Tíminn - 04.02.1961, Side 8

Tíminn - 04.02.1961, Side 8
8 TÍMINN, laugardaglnn 4. febrtw lMl. Þann 3. des. s.L birtust eftir mig í Morgunblaðinu „Nokkur orð í tilefni Stkrifa dr. Bjarna Helga- sonar“. Grein þessa sfcrifaði ég til þess að bera þunga ádeilu af okkur sem mælt höfum fyrir þurrkskurð- um hér á landi undanfaiin ár. f öðru lagi átti greinin að vera að- vörunarorð til ungs menntamanns, sem virðist vera fullur áhuga fyrir' umbótum landbúnaðarins, en villt- ist inn á þá braut að skrifa aðal- lega um málefni, sem standa utan við hans iærdómssvið. Ég afsakaði þessi sikrif hans sem ungæðishátt líkan þeim, sem ég sjálfur var nærri_ fallinn fyrir, eins og ég gat um. Ég þóttist sjá, að hann væri á hættulegri braut gagnvart áliti almennlngs og varð þess raunar víða var, og þess vegna fór ég vægum höndum um skr'if hans.. En ég hef enga löngun til að bregða fæti fyrir -unga menn, þó að þeim verði eitthvað á. Þá ber og á það að líta, að ísland er nokkuð hál braut fyrir óreynda menn. Hér er' erfiðara og vandasamara að starfa á mörgum sviðum en í öðrum lönd- um, ekki hvað sízt á vettvangi náttúruvísinda. Ofan á það bætist, að vegna mannfæðar eru óreyndir fræðimenn látnir vinna sjálfstætt að ýmsum vandasömum verkefn- um undir litlu eða engu eftirliti reyndra manna. Og ef hinir ungu menn eru framgjarnir, eins og efnilegir menn eru jafnan, og vilja láta á sér bera, þá er þeim opinj leið inn í blöðin með hvers konarj faglegt efni sem er, og án athuga- semda blaðanna, þar sem þauj munu yfirleitt ekki hirða um að láta reynda kunnáttumenn yfirfara ritverkin. Érlendis verða byrjendur að vinna sig upp undir handleiðslu reyndra manna og fá þá fyrst að ganga fram fyrir skjöldu, þegar þeir hafa sýnt verðleika. Nú hefur hinn áhugasami dr. Bjarni Helgason haldið áfram skrifum sínum í Morgunblaðinu þ 16. des. s.l., og snýst nú til varnar gegn grein minni frá 3. s.m. Hann um það, en ég vr'kenni honum i sem fyrr. Ég ætla að svara honum í þetta sinn, en óvíst er, að ég nenni því oftar. Fyrir mér er engin ástríða að sýna nafn mitt á prenti, og mér þykir heldur ófrjótt að eiga orða- stað við doktorinn um landþurrk- un. Mér virðist, að hans vísinda- mennska á því sviði muni vera lík því, ef ég færi að skrifa um strangjarðvegsfræðileg efni, enda þótt ég lærði einu sinni smáágrip af jarðvegsfræði. Ég hygg, að bezt fari á því, að hvor um sig haldi sig á sínu sviði. Doktorinn segir: „Það er vissa mín og sannfæring, að frumskil- yrði þess, að fullkoininn árangurl fáist af umbótastarfi í íslenzkum landbúnaði er, að víslndalegar I rannsóknir Hggi starfinu til grund-' vallar". Þesisu er ég að sjálfsögðuj algerlega sammála. Þá heldur dokt; orinn áfram: „Fullkomnar fram-j ræsluaðferðir þurfa að byggjastj m.a. á rannsóknum á eðUseigin-i leikum og eðlisástandi jarðvegs-j ins“. Og þessu næst spyr hann mig: „Hvaða vísindalegar rann- sóknir varðandi landþurr'kun hafa verið gerðar hér á landi? Hver er skoðun Ásgeirs L. Jónssonar á þörfinni fyrir slíkar rannsóknir?" Ég skal verða við þessum til- mælum. Vissulega tel ég þörf á margs konar framr'æslutilraunum. Árið 1922 eða ’23, — en þá vann ég við Flóaáveituna, — hóf ég máls á því, að undirbúnar yrðu áveitu- tilraunir á Flóaáveitusvæðinu. Ég nefndi ekki á nafn framræslutil- rauhir, því að það þótti mér ekki vænlegt til framgangs í sambandi við áveituna. Hins vegar voru áveitutilraunir ekki framkvæman- legar, nema framræslutilraunir fylgdu með. Ég fékk óþökk fyr'ir að minnast á áveitutilraunir. Ég hélt áfram að vinna að málinu í áföngum, en ef til vill hefur það i verið ódugnaði mínum að kenna,! Ásgeir L. Jónsson Doktorinn og framræslan að það náði ekki fram að ganga. Fyrir fáum árum tókst loksins að fá ríkið til að kaupa landspildu í Flóanum til áveitu- og framræslu- tilrauna, og núj s.l. haust, voru fyrstu aðgerðir 'hafnar til undir- búnings þar eystra. Með öðrum orðum: vísindalegar tilr'aunir með landþurrkun eru enn ekki hafnar. í tíð Halldórs Vilhjálmssonar, skólastjóra á Hvanneyri, voru hins vegar nokkrar athuganir gerðar, meðal annars með steinsteyptar pxpur til lokræsagerðar. Enn frem- ur var byrjað á tilraxmum á Sáms- stöðum, en þa^r gufuðu upp, og fylla því aðeins flokk athugana. (Sjá rit Atvinnudeildarinnar, B- flokk, nr. 4). Mér vitanlega eru þá tek ég síðari málsgreinina, þ.e. um dýpt skurða, til meðferðar og byrja með setningunni: „Doktor- inn víkur að því, að Skurðir ættu að vera grynnri og þéttari." Ég geri síðan grein fyrir þeirri dýpt skurða, sem tíðast er notuð og hvers vegna skurðir þurfi að vera 'svo djúpir, þar td nothæfar skurð- hreinsunarvélar séu fengnar, en þá telij ég rétt, að stefnt ver'ði að því ,,á sumum landssvæðum“, að skurðir verði grynnri og þéttari. Það þarf sérkennilegan þanka- gang til þess að finna mótsögn í þessum ummælum. Doktornum þykja vinnubrögð mín vafasöm og óvísindaleg, þegar' ég er að gera mér grein fyrir Skurðgrafa að verki. aðeins vantaldar þær athuganir, sem ýmsir einstaklingar’, s.s- ég og mínir líkir, hafa gert, og eru vissu- lega ekki vísindalegar, en hafa þó gert nokkurt gagn. t Það þarf því vissulega að gera fjölþættar tilr'aunir með land- þurrkun, og það vei'ður gert, eftir því sem fé fæst til, en þær verða sennilega fjárfrekar'i en flestar ef ekki allar aðrar tilraunir á sviði jarðræktar. Hins vegar verður aldrei eytt fé í það, að láta jarðvegsfræðinga rannsaka jarðveginn til ákvörðun- ar á skurðfláa, aftur á móti verður til þeirra leitað í ríkum mæli varð andi ræktun jarðvegsin-s og e.t.v. enn fremur í einstökum tilfellum í sambandi við að ákveða bilið milli framræsluæða. Með sinni vísindalegu ná- kvæmni, klýfur doktorinn í sund- ur eina málsgr'ein í grein minni, og ber mér síðar á brýn, að ég komist í mótsögn við sjálfan mig. öll er málsgreinin þannig: „Dokt- orinn virðist fyrst og fremst fetta fingur út í fláa skurðanna, en rsað- ir þá einnig um, að skurðir ættu að vera grynnri og þá um leið þéttari en liér tíðkast. Þetta eru sömu sjónarmiðin og ég hafði og lærði fyrir 40 árum, en ég hefi nú fleygt fyrir borð“. Doktorinn segir, að ég færi eng- in rök fyrir þessu og komist síðar í gr'eininni í mótsögn við sjálfan mig. Ég kenni í brjósti um doktor- inn fyrir fljótfærnina, því að ég ætla honum ekki annað verra að svo stöddu. Þegar á eftir umrædd- um málsgreinum skr'ifa ég um það bil tvo dálka um fyrri málsgrein- ina, þ.e. fláa skurða, þar sem ádeil ur doktorsins voru fyrst og fremst bundnar við það atriði- Því næst jarðveginum umhverfis annan skurðinn, sem hann birtir mynd af. Hann Iýsir jarðveginum og segir meðal annars: — — „nokkuð af leir talsvert af mjög fínum sandi (auðkennt af mér, Á.L.J.) og loks eru um 20—30 prósent lífrænna leifa í efsta 20 cm laginu. Þetta virðist sem sér vera allmikið öðru- vísi jarðvegur en ráðunauturinn gerði ráð fyrir“------ Mínar getgátur hljóðuðu þannig: „Ég veit ekki, hvar þessir skurð- ir eru, en eftir myndunum að dæma, þá virðist sem þarna hafi verið um sérstaklega blauta jörð að ræða, jafnvel svo, að efsta lagið (jarðvegstorfan) hafi verið á floti. Einnig gæti um mjög sandi- blandna jörð verið að ræða. (Nú auðkenut af mér, Á.L.J.) í báðum slíkum tilfellum dugar enginn við- hlítandi flái“. Doktorinn staðfestir þannig sjálf ur síðari ályktun mína með orðun- um „talsvert af mjög fínum sandi“. Fyr'ri ályktun mína, að ,þ,arna hafi verið um sérstaklega blauta jörð að ræða, jafnvel svo, að efsta l^gið (jarðvegstorfan) hafi verið á floti“ afsannar hann ekki. Þvert á móti bendir jarðvegsflokkunin og lag- skiftingin, sem hann gefur upp, eindregið til þess, að fyrri ályktun mín hafi einnig verð rétt. í samband við skrif mín um fláa skurðanna, bar ég fram ástæður í tveimur liður fyrir þeim fláa, sem almennt er notaður. Doktorinn hneykslast mjög yfir því, að ég skuli setja aðalástæðuna sem 2. tölulið. Mér þykir leiðinlegt, að ég skuli hafa orðið til þess að særa hans vísindalegu nákvæmni, og bið afsökunar á þvi, en hjá mér var töluliðurinn „1“ ekki bundinn við merkinguna „fyrst og fremst“ heldur „eitt af tvennu“. Ég gat um jarðveg (þétta og seiga svarðarjörð og reiðingsjörð), er héldi svo að segja hvaða fláa, sem notaður væri. Það er mikið til af slíku mýrlendi, er’ mundi halda fláanum 1:% til 1:0 í áratugi, og á fyrstu árum skurðgrafanna hér á landi var fláinn 1:% stundum not- aður, en þegar í Ijós kom, að bú- fénaður vildi týna tölunni í slíkum skurðum, þá var fláinn 1:% lagður niður. Bændur sem sé meta bú- fénað sinn nokkurs, og þeir kunna enn fremur að meta skurði, sem, auk þe9s að þurrka landið ,eru að meira eða minna leyti gripheldir án þess að vera hættuiegir fyrir búfénað. Girðingar eru orðnar stór liður í búrekstrinum. Það er ekki ein- ungis, að bændur vilji friða land- areign sína og ræktunarlönd, held- ur þurfa þeir einnig að hólfa rækt unarlöndin í sundur vegna beitar. Það er því ekki lítils virði, að þurrkskurðir, sem hvort eð er hólfa löndin í sundur, séu sem mest gripheldir. Hitt dettur lík- lega fáum í hug, nema ef vera skyldi doktornum, að skurðir séu gerðir gripheldir á kostnað fram- ræslu landsins. Þeir, sem lesið hafa skrif dokt- orsins um fi'amræsluna og villzt til þess að trúa honum, hljóta að hafa öðlazt þá skoðun, að veruleg- ur hluti þurrkskurðanna muni vera líkir þeim, sem skurðamyndir doktor’sins sýna. Slíkt er þó svo fjarri öllum sanni, að af öllum skurðum landsins eru þeir skurð- r, þar sem bakkarnir hafa skriðið fram, svo miklar undantekningar, að þær verða ekki taldar í tugþús- undustu, hvað þá í þúsundustu eða hundruðustu hlutum. Aftur á móti hafa skrðir spillzt af ýmsm öðrum ástæðum, t.d. gró- ið upp (fyrst og fremst), sums staðar hrunið úr fláa (sand-, malar- og vikurlög), hnausar fallið niður í þá bæði við gröftinn og við vinnslu á landinu, og sums staðar gengur skurðbotninn upp vegna vatnsþrýstings. Þetta er meðal ann ars ástæðan fyrir þeirri skurð- dýpt, sem hér er notuð. Hin mikla skurðdýpt er að vissu leyti fyrir- fram gert viðhald, meðan skurð- hreinsunartæki vantar. Erlendis er víðast aðallega þurrkað með lokræsum, mest pípu ræsum, og opnir skurðir aðeins notaðir sem aðalæðar. Þessi fram- ræsluaðferð er svo dýr hér á landi, j að''hún er ekki framkvæmanleg, j enn sem komið er. Hins vegar standa vonir til, að hér kunni að; vera hægt að nota jarðræsi gerð með vélum á hentugu landi, eins og ég drap á í fyrri grein minni. Ef það tekst, verður opnum skurð- um fækkað. Enda þótt erlendis sé að ýmsu leyti hægara að halda við skurð- um en hér gerist, þá er viðhald þeirra þó mikið, og mun nú víða aðallega framkvæmt með vélum. Það eru einmitt slíkar vélar, sem við þurfum að fá. Það ætti enginn að láta sér koma til hugar, að hægt sé að skapa nokkrar þær framræsluæð- ar, er ekki þurfi viðhalds með. Hin vönduðustu pípuræsi þurfa við- halds með og algerrar endurnýj- unar eftir svo og svo langan tíma allt eftir því, hver jarðvegurinn er. Hin hagfræðilega hlið ræður að sjálfsögðu oftast vali aðferða um framræslu. í hinn brjóstumkennanlegu mál- þófsgrein sinni þ. 16. des. lætur doktorinn þess getið, að honum hefði þótt vísindalegra af mér, að ég hefði kynnt mér staðhættina við skurði þá, er hann birti myndir af, áður en ég fari að bollaleggja um jarðveginn. Ég hef hér að framan vödð að þessu, en skal nú enn fremur taka fram, að enda þótt ég reyni að leita sannleikans eftir beztu getu í störfum mínum, þá er ég þó ekki vísindamaður, ég er einungis IMl karl, sem er að fúska í faginu og á eftir að læra meira en mér getur enzt aldur til. En mætti ég spyrja? Hvað olli því, að doktorinu, — sem væntan- lega telur sig vera vísindamann, hefur orðið „vísindi“ mjög á vör- unum og starfar við vísindastofn- un, — ég endurtek: hvað olli því, að hann skrifar fjölda dálka í stærsta blað landsins um málefni, eem hann virðist hafa litla eða enga þekkingu eða kunnugleika á? Að minnsta kosti bera skrif hans ekki með sér, að hann hafi aflað sér fræðslu, áður en hann fór að bollaleggja um framræsluna al- mennt í landinu og bera menn þungum sökum. Skyldi hann halda, að hann auki hróður sinn eða þeirr ar stofnunar, sem hann vinnur hjá, með slíkum skrifum? Það eru annars margar „periur“ finnanlegar í þessum pistlum hans. Hér skal þó aðeins ein dregin fram: Þann 27. júlí birtir hann grein, sem heitir „Vatn í jarðveg- inum“. Þar stendur þessi klausa: „í grein fyrir hálfum mánuði var lítillega á það bent, hve alvar- legar afleiðingar hin óstjórnlega framræsla og uppþurrkun, sem átt hefur sér stað í hverri sveit lands- ins á xmdanförnum árum, kann að hafa fyrir hinn framræsta jarðveg og þá um leið fyrir þá, sem á hon- um skulu síðar búa. Því var hald- ið fram, að þurrkun landslns eins og hún er og hefur víðast verið framkvæmd, síðan skurðgröfur komu til landsins, væri svo stór- göUuð, að víða mundi hún geta leitt til og verða upphaf þeirrar aUsherjar landeyðingar og upp- blásturs, sem hingað tU hefur að- eins verið settur í samband við búskap hjarðmanna, ofbeit af völd um sauðfjár og of Iitla eða alls enga notkun áburðar. Þessu tii rökstuðnings var sýnd mynd af hálfföUnum framræsluskurði, sem faUið hafði saman einungis vegna þess, að ekki var tekið nægUegt tU- iit tll eðlis og ástands jarðvegsins sjálfs“. (Auðkennt af mér, Á.L.J.) Svo mörg voru þau orð í þessari klausu doktorsins. Hann kvartaði yfir því í síðus-tu grein sinni að ég vitni aðeins ó- beint til greina sinna. Já, það gerði ég af yfirlögðu ráði til þess að hlífa honum ,enda hafa margir haft orð á því, að ég hafi verið óþarflega vægur við hann í minni grein. Nú geri ég það honum tu geðs að koma með beina tUvitnun handa honum og áhugasömum les- endum að melta. Góðir lesendur! Minnizt þið þess að hafa séð á prenti aðra eins sam steypu af gífuryrðum, sleggjudóm um og öfugmælum í rökvísi? Doktorinn talar um að þurrkun landsins sé „svo stórgölluð“ (auð- kennt af mér, Á.L J.) að hún geti leitt til „landeyðingar og uppblást urs“ (Auðkennt af mér, Á.L.J.), og þessu til rökstuðnings birtir hann mynd af hálfföllnum skurði, sem vitanlega á að sýna, að landið hafi ekki þornað!! Ég spyr: Hvern- ig á mýri, sem ekki nær að þorna vegna misheppnaðrar framræslu að geta blásið upp? Hún þyrfti þá að kaffærast af aðvífandi sandfoki, en það væri framsæslunni óvið- komandi. (Framhald á 11. síðu).

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.