Tíminn - 22.01.1961, Qupperneq 14

Tíminn - 22.01.1961, Qupperneq 14
w T í M I N N, sunnudagnin 22. janúar 1961. — Hefurðu nokkra hug- mynd um, hvert á að fara með þig? — Eg heyrði þá minnast á einhvem stað út á Long Is- land, en 6g er ekki viss. —' Þá fara þeir sennilega gegnum göngin. Það er stytzt og minnst umferð. Kannske get ég^..... Ó, Ladd, hvað sem þú gerlr, þá máttu ekki svíkj a mig. Kannski láta þeir mig vera þar dögum saman . . . . kannski fara þeir ekki einu sinni með mig alla leið . . . . Ladd, númerið á bllnum hans er 072-027. Reyndu aö muna það. Eg greip andann á lofti og þrýsti mér enn fastar upp að veggnum. — Ladd, nú er hann að banka á hinu her- berginu. Nú eru þeir tilbúnir og bíða eftir mér . . . hans í símanum var betra en Aðeins það að heyra rödd ekkert... Ladd, Ladd, ó farðu ekki.... En hann var farinn. Hann eyddi ekki einu sinni tíman- um til að setja tólið á. Eg komst lnn í baðherberg ið og var að ganga inn í mitt herbergi, þegar McKee kom inn. Andlit hans var skugga- legt eins og hann væri orðinn leiður á biðinni og vildi ljúka öllu af eamstundis. En svo mýktist hann strax og hann sá mig. — Ertu tilbúin? Eg gekk yfir þröskuldinn og til hans. — Af hverju sendirðu mig burtu á þennan hátt? Hann virtist ekki heyra hvað ég sagði. Eg reyndi enn einu sinni áður en við kæm- um til mannanna tveggja sem biðu mín. — McKee, þú ætlar ekki að láta þá gera mér neitt mein, er það? í þetta sinn brosti hann undarlega til mín, það bros sagði mér ljóslegar en mörg orð: Það var viðkvæmur blett ur héma, þar sem hjartað á að vera staðsett. En þú ert of sein. Hann er horfinn. En þú manst hvar hann var, það sé ég. Við mennina sagði hann: — Akið ekki of hratt. Hún er dálítið óttaslegin. Ef ég hafði ekki vitað fyrr, hvað átti að gerast, ljóstruðu þeir því upp með því að stilla sér sín til hvorrar handar á mér. Við lögðum af stað út. Skyndilega heyrði ég rödd hans. — Bíðið augnablik. Mig langar að kveðja hana. Þið getið beðið fyrir utan. Eg sneri rólega aftur til Mc Kee. Mér hefur aldrei á ævi minni verið eins undarlega innanbrjósts. Mér fannst ég vera áhorfandi að óhugnan- legu leikriti — og þó var ég aðalleikandinn. Það var eins og mér gæti alls ekki skilizt að innan fáeinna klukku- Eg heyrði McKee stynja eins! og sært dýr að baki mér. — Komið þá herrar mínir, j sagði ég. — Fylgið ungfrúnnij heim. Kittens sat undir stýri ogj Skeeter í aftursætinu við hlið mér. Við fórum þvergötuna gegnum bæjargarðinn eins og Ladd hafði spáð. Þeir óku hratt og ég sat með sígarett HVER VAR Eftlr Cornel) Woolrich 36 stunda yrði ég ef til vill liðið lík_____ Hann faðmaði mig að sér, blíðlega en ég fann hjartað berjast ákaflega. Eg sneri mér undan, svo að hann gæti ekki kysst mig á munninn. — Góða nótt, sagði hann hásri röddu. — Góða nótt, engill. Á þessari stundu breyttist allt. Eg hafði verið skelfd, óskaplega hrædd, alveg síðan þeir stóðu mig að verki við skápinn. En nú var eins og öll1 hræðsla ryki burtu. Mér þótti vænt um það. Eg fann fyrirlitninguna, — fyrir litninguna á þessum manni gegntaka mig. Eg brorti til hans, þegar hann sleppti mér. — Og hver á nú að fá hring j inn? i — Já, bíddu við, taktu hann með þér. Eg vil að þú hafir hann á fingrinum. Hann sótti hringinn og renndi honum upp á fingur- inn á mér, ég lét hann gera það, án þess að segja orð. Eg snerist á hæli og gekk út. Hringurinn hafði verið of stór. Eg sló höndihni utan í húsið og hringurinn rann af eins og regndropi. í síðasta sinn í þessu lífi mættust augu okkar. Svo trampaði ég á hringnum, marði hann undir fótum mér. una — er það ekki síðasti greiði við hinn ^iauðadæmda — milli varanna. Við höfðum ekki skipzt á einu oröi. Hvað hafði það lika að segja? Þegar við vorum rétt ókom inn út úr garðinum, og ókum eftir breiðum vegi með trjám á báðar hendur, — sá ég allt í einu leigubifreið sem stóð kyrr á okkar vegarhelmingi. Kannski var það tilviljun, kannski ekki, en þegár við ókum framhjá, kveikti bif- reiðarstjórinn allt í einu á Ijósunumý og gat því séð númerið á bifreið okkar, ef áhugi á því var fyrir hendi. Andartaki síðar vorum við komin út úr ljósum hans og brunuðum inn í myrk göng- in. En í þeirri andrá sem við vorum að komast gegnum göngin sáum við bifreið sveigja beint í veg fyrir okk ur. Hún hafði verið á eftir okkur án þess að við veittum henni nokkra sérstaka at- hygli, en skyndilega brunaði hún framúr og beint í veg fyrir okkar bíl. Eg heyrði Skeeter öskra: — Passaðu þig, hann ætlar að reyna að stoppa okkur. Kittens reyndi að beygja, en svarti, dularfulli bíllinn beygði þá einnig. Kittens reyndi enn að sveigja, nú til hinnar handar, en andartaki siðar köstuðumst við öll þrjú fram. Bíllinn hafði rekist á gangarmúrinn. Áreksturinn var ekki mjög harður, en samt sátum við nokkrar sekúhdrr eins og dofin og utan við okkur af atburðin- um. Kittens.leit út fyrir að vera alveg að missa glóruna; fyrst barsmíðin sem McKee hafði veitt honum, og nú þetta. — Djöfuls, djöfuJl! Sáslu hvað hann reyndi aö g-jra, muldraði Skeeter sljólega. Allt í einu var dyrunum ■svipt upp þeim megin sem ég sat og Ladd stóð fyrir utan. Jafnvel þarna í myrkrinu þekkti ég hann á samri stundu. Hann sagði ekkert, þess var heldur enginn þörf. Eg gerði misheppnaða tilraun til að komast til hans, en ég var svo máttvana að ég varð að gefast upp. ■— Eg get það ekki Ladd. Hann miðar á mig byssu, hvíslaði ég. — Vertu kyrr, þar sem þú ert, sagði Skeeter ógnandi við Ladd. Ekki feti nær. Eg hélt á sigarettu í hend- inni. Eg veit ekki hvernig það gekk til, ég gerði það alger- lega ósjálfrátt, að sveifla hendinni og þrýsta af öllum mætti slgarettunni á hand- legg Skeeters. Hann öskraði, argaði og galaði eins og villi dýr, og byssan datt um leið niður á bílgólfið. Og áður en ég hafði áttað mig, hafði Ladd ið Skeeter roknahögg og stóð nú með byssuna í hendinni. Og svo var þetta alveg eins og þriðja flokks glæpamynd- um. Þegar Ladd var búinn að yfirvinna Skeeter, liðu ekki nema fáeinar mínútur, þá lá Kittens líka í roti. Eg heyrði Ladd hrópa eitt- hvað um að við ættum að koma þessa leið í hvelli. — Það bíður bíll eftir mér hinum megin við göngin, sagði hann og ég þaut af stað eins hratt og fæturnir gátu borið mig. — Gættu þín, Ladd, þeir skjóta kannski á okkur, hróp aði ég þegar ég uppgötvaði mér til skelfingar að Skeeter hafði raknað við og mér sýnd ist glampa á byssu í hönd hans. — Vertu á undan mér sagði Ladd festulega. Hann hefði getað hlaupið burtu og látið mig eina, en það gerði hann auðvitað ekki, hann ýtti mér á undan sér og hélt annarri hendi utan um mig. Svo heyrðum við skothvell. Það var eitthvað óraunveru- legt yfir hvellinum. Eg hafði haldið að hávaðinn yrði miklu meiri. Skotið hitti ekki, en nú heyrði ég fótatak þeirra beggja Skeeters og Kittens að baki okkar, og það hljómaði c’raugalega og óhugnarlega hér í hálfmyrkum göngunum. Sunnudagur 22. janúar: 8,00 Fjörleg músik í morgunsáriS. 9,00 Fréttir. 9,10 Veðurfregnir. 9,20 Vikan framundan. 9,35 Morguntónleikar. 11,00 Messa í Hallgrímskirkju (Prest ur: Séra Sigurjón Þ. Árnason. Organleikarl: Páll Halldórss.) 12.15 Húdegisútvarp. 13,00 Afmæliserindi útvarpsins um náttúru íslands; XI: Grös og gróSur (Eyþór Einarsson grasa fræðlngur). 14,00 Miðdegistónleikar: Frá viku léttrar tónlistar í Stuttgart 1960. 15.30 Kaffitíminn. 16.40 Endurtekið efnl. 17.30 Barnatími (He lga og Hulda Valtýsdætur). 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Þetta vil ég heyra: Dr. Jakob Benedlktsson velur sér hljóm- plötur. 19.10 Tilkynningar. 19.30 Fréttií og iþróttaspjall. 20,00 Erindi: Rósamál (Grétar Fells rithöfundur). 20.25 Hljómsveit Rlkisútvarpsins ieikur. Stjórnandi: Bohdan Wodiczko. 21,00 Gettu betur!: Nýr spurninga- og skemmtiþáttur undir stjórn Svavars Gests. 22,00 Fréttir og veðurfregnir. 22,05 Danslög, valin af Heiðari Ást- valdssyni. 23.30 Dagskráríok. Mánudagur 23. janúa 8,00 Morgunútvarp. 12,00 Hádegisútvarp. 13.15 Búnaðarþáttur: Gróandi jörð (Jón H. Þorbergsson bóndi á Laxamýri). 13.30 „Við vinnuna": Tónleikar. 15,00 Miðdegisúbvarp. 18,00 Fyrir unga hTustendur. 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Þingfréttir. 19.30 Fréttir. 20,00 Um daginn og veginn (Ólafur Stefánsson stjómarráðsfulltr.) 20,20 Einsöngur: Hanna Bjamadótt- ir syngur lög eftir Skúla HaU dórsson við' undirleik höfund- ar. \ 20.40 LeikhúspistiU (Sveinn Einars- son fU. kand.). 21,00 Tónleikar. 21.30 Úfcvarpssagan. 22,00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Hijómplötusafniö. 28,00 Dagskrárlok. Auglýsið í Tímanum EIRÍKUR VÍÐFÖRLl Merki Jómsvíkinga 63 — Farðu til hinna! hrópar Vúlfstan til Axels, sem stumrar yfir Sverri. Hann stynur þun-gan. Hinir ka-sta vopnunum til að Vúlf stan framkvæmi ekki hótun sína á drottningunni. Úlfur urrar og hárin rísa. — Haltu í hundinn! skipar Vúlfstan. Eg drep drottninguna ef þið hr’eyf ið ykkur. Hlustið nú á . . . . Án þess að nokkur veitti því athygli reynir Sverrir að seilast til boga síns, og hægt, mjög hægt nálgast hann mennina. Hann mæð ir blóðrás og verður að hvílast mörgum sinnum á leiðinni. Loksins! Hann kennir svima við áreynsluna, en neytir síðustu krafta til að lyfta boganum, og miðar .... Skýtur .... ♦

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.