Tíminn - 08.04.1961, Qupperneq 8
8
1*IMINN, laugardaginn 8. aprfl 1961.
INGVAR GISLASON RITAR
-AKUREYRARBREF-
Hundruð eða jafnvel þús- (
undir manna á öllum aldri •
skíðafæri um páskahelgina tu \ Skíðahótel í Hlíðarfjalli - Sjö ár í smíðum - Utanhússvinnu
jiess aS njóta útivistar í sk:8a- )
brekkum á Glerárdal og HUð- (
vestan við Akurevri. j * et * , , j
vetur hatði \ - Atbragðs skiðaland.
arf jalli
Eftir snjóléttan
Skíðaáhugi Akureyringa - Gamli spítalinn í nýju gervi -
langt komið - Landsmót á næsta ári - Mikil sjálfboðavinna
loks hríðað talsvert og sett '/
niður nokkurn snjó, sem frost-. "
bitran herti og gerði hinn á-
kjósanlegasta til skíðaiðkana.
Mikill skftaáhugi
Skíðaáhugi hefur ávallt veriði
mikill og almennur á Akureyri,
enda geta Akureyringar státað af
mörgum ágætum skíðamönnum, er
skarað hafa fram úr á kappmótum
hér á landi. Einkum voru Akureyr-
ingar um margra ára skeið kunnir
fyrir leikni sína í svigi, og mátti
segja að þeir væru ósigrandi í
þeirri grein meðan „gömlu kapp-j
arnir“ voru upp á sitt bezta. Hver:
man ekki þann ágæta snilling'
Björgvin Júníusson? Eða Magnús
Brynjólfsson og loks Magnús
Guðmundsson? Þetta eru aðeins
þrjú nöfn, en marga fleiri mætti
'nefna. Ekki er því að leyna að,
nokkur lægð hefir orðið í skíða-;
afrekum okkar Akureyringa hin
síðari ár og ber margt til, m. a.
það, að nokkrir beztu mennirnir
eru fluttir brott eða forfallaðir af
öðrum sökum.
Þrátt fyrir það er almennur
skíðaáhugi enn mjög mikill meðal
Akureyringa og ýmislegt bendir
til þess að hann fari vaxandi. Aðal j
áhugamál akureyrskra skíðaunn- j
enda er að fuUgera skíðahótelið í
Hlíðarfjalli, sem að vísu hefur ver
ið æðilengi í smíðum en unnið hef
ur verið að með nýjum þrótti allt
síðasta ár, svo að nú eru bjartsýn-
ustu forystumennirnar famir að
tala um að lokaátakið sé hafið til
þess að koma húsinu upp.
EkitS upp í Glerárdal
S. 1. miðvikudagskvöld gafst mér
kostur á að sitja í bíl með Her-
manni Sigtryggssyni íþróttakenn-
ara, sem var á leið upp í skíðahó-
tel. Breytt var um veður frá því
á páskum, frostlítið með hríðar-
muggu til fjalla og snjóýringi í
bænum, þó ekki meira en svo, að
aðeins féll korn og korn. Eg hreiðr
aði um mig í framsæti Opelsins, en
í humátt á eftir fór vörubíll hlað-
inn einangrunarplasti með tvo val-
inkunna áhugamenn innanborðs,
þá Karl Tómasson verzlunarmann
og Ragnar Sigtryggsson húsgagna
bólstrara. Plastið er framleitt í
liinni nýju plastverksmiðju á Ak-
ureyri og á að nota til einangrun-
ar í loftinu á nyrðri álmu skíða-
hótelsins. Á leiðinni rifjast það
upp fyrir mér, að ég hefi ekki kom
ið upp í Glerárdal síðan 29. marz
1947, daginn, sem Hekla gaus. Mér
er það minnisstætt vegna þess, að
þennan morgun vorum við nokkrir
sjöttubekkingar á skíðum ofan við
Útgarð og heyrðum í fjarska ó-
kennilega dynki, sem við síðar um
daginn, þegar við frétum um gos-
ið, settum í samband við hamfarirn
ar í Heklu. Ýmis fleiri atvik rifj-
uöust einnig upp fyrir mér, því
mar'ga skemmtilega ferð fórum við
íélagar hér áður, þótt alltaf væri
ekki mikilli skíðakunnáttu fyrir að
fara. Mér þótti ekki sízt gaman
nú eftir svona mörg ár að aka veg-
arspottann, sem ég og fleiri bekkj
arbræður unnum kappsamlega við!
að leggja einn mildan nóvember-!
dag endur fyrir löngu. Eg skall
........ ...........
Mynd þessa tók Gunnl. P. Kristinsson á skírdag, og sér yfir til skiðalandsins í Hlíðarfjalll austan
Skíðastöðum. Á myndinni ætti að mega sjá veginn, sem liggur upp hlíðina norðan við Útgarð og
skíðahótelinu ofar í fjallinu. ■-> -c*--
~ ~^ - '<*f rv ;
/ hvað, sem gera þyrfti húsinu til
'/ góða. Eg veit ekki um það, hversu
'/ áhugasamir þessir nemendur eru
/ um bókarmennt, en hitt sýndist
'/ mér, að þeir gætu látið hendur
'/ standa fram úr ermum, þegar þörf
'/ væri fyrir knáa menn til karlmann
'/ legra starfa. Tóku strákarnir dug-
/ lega til verks, þegar vörubíllinn
rann í hlað með einangrunarplöt-
') urnar og voru ekki lengi að kjótla
^ þessum 200 stykkjum upp á efsta
loft og raða þeim þar í tvo hlaða.
HúsiS verði fullbúift
sem fyrst
Hermann Sigtryggsson sagði mér
að vegna hins almenna áhuga, sem
vaknaður væri í bænum á því að
fullgera húsið sem fyrst þyrfti vart
að efa, að aðalhæð hússins yrði
fullbúin innan árs, ef ekki fyrr.
Aðaláhugamál forráðamanna hót-
' elsmíðarinnar er, að henni verði
það langt komið næsta vetur, að
húsið megi verða að sem mestu
gagni í sambandi við landsmót
skíðamanna, sem háð verður á Ak
ureyri næsta ár. Fram til þessa
hefur bæjarstjóm Akureyrar lagt
fram árlegt fé til smíðinnar, og
hafa framkvæmdir fyrst og fremst
byggst á þvi, þó að einnig hafi ver-
ið um ýmsar aðrar minni fjárveit-
ingar að ræða og gjafavinnu.
Skíðahótelið í byggingu — myndin tekln fyrir þrem árum, og húsið komið mlklu lengra álelðis nú.
taka það fram, að vegurinn hefur
breytzt mikið og lagazt síðan.
Brattur vegur
Það er víðast á brattann að sækja,
þegar ekið er upp að skíðahóteli,
og Hermann hefur orð á því við
mig, að nauðsynlegt sé að taka
nýja sneiðinga í veginn í hlíðinni
til þess ag létta aksturinn. Mér er
satt að segja, ráðgáta, hvernig bíll-
inn fer að því ^ð feta sig svo létti-
lega upp á við með allt Hlíðaifjall
ið í fangið, en sennilega nýtur
hann þes's, að bifreiðarstjórinn er
ekki í sinni fyrstu ferð og veit upp
á hár hvernig akstrinum verður
bezt hagað.
Gamli spitalinn
Við ökum fram hjá gamla Út-
garði, sem kúrir ósköp einmanna-
lega á hólnum sunnan við gilið
og er nú orðinn svartur og held-
ur tilkomulítill þarna í kvöldrökkn
inu og muggunni. Ofar miklu í hlíð
inni blasir hótelið við, og þegar
við nálgumst það, bregst mér ekki,
að þetta er allra snotrasta hús.
Meginviðurinn er úr gamla Akur-|
eyrarspítalanum, sem bær-
inn eftirlét áhugamönnum
um skíða- og ferðamál fyrir 7 ár-j
um, þegar hans var ekki lengur-
þörf til upphaflegra nota, eftir að,
fjórðungssjúkrahúsið var risið af
giunni í allri sinni niagt og veldi.
Hóteli^ at innan og utan
Skiðahótelið er yfir 2000 rúm-
metrar að stærð, timburhús, reist
a steinsteypugrunni. Undir húsinu
er rúmgóður kjallari, og er fyrir-
hugað að innrétta þar hinar marg-
víslegustu vistarverur, enda er þar
hátt undir loft og margt bendir til
að þar megi gera hin nytsömustu
hýbýli. Að vísu er ekki hugmynd-
in, að þar verði mannabústaðir
beinlínis, heldur fyrst og fremst
geymslur, snyitiklefar og böð.
Tveir gaflar snúa fram á hlaðið
mót austri og eru þeir tengdir
saman með þverálmum, en rúm-
góðri forstofu hefur verið skeytt
við syðra gaflhúsið. Yfir aðalhæð-
inni er rishæð á hvoru gaflhúsi,
svo og þvei'álmunni, og eru þar 6
fremur lítil herbergi, ætluð tveim- í
um Glerá frá
upp aS nýja
ur til svefns. Loftin yfir gaflhús-
unum eru heljarmiklir ósundurþilj
aðir geimar og ákjósanlegir áning-
arstaðir fyrir svefnpokamenn, þeg-
ar búið er að einangra loft og
veggi og búa þá einföldustu þæg-
indum.
Á aðalhæð er gert ráð fyrir setu
stofu, borðstofu, eldhúsi, skrifstofu
og fleiri nauðsynlegum herbergj-
um. Öll innanhússvinna er enn á
frumstigi og dylst engum, að þar
er margt handtakið óunnið. Hins
vegar er utanhússvinnu langt kom
ið, búið að lagfæra hlaðið og slétta
þar út rúmgóð bílastæði og klæða
húsið að framan og sunnan með
olmborinni viðarklæðningu, sem
setur allegan og bjartan svip á
búsið.
Röskir (inglingar
Þegar við vorum þar á ferð á
miðvikudagskvöldið, hittum við
þar fyrir Harald Sigurðsson, kenn
ara, með 60 manna hóp úr 4. bekk
Gagnfræðaskólans. Hugðust nem-
endur dveljast þarna um nóttina
og næsta dag a. m. k., fara á skíð-
um og taka til hendinni við sitt
Sjálfboðavinna
En í vetur hefur komið hinn
mesti fjörkippur í starfsemina.
Bæjarstjómin hefur hækkað fram
lag sitt úr 75 þús. í 100 þús., og er
von til, að sú fjárveiting standi
næstu ir. íþróttafélögin hafa í vet
ur skipulagt sjálfboðaliðavinnu við
bygginguna og önnur félög og fyrir
tæki í bænum hafa lofað sjálfboða
vinnu við innréttingu herbergja,
svo sem Lionsklúbburinn, Iðnaðar
mannafélagið, Starfsmannafélag K.
E. A. og Valbjörk h. f.. Þá hafa
einstakir menn gefið byggingar-
efni til hússins og munar iþar mest
um framlag' Sveinbjöms Jónssonar
i Ofnasmiðjunni í Reykjavík, sem
gaf einangrunarefni í alla aðalhæð
hússins og nokkuð í rishæðina.
Bróðir Sveinbjörns, Ágúst Jónsson
byggirgameistari á Akureyri, gaf
glugga í forstofu — og þannig smá
miðar þessu áfram fyrir gjafmildi
einstakra manna og félaga. Þegar
húsið er fullgert mun taka við
annað verkefni, sem forystumenn
skíðaíþróttarinnar telja hér telja
jafn nauðsynlegt sjálfri hótelbygg
ingunni Það er að boma hér upp
skíðalyftu. Fyrr en hún er komin
upp, segja þeir að ekki sé orðin
sú aðstaða til skíðaiðkana sem fyr
irhuguð er í Hlíðarfjalli.
Bezta skföalandfö
Það er almannarómur, að óvíða
á íslandi sé ákjósanlegra skíða-
land en í Glerárdal og þá einkum
í Hlíðarfjalli. Snjór er þar árviss
og skilyrði til allrar skíðaiðkunar
frábærlega góð. Allmikill ónýttur
hótelkostur er á Akureyri á vetr-
um og því sæmilegar aðstæður til
að taka við ferðamönnum, sem á-
huga hafa á skíðaferðum. Er því
ekki að leyna, að margir sjá hér
möguleika til að auka ferðamanna-
straum og blása nýju lífi í þá starf
semi sem hefur átt erfitt uppdrátt-
ar fram að þessu og þá helzt verið
bundin við sumarferðalög. Rétt-
mætt virðist að ríkið leggi fram
einhverja fjárhæð nú, þegar dreg
ur að lokaáfanga hótelbyggingar-
innar i Hlíðarfjalli, enda gæti ein
sæmileg fjárveiting orkað miklu
um smíðalokin. En það verður að
bíða næsta þings!