Tíminn - 25.03.1961, Page 9
:;NN, itfUgaiu^Mm 25. marz lv
Sviðsmynd úr Nashyrningnum. (Ljósm.: TÍMINN, G.E.).
NASHYRNINGURINN
-til að hvetja fólk að verjast múgsefjun
ITVAÐ eí nú á seyði í Þjóð-
“ leíkhúsinu? — Eitthvað
venjuíremur nýstárlegt halda
menn. Og rétt er það. Nas'hyrn-
ingurinn eftir Eugene Ioneco
verður frumsýndur á annan í
páskum. Frumsýndur og heyrður
í fyrsta sinn af leikf j'ölunum „hér
á landi“. Það verður vafalaust
mjög nýstárlegt, því íslendingar
þekkja að sjálfsögðu ekkert til
slíkrar skepnu sem nashyrningur
er — og þó. Ef til vill kannast
þeir' eitthvað við þennan sem nú
á að fara að sýna, ef til viH munu
nettvaxnir leikhúsgestir hitta þar
fyrir tvífara sinn og annan helm-
ing þess er þeir kalla ég.
í leiknum er það nefnHega svo,
að menn breytast í nashyrninga.
— Fjai'stæðukennd hugmynd,
kynni að verða sagt. En höfund-
urinn lætur sér ekki nægja þessa
hugmynd, heldur raunhæfir hann
þessa „fjarstæðu“ og lætur sér
ekki verða meint af.
Höfundi farast svo oi'ð: — Af
hverju læt ég persónurnar í leikn
um að undantekinni einni, breyt-
ast í nashyrninga? Vegna þess að
þeir eru heimskustu og grimm-
ustu dýr jarðai'innar og einnig
þær ljótustu. Við sáum fólkið
breytast í nashyrninga í Þýzka-
landi á valdatímum nazista. Þar
breytti fólkið sjálfu sér og varð
að hryllilegum eyðileggjandi viIH
dýrum.
VTÚ er það svo, að yfirlýstir
nashyrningar hafa ekki
verið hér við völd. Því
mætti álykta að leikurinn
ætti minna erindi til íslendinga
en annarra þjóða, sem hafa látið
stjórnast af slíkum. Samt sem áð-
ur er það staðreynd, að nazistum
tókst að glepja jafn gegna menn
og Þjóðverja, og hví skyldi þeim
ekki hafa tekizt það hér, ef at-
vikin hefðu lagt þeim tækifærið
upp í henduinar. Ioneco segir, að
Þjóðverjar hafi breytt sjálfum
sér og heldur sig við þá kenn-
ingu í leiknum þar eð enginn
breytist í nashyrning án þess að
hafa yfirvegað og tekið þá ákvörð
un sjálfur. En í leikriti Ionecos
br'eytast allir í nashyrninga nema
menn, sem breytast í nashyrn-
inga.
|jESSI leikur er fyrst og
" fremst aðvörun. Þess
vegna á hann brýnt erindi hvar
sem er. Nashyrningurinn er furðu
einn. í rauninni styður þessi kenn
ing Ionecos ekkert annað en það
að maðurinn, hver sem hann er,
stendur höllum fæti í viðureign-
inni við nashyrninginn í sjálfum
sér. Það eru ekki einungis vondir
m
ing atburðarásar, því samborgar
ar mannsins hafa allir breytzt í
nashyrninga og hann hefur eng-
an nema sjálfan sig að ræða við.
Jafvel stúlkan, vinnufélagi hans,
sem hafði lofað að halda tryggð
við hann, gat ekki staðizt freist-
inguna, þegar hún leit nashyrn-
ingana og heyrði þá „syngja" og
sá þá „dansa“ og „leika sér“. En
maðurinn strengir þess heit að
halda áfram að vera maður, gef-
ast ekki upp, berjast einn — þótt
hitt hefði verið auðveldara og
„meira gaman.“
Þennan mann leikur' Lárus Páls
son, og er það veigamesta hlut-
verkið en aðrir leikendur eru
Herdís Þorvaldsdóttir, Róbert
Arnfinnsson, Rúrik Haraldsson
og margir fleiri. Erna Geirdal
þýddi leikinn og leikstjóri er
Benedkt Árnason. Nashyrningur-
inn er' fjórða leikritið sem Bene-
dikt setur á svið í Þjóðleikhús-
inu. Hjónaspil og Ást og stjórn-
mál voru viðfangsefni hans sem
leikstjóra í fyrravetur. Nú hefur
hann tekizt á hendur að stjórna
einu umdeildasta leikhúsverki
síðari tíma.
TvÁ er eftir að minnast á leik-
* tjöldin en þau eru kapítuli
út af fyrir sig. SennHega hefur
Þjóðleikhúsið aldrei fyrr þurft
að burðast með jafn margbrotinn
leiksviðsbúnað og jafn erfiðan.
Sviðið í Nashyrningnum er reglu
legt galdraverk, gert af enska
leiktjaldamálaranum Disley Jon-
es, og verður ekki annað séð en
hann 'hafi unnið sitt verk vel.
Vinnubrögðum hans hafa menn
getað kynnzt nökkuð með því að
virða fyrir sér inni'éttingar
Klúbbsins, en undanfarin ár hef
ur hann gert leiktjöld fyrir allar
sýningar í Arts-leikhúsinu í
London og Lyric leikhúsinu . en
þar er hann aðstoðarleikstjóri.
Hér er því enginn viðvaningur á
ferð, og þykir sýnt, að þjóðleik-
hússtjóra hafi nú þótt mikils við
þurfa en hann hefur þó á að skipa
prýðHega færum mönnum í leik-
tjaldagerð og hefur kunnátta
þeirra dugað Þjóðleikhúsinu til
þessa datgs.
Höfundur Nashyrningsins, Eugene loneco. er fæddur í
Rúmeníu og hlaut menntun sína bar. Hann fluttist til
Farkklands árið 1938 og hefur siðan verið búsettui í
París. Hann er nú 48 ára að aidri. Öl! verk hans eru
rituð á frönsku en af leikritum eru helzt Nashyrningur-
inn, Stólarnir, Kennslustundin, Sköllótta söngkonan og
Morðinginn.
Folkiö sér nashyrning en sumir trúa ekki augum sínum.
viðsjáll í sínum klunnalega tröll-
skap, og manninum ber að taka
vara á sér. Það er hættulegt að
sýna honum umburðarlyndi, gá-
laust að yppta öxlum og láta sér
á sama standa ef hann er á ferð.
Hann magnast og flæðir út eins
og pest og þar kemur að þeir,
sem eftir standa, taka að spyr'ja
sjálfa sig til hvers sé að spyrna
á móti: — Gaman væri að vera
eins og þeir.
Ioneco segir: — Ég skrifaði
leikinn til að hvetja fólk til að
verjast múgsefjun. Maðurinn á
ekki að örvænta þó hann standi
einn. Hann getur haft á r'öngu að
standa, en hann getur líka haft
á réttu að standa. Einstaklingur-
inn á sjálfur að finna lausnina.
íjEGAR höfundi er svo mikið
* niðri fyrir verður honum
að fyrirgefast, þótt hann prédiki
dálí'ið og láti aðalpersónu túlka
skoðanir sinar í eintali við sjálf-
an sig í lok verksins. Atr'iði, sem
ef til vill hefði mátt afgreiða
með samleik frekar en ræðu.
Þetta er þó mjög rökrétt afleið-
Benedikt Árnason
Og nú á að frumsýna Nashyrn-
inginn eftir níu daga. Framan-
skráð er gefið til kynna svo menn
hafi tíma til að bollaleggja það,
sem hér er í aðsigi. — Og varið
ykkur svo á Nashyrningnum, því
skepnan er ógurleg, þegar hún
gengur laus. — B.Ó.