Tíminn - 19.01.1961, Side 14

Tíminn - 19.01.1961, Side 14
14 T f M I N N, fimmtudaginn 19. janúar 1961 skal íá að glápa á hana oft- ar — nema ég, Framkvæmdastjórinn flaug í loftköstulum upp á hljóm- sveitarpallinn: Hana, spil ið rúmbu, strákar. Flýtið ykk ur áður en allir eru farnir . . . Einhver lagði kápu um axlir mér og margar hend- ur ýttu mér varlega í átt- ina til hans .... En þegar ég loks komst til hans, var hann svo hljóð ur og svo ástfanginn — og aftur var hann það sem hann hafði verið allan tímann, karl maður, sem ég gat vafið um litlafingurinn á mér. Hann lagði höndipa utan um mig: — Komdu, 'engill, vertu ekki hræddur, sagði hann og rödd hans var þrungin blíðu og ást, — ég ætla aðeins að fylgja yður heim, Alberta. Mér hafði heppnast það. Já. En mér datt ekki í hug, hvern ig mér myndi takast að fá farmiða til baka — mig grun aði ekki, hvernig ég gæti sloppið frá honum aftur. íbúðin sem hann bjó í, var stórkostleg. Hún var á efstu hæð í gríðarmiklum skýja- kljúf. Eg sagði að íbúðin hefði verið stórkostleg og þar á ég ekki aðeins við að hún var smekklega innréttuð og húsgögnin vönduð. Eg á við þá sem í íbúðinni bjuggu. Þeir pössuðu alls ekki inn í mynd ina. Við komum til dæmis inn í stóra stofu með teppum á gólfi og málverkum á veggj- um, nýtízku húsgögnum og öllu tilheyrandi. Og við ann- að sófaborðið sat maður með fráhneppta skyrtu og lagði kapal og tómar ölflöskur stóðu hjá honum á gólfinu. Eða þegar við gengum inn ganginn og hann sagði stolt ur: Og hérna eru svefnher- bergin. í þessu tilfelli var það Kittens sem við fórum inn til. Og lífvörðurinn lá í rúminu og var að hreinsa pípuna sína og yfir náttborðinu var flannastór mynd af allsber- um kvenmanni. Þegar McKfe tók eftir því, sagði hann gremjulega: — Hvers lags óþverri er þetta. Gaztu ekki tekið þetta niður meðan ég er. að sýna henni íbúðina. Hann var á engan hátt nær göngull við mig. Einu sinni sagði hann hæglátlega: — Allt þetta gæti verið yðar. Eg lét sem ég hefði ekki heyrt það, en lokaði augun- um. Eg var þarna í um það bil klukkutíma og þegar ég kom heim og fór úr kápunni, skrjáfaði í öðrum vasanum. Þar lá ávísun upp á tiu þús- und dollara, undirskrifuð af Jerome McKee og aftan á hafði hann skrifað: Árslaun fyrir störf í „90 klúbbnum". Takið við þessu, engill. En ég vissi hvernig ávís- unin kæmi að mestum notum. Eg smurði lit á varirnar á ar það — þar sá ég hann. Þegar hann hafði sýnt mér íbúð sína nokkrum vikum áður og ég kom auga á pen ingaskápinn, hafði þeirri hugsun samstundis lostið nið ur í hug minn að í hann yrði ég að komast, ef ég ætlaði mér að ná í sannanir á móti McKee. Þær hlutu að vera í peningaskápnum — eða eitt hvað sem gæfi sekt hans til Eftir Cornell Woolrich 33 mér og „stimplaði" með þeim undir það sem hann hafði skrifað. Eg skrifaði síðan: Kærar þakkir, en ég tek ekki við þessu. Svo setti ég ávísunina í um slag og sendi hana aftur til hans. í marga daga hafði hann hringt til mín að minnsta kosti tvisvar, þrisvar dag hvern og minnt mig á sam- kvæmið sem hann hafði skipulagt, og að ég hefði lof að að koma. Eg skyldi að veizlan var haldin mér til heiðurs, en hann var svo ákaf ur að mér datt í hug að ég ætti ekki einungis að vera heiðursgestur, heldur ætti ég einnig að leika húsmóður. — Komið endilega í tæka tíð. Eg sendi bílinn um sex- leytið, hentar það? — Það er óþarfi. Eg get tek ið vagn .... — Ekki að tala um. Þó ekki væri. Bíllinn kemur. Svo hélt hann áfram: — Og gerið mér einn greiða — verið í englabúningnum yðar í kvöld. Eigið þér hann ekki enn? Mig langar til að hin sjái yður eins og ég geri. — Eg skal með gleði vera í honum, svaraði ég, en með an hann talaði sagði ég við sjálfa miig: Peningaskápur- inn hans er innbyggður í arininn í litla bókaherberg- inu eða hvað hann nú kall- kynna . . . ef hann var þá sekur. Hann var í smóking þegar ég kom og skreytingamenn, eldabuskur og þjónar voru á spani fram og aftur að leggja á borð fyrir um þrjátíu gesti. McKee var eins og lítið barn með ljómandi augu. Eg varð að beita mig valdi svo að mér gleymdist ekki að hann eða aðstoðarmenn hans voru menn sem vanir voru að myrða .... — Hvert er eiginlega til- efnið — a,fmælisdagur yðar? spurði ég. — Ennþá betra en það. En ég vil ekki segja yður það — þér komizt að því seinna í kvöld. Lífvörðurinn Kittens kom inn, fullur örvæntingar. — Fjárinn sjálfur, ég get ekki fengið slaufuna til að sitja rétt. Eg hlýt að vera taugaóstyrkur. Við höfum aldrei haldið svona merkilegt samkvæmi áður. — Eg skal hjálpa yður, sagði ég, til að McKee fynd- ist enn meira til um mig. Þegar ég sneri mér frá Kittens, stóð McKee við hlið mína og urraði og ég sá að slaufan hans, — sem andar- taki áður hafði verið í ágætu lagi, hékk niður, skökk og skæld. Hann var afbrýðissamur út í sinn eigin lifvörð. Gestirnir tíndust að, tveir og þrír saman. Þeir rembd ust við hver í kapp við annan að vera virðulegir eins og þeim væri slíkt langt frá eðli legt. Mennirnir brostu í sí- fellu. Eg sat við hægri hlið Mc Kees og gat ekki slitið hug- ann frá peningaskápnum: Hann er innbygður í arininn í bókaherberginu. Og ég verð að komast í hann í kvöld. Það er öruggara meðan allt þetta fólk er hér. Með ein- hyerjum ráðum verð ég að sjá hvort ekki er eitthvað þar, sem gæti gefið mér vísbend- ingu. Eg hrökk upp úr hugsun- um mínum, þegar McKee beygði sig ,að mér og sagði: — Eg setti ekkert hjá yður — þér eruð heiðursgestur. Og ég hef dálítið handa yður, sem þér fáið bráðum. Ég leit í kringum mig og sá að konurnar stóðu allar á öndinni yfir púðurdósum úr gulli, sem settar höfðu ver ið við diskana þeirra. Skömmu síðar reis McKee úr sæti. Skeeter sussaði á gest ina: — Þögn. Foringinn ætl ar að talá. — Mig langar til að segja fáein orð. Eg býst við ykkur langi öll til að vita, hvers vegna ykkur var smalað hing að í kvöld. Og nú skal ég út- skýra málið. Öll finnum við einhvern. Flestir karlmenn finna aðeins konu. En -ég er einn af milljón — ég fann engil. Þau störðu öll á mig og klöppuðu kurteislega. — Réttu mér hönd þína, Engill, sagði McKee. Eg rétti út höndina, var dálítið kvíðandi hvað kæmi næst. Skyndilega lá lítil opin gimsteinaaskja á borðinu fyr ir framan hann. Hringurinn glitraði til mín frá silkifóðr- inu, svo kaldur, óhugnanlega kaldur'og stór og glæstur, og áður en ég vissi af var hon- um rennt upp á fingur minn. Eg hafði aldrei á ævi minni séð svona stóran gimstein. Hann lyfti hönd minni hægt og kyssti á hana og koss hans vakti hjá mér sömu kuldátilfinningu og hringurinn sjálfur. Leyfist mér að opinbera trúlofun mína með ungfrú Albertu French, sem á að verða eiginkona mín. Undir lófataki og undrunar hrópum gestanna hallaði hann sér að mér og hvíslaði: — Segðu eitthvað við þau. Segðu eitthvað. sagði hann hvetj andi. Ef andlit Kirks vildi að- eins hverfa . . . . Eg hlýt að hafa risið á fætur, því að allt í einu var ég staðin upp, lyfti kampavínsglasinu — ekki móti McKee — heldur að myndinni sem ekki vildi hverfa úr hug mér og ég sagði lágri en ákveðinni röddu: — Eg drekk skál mannsins míns....... — Taktu hann ekki af þér, sagði McKee seinna um kvöld ið þegar við vorum inn í litla bókaherberginu. — Maður má ekki taka svona hring ofan, ég hef heyrt það boði ógæfu. — Nei, það er giftingar- hrdngurinn, hugkvæmdist mér að segja. — Ekki trúlof unarhringurinn. Eg er hrædd um hann. Það er svo margt fólk hérna . . . maður veit aldrei. Og sjáðu, hann er ofur lítið of stór og ég vil ekki týna honum. Leyfðu mér að geyma hann í peningaskápn um þínum, meðan ég er hérna. Svo get ég sett hann upp aftur, þegar ég fer. Honum fannst ég vera töfr andi. Það var sama hvað ég hefði fundið uppá að gera, standa á höfði eða ganga á höndunum — honum hefði fundizt allt jafn töfrandi. Fímmtudagur 19. janúar: 8,00 Morgunútvarp. 12,00 Hádegisútvarp. 12,50 „Á frívaktinni“: SjómannaþátJ ur í umsjá Kristínar Önnr Þórarinsdóttur. 14,40 „Við, sem heima sitjum* (Svava Jakobsdóttir). 15,00 Miðdegisútvarp. 18,00 Fyrir yngstu hlustendums (Gyða Ragnarsdóttir og Erns Aradóttir). 18,25 Veðurfregnir. 18.30 Þingfréttir. 19,00 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20,00 „Fjölskyldur hljóðfæranna": Þjóðlagaþættir frá . Unesco, menningar- og vísindastofnun Sameinuðu þjóðanna; V.: Sítar, lúta og gítar. 20.30 Kvöldvaka: a) Lestur fornrita: Lárentíús- ar saga (Andrés Björnsson). b) íslenzk tónlist: Ýmis vetrar iög sungin. c) Upplestur: Magnús Guð- mundsson les kvæði eftir Matthías Jochumsson. N d) Frásöguþáttur: Fótgang- andi um fjall og dal; fyrri hluti (Rósberg G. Snædal rit- höfundur). 21,45 íslenzkt mál (Ásgeir Bl. Magn ússon cand. mag.). 22,00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Úr ýmsum áttum (Ævar R. Kvaran leikari). 22.30 Kammertónleikar. 23.10 :Dagskrárlok. PJRÍKUR VÍÐFÖRLl Merki Jómsvíkinga 60 Vúlfstan skipar manninum að fiýta só.r til Eiríks konungs með skilaboð urn skipti. Því næst stí.g ur hann sjálfur á bestbak. Hann kemur upp á na'S í nánd við kastalann og sér manninn fara yfir vindubrúna og veit að boðskapur hans kemst til skila. — Vúifstan krefst þess að þú framseljir Sverri og Ax«i, segú- maðurinn við Eirík. Á móti vill hann lausláta drottninguna. Báð- ar brýrnar skulu lyftast til merk is um að þú séu samþykkur. — Eg er reiðubúinn að fara-, segir Sverrir. — Gerðu það ekki, segir Eiríkur. Ur.i leið og hann sér þig, mun l.ar.n drepa Vínónu. — Eg er með uppástungu, kon ungur, blustaðu á mig .... I

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.