Tíminn - 04.02.1961, Side 5

Tíminn - 04.02.1961, Side 5
TÍMINN, laugardaginn 4. febrúar 1961. Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. Framkvæmdastjóri: Tómas Arnason. Rit- stjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb.), Andrés Kristjónsson, Jón Helgason. Fulltrúi rit- stjómax: Tómas Karlsson Auglýsinga- stjóri: Egill Bjamason. — Skrifstofur í Edduhúsinu. — Símar: 18300—18305 Auglýsingasimi: 19523. Afgreiðslusimi: 12323. — Prentsmiðjan Edda h.f. Er Emil þjónn konunúnista? Málgögn ríkisstjórnarinnar kvfíinka sér nú mjög undan því, að Framsóknarmenn í ver kalýðshreyfingunni skuli hafa þar samstarf við kommúnista og aðra and- stæðinga stjórnarstefnuanar. Það, sem stjórnarmálgögn- in óska eftir, er augljóslega það, að stjórnarandstæðing- ar í verkalýðshreyfingunni láti ýmis sérsjónarmið og flokksleg tillit sundra sér og veiti fylgismönnum stjórn- arflokkanna þannig aðstöðu til að ráða þar lögum og lofum. Þetta myndi þýða það, að ríkisstjórnin gæti skert kjör launþega eins og henni sýndist. f því samstarfi stjórnarandstæðinga, sem nú á sér stað innan verkalýðshreyfingarinna1-, taka margir fleiri þátt en Framsóknarmenn og Alþýðubandalagsmenn Þar er einnig að finna marga þá, sem haia fylgt núv. stjórn- arflokkum. Það, sem sameinar þetta fólk,. er skilningur á því, að kjarabaráttan, sem háð er af verkalýðshreyf- ingunni, krefst samstarfs, en sundnmg myndi gera hana vonlausa. Stjórnarblöðin finna, að erfitt er að andmæla þessu samstarfi með rökum. Þess vegna er gripið til þess ráðs, að reyna að koma á það kommúnistastimpli. Það er sagt, að þeir Framsóknarmenn, Sjálfstæðismenn og Alþýðu- flokksmenn, sem taka þátt í þessu samstarfi, séu að þjóna kommúnistum. Þetta sé allt gert í þágu þeirra. Meiri falsrök og hagstæðari áróður fyrir kommún- ista er ekki hægt að hugsa sér. Eða á það nokkuð skylt við einræðishyggju og ofbeldi kommúnismans að vinna að bættum kjörum almermings og hindra rangláta kjara- skerðingu? Þeir, sem halda slíkum rökvillum fram, eru vissulega sjálfir að vinna í þágu kommúnista, vitandi eða óafvitandi. Þetta samstarf hefur komizt á vegna þess, að um- bótasinnaðir lýðræðissinnar í verkalýðshreyfingunni hafa gert sér ljóst, að undir ríkjandi knngumstæðum er það ein helzta vörnin gegn kjaraskerðingarstefnu stjórnar- innar. Það er sprottið af svipaðri ástæðu og samstarf Emils Jónssonar við kommúnista í bæjarstjórn Hafnar- fjarðar. Emil telur það tryggja Hafnarfirði bezta stjórn undir þeim kringumstæðum, sem nú eru. Engum dettur í hug, að það samstarf stafi af því, að Emil vilji eða sé að þjóna kommúnistum. Ekki verða heldur færð rök að því, að það hafi skaðað Emil, því að hvergi hefur Al- þýðuflokkurinn hlutfallslega meira fylgí en í Hafnar- firði. Það er því furðulegt, að Alþýðublaðið skuli taka þátt í þessu herópi með Mbl. og Vísi. Fordæmið fyrir því samstarfi innan verkalýðshreyfingarmnar, sem það vítir nú mest, er ekki sízt fengið frá formanni Alþýðu- flokksins. Fiskflokkunín Enn vekur deilan um verðflokkun bátafisksins ýmist verkfalli eða verkbanni á ýmsum helztu útgerðarstöðum landsins, eins og t.d. í Vestmannaevjum, Reykjavík og Akranesi. Annars staðar vofa verkföll af þessan ástæðu yfir. Ástæðan er sú, að reglur þær, sem L.Í.Ú. og fisk- kaupendur hafa komið sér sáman um, eru óeðlilegar og rangar að ýmsu leyti Reglur þsssar verður því að endurskoða. Þess ber að vænta, að það verði gert sem fyrst, og að sjómenn fái aðild að þeirri endurskoðun. Jólin voru á öllum öld- um mikil veraldarhátíð Árni Björnsson heitir ungur nýbakaður kandídat í íslenzkum fræðum. Hann lauk prófi fyrir nokkrum dögum og svaraði nokkrum spurningum blaðamanns Tímans um prófraun sína. — Ritgerð þín fjallaði um — — Jól á íslandi, svarar Árni. — Ertu maður trúrækinn? — Eg mun teljast heiðinn, svarar hann. Að vísu er ég í þjóðkirkjunni. — Hvernig stóð á því að þú fékkst áhuga á íslenzkum jól- um? — Það upphófst þannig að mér var fengið það verkefni á fyrrahhitaprófi hjá Halldóri Halldórssyni að rita málfræði- lega ritgerð um aldur, uppruna og sögu nokkurra hátíðanafna. Eg las ýmislegt í kringum þetta. Mér þótti hjátrúin og bábiljurnar í sambandi við þessa daga forvitnilegri en hin málsö~-legu atriði og ákvað þá að kvnna mér það frekar. Árangunnn varð sa að ég valdi mér jól á íslandi til kandídats- prófs, ritaði um þau ritgerð upp á 130 vélritaðar síður. Jól og ö! — Hvað viltu segja okkur um uppruna nafnsins jól? — Um það mætti iita marg- ar bækur, svarar Árni, ýmsir hafa talið að það væri skylt hjól eðri él, þá er hafður i huga sólarvagninn eða élja- tími. Sumir hafa staðhæft að það væri komið af gríska orð- inu íulos. — Og það þýðir? — Unglinganna fyrsti skegg- vöxtur. — Hvernig kemur það heim og samar? — Jú, héla og hrímfall um þorratíðir er ekki ólíkt ásjónu unglingsins þegar fyrst kemur á hann hýjungur. Páll Vídalin hélt að nafnið jól vær{ tvíburi við orðið öl. Allt eru þetta lang sóttar skýringar og engin við- hlítandi. Eg hefi komizt næst því að nafnið þýddi fórn. Frjósemishátíð — Uppruni jóla? — Þess eru mörg dæmi frá írumstæðum þjóðflokkum að haldnar voru hátíðir fyrir eða eftir sólstöður, ekki sízt á norð- urhveli jarðar. Þetta voru ým- ist frjósemis- eða sólarhátíðir eftir því á hvaða stigi þjóðirn ar voru Um það leyti er sög- ur hófust á Norðurlöndum var haldin frjósemishátíð um þetta leyti, blandað forfeðradýrkun og álfatrú. Vígaferli og kvennafar — Hvað geturðu frætt okkur um íslenzk jól í heiðnum sið? — Það er ósköp lítið vitað Snorri hefur ritað um heiðin jól í Noregi en þeirri heimild verður að taka með varúð. Hann skrifar þetta 200 árum síðar. Hann segir að jól hafi verið haldin á miðsvetrarnótt, hökunótt eins og hann kallar. Þá var mikill drykkjuskapur, menn drukku óspart mjöð og bjór. Þá var einnig alsiða að menn gerðu heitstrengingar, stigu á stokk og strengdu heit, ýmist til vígaferla eða kvenna- Rætt vi(S Árna Björnsson, cand. mag. sem ritaíÖi prófritgeríi um „jól á Islandi“ / '/ '/ '/ '/ '/ '/ ) '/ '/ '/ ) '/ ) '/ ) '/ '/ '/ '/ ) '/ '/ '/ ) '/ ) '/ i ) ) '/ ) ) / ) ) ) ) ) x'/ '/ '/ ) ■'/ ) ) Árni Björnsson fars. Annars eru heimildir af skornum skammti. Diplomatísk kirkja — En svo tekur knstnin við. — Já, þá er það merkilegt, hvað Norðurlandakirkjan var diplómatísk að láta haldast gamla heiðna nafnið á jólunum. Annars staðar var þessu breytt, á ensku heita jólin K-ristsmessa, á þýzku hin vígða nótt svo dæmi séu nefnd. Og sennilegt er að jólahald á heimilum hafi lítið bi'eytzt þótt kirkjuleg jól væru upptekin. Heiðingleg jól héld- ust í einni eða annarri mynd. Um það bil má segja að jóla- hald á fslandi væri af þrenn- um toga spunnið. í fyrsta lagi hinn heiðni norræni arfu'r, í öðru lagi kristnir helgisiðir og í þrðja lagi heiðinglegir suð- rænir siðir sem höfðu síazt irin í kirkjulega jólasiði suður í löndum og blandazt síðan sam- an við Gkkar heiðna arif. Falleraði sjötugur , — Hvað höfum við helzt úr ' suðurlöndum? — Jólaleikirnir eru m. a. runn ir frá Keltuim, svarar Árni, vikívaki og ýmsir dýraleikir, hjörtleikur og hestleikur. Þá báru menn dýragrímur. Ég hef sönnur á því að þessir leikir voru hafðir um hönd á 16. öld og fyrr. Dansleikar á jólum tíðkast hér frá 1200 og fram til 1800. Mest hefur kveðilð að þeim frá 1400 til 1600. — Tóku geistlegir þátt í þeim leikjum? — Dæmi finnast þess, að klerkar væru hinir áköfustu dansmenn, en annars fóru þessir dansleikar fram í óþökk kirkjunnar. Þó skal þess getið að kaþólskir voru miklum mun umburðarlyndari í þess- um efnum en lúterskir. Þessar skemmtanir voiu kallaðar vöku nætur eða gleðinætur. Ka- þólska kirkjan amaðist ekki við þeim. En siðbótarmenn reyndu að uppræta þetta. Guðbrandur biskup barðist heiftarlega gegn vökunóttum svo og öðr- um skemmtunum sem tíðkazt höfðu óáreittar í kaþólsku, smalabúsreiðum og hestaþing- um. Jörfagleðin í Dölum, sem að minni hyggju var haldin á krossmessu á hausti, 14. sept- ember, var bönnuð. Á síðustu Jörvagleði sem haldin var, var talið að 19 börn hefðu komið undir, ein stúlkan nefndi til átján líklega feður að barni sínu, Jón Magnússon lögsagn- ari afskipaði Jörvagleðina árið 1707 eða 8. Sagan segir að honum hafi hefnzt fyrir það, hann var sríðar dæmdur frá kjóli og kalli fyrir hórdómsbrot. Síðan gekk allt á afturlöppun- um fyrir kalltuskunni, hann fallerað' síðast sjötugur að aldri. Sæðiandskotans Á vökunóttum voru sungnar vísur við dansinn, það voru dægurlagatextar þeirra tíma. Yfirleiot er það léttvægur skáldskapur, þó hafa sumar á s-ér noíCkura þokka: Hér geng ég í gleðina svo lág og víð og held í hönd á manni heldur kríkasíð. Sumar vísurnar voru áheyri- legar, aðrar grófar og sumar beggja blands. Þessi telst af síðasta flokknum. Yfirleitt þótti geistlegum mönnum öll alþýða óhæfusöm í ástarfari á vökunótrum og ekki laust við að „efrnð væri til mannfjölg- unar“ í mringum þessa aðalhá- tíð kristninnar. Til er bréf frá Jóni biskupt Árnasyni, svar- bréf til prests suður í Flóa sem hefur leitað álits biskups um ósóma sem tíðkaðist í sókninni. Biskup segir að presrtur hafi gefið sér að merkja að vöku- nætur séu í brúki niðri í Flóa og vilji vita sína meining. Mein ing biskups var sú að vöku- nætur' spryttu af sæði andskot- ans í vondum mönnum. Sumir hafa haldið fram að los hafi komizt á siðferði fólks eftir siðaskiptin, aðrir að vöku- nætur og að!rar skemmtanir fólksins hafi verið með sama hætti, en kaþólskir hafi bara ekki skipt sér af þeim. Sú er einnig mín kenning, segir Árni Björnsson, það er bending í þessa átt að Brynjólfur biskup Sveinsson virðist hafa látið smalareiðir og gleði afskipta- lausar, en hann var talinn standa nærri kaþólskunni. Jólasveinar einn og átta Þá þótti mér ekki síður merkilegt að rannsaka ýmsa (Framhald á 6. síðú). / ) '/ '/ '/ '/ '/ ) ) '/ / ) ) ) ) ) ) '/ '/ K ) > '/ '/ '/ '/ ). / / '/ '/ '/ ) ) '/ '/ ) '/ '/ '/ '/ '/ ) '/ ) '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ ) '/ ) '/ '/ / '/ '/ '/ y ) ) ) ) / ) ) ) ) ) ) ) ) / ) ) ) ) ) ) ) ) / ) / ) ) ) ) ) ) ) ) ). ) ) ) ) k,»V*V»X.*V*Viv.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.