Tíminn - 22.03.1961, Blaðsíða 14
14
TÍMINN, migylkudaginm 22. marz 1961.
eíðan óttazt — og að lokum
vitað.
Eg leit á bréf hennar:
Kæri Charles. Eg skrifa þér
þetta í trúnaði — og Sofiu ef
þér sýnist svo. Það er nauð-
synlegt að einhver viti allan
ísannleikann. Eg fann hjálagt
kver í ónotuðum hundakofa
við bakdyrnar. Hún geymdi
það þar. Það staðfestir það
sem mig grunaði þegar. Eg
veit ekki hvert úrræði mitt
er rétt eða rangt. En líf mitt
er í öllu falli komið að lokum,
og ég vil ekki að barnið þjá-
ist eins og hún mundi þjást
ef hún ætti að standast jarð
neskan dóm fyrir verk dn.
Það er oft einhver einn í
hópnum sem ekki er „alveg í
lagi“.
Guð fyrirgefi mér ef ég geri
rangt, —^én ég geri það af
kærleika. Guð blessi ykkur
bæði.
Edidt de Haviland.
Eg hikaði aðeins andartak
áður en ég rétti Sofiu bréfið.
Svo opnuðum við aftur litlu
svörtu bókina:
í dag drap ég afa.
Við flettum áfram. Þetta
var furðuleg lesning, hiefði
verið gott viðfangsefni fyrir
sálfræðing. Þar var lýst sjcýrt
og skorinort æði rangsnúinn
nr eigingirni. Tilefni glæps-
ins var lýst með átakanlega
barnslegum hætti:
„Afi vildi ekki leyfa mér
að dansa ballett svo að ég
ákvað að drepa hann. Þá gæt
um við farið til London og
búið þar og mömmu væri sama
þó ég lærði ballett."
Eg birti aðeins fáeinar
klausur. Þær eru allar mikil-
vægar.
„Eg vil ekki fara til Sviss,
— ég vil það ekki. Ef mamma
ætlar að neyða mig skal ég
drepa hana, — ég finn bara
ekkert eitur. Kannski gæti
ég fundið eitruð ber.“
„Eustace gerði mig reiða í
dag. Hann segir að ég sé bara
stelpa og alveg gagnlaus og
það sé bara vitleysa að ég sé
að njósna. Hann héldi ekki
að ég væri vitlaus ef hann
vissi að ég framdi morðið.“
„Mér geðjast vel að Charl-
es, — hann er bara dálítið
heimskur. Eg er ekki ákveðin
hvem ég á að hafa látið
fremja glæpinn. Kannski
Brendu og Laurence. Brenda
er svo andstyggileg við mig.
— Hún segir að ég sé ekki
öll þar sem ég er séð, en mér
líkar vel við Laurence, hann
sagði mér um Charlot Kor-
day, sem drap einhvern í baði.
Hún var ekki mjög sniðug.
Síðasta klausan var fróð-
leg:
„Eg hata Fóstru — ég hata
hana — ég hata hana. Hún
segir að ég sé bara lítil stúlka.
Hún segir að ég grobbi. Hún
lætur mömmu senda mig til
útlanda .... Eg ætla líka að
drepa hana, — ég held að
meðal Edidtar frænku dugi.
Ef það verður annað morð,
þá kemur lögreglan aftur og
allt verður svo spennandi."
„Fóstra er dauð. Eg er feg-
in. Eg hef ekki ákveðið hvar
ég eigi að fe’á fiö'íkuna með
litlu hvítu pillunum. Kannski
hjá Clemency frænku — eða
hjá Eustace. Þegar ég er orð
in mjög gömu og bráðum dáin
ætla ég að senda lögreglustjór
anum þetta svo hann sjái hve
mikil glæpakona ég var.“
Eg lokaði bókinni. Sofia
grét.
— Ó, Charles, þetta er
voðalegt. Hún var svo hræði
leg lítil ófreskja, og samt svo
br j óstumkennanleg.
Mér hafði fundizt það sama.
Mér hafði geðjast vel að
Josefine .... og mér þótti
enn á vissan hátt vænt um
hana. Manni geðjast ekki mið
ur að fólki fyrir að það hafi
berkla eða annari sjúkdóm.
Josefine var lítil ófreskja eins
og Sofia sagði, en hún var
brjóstumkennanleg ófreskja.
Hún var fædd með lýti —
rangsnúið barn hins rang-
snúna húss.
Sofia spurði: — Hvað hefði
orðið — ef hún hefði lifað?
— Hún hefði verið send á
sérstakt uppeldisheimili. En
seinna hefði hún verið látin
laus, kannski undir eftirliti,
ég veit það ekki.
Það fór hrollur um Sofiu.
— Það er betra eins og það
fór. En Editd frænka, — ég
vil ekki að hún taki á sig sök
ina.
— Hún kaus það sjálf. Eg
býst ekki við að sagt verði
frá þvi opinberlega. Þegar
Brenda og Laurence koma fyr
ir réttinn verður málið látið
niður falla og þau látin laus.
— Og þú giftist mér, Sofia,
sagði ég og tók hendur henn
ar í mínar. Það á að senda
mig til Persíu. Við förum þang
að saman, og þú gleymir þessu
öllu. Móðir þín getur leikið
og faðir þinn keypt bækur og
Eustale fer bráðum í háskóla.
Agatha Christie:
50
Gerðu þér ekki meiri áhyggj
ur af þeim. Hugsaðu um mig.
Sofia leit beint í augu mér.
— Ertu ekki hræddur við
að kvænast mér, Charles?
— Hvers vegna skyldi ég
óttas það? í vesalings Jose-
fine litlu mættist allt hið
versa úr fjölskyldunni. Eg
held að þú hafir erft hið djarf
asta og bezta úr ættinni, Sof
ia. Afi þinn hafði mikið álit
á þér, og hann virðist oftast
hafa haft rétt fyrir sér. Berðu
höfuðið hátt, ástin mín. Fram
tíðin er okkar.
— Eg geri það, Charles. Eg
elska þig og ég æla að giftast
þér og gera þig hamingjusam
an. Hún leit á svörtu bókina:
— Vesalings Josefine!
— Vesalings Josefine, sagði
ég.
— Hver var sannleikurinn
í málinu, Charles? spurði fað
ir minn.
Eg segi gamla manninum
aldrei ósatt:
— Það var ekki Editd de
Haviland, sagði ég. Það var
Josefine.
Faðir minn kinkaði hóg-
lega kolli.
— Já, sagði hann. Mig hef
ur grunað þetta um sinn. Aum
ingja barnið ....
ENDIR.
Miðvikudagur 22. marz:
8,00 Morgunútvarp.
12,00 Hádegisútvarp.
13.15 Þáttur bændavikunnar: Sauð
fjárrækt, — umræður undir
stjórn Lárusar Jónssonar. Þátt
takendur: Gunnar Guðbjarts
son, Halldór Pálsson, Hjalti
Gestsson, Jón Gíslason og Jón
as Pétursson.
14.15 „Við vinnuna": Tónleikar.
15,00 Miðdegisútvarp.
18,00 Útvarpssaga barnanna.
18,25 Veðurfregnir.
18.30 Þingfréttir. — Tónleikar.
19,00 Tilkynningar.
19.30 Fréttir.
20,00 Framhaldsleikrit: „Úr sögu
Forsyteættarinnar" eftir John
Galsworthy og Muriel Levy;
sjötti kafli þriðju bókar: „Til
leigu'-. Þýðandi: Andrés
Bj örnsson. — Leikstjóri Indriði
Waage.
20.45 Föstumessa í útvarpssal
(Prestur: Séra Sigurður Páis-
son).
21.30 „Saga mín“, æviminningar
Paderewskys; VI. (Árni Gunn-
arsson fil. kand.).
22,00 Fréttir og veðurfregnir.
22,10 Passíusálmar (42).
22,20 Brindi: Um björgunarstörf á
Norður-Atlantshafi (Jónas
Guðmundsson stýrimaður).
22.45 Djassþáttur (Jón Múli Árna-
son).
23,15 Dagskrárlok.
KRÍNOL
NYLON SHEER
SKJÖRTIÐ
Er sérstaklega giæsilegt, sterkt varanlegt, þér
þurfið aðeins að þvc það, aldrei að stífa eða strauja
Það vandaðasta — verður ódýrast.
Fæst-á eftirtöldum stöðum:
Verzl. Dídí, Hraunteig 9
— Guðrún h/f, Rauðarárstíg 1
— Markaðurínn, Laugaveg 89
— Sísí, Laugaveg 70
— Tízkan, Rjörgarði
— Tízkan, Laugaveg 17
— Skefian, Snorrabraut 48
— Skeifan. Blönduhlíð 35
— Höfn, Vesturgötu 13
— Skemman, Hafnarfirði
— Framtíðin, Vestmannaeyjum
— Túngata 1 h/f, Siglufirði
— Nonni & Bubbi, Ketiavík
— Hlíð, Kopavogi.
VERZL.
RANGSNÚID
HIÍS
EiRÍKUR
VÍÐFÖRLI
Hvíti
hratninn
49
— Hérna, Ragnar, hrópaði Eirík
ur, þegar hann sá að sjóræninginn
átti fullt í fangi með að verjast.
Orrustan barst víða um, fimrn vel
vopnaðir og baráttuvanir Norð-
menn gegn flokk af illa útbúnum
og duglausum Skotum. — Eru
þetta kallaðir hermenn? spurði
Eiríkur sjálfan sig, þegar einn
Skotanna seildist til hans, rann til
og drap einn félaga sinna í stað-
inn. — En hversu lengi getum við
varizt gegn svo mörgum, þótt
óæfðir séu? hugsaði hann áfram.
En Skotarnir áttu a. m. k. einn
duglegan hermann, sem gaf Eiríki
nóg að gera, en einmitt þegar
hann var að þrotum kominn, þaut
ör gegnum loftið og Skotinn góði
féll niður dauður, og í sama bili
komu þeir Axel og Ervin ásamt
afganginum af mönnum Eiríks. Um
leið hljómaði svo voldugt heróp
í dalnum, að Skotarnir létu vopn-
in falla einn eftir annan.
I