitir á afrétti Atvinnude.id háskólans hóf pess- ai tilraunir í samráði við Sand- græðslu ríkisms árið 1956 Þá voru athuganir gerðar á Kili, suður af Kjalvegi og vestan Hvítár niður undir Gullfossi. En þetta land- S’'æði er örfoka að miklu leyti. Valdir voru fjórir staðir. þar sem atgirtir voru hundrað fermetra blettir og rannsaikað vandlega gróðurfar á þeim og utan við girð- ingarnar. Þessir friðunarreitir voru i 200 —600 metra hæð og á ýmsum stöðum — við Gullfoss, Bláfells- háls, í Hvítárnesi og Hveravelli. Sáð var fjórum tegundum gras- f:æs, sem að jafnaði eru notaðar í sáðsléttur á láglendi — túnvingli, vallarsveifgrasi, vallarfoxgras: og fmnsku háliðagrasi — í reiti, bæði utan girðingar og innan og borinn á tilbúinn áburður fjögur árf í röð þrifosfat, samsvarandi 200 kg. á hektara, og kjarni, er svarað' til 300 kg. á hep.tara. Stundum hefur þo verið orðið áliðið sumars er unnt var að bera á. Síðan hata farið fram árlegar mælingar á vexti og útbreiðslu gróðurs í tiiraunareitunum. itan gv'ðinga og innan. Niðursaaðo þtirra er sú. er áður hefur verið vikið að. Túrtgróður á öræfum Land það, sem sáð var í, vai ör devðumelar, iyngmóar og leirflag. Allt hefur petta gefið furðugóða r:.un, og sumt at saðgresinu hefur myndað þéttan svörð á tveimur ! eða þrernur arum. Á öðru ári var vallarfoxgrasið orðið sextíu senti- ' nætra hátt á Bláfellshálsi og í ! Fvítárnesi hinn 25. ágúst og kom- jir. sæmileg slægja. Yfirleitt farn- ast gróðrinum þó mun betur ínn- ' an girðinganna en utan þeirra. í byrjun septembermánaðar í iutteðfyrra voru reitirnir slegnir. og uppskeran vegin og efnainni- haldið rannsakað. Þá var vallar- ! sveifgrasið að vísu úrdautt á | Hveravöllum og Bláfellshálsi og ! harla lítið eftii af túnvingli á 1 Kveravöllum. Uppskera tegund- ! anna var annars frá 17 til 85 hest- burðir, miðað við hektara, lang-! mest af öllum tegundunum í Hvít- ; árnesi. Efnainnihald öræfatöSunnar j Eggjahvíta í þessarj öræfatöðu jvar yfirleitt í góðu meðallagi og j mátti jafnvei teljast afburðamikil í sumu, til dæmis háliðagrasi. Fos- fóimagn var einnig í meðallagi, en haliðagrasið þó sérstaklega auðugt af því leyti Mesta fosfórmagn fannst í grastegund af Hveravöll um. Þar var hundraðshlutj eggja- hvítu einnig mes’tur í vallarfox- grasi og háliðagrasi. Mikilvægt atriði Síðastliðið sumar var ekki bciið A þessa tilraunareiti, og varð þó en,n sæmileg spretta í flestum þe.irra. „Gæíi það bent til þess,“ segir Sturla, „að unnt væri að halda þessum gróðri í horfinu, jafnvel þótt ekki værj borið á ár- lega, eftir að hann hefur náð ’-ót- festu. Er þetta atriði. sem mvndi auðvelda stórfellda ræktun og gera viðha/d hennar kostnaðar- n:inna.“ |láni út fjármagn til þessara jþarfa til langs tíma og með Ihagkvæmum kjörum. Því er þessi tillaga flutt. Virkjun Jökulsár á á Fjöllum til stóriðju Gísli Guðmundsson hafði framsögu fyrir tilögu um undirbúning að ' virkjun Jökulsár á Fj öllum til stóriðju, sem hann flytur á- samt öllum þingmönnum Norðurlands- kjördæmis vestra og uppbótarþingmanni kj ördæmisins. Tillagan var flutt á síðasta þingi en varð ekki útrædd. Jökulsá er önnur lengsta á landsins og stærra vatna- svæði , en nokkurt annað vatnsfall landsins. Raforku- málaskrifstofan hóf fyrir nokkrum árum ýtarlega rann sókn á virkjunarskilyrð- um árinnar. Af upplýsingum sem fyrir liggja, mun mega ráða, að hagkvæmt sé og til- tölulega ódýrt að virkja ána í tveimur orkuverum, við Dettifoss og Vígabergsfoss, samtals a.m k. 300—400 þús. kw. eða um 3—4 sinnum meiri orku en fæst úr Soginu fullvirkjuðu.. Talið er að hvergi annars staðar á land- inu sé unnt að framleiða svo mikið orkumagn á lægra verði. Samanlögð fallhæð á fyrirhuguðu virkjunarsvæði mun vera um 300 metrar. Athugun á virkjunarskilyrð um Jökulsár var gerð til að sannreyna hvort kleift væri að framleiða raforku hér á landj við verði er væri sam- k ppnisfært við raforkuverð það, er stóriðjufyrirtæki er- lendis eiga við að búa. Rann- Dagskrá A\himi$ Dagskrá sameinaSs Atþingis fimmtudaginn 19. janúar 1961 kl. 1,30 miðdegis: Fyrirspurnir: a. Framlag frá Bandaríkjunum. b. Lán til framkvæmda. c. Lán frá Bandaríkjunum. Dagskrá neðri deildar Alþingis fimmtudaginn 19. janúar 1961 að loknum fundi í sameinuðu þingi. 1. Stofnlánadeild sjávarútvegsins, frv. — 1. umr. 2. Fræðslumyndasafn ríkisins, frv. Frh. 2. umr. 3. Ferðaskrifstofa ríklsins, frv. — 1. umr. sóknirnar hafa leitt í ljós að úr Jökulsá megi vinna raf- orku á svipuðu kostnaðar- verði og erlend stóriðjuver greiða fyrir orkuna. í slíka stórvirkjun verður ekki ráðizt nema jafnframt rísi upp iðjuver er hagnýti orkuna, t.d. aluminíumfram- leiðsla, þótt ekki sé rétt að einskorða athuganir við hana. Jafnframt því sem slík ar athuganir eru gerðar er mikilvægt að gera sér grein fyrir, hvernig afla skuli fjár í slíkar stórframkvæmdir. Að áliti raforkumálastjóra er önnur stórvirkjun ekki hag stæðari en virkjun Jökulsár á Fjöllum. Virðist því tímabært, ao Alþingismenn stuðli að því að draumur Einars Benedikts sonar rætist og hafinn verði undirbúningur að virkjun Dettifoss. Einnig má jafnvæg ið í býggð landsins ekki gleym ast þegar ráðizt verður í næstu stórvirkjun fallvatns á íslandi. Seðlabankinn endur- kaupi framleiðslu- og hráefnavíxla iðnaðarins Þórarinn Þórarinsson hafði framsögu fyrir þingsályktun- artillögu sinni um endurkaup Seðlabankans á framleiðslu- og hráefnavíxl um iðnaðarins. Fyrir 2 Va ári samþykkti Al- þingi þings- ályktunartil- lögu frá Sveini Guðmundssyni forstjóra Héðins, er var svo til samhljóða tilögu þessari, en ekkert hefur verið gert enn til að framfylgja henni. — Iðnaðurinn er óumdeilanlega orðinn einn af þremur aðalat vinnuvegum landsmanna, viö hlið sjávarútvegs og landbún aðar. Þetta er viðurkennt af öllum í orði, en ekki er það gert á borði enn. Úr þessu mis rétti þarf að bæta og því er þessi tillaga flutt. Vegna efnahagsráðstafana þeirra sem gerðar voru á s. 1. vetri þarf iðnaðurinn nú stór aukið rekstrarfé, ef hann á ekki að dragast verulega sam an og það aö valda atvinnu- leysi. Því er enn meiri þörf nú en fyrir tveimur árum, að ráð stafanir séu gerðar til að iðn aðurinn njóti jafnræðis við aðra atvinnuvegi aö því er snertir endurkaup Seðlabank ans á framleiðslu- og hárefna- víxlum. Birgir Finnsson mælti fyrir þingsályktunartillögu er vara- maður hans, Hjörtur Hjálm- arsson hafði flutt um veiði og verkun steinbíts. Bjartmar Guðmundsson mætli fyrir þingsályktunar- tillögu um endurskoðun laga um vegi. Endurskoðun utan- ríkisþjónustunnar Þórarinn Þórarinsson hafði framsögu fyrir þingsályktun- artillögu, sem hann flytur á- samt þeim Eysteini Jónssyni og Gísla Guðmundssyni, um endurskoðun laga um utan- ríkisráðuneyti íslands og full trúa þess erlendis. Samhljóða tillága var flutt á síðasta þingi en fékk þá ekki af- greiðslu. Núgildandi lög bera þess mjög svip að þau eru sett í skyndingu sem bráðabirgða- ráðstöfun, en þau eru sett 1941. Danir fóru áður með ut anríkisþjónustu fyrir ísland. í lögunum er það lagt í vald rík isstjórna að ákveða hvar ís- land skuli hafa sendiráð. Slíkt var ekki óeðlilegt á stríðs tímum, þegar oft þurfti að taka skyndilegar ákvarðanir. Á eðlilegum tímum er það hins vegar eðlilegt að það sé ákveðið í lögum hvar ísland hafi sendiráð. Af leiðing þessa ákvæðis hefur orðið sú, að ís land hefur nú fleiri sendiráð en eðlilegt getur talizt. Lagt er til í tillögunni að rannsak að verði hvort ekki megi draga úr kostnaði við utanríkisþjón ustuna og slík rannsókn sé gerð með samstarfi allra þing flokka. Hefta verður land- spjöll Dyrhólaóss Björn Björnsson mælti fyrir þingsályktunartillögu þeirri, er hann flytur ásamt þing- mönnum Suðurlandskjördæm is, um rannsókn á vörnum gegn landsspjöllum af völdum Dyrhólaóss. Ósinn flæðir nú í stórflóði og leysingum yfir leirur og engjar. Ber hann sand yfir engjar og veldur auk þess landbroti og eyðilegg- ingu. Sandgræðsla er hafin á því svæði er ósinn flæðir yfir og ef ósihn verður heftur, verður hægt að uppgræða þar hundruð hektara lands. Til- laga svipaðs eðlis var sam- þykkt á Alþingi 1954, en ekki hefur verið hafizt handa skipulega enn. Jón Kjártansson í Vík (varam. Alf. Gíslas. bæjar- fógeta) kvaddi sér hljóðs. — Skýrði hann svo frá að Emil Jónsson, þáverandi vitamála- (Framhald á 2. síöu.)

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.