Tíminn - 04.02.1961, Síða 11
TÍMINN, laugardaglnn 4. febrúar 1961.
¥"
■:■■ okza
Viskí og sódi
á Hótel Borg
Bro Brille kallast háðfugl
einn danskur, sem skrifar spé
sitt f Ekstrablaðið í Kaup-
mannahöfn. Hann segir þar
ýmsar kostulegar sögur, og nú
síðast hinn 31. janúar sá hann
sér leik á borði að skemmta
Dönum svolítið á kostnað ís-
lendinga.
Svo er mál með vexti, segir
Bro Brille, að hinn kunni,
danski útvarpsfréttamaður, Ole
Kiihnel, fór reisu nokkra til
Bandaríkjanna núna um ára-
mótin, og á þeirri leið hafði
hann viðkomu á íslandi, en
þar segir útvarpsmaðurinn að
allt sé nú dýrara en nokkru
sinni fyrr, svo blátt áfram sé
„uforskammet".
Eftir heimkomuna segir
Kiihnel þessa sögu sem dæmi
um það.
— Svo vildi til, að ég lenti á
Hótel Borg ásamt Niels Thom-
sen varaformanni Fiskifélags-
ins í Esbjerg, og Niels Bjerre-
gaard, formanni Fiskifélagsins
í Fredarikshavn.
Niels Thomsen var út undir
sig, enda þekkti hann betur
til staðarins og sagði við okkur
Bjerregaard, að hann skyldi
bjóða okkur upp á viskí og
leggja það til, ef við sæjum
um sódavatnið. Hann kom með
viskíflöskuna, en við Thomsen
pöntuðum 10 sódavatnsflöskur
í gistihúsinu og þóttumst græða
vel, en hins vegar yrði Thom-
sen að ,blæða“. En útkoman
varð gróði Thomsens. Það kom
☆
Ole
Kuhnel hlær að gamansögum
frá íslandl.
☆
sem sé á daginn, að viskíflösk-
una hafði hann keypt á 12
danskar krónur í flugvél, en
við Bjerregaard .urðum að
borga 44 d. kr. fyrir þessar
10 sódavatnsflöskur.
Og Kiihnel hefur líka smá-
skrítna söga að segja um Kenn-
edy Bandaríkjaforseta og ís-
lendinga, það er að segja áhrif-
in af stjóm Kennedys á utan-
ríkisverzlun íslands. Það er
stjórnarstefna Kennedys, segir
Kuhnel, að styrkja kaupmátt
og gengi dollarins, og hann
héfur þess vegna kveðið svo á,
að allt sé keypt heima í Banda-
rfkjunum, sem hægt sé að fá
þar. Það er einn liður í þeirri
áætlun, að bandaríska setuliðið
í Keflavfk skuli kaupa allar
fæðutegundir, sem unnt er,
heima í Bandaríkjunum, en
ekki á íslandi eins og verið
hefur.
Fyrsta ráðstöfun í þessa átt
var að afþakka áður gerða pönt-
un á nokkra magni af frystri
síld í Reykjavík.
En daginn eftir fékk hið ís-
lenzka síldarfirma allstóra
pöntun á frystri sílu frá Banda-
ríkjunum. Varan skyldi afhent
og send vestur þegar í stað, og
var send með flugvél til Banda-
ríkjanna.
Þar var hún sett í aðra flug-
vél og «end til Keflavíkur. Þar
með var allt í samræmi við
stjórnarstefnuna, segir Kiihnel
þessi og hlær dátt.
Þrír skálkar ganga á
land í Keflavík og Kópavogi
Hyggjast einnig heimsækja ÞjóSleikhúsií)
Eins og getið var um bæði
í blöðum og útvarpi í haust
varð Leikfélag Vestm^nna-
eyja 50 ára á s.l. hausti.
í tilefcii afmælisins kom
það upp sýningu á „Þrem
skálkum“ eftir Gandrup, eem
er léttur söngleikur. Til leik
stjómar vax fenginn Eyvind-
ur Erlendsson. Hefur leikur-
inn verið sýndur þrisvar sinn
um á kvöldsýningum í Vest
mannaeyjum, auk þess að ein
barnasýning var sýnd fyrir
yngstu leikhúsgestina.
þáttunga), sem hugmyndiu
er að sýna ásamt öðru efni
á tveim kvöldvökum, sem fé
lagið hyggst koma upp á yfir
standandi vertíð. Þá verða
einnig teknar upp aftur sýn-
ingar á „Þrem skálkum“, svo
að segja má að mikíl og ó-
venjuleg gróska sé \ leiklistar
lífi þessa bæjarfélágs.
Nú um helgina hyggst leik
félagið ganga á land og sýna
„Þrjá skálka" fyrst n.k. lauk
ardagskvöld í Félagsbíói í
Keflavík, og á sunnudag er
- og Kennedy
verzlar á Islandi
D0KT0RINN OG FRAMRÆSLAN
(Framhald af 8. síðu).
Er nú ekkl blessaður doktorinn
búinn að bera nóg á borð fyrir
íslenzka lesendur í bili? Ef hann
langar til að skrifa meira varð-
andi íslenzkan landbúnað, — ut-
an við sitt þrönga sérfræðisvið, —
þá vil ég vinsamlegast benda hon-
um á að ganga fyrst í gegnum
annan hvorn bændaskólann. Við
það myndi fróðleiksþorstinn ef til
vill örvast það mikið, að hann taki
Framhaldsdeildiná á Hvanneyri á
eftir. Að þessu loknu hefði hann
öðlazt lágmarks aðstöðu til þess
að skrifa faglega um landbúnaðar-
mál almennt.
Til þess ag fyrirbyggja allan
misskilning, þá vil ég taka það
sérstaklega fram, að þessi ábend-
ing er ekki gerð í óvirðingarskyni
við doktorinn, enda veit ég, að
hann tekur það ekki þannig. Vís-
indamenn hafa orð á sér fyrir að
vera hógværir, af hjarta lítillátir,
þyrstir í fróðleik og manna fyrstir
til að játa sínar yfirsjónir. Þeir eru
sífellt að leita að sannleikanum.
Fyrir þessi aðalsmerki eru þeir
metnir meira en aðrir menn.
Gamall málsháttur segir: „Oft
verður góður hestur úr göldum
fola“. Þetta eru margstaðfest sann-
indi og eiga ekki síður við um
menn en hesta, enda oftar heim-
færð upp á menn. Ef við grúskum
í fortíðinni, þá finnum við dæmi
þess, að margir okkar ágætustu
brautryðjenda -á ýmsum sviðum
kunnu sér lítt hóf á yngri árum.
Það var hin skapandi orka þess-
ara framgjúörnu, ungu manna,
sem stundum brauzt út fyrir tím-
ann þannig, að þeir gerðu ýmiss
konar elaDDaskot.
A þessum forsendum hef ég þá
trú, að dr. Bjarni Helgason eigi
eftir að verða atorkusamur leið-
beinandi á sviði landbúnaðarins,
ekki endilega um landþurrkun,
heldur í sambandi við ræktun jarð
vegsins, og óska ég honum allra
heilla á þeirri braut.
Ég geri ekki ráð fyrir að ég
svari honum meira um framræsl-
una. Það hefur þegar verið tekið
á aðalatriðunum, og ég er ekki
gefinn fyrir málþóf eða orðaskak.
Að síðustu skal þess getið, að í
fyrri grein minni voru nokkrar
prentvillur og ein þeirra meinleg.
Þar stendur: „Það er hinn svokall-
aði eðlilegi flái eða eðlilega fáa-
kom“, en á að vera: fláahorn.
Þá þykir mér rétt að geta þess
í sambandi við endurprentaða
skurðarmynd, sem birtist í Morg-i
unblaðinu þ. 17. des. s.l., en undir'j
henni stendur meðal annars: „Blað|
inu þykir hins vegar rétt að benda
á, að myndin, sem vegna mistakal
bii'tist með grein Bjarna Helgason-j
ar í gær, sýndi tiltölulega nýlega!
grafinn fi'amræsluskurð, svo að
ekki er vitað um endingu hans
ennþá.“
Rétt er það, að mynd þessi, sem
fylgdi grein minni, var tekin af
nýlega gröfnum skurði, en mynd-
in er gömul. Þessi skurður átti s.l.
sumar 10 ái'a afmæli. Það er lítill
aldur, enda sjást engin ellimörk á
honum enn.
3. janúar 1961.
Eftirmáli.
Framanritaða grein sendi ég
Morgunblaðinu til birtingar, en
fékk hana endursenda í gær með
svohljóðandi orðsendingu:
„Því miður treystum við okk-
ur ekki til að halda þessari rit-
deilu áfram í Morgunblaðinu
rúmsins vegna.
f.h. ritstjómar Morgunblaðsins
Matthías Jóhannessen."
Eins og lesendum Morgunblaðs-
ins er kunnugt, réðst dr. Bjarni
Helgason í Morgunblaðsgreinum
sínum hatramlega á okkur, sem
mælt höfum fyrir skurðgröfuskurð
um hér á landi. Ég svaraði honurn
með grein í Morgunblaðinu þ. 3.
des. s.l. og hann mér aftur í sama
blaði þ. 16. s.m-, þar sem hann
meðal annars lagði fyrir mig
nokkrar spurnnigar. Nú þykir „rit-
stjórn“ Morgunblaðsins nóg komið
um þessi landbúnaðarskrif. Skal
ekki um það fengizt, en liggur
ekki eins nærri að gizka á, að hér
um ráði meira sú kennd, sem
grípur foreldri, er bera þarf blak
af vndræðabami, sem það ræður
illa við, en tekur hvað sárast til?
31. janúar 1961.
Ásgeir L. Jónsson.
Bankamálanefndin
(Framhald af 6. síðu).
eða álitsgerðir, sem fjalla um
helztu greinar umfangsmik-!
ils og þýðingarmikils máls.
Ekki er ósennilegt að fræði-
menn eigi einhverntíma eftir
að rannsaka það, hvort þessi
skrif hafi á einhvem hátt
fundið leiðina til almennings
í skrifum um bankamál tntina
seinustu árin eða í samaaingu
þessa frumvarps.
Ég hefði talið eðlilegt að
gögn nefndarinnar hefðu
verið birt, fyrst og fremst all
„Innslglin á þessu veðbréfi eru ekki bara til skrauts karl
minn."
— Ýstru-Morten og Óli malari — Einar Þorsteinsson og
Haraldur Guðnason.
Leikfélagið ýtti af stokkun;
um leikskóla í haust undir j
stjórn Eyvindar og varð að- i
sókn að honum mjög góð.!
Skólinn starfar enn, og hafa!
nemendur hans komið fram!
á nokkrum kvöldskemmtun-
um, auk þess sem skólinn sá
um kvöldvöku kvenfélagsins
„Líknar“ hinn 1. des. Þótti
mönnum þar örla á nokkrum
ar álitsgerðir og söguleg yfir
lit. Ég tel þetta ekki þýðing
arminna fyrir þá sök, að at
hugun mín fyrir nefndina á;
gangi seðLabankamálsins j
sannfærði mig um það, að
bæði árið 1901 og 1927 (við
stofnun Íslandsbanka og end
urskipulagningu Landsbank-
ans) var þjóðin blekkt í veiga
miklum atriðum.
ágætum leikkröftum, sem
Vestmannaeyingar líta vonar
augum til um komandi leik-
starfsemi.
Leikfélagið er nú að æfa
upp nokkra leikþætti (ein-
ákveðin eftirmiðdagssýning
fyrir böm, einnig í Félagsbíói.
Á 6'unnudagskvöldið hyggjast
þeir Vestmannaeyingar fara
sjálfir í leikhús, og þá vænt-
anlega Þjóðleikhúsið. Á mánu
dagskvöld sýna þeir svo „Þrjá
skálka“ í Félagsheimili Kópa
vogs og halda heim þá nótt
gegnum Þorlákshöfn.
Eins og áður er sagt er leik
ur þessi léttur söngleikur og
einkennist af lífi og gleði.
Munu því Suðurnesjamenn og
Kópavogsbúar óefað taka vel
á móti þeim Eyjaskeggjum
um helgina.
/