Tíminn - 04.02.1961, Blaðsíða 1
Þessi mynd er tekin í Grindavík og sýnir báta vera að sigla inn í rennu þá, sem þar er fariS um til hafnar.
Þarna var það, sem bátnum Arnartindi hlekktist á í gær með þeim afleiðingum, að einn bátsverja, Ingibergur
Karlsson í Karlsskála, drukknaði. Ljósmynd: Á. E.
„Faðir minn kallar kútinn":
Stórfelld, ólögleg brugpn
fullyrðing Péturs Sigurðssonar á Alþingi í gær
Á sér stað stórfelld, ólögfeg
bruggun í landinu? Menn eru
kannske ekki reiðubúnir til
þess aS svara þessari spurn-
ingu fyrirvaralaust. Einn er
þó sá, sem ekki er í neinum
vafa. Þa'ð er Pétur Sigurðs-
son alþingismaður.
Bjórfrumvarp hans var til fyrstu
umræðií á alþingi í gær, og í frám-
söguræðunni sagði Pétur, að ár-
lega væru fluttir inn í þúsunda-
tali glerkútar, fimmtíu til sextíu
lítra, með ýmsum sýrum og vökv-
um í. Ekkj bólaði á því, að slíkir
kútar væru sendir úr landi aftur.
Pétur kvaðst ekki vera í vafa
um, til hvers kútarnir væru not-
aðir, enda vissi hann, að mjög væri
eftir þeim sótzt. Dró hann hik-
laust af þessu þá ályktun, að :
landinu ætti sér stað stórfelld,
óiögleg bruggun.
Baldur Georgs spurður
Eitt þeirra fyrirtækja, sem mik-
ið flytur inn af sýrum á kútum,
er Pólar h.f. Tíminn hringdi til
Baldurs Georgs, sem er starfs-
maður þar, og spurði hann, hvort
mikil eftirspum væri eftir gler-
kútunum hjá Póium.
— Þeir renna út eins og heitar
pylsur, svaraði Baldur.
— Og til hvers haldið þér, að
fólk ætli að nota þá?
sgurði blaðamaður.
— Við auglýsum þá til heimilis-
nota, svaraði Baldur. Margir segj-
ast ætla að nota þá sem blómaker
eða mála þá og skreyta til hibýla-
prýði. Það getur svo sem verið
a?: þetta sé fyrirsláttur og 90%
at þeim sé notað til bara eins ..
Já — jæja. Þeir renna út, það er
vist. Meira veit ég ekki.
sp'omm
Ein nótt
20 þús.
tunnur
Síldaraflinn í fyrrinótt var
hvorki meiri né minni en rúm-
ar 20 þús. tunnur, enda var
veiðiveður hið bezta. Torfurn-
ar voru þó ekki eins þéttar og
stundum áður. í gærkvöldi
leit ágætlega út með veiði í
nótt, og veður var einnig gott.
Hins vegar eru nú allir söltunar
möguleikar fullnýttir, og frystihús
in, að minnsta kosti sums staðar,
farin til að lækka verðið á síldinni
til útgerðarinnar. Er frystisíldar-
verðið fært niður í krónu úr 1,80
áður. Verðið í bræðslu er aðeins
60 aurar, svo að uppgripin eru nú
ekki íengur hin sömu, þött síldin
haldist — enda eru markaðsmögu
leikar fyrir frysta síld takmarkað-
ir.
6000 til Akraness
Til Akraness bárust í gær um
6 þúsund tunnur, og var Höfrung-
ur n hæstur með 1200 tunnur. Til
Hafnarfjarðar munu hafa komið
um 3500 tunnurj og þar var Auð-
unn hæstur með 1100. Til Reykja-
víkur og Suðurnesjahafnanna barst
einnig mikil síld. Veiðin í fyrrinótt
var út af Selvogi, og í gærkveldi
héldu bátarnr á sömu slóðir.
'k'k'k Bjórmálið er enn á dagskrá og hefur gefiS tilefni til blaðaútgáfu.
Títt er þó til þess vitnað, að kvenþjóðin sé mótfallin bjórnum, en
fátt er svo með öllu illt . . . Það er nú, að sögn, mjög í fíiku hjá
kvenfólki að láta greiða hár sitt upp úr bjór, helit dönskum, og
má sjá virðulegar frúr feta inn á hárgreiðslustofur Hafnar með
ölflöskur undir hendinni, segir í háðdálkum danskra blaða. Áferð
hársins ku verða betri, ef greitt er upp úr sterku öli. Annars er
uppgötvunin bandarísk, auglýst af öigerð þar.
Ólafur Lárusson
prófessor látinn
Ólafur Lárusson prófessor
andaöist S gærmorgun, 75 ára
aS aidri.
Ólafur !ét af prófessorsemb-
ætti 1955 eftir fjörutíu ára
starf í bjónustu háskólans.
Hann var hinn gagnmerkasti
fræðimaður og skrifaöi margt
um lögfræðileg og sagnfræði-
leg efni. Meðal annars lagði
hann mikla stund á rann-
sóknir á bæjarnöfnum og gaf
út ritgerðasöfnin Byggð og
saga og Lög og saga. Kennslu-
bækur í lögfræði skrifaði
hann einnig.
„snemma því á fætur fer
og flýti mér í kútinn".
(Páll Ólafsson)
laBtsBKfstsHesiqfrÆi&xmMSiMU&fsra
Lík sjómanns-
ins fundið
Maðurinn, sem fórst með
triilubátnum Arnartindi frá
Grindavík í innsiglingunni inn
í Jhöfnina þar í fyrradag, hét
Ingibergur Karlsson, til heim-
ilis að Karisskála í Grindavík.
Flak bátsins kom upp í dag og
rak skammt frá slysstaðnum.
Fannst !ík Ingibergs þar rétt
hjá. Útlit er fyrir að Einar
Jónsson, sá er lengst svamlaði
í sjónum utan við brimgarð-
inn áður en honum var bjarg-
að en hélt þó fullri meðvit-
und, komizt óskemmdur frá
slysinu, og var hann farinn að
hressast t gær Hafði hann þó
fengið aðkenningu af lungna-
bólgu.
wcmnw—nn nfT «b—m——■§
Þjóðverjar styrkja fjárhag Bandarikjanna - bls. 3
MIBláfiÍlKÍ
l