Tíminn - 08.04.1961, Blaðsíða 6
T Í MIN N, langardaginn 8. aparfl 1961
Minning tveggja bræðra:
Bjarni og Þórður Þorsteinssynir
frá Reykjum
Kynslóðir koma kynslóðir fara
aliar sömu sévigöng. Þessar ljóð-
iínur Matthiasar komu mér í huga
er ég mmrust þeirra tveggja ný-
látnu heiðarsmanna, sem létust á
sjúkrahúsmu á Selfossi með
þ’-iggja .daga millibili, Bjarni þann
2S. og Þórður þann 25. f.m.
Hin sístreymandi tímans móða
lætur hvern þann, sem kominn er
tr fullorðir.sára verða áhorfanaa
ajS fækkun sinna samtíðarmanna
bæði þeirra, sem komnir eru að-
eins út í lMð og starfið og þeirra
sem búnir eru að starfa lengi og
skila miklu og góðu dagsverki, og
voru þeir oræður í þeim hópi.
Jafnvel þó að svo sé erum við.
scm eftir stöndum og á horfum
ailtaf óviðbúin að mæta þeim til-
fellum, og sætta okkur við þau
og þó sérsraklega þeirra nánustu,
jafnvel þó að hér væri sýnt nú
•am nokkra mánaða skeið að fram-
undan væri þetta eina, lokaferðin.
Þeir bræður, Bjarni og Þórður
vi;ru báðir fæddir á Reykjum,
Biarni 7. júní 1876 og Þórður 9.
júlí 1877. Foreldrar þeirra voru
hjónin á Reykjum, Þorsteinn Þor-
steinsson og Ingigerður Eiríks-;
dóttir. Þorsteinn, afi þeirra, var j
Jörundsson Illugasonar smiðs er i
hér hefur verið á hvers manns!
vörum vegna hagleiks hans og j
annarra 'rasagna. Kona Þorsteinsi
Jörundssoaar var Ingveldur Haf-,
liðadóttir Þorkelssonar bónda á,
Eirnustöðum Bjuggu þau fyrst í
Vorsabæ, eða þar til Eiríkur bróð-1
ir hennar tók jörðina, síðan íi
Brúnavallakoti og víðar. Móðir I
þeirra bræðra, kona Þorsteins á -
Reykjum var Ingigerður Eiríks-
c’óttir Einkssonar Vigfússonar
bónda einnig á Reykjum, var Vig-j
fús sonur Gísla prests á Ólafs-
völlum Erhngssonar af Mókolls-
ætt. Kona Vigfúsar og móðir Ei
riks var Guðlaug Bjarnadóttir |
bónda á Reykjum. Eiríkur Vigfús-
son átti íyrst fyrir konu Ingunni
Ecríksdótti.- frá Bolholti og Krist-
ínar Þorsteinsdóttur (frá þeim er
Bolholtsæct komin). Þau Eiríkur
og Ingunn áttu tvær dætur, önnur
þeirra, Katrín, var kona Magnús-
ar alþm. Andréssonar í Syðra-Lang
holti. Síðari kona Eiríks var Guð-
rún Kolbeinsdóttir, síra Kolbeins
í Miðdal í Laugardal, var nún:
ekkja eftir síra Sigurð aðstoðar-j
prest síra Kolbeins. Meðal dætra
þcirra var cngunn kona Ófeigs Vig
fússonar í Fjalli. Kona Eiríks
yngra á Reykjum, föður Inginðar,
var Sigríður Sturlaugsdóttir frá!
Arakoti.
Lengra verða ættir þeirra ekki
raktar hér, eiu báðar þær mjbgj
úibreiddar hér um Suðurland ogj
v.ðar, og íjöldi nafnkunnra og j
rnerkra manna af þessum ættuml
komnir.
Tvennt er það sem verið he+ur,
ætt þessari rótgr'óin ættarfylgja,'
hagleiksgáia frá Illuga smið, og j
sönghneigð, sem rekja má til Ei-
ríks eldra á Reykjum. Var hann
söngmaðar og sérstakur á. þeirra
tima vísu, forsöngvari í Ólafsvada-
kirkju um langa tíð, spilaði á lang-
spil, sem þá var mjög ótítt.
Eins og áður segir var Bjarni
fæddur 7. júní 1876. Ólst hann
upp í stórum systkinahóp á Reykj
um. Áttu íareldrar hans 15 börn
og komus: 11 peirra til fullorðins
ára. Eru nú eftir af þeim 3 á lífi
Eiríkur bóndi á Langamýri, sem
var yngstur þeirra. Ingveldur
fyrrv. húsfrú í Laugardalshólum
og Þórdís ekkja í Reykjavík. Dvel-
ur Ingveldur nú á sjúkrahúsinu á
Selfossi.
Eftir að Bjarni komst til full-
orðinsára ,ór hann að stunda
smíðar, þvl hann var smiður góð-
ur, eins og hann átti kyn til, þvíj
Þorsteinn raðir þeirra bræðra var
viðurkenndur listasmiður. Meðal:
arnars var hann við smíði Óiafs-,
vallakirkju með Samúel Jónssyni
1896, svo eitthvað sé nefnt. Lengi
frameftir ýrnist einn eða með Þor-
geiri bróður sínum smíðaði haimj
allar líkkistur hér í hreppi og víð-1
ar annars staðar, eða þar til verk
stæðin tóku við því starfi. Sjó-
róðra stundaði hann um nokkrar
vertíðir á Stokkseyri.
Árið 1902 réðist hann að Vorsa-
bæ og var þar til heimilis í 2 ár j
Vorið 1904 giftist hann Ingveldi
Jónsdóttur Einarssonar bónda í
t7orsabæ, t.g Helgu Eiríksdóttur
ljósmóður Ungu hjónin hófu þá
búskap á Hlemmiskeiði hér í sveit ;
vai það helmingur jarðarinnar. j
Var jörðin þá ekki neitt hefðar-;
býli, túnið kargaþýft og gaf af;
sér eitt kýrfóður, en auk þess;
voru noíkrar engjaslægjur. Á
þeim árura var ekki sú tækni til
umbóta kjmin, sem nú er, urðu
þ\i allar iimbætur að vinnast með
eigin höndum, svo eðlilegt var að
hægt miðuði, en þrátt fyrir það
þokaðist allt til þeirrar áttar Nú
búa á þessum hluta jarðarinnar 3
synir hans með tíföldum bústofni
moti því sem hægt var að fram-
fleyta þar, er hann hóf þar bú-
skap. Með aðstoð sona hans er
jörðin orði.a að stórbýli. Þar hef-
ur risið at grunni íbúðarhús úr
vuranlegu eíni, sem tveir bræðr-
anna nú búa í og aðrar umbætur
eftir því.
Þau Bjarni og Ingveldur eign-
nðust 11 börn, sem öll eru á lifii
það yngsta þeirra 38 ára, og má.
það sérstakt heita. Börn þeirra!
hjóna eru: Eiríkur bóiidi á Se!-|
fossi ,giftui Jónínu Guðmunds-
dóttur; Jóa afgreiðslumaður hjá
K.Á. á Seltossi, giftur Þuríði Stein
grímsdóttur. Þorsteinn bifvéla
virki á Seitossi, giftur Ingigerði
Þórðardóttur frændkonu sinni.
Valdimar bóndi í Fjalli, giftur
Guðfinnu Guðmundsdóttur. lng-
ó’íur bóndi á Hlemmiskeiði, giGur
Kristínu Eiríksdóttur. Sigurður
bóndi þar, giftur Guðlaugu Bjórns
dóttur. Gulmundur einnig bóndi
þar, giftur Guðrúnu Magnúsdóttir.
Helga, gitt Gísla Ingimundarsyní
verkstjóra í Reykjavík Ingig3”ð-
ur, gift Þorbirni Ingimundarsyni
bónda í Andrésfjósum Marg”ét
gift Einan Ögmundssyni r:.r-
raanni 'jílstj órafél. Þróttar í
Reykjavík og Þórdís gift Svem-
bírni Jóhannssvni vélamanní i
Reykjavík. Eru afkomendur þeirra
h’óna nú erðnir 45.
Þegar tekið er tillit til þeirrar
aðstöðu er Bjarni hafði við að
búa á sínum fyrstu búskaparárum
og litið er yfir þennan stóra syst
kinahóp mætti spyrja, hvernig er
hægt að sjá svona heimili borgið,
og er það eðlileg spurning, og þá
sérstaklega hinnar núverandi
yngri kynslóðar, sem lítt þekkir
höfðu við að búa. Því verður að
svara á þann hátt ,að sífeld ár-
vekni og sameiginleg þrautseigja
og dugnaður þeirra hjóna hafi ver
ið þar að verki. Ekki var Bjarni
þarna einn til starfs, því lífsföru-
nautur hans, Ingveldur Jónsdóttir
var óvenjulegum kostum gædd og
samhent manni sínum í öllu og
lagði sig ekki sízt fram til að
koma börnum sínum til mann-
dóms og þcoska. Þegar bess er og
gætt að fyrir utan það að stunda
sitt stóra heimili var Bjarni oft
að heiman, bæði við smíðar og
ýms trúnaðarstörf í sveitinni.
Bjarni hætti búskap vorið 1950
og lét þá búið í hendur sona sinna,
— hefur hann dvalið síðan hjá
Ingólfi syni sínum, en verið sjúkl
ingur nú á annað ár, og nú síðast
á sjúkrahúsum þar til yfir lauk;
Konu sína missti hann í janúar
1958.
Þegar Bjarni er nú horfinn okk
ar sjónum, munum við sveitungar
hans, frændur og vinir minnast
hans, sem hins glaðværa og
skemmtilega félaga, manns, sem
\ar hrókur alls fagnaðar hvar sem
hann kom, þess manns sem skilið
hefur eftir sig ógleymanleg spor
og skilað því dagsverki er ekki
mun gleymast í næstu framtíð. En
svo fennir í sporin, það verða allir
að sætta sig við, en sagan mun
þó geyma minningu hans lengi.
Þórður Þorsteinsson ólst einnig
upp á Reykjum og stundaði þar
algeng heimilisstörf. Vorið 1906
giftist hann eftirlifandi konu
sinni, Guðrúnu Jónsdóttur bónda
í Sandlækjarkoti og Margrétar
Eiríksdóttur konu hans. Tók hann
þá við búi af föður sínum og bjó
til ársins 1956, eða á 50 ár, en
dvaldist þar síðan hjá Bjarna syn'i
sínum, en 4 síðustu mánuðina á
sjúkrahúsum.
Þegar Þórður hóf búskap á
Reykjum var þar ekki glæsilegt
framundan. Þó jörðin væri talin
áður með beztu jörðum sveitarinn
ar var hún bá í bví ástandi að til
auðnar horfði. Sandurinn, hinn
mikli vágestur víða, var að færa
jörðina í kaf á stórum svæðum,
og sama hætta vofði yfir næstu
býlum.
Það fyrsta verk til að hefta
sandfok, sem Gunnlaugur heitinn
Kristinsson sandgræðslustj. gerði
var að girða um sandinn. Það verk
var hafið 1908. Hefur það svo vel
tekist að nú er sandurinn að
icestu fullgróinn, og sums staðar
blasa við stórar túnbreiður er áð-
ur var saudur einn.
Ég minnist á þetta hér, sem
einn þátt í þeirri uppbyggingu er
átt hefur sér stað á Reykjum síð
an Þórður hóf þar búskap. Þó að
ábýlisjarðir þeirra bræðr^ væru
all ólíkar er þeir stofnuðu til bú-
skapar hefur á báðum þeim sama
sagan gerst. Þar búa nú einnig;
þrír synir þeirra hjóna og hafa!
byggt upp hver sína jörð, auk
þess sem Þórður , hafði fram-
kvæmt í sinni búskapartíð. Það er
endurtekning að telja upp allt
það, sem færzt hefur í fram-
kvæmdarátt á þeim stað á þessu
tímabili, má ~gja að þar, sem
áður óx eitt strá vaxi nú 10 og.
afrakstur eftir því. Sú kynslóð,
sem nú er að hverfa hefur búið
svo í haginn fyrir sína afkomend
ur að vafasamt er að sú, sem nú
er að taka við muni betur gera,
eða hafi tök á því að halda áfram
á sömu braut.
Þau hjónin á Reykjum eignuð-
ust 13 börn og eru 10 þeirra á
lífi. Eru þau: Bjarni, bóndi á
Reykjum, giftur Sigurlaugu Sig-
urjónsdóttur; Þorsteinn, einnig
bóndi þar, giftur Unni Jóhanns-
dóttur; Ingvar, bóndi á ReykjumC
giftur Sveinfríði Sveinsdóttur;
Hjalti, trésmíðameistari á Sel-
fossi, giftur Ingibjörgu Jónsdótt-
ur; Vilhjálmur, trésmiður á Sel-
fossi, giftur Ingibjörgu Guðmunds
dóttur; Jón, verkamaður í Reykja
vík, giftur Laufeyju Stefánsdótt-
ur; Margrét, gift Einari Ásgeirs-
syni, verkstjóra í Reykjavík; Ingi
gerður, gift Þorsteini Bjarnasyni
bifvélavirkja á Selfossi; Sigríður
á Selfossi og Laufey í Reykjavík,;
ógiftar. Eru afkomendur þeirra
Reykjahjóna nú orðnir 35.
Segja má, að ala upp 11 börn .
og búa svo í haginn fyrir eftirkom I
endurna, sem að framan hefur |
verið sagt, sé ærið lífsstarf, en hér
hefur Þórður ekki verið einn að
verkr. Guðrún kona hans hefir
verið manni sínum óvenjuleg stoð
og stytta í öllu hans lífsstarfi með
sínu mikla þreki og forsjón, og
þegar einnig er tekið tillit til þess
að Þórður hefur ekki alltaf gengið
heill til skógar. Vert er að geta
þess að þeir bræður á Reykjum
hafa ósleitilega aðstoðað föður
sinn til allra starfa eftir því, sem
þeir uxu og höfðu getu til.
Ég get ekki skilið svo við þess-
ar minningar, að geta ekki eins
þáttar, sem tengdur er við Reyki.
Árið 1881 voru byggðar þar hinar
svokölluðu Skeiðaréttir, sem lög-
réttir fyrir meginhluta. svæðisins
milli Þjórsár og Hvítár, og sem
munu vera með stærstu réttum
landsins* munu margir við þær
kannast. Mikill fjöldi manna úr
þessu héraði og hafa þar af leið-
andi haft náin kynni af Reykja-
heimilinu nú um 80 ára skeið. —
Sama sagan hefur gerst á þessij
tímabili, hverjir sem hafa verið
húsbændur þar, að þar hefur um
réttirnar verið opið hús fyrir alla,
og óteljandi eru allar þær veit-
ingar, sem þar hafa verið látnar
í té á þeim dögum. Þá er réttim-
ar voru 70 ára eða 1951, var þess
nokkuð minnst. Öllum þeim, sem
þær sóttu þá voru af Reykjaheim
ilinu bornar rausnarelgar ókeypis
veitingar og annar beini. Til þess
að sýna Þórði einhvern þakklætis
vott fyrir þetta og annað, var hon
um færð að gjöf frá sveitungum
hans vegleg vegghilla, gerð af
listamanninum Ríkharði JónssynR
Á hana eru grafnar þessar Ijóð-
línur:
Hljótið þakkir þúsund rekka
þið, sem sýnduð göfuglyndi.
Hálfrar aldar rausn og risnu
réttadag af alúð veittu.
Þessar Ijóðlínur túlka þær hugs
anir og þær kenndir, er sveitung
ar þeirra hjóna á Reykjum og aðr
ir, sem þar hafa notið fyrir-
greiðslu og vináttu, að raunveru-
lega eru fleiri orð óþörf.
Nú að leiðarlokum er Þórður
mér í hugsun, sem hinn árvakri
og prúði maður, gestrisinn og til-
búinn að gera hvers hanns greiða,
söngvinn og skemmtilegur í vina-
hópi með þær framtíðarhugsjón-
ir, sem hvarvetna blaSa þar við
augun í dag. Á Reykjum hefur
sami ættliður búið yfir 200 ár, er
það ekkert oflof að óvíða getur
að líta meiri glæsimennsku og
verkhæfni en í þessari stóru ætt.
með þeim sterku séreinkennum,
sem áður hafa verið nefndar.
Ég vil að lokum kveðja ykkur
bræður með þökk fyrir það að
hafa haft tækifæri til að starfa
með ykkur yfir langan tíma, þökk
fyrir það, sem þið hafið afrekað
á ykkar löngu starfsæfi, vil ég
fullyrða að undir þetta vilja taka
allir ykkar sveitungar og aðrir
vinir.
__ Jarðarför Þórðar fór fram að
Ólafsvöllum þann 1. þ.m. að við-
stöddu miklu fjölmenni. Bjarni
verður lagður þar til hinztu hvíld
ar í dag.
Eirtkur Jónsson.
Ibúð óskast
1—2 herbergi og eldhús óskast fyrir erlendan
mann til allt að tveggja ára. — Tilboð sendist af-
greiðslu Tímans sem fyrst, merkt: íbúð.
Hugheilar þakkir, fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við útför
föður okkar og tengdaföður,
Kristjáns Þorlákssonar,
frá Skoruvík.
Sérstaklega þökkum við alla aðstoð, sem okkur var veitt, og
þann hlýhug, sem kom fram í hinum mörgu samúðarskeytum,, sem
okkur bárust.
Fyrir hönd barna, barnabarna og tengdabarna.
Jóhann Kristjánsson,
Álfheiður Vlgfúsdóttir.