Tíminn - 22.01.1961, Blaðsíða 16
■SSi
Sunnudaginn 22. janúar 1961.
18. blað.
Siálfsmynd af Bolus Krim — málaranum, sem sýnt hefur me3 félögum
sínum í mörg ár — en þó aldrei verið til.
Sníllingurinn,
sem aldrei var til
Um allt Þýzkaland skemmta
menn sér við það, hvernig list
fræðingar og listunnendur
hafa verið blekktir. Efnt var
til málverkasýningar í Miinc-
hen, til minningar um ungan
listamann, er nefndur var
Bolus Krim. Sýningin stóð í
viku, og menn hrósuðu hin-
um ódauðlega snillingi allt
hvað aftók. En rétt eftir aðj
sýningunni lauk, uppgötvað-j
ist, að Bolus Krim hefur,
aldrei verið til, enda þótt'
hann hafi sýnt list sína opin
berlega í morg ár, ásamt þrem
ur öðrum málurum.
Sýningin var mjög 'hátíð-,
leg. Kjörnir menn fengu boðs ■
kort, sem svört slaufa var.
bundin við, og þegar þeir
komu í Leopoldstrasse, þar
sem sýningin var, hékk þar(
stórt, svart spj ald með nafni
listamannsins. Við ^dymar var'
hækja, sem listamaðurinn
hafði notað, á gyltum trjábol
og sorgarslæður umhverfis.
Þar hjá var grænn krans með
böndum og vefjum og 6jálfs-
mynd af þeim, sem heiðra
skyldi. j
Við opnun sýningarinnar J
hélt einn af félögum lista-
mannsins svo hjartnæma
ræðu, að menn hrærðust, og
á meðan stóð svarthærð stúlka
er verið hafði í sama komp j
aníi, hreyf-ingarlaus við hlið ,
hans.
Æviatriði hins ágæta mál-
ara voru sögð á þá leið, að ,
hann hefði fæðzt í Póllandi;
og móðir hans hefði dáið þar
í fangabuðum Þjóðverja. Sjálf
ur hefði hann orðið fyrir slysi
við grjótnám og verið örkumla
upp frá því. Loks hefði hann
horfið, er hann var einn á
göngu á afskekktum stað, og
ekki annað fundizt en hækja
hans.
Menn gengu hljóðir um sýn
ingarsalinn, skoðuðu listaverk ’
in með andakt og lásu hinar;
lofsamlegu úrklippur úr blöð i
(Framhald á 2. síðu.) I
DularfuEI örlög
42 Gyöinga
í síðast liðinni viku sökk
bátur, er á voru 42 Gyðingar,
karlar, konur og börn, undan
strönd Marokkó, en áhöfnin
bjargaðist. Nú hafa yfirvöldin
í Marokkó handtekið skip-
stjórann og borið þeim sök-
um að hafa verið með á skipi
sínu farþega, er ekki höfðu
nein vegabréf.
En margt annað þykir dular
fullt og grunsamlegt í þessu
sambandi og er uppi sá orð-
nómur, að Gyðingum hafi ver
Sö varnað að komast í björgun
arbátana.
Skipstjórinn, Francisco Mor
illa, er spánskur, en skipið
sigldi undir fána Hondúras.
Eigandinn er Spánverji í Gí-
braltar, en Englendingur
hafði tekið það á leigu.
Engin hjálparbeiðni var
send út, þegar skipið fórst,
og það voru serkneskir fiski-
menn, sem fyrstir urðu varir
við slysið og kölluðu á hjálp.
Nýr ballettmeistari
við Þjóðleikhúsið
Hefur starfaS í Englandi og Svíþjó'ð
S.l. sunnudag kom til lands
ins ballettmeistarinn, Veit
Bethke, og er hann ráðinn
sem ballettmeistari við List-
dansskóla Þjóðlekihússins.
Eins og kunnugt er hefur
Erik Bidsted verið aðalkenn
ari við Listdansskólann s. 1.
haust, en vegna veikinda gat
ekki orðið af því.
Þjóðleikhússtjóri reyndi
strax að ráða annan ballett-
meistara í stað Bidsteds, en
vegna skorts á færum mönn
um til slíkra starfa, eftir að
starfsemi er byrjuð í leikhús-
um nágrannalandanna, tókst
það ekki fyrr en nú.
Dansaði í „Annie
Get Your Gun
Veit Bethke er enskur ríkis
borgari, fæddur í Þýzkalandi,
en hefur hiin síðari ár starf-
að mest í Svíþjóð, einkum þó
í Stokkhólmi. Hann er bæði
sólódansari og ballettmeistari
og má geta þess, að hann hef
ur dansað á móti Alizia Mark
ova, Beryl Grey og Violette
Elvin, sem allir eru mjög
þekktir, sem sólódansarar. —
S.l. sumar var hann ballett-
meistari við ballettkvikmynd,
sem S.A.S.-félagið lét gera.
Bethke hefur einnig starfað
mikið við söngleikasýningar,
einkum í London og var hann
aðal dansari 1 6öngleiknum
„Annie get your gun“. Þegar
leikurinn var sýnýdur þar.
í Listdansskóla Þjóðleik-
hússins eru nú 220 nemendur
og verður fróðle/jt að sjá
hvernig Bethke ballettmeist-
ara tekst að þjálfa hinn unga
islenzka ballett.
Félagsmálaskólinn tek-
ur til starfa í dag
Félagsmálaskóli Framsókn-
arflokfcsins verður settur í
Framsóknarhúsinu klukkan
hálf þrjú 1 dag. Skólanefnd
og skólastjóri hafa lengi unn
ið aö þvi að skipuleggja
starf skólans. Var byrjað á því
þegar síðastilðið sumar.
Skólanum er ætlað mikið
hlutverk í fræðslu- og út-
breiðslustarfi flokksins, og er
þess vænzt, að hann veröi vel
sóttur.
Ingi B. Arsælsson,
formaður skólanefndar.
Gunnar Dal,
skólastjóri.
Gíraffa-
stíllinn,
segja tízku-
spámennirmr
í ár verður það fínast, að
■ stúlkurnar séu grannar og
andlitið lítið og nett, mjaðmir
fyrirferðariíllar og fótleggir
■ langir. Þetta segja tízkuspá-
mennirnir í París að minnsta
1 kosti. Og þegar sérfræðing-
arnir frönsku leiða hugann
að því, hvað stúlkurnar eiga
að hafa næst blessuðum
kroppnum á sér, þá úrskurða
þeir hiklaust, að tízka ársins
krefjist þess, að þar verði
allt að vera prýtt blúndum,
knipplingum og leggingum
Það er kosturinn við þessi
fyrirmæli, að þeim er hægara
jað framfylgja en sníða vöxt-
!inn eftir frönsku formúlunni.