Tíminn - 04.02.1961, Side 3
/
W>N?N, laugardaginn 4. febráar 1961.
SjólitSar gæta Santa Maríu:
Wopnin komu í líkkistu
um borð í Santa Maríu
Hótað að stefna Galvaó. Segir mannúðina
hafa ráðið þeirri ákvörðun að leita hafnar
Geimapinn Ham £2
api, sem fréttamenn nefna Ham. Hylkið, sem apinn var í, var iosað frá
flauginni, og láfið svífa til jarðar, og hér sést lœkn'tr skoða apann og rann-
saka heilsufar hans eftir ferðalagið.
Kongó tekur upp stjórn-
málasamband við Belgíu
Móbútú reiftur Hammarskjöld vegna tillögu
hans hjá Sþ.
Leopoldville 3/2 (NTB). t
Belgískur starfsmaður við
útvarpsstöðina í Leopoldville
sagði í dag, að strax á morgun
myndu Beígía og Kongó taka
að nýju upp stjórnmálasam-
band það, sem rofið var í
ágústmánuði sl. Hin opinbera
tilkynning um þetta mun
verða birt á morgun af utan-
ríkisráðherranum, Bombókó,
sem jafnframt mun þá ræða
samning, sem Kasavúbú for-
seti hefur gert í sambandi við
stjórnmálasambandið við
Belgfu.
Leiðtogar í Kongó munu
koma saman á fund 15. febr. •
n.k. í Kamína í Katanga. —\
Tshombe, e-jálfskipaður for-j
sætisráðherra í Katanga, seg |
ist ekki taka þátt í þessarií
ráðsefnu, nema ejómin í Leoj
poldville samþykki áður á- j
kæruskjal frá honum á hend;
ur fylgismönnum Lumumba J
forsætisráðherra, í austurhér
uðum landsins og Kasaihér-
aði. Allir stuðningsmenn
Lumumba hafa myndað með
sér samtök, er þeir nefna
þjóðlega kongóska flokkinn.
Sömuleiðis hafa þeir Kalonji
sjálfskipaður forsætisráðh.
í Námaríkinu í Kasai og Tsh-
ombe gert með sér varnar-
sáttmála. Tshombe hefur ver
ið tilkynnt, að allir hermenn
frá Marokkó í liði S.þ. í Kongó
muni vera famir frá Katanga
innan tveggja sólarhringa.
Frá borginni Kindu í Kivú
(Framhald á 2. síðu.)
|
Hver býðurbetur?
|
í dag heldur Sigurður Bene
diktsson bókauppboð í Sjálf- j
stæðishúsinu kl. 2 eftir há-
degi. Bækur þær sem boðntar i
verða upp eru til sýnis frá j
kl. 9 árdegis til kl. 1 eftir há-
degi, svo menn geta kynnt
sér málin rækilega áður en
gengið er til þingn.
Boðnar verða upp 58 bækur,
margar af þeim harla fágæt-
ar og torfengnar. Kennir þar
margra grasa eins og jafnan
á uppboðum Sigurðar. Þar af
má nefna níu fyrstu árgang-
ana af Klausturspóstinum
1818—1827; Ný félagsrit, allt
sem út kom i gömlu skinn-
bandi; Lovsamiing for Island
einnig í gömlu skinnbandi og
ferðabók Bjama Pálssonar og
Eggerts, sem gefin var út í
Sórey 1772. Þá eru ekki ó-
merkari annálar Bjöms á
Skarðsá, prentaðar í Hrapps-
ey 1774 og Tyro Juris, eður
Barn í Lögum og Jus Crimin
ale frá 1776 eftir Svein lög-
mann Sölvason.
Ekki er að efa að handa-
gangur verði í öskjunni hjá
Sigurði og barizt um hvem
bita.
Rio de Janeiro 3/2 (NTB).
Stjórn Brazilíu ákvað á
fundi í dag, að Galvao höfuSs-
maður og skipherra á Santa
María skuli fá hæli í Brasilíu
sem pólitískur flóttamaður
ásamt mönnum sínum öllum,
76 talsins. Jafnframt þessu
ákvað stjórn Brasilíu, að
Santa María skuli liggja í höfn
í Recife í gæzlu brasilískra
sjóliða, þar til allar lagalegar
hliðar varðandi töku skipsins
á sínum tíma hafa verið krufn-
ar til mergjar.
Enn er ekki vitað, hvort Galvao
höfuðsmaður’ iþiggur hæli sem póli
tískur flóttamaður í Brasilíu. Tal-
ið er, að hann muni setja fram
mörg skilyrði í sambandi við það.
Farþegar eru nú allir gengnir á
land af skipinu. í dag komu fyrstu
portógölsku farþegarnir heim til
Portúgal, og var þeim vel fagnað
af þúsundum manna. Útgerðarfé-
lag skipsins hefur tilkynnt, að
mikill hluti farþeganna muni fara
um borð í systurskip Santa María,
Vera Cruz og halda með því til
Evrópu. Nokkur slagsíða er á Santa
Mai'ía og hafa menn Galvao ekki
kunnað á botntanka skipsins. Það
er nú .Lhþndum sjóhers Brasilíu,
þar. setttf.þ^ð lij^gur á höfninni í
Recife. Hefur herínn mikinn við-
búnað. Sjóliðar um borð í Santa
Mría eru vel vopnum búnir, og um
borð í skipið fær enginn að koma,
nema fulltrúar stjórnar Iandsins.
Einum Ijósmyndara var þó hleypt
um borð. Hann i'eyndist vera með-
Féll úr raf-
línustaur -
og meiddist mikið
limur andspyrnuhreyfingarinnar
gegn Salazar.
Galvao fyrir rétt
Eigendur s'kipsins eru nú von-
góðir um að fá það aftur í sínar
hendur eftir að brasilísk yfirvöld
hafa tekið það af Galvao höfuðs-
manni. Einn af fulltrúum útgerðar
innar, Bothelo, sagði í Rio de Jan-
eiro í dag, að Mario Maia skip-
herra á Santa María hefði fengið
fyrirmæli um að stefna Galvao og
mönnum hans fyrir þjófnað á skip
inu, morð, líkamsmeiðingar, tjón
á skipinu og frelsissviptingu áhafn
ar' og farþega. Sömuleiðis hefur
Maia fengið fyrirmæli um að stefna
Humberto Delgado fyrir sömu sak
ir. Hann sé siðferðdega ábyrgur
fyrir athöfnum Galvao og manna
hans.
Bothelo sagði, að faiþégar frá
Evrópu myndu faalda heimleiðis
með Vera Cruz. Farþegar frá
Ameríku væru flestir famiir heim
flugleiðis á kostnað útgerðarfélags
Santa Maríu. Áhöfn Santa Maríu
mun halda til Portúgals innan
skamms. Bothelo sagðist vona, að
yfirvöldin í Brasilíu afhentu skip-
ið hið fyrsta- Skemmdir um borð
væru ekki miklar, en nauðsynlegt
væri að ger'a hreingerningu á skip
inu.
Vopn í líkkisfu
Bothelo sagði, að Galvao og
menn hans hefðu smyglað 400
kílóum af vopnum um borð. Væri
hér um að ræða vélbyssum og
margs konar léttari vopn, sem
framleidd væru annað hvort í
Sovétiíkjunum eða Tékkóslóvakíu.
Þetta vopnasmygl um borð í Santa
María hefði átt sér stað meðan
skipið lá í höfn í Curacao í Vene-
zuela. Smyglið var vel útfært.
Syrgjandi konur komu með lik-
kistu um borð. í henni átti að vera
kona, sem flytja skyldi til Evrópu
til gr’eftrunar. Þegar kom á haf
út fóru konurnar úr sorgarklæðun
um og rey-ndust hið sterkara kyn
og í líkkistunni voru vopn og ekki
annað. Sagðist Bothelo ekki þurfa
að i'ekja nánar það, sem svo gerð-
ist. Það væri öllum kunnugt. En
nú væri skipið komið að landi og
eftirleikurinn vær ekk Galvaós.
Mannúðin réði
Galvaó höfuðsmaður átti tal við
fréttamenn í dag. Hann sagðist
hafa leitað hafnar vegna þess að
einn maður um borð hefði verið
orðinn hættulega veikur, og hefði
hann ekkert viljað eiga á hættu
í því efni. Ákvörðun okkar um að
bjarga lífi mannsins hlaut hins
vegar að leiða til veiktrar aðstöðu
okkar. Galvaó sagði, að taka Santa
María væri aðeins fyrsti liðui’
áætlunarinnar um að steypa ein-
ræðisstjórnum Francos og Salazar
á Pýreneaskaga og veita með því
þjóðum Spánar og Poitúgals frelsi
að nýju. Galvaó sagðist ekki vera
kommúnisti og væri í engu sam-
bandi við kommúnistaflokkinn í
Portúgal. Hann lagði áherzlu á
það, að hann væri í þjónustu hreyf
ingar þeirrar, sem Humberto Lhl-
gadó, réttkjörinn forseti Portúgal,
væri leiðtogi fyrir og hefði það að
mai'kmiði að steypa ógnarstjóm
Salazar. Galvaó sagði að lokum, að
ekki væri neitt vit í því að halda
aftur á haf út, þar sem portúgölsk
herskip biðu í hafnarmynni Recife,
albúin að sökkva Santa María, ef
hann héldi skipinu úr höfn.
Síðustu fregnir fr'á Rio de Jan-
eiro segja, að Galvaó höfuðsmaður
hafi í hyggju að þiggja landvist
í Brasilíu skilyrðislaust, Hins veg-
ar neitar hann enn að láta skipið
af hendi a. m. k. til portúgalskra
yfirvalda.
(Framhald á 2. siðu.)
í Það slys vildi til á miðviku-
daginn á Hornafirði, að Hákon
iSigurðsson rafvirki frá Akur-
jeyri, starfsmaður rafmagns-
-veitna : íkisins, féll úr há-
ispennusteur og slasaðist illa.
Vænkazt hagur Sáms írænda:
Fær 982 milljónír
dollara í V-Þýzkal.
Bonn 3/2 (NTB).
Vestur-Þvzkaland
hefur
Hákon var ásamt öðrum
m-aimi að virnia í staurnum,
í 6—8 metra hæð frá jörðu.
Slysið mun hafa komið til af
því, að lás á belti því, sem
hann hafði um sig og staur-
inn, bilaði eða opnaðist, og
féll hann aftur yfir elg á
gaddfreðTi.a jörð. Það mun
hafa orðið Hákoni til happs,
að hann féll í eða lenti ein-
hvern veginn í vír, svo að
hann kom ekki niður á höfuð
ið heldur í fæturna að ein-
hverju leyti,
Hákon var í snatri fluttur
til Reykjavíkur í sjúkraflug-
vél Björns . Pálssonaf, og
munu meið’sl hans vera í
rannsókn. Annar fóturinn er
brotinn og bakið skaddað.
0 ,
' j!
EímÉ.
■■■■
| boðið Bandaríkjunum efna-
; hagsaðstoð, sem ' nemur 982
milljónum dollara, segir í
fréttatilk/nningu vestur-
þýzku fréttastofunnar DPA 5
dag.
Tilboð vestur-þýzku stjórnarinn-
| ar er sett fram í sambandi við við-
ræður milli stjórna Bandaríkjanna
og Vestur-Þýzkalands, sem fram
hafa farið í Bonn að undanförnu.
, | Einstakir liðir þessa tilboðs um
efnahagsaðstoð eru þessir að sögn
1DPA: Fyrirframgreiðsla stríðs-
I j skaðabóta' 600 milljónir dollara,
! framlag til alþjóðlega framfara-
sjóðsins í Washington 75 milljómr
dollara, fyrirframgreiðsla vegna'
vopnakaupa í Bandaríkjunum 250
milljónir dollara, aukið framlag til
NATO 12 milljónir dollara og
gteiðsla inn á sérstakan vopna-
kaupareikning 25 milljónir dollara.
Þetta eru samtals 962 milljónir
dollara, en ekki hefur verið geið
grein fyrir þeim 20 milljónum,
sem þá vantar á.