Tíminn - 08.04.1961, Qupperneq 9

Tíminn - 08.04.1961, Qupperneq 9
Góðhesturinn er aflvaki og gleðigjafi Framsöguræía Karls Kristjánssonar á Alþingi 1. febr. s.I., fyrir tillögu um reíðvegi. Eg hef ásamt þrem öðrum háttv. þmgmönnum lagt fram tillögu á þingskj. 202 um reið- vegi. Þeir, sem með mér flytja tillöiguna, eru: háttv. 5. þm. Reykvíkinga Jóhann Hafstein, háttv. 10. þm. Reykvíkinga Egg- ert Þorsteinsson og háttv. 5. þm. Norðurlandskjördæmis eystra Björn Jónsson. Af samfylgd okkar þessara fjögurra manna má ljóst vera, að hér er ekki flokksmál á ferðinni. Enginn þarf að vera tortrygg- inn gagnvart málinu þess vegna. Við flytjum tillöguna að beiðni Landssamhands hestamannafé- laga. f þeim samtökum eru menn úr öllum stjórnmálaflokkum, eins og auðvitað er. Og hver hesta- maður treystir að sjálfsögðu sín- um flokksbræðrum á Alþingi til að taka vel þessari tillögu, sem er sanngjörn og eðlileg. 2. Frá landnámstíð og fram á tíma hinnar miklu vélvæðingar hafði íslenzki hesturinn ákaflega þýð- ingarmiklu hlutverki að gegna fyrir lífsafkomu þjóðarinnar, enda hlaut hann viðurkenningu þess *tmeð heitinu: „Þarfasti þjórminn." Áburðairhesturinn, dráttarklár- inn og reiðhesturinn —, hver um sig og stundum einn og sami gripur, þegar fátæklingar áttu í hlut, — voru félagar íslendinga í lífsbaráttu þjóðarinnar. Goðir félagar, þolnir, nægjusamir og nytsamir. En auk þess að vera nytsamur, í þess orðs yenjulegu merkinga, var reiðhesturinn, ef hann vár gæðingur, aflvaki og gleðigjafi. gátu gert. En mikið skortir þó á, að bíllinn geti að öllu leyti komið í stað góðhestsins. Hversu dýrt smíði, sem fólksbíll er, og hve mjúkum sætum sem hann er búinn og þýður á vegi, streymir ekki frá honum sú aðfallsunn í mannsbarminn, er þangað streym ir „af afli hestsins og göfugu lund“. Þetta vita þeir, sem reynt hafa. 4. Þegar vélvæðingin skall yfir, var ekki annað sýnna um stund, en að reiðhestaeign og íþrótt hestamennskunnar mundi líða undir lok innan skamms. En ljóst er nú aftur orðið, að ís- lendingar vita og skilja, að ís- lenzki góðhesturinn er of mikill dýrgripur til þess að þeir megi Fimm beztu gæ'ðingarnir á landsmóti hestamanna að Þveráreyrum í Eyjafirði 1954. Víðsvegar um land er verið að koma á fót hestamannafélög- um. í Landssambandi hestamanna- félaga, sem búið er að starfa í tíu ár, eru nú um 20 félög hesta- manna. Fimmtán tamningastöðvar mun vera ætlunin að starfi á þess um vetri hér og þar á landinu. Það fólk, sem að þessum mál- um stendur, óskar þess, að ríkið taki það tillit til sín að ætla sér nokkra nothæfa vegi fyrir hest- ana. 6. Allir vita að hestar- og vélknú- in ökutæki eiga ekki samleið og henta ekki sömu vegir. Þar sem umferð er mest á þjóðvegunum, — og það er auðvitað fyrst og fremst 1 nánd við stærstu kaup- staðina — veldur það slysahættu að hestar og vélknúin tæki fari sama veg. Hestar eru ekki vegvandir, að öðru leyti en því, að þeir þola illa grjótborna vegi, eins og þjóð- brautirnar eru nú og þurfa að vera vegna ökutækja. Með þeim áhöldum, sem farið er að nota við vegagerð, hlýtur að vera mjög auðvelt og ódýrt að brjóta land til reiðvega. Þeir vegir mundu svo jafnframt geta orðið til mikilla þæginda til að fara með nautgripi og sauðfé eftir þeim. Sá búpeningur hefur ekki held ir núorðið veg til að ganga á. Víða mun vera hægt að nota gamla vegi fyrir reiðvegi með því að tengja gömlu vegina saman og breyta girðingum. Á mörgum stöð um hafa þeir verið kubbaðir sundur með akbrautum. í bókinni „Fákur“, sem hesta- mannafélagið í Reykjavík gaf út 1949, eru rækilegar frásagnir af því, hvernig akvegirnir, sem bæði hið opinbera og setuliðið lagði, eyðilögðu reiðvegina, bótalaust, hér í nágrenni Reykjavíkur. Ger- ir sú eyðilegging meðal annars ! réttmæta kröfuna um úrbætur. Fullljóst er — eins og nú er kom- iið — að reiðveganna er þörf, þar sem 600 hestar frísa á stalli í Reykjavík og margt hesta að auki í nágrenni hennar, — og bíða eftir vegunum. Svipaða sögu hafa aðrir staðir vafalaust að segja að sínu leyti. 7. Tillaga okkar er svohljóðandi, með leyfi hæstv. forseta: „Alþingi ályktar, að ríkisstjórn- in skuli fela vegamálastjóra að láta athuga, hvar nauðsyn krefur, að gerðir verði reiðvegir, og gera áætlun um kostnað við þá vega- gerð á þeim leiðum, þar sem þörfin telst mest aðkallandi. Við athugun þessa verði leitað álits Landssambands laga. hestamannafé- Jafnframt láti ríkisstjómin undirbúa fyrir næsta reglulegt Alþingi frumvarp til breytinga á (Framhald á 12. siðu) „I mannsbarminn streymir sem aðfallsunn af afli hestsins og göfugu lund.“ Þessa naut margur ríkulega og varð af því meiri maður og ham- ingjusamari en hann hefði ella orðið. 3. Vélar hafa nú að mestu leyti tekið við hlutverkum áburðar- hestsins og dráttarklársins. Það geta vélarnar og eru réttar til þess, þó að máske megi um það deila, hvort umskiptin séu kann- ske ekki óheppilega hröð og of alger á sumum sviðum. Bílarnir hafa líka tekið að sér mikið af hlutverki reiðhestanna, og bera menn hraðara milli staða og lengri dagleiðir en hestarnir KARL KRISTJÁNSSON missa hann. Mannleg ánægja af jað njóta kosta hans of dýrmæt til þess, að henni megi útrýma úr llífi þjóðarinnar. Skemmtainalíf er nauðsynlegt. Hollaxi skemmtun fyrir líkama | og sál mun tæplega fyrirfinnast en að vera á gæðingi á góðum vegi, ef sá, er hestinn situr, kann þá íþrótt. 5. í Reykjavík eru nú fleiri reið- hestar en nokkru sinni fyrr, eða um 600 talsins. Á Akureyri eru 200 reiðhestar, — líka fleiri en verið hafa þar áður. í hestamannafélaginu .,Fák“ í Reykjavik em um 400 karlar og konur. Gísli Magnússon, Eyhildarholti: r málfrelsi of dýrt? Gæðingur mikill að gagni og fjöri, og knapi ágæfur — Haraldur Stefáns- son á Breiðumýri á Sindra sínum. Sjálfsagt hafa fáum komið á ó- vart hrakfarir stjórnarflokkanna í eldhúsinu — og bjóst enginn við miklu af þeim, eins og allt er í pottinn búið. Þó var uppgjöf þeirra svo alger, að einstakt má kalla. Þeir komu engum vörnum við — öðrum en þessum: Ráða- [ menn Framsóknarflokksins eru handbendi kommúnista. Þar geng ur ekki hnífurinn á milli. Þetta voru hin málefnalegu „rök“ — og át hver eftir öðrum. Annað var þeim naumast tiltækt til varnar. En miklir dauðans fá- ráðlingar mega blessaðir menn- irnir vera. í þrjátíu ár hafa þeir hampað kommúnista-grýlunni, er þrotið hafa rökin. Hver er svo árahgurinn? Siðfræðin er á þesa leið: Rétt mál verður rangt, ef kommúnistar ljá því fylgi — nema þegar svo ber til, að íhald og kratar eru í faðmlögum við þá. Þá verða kommar sjálft sakleysið uppmálað — sennilega vegna hins göfuga og mannbætandi félags- skapar. Annars voru það ekki rökþrot stjórnarliða, sem mesta eftirtekt vöktu í þessum umræðum. Ekki heldur aumingjalegar kvartanir yf ir því að þurfa að tala í eyru al- þjóðar, — og eru þó þess konar kveinstafir nýstárlegir í þeirra manna munni, er telja sig. hafa gott mál að verja. Það, sem at- hyglisveiðast var í öllum mál- i flutningi stjórnarliða, voru nokk : ur ummæli tveggja ræðumanna, þeirra er telja sig fyrirsvarsmenn alþýðunnar í landinu. Áfsalssamningurinn við Breta er gerður fyrir jól.. Svo líður og bíður fram í febrúarlok. Allan j þann tíma er samningnum haldið j vandlega leyndum fyrir þingi og þjóð. Annað hvort hefur ríkis- stjórnin ekki þorað að leggja hann fram fyrr en í síðustu lög, að Bretinn gaf ekki lengur nokkur grið, ellegar stjórninni hefur reynzt það ærið torsótt verk að handjárna liðskost sinn allan, — nema hvort tveggja hafi verið, sem líklegt má telja. Þegar um slíkt höfuðmál var að ræða sem afslátt á landhelgi og afsal á einhliða rétti til út- færslu, — þeim rétti, sem einn hefur reynzt þjóðinni einhlítur, — var ,það að sjálfsögðu siðferði- leg skylda ríkisstjórnarinnar að hafa samráð við stjórnarandstöð- una — og því fremur, sem stjórn in hefur aðeins nauman meiri hl. á Alþingi. Þetta mundi sérhver ríkisstjórn í lýðræðislandi hafa gert, önnur en ríkisstjórn íslands. Hún var ekki á þeim buxunum. Hún heldur málinu leyndu vikum og jafnvel mánuðum saman, gef- ur um það villandi upplýsingar — vægast sagt — á sjálfu-Alþingi, dembir því svo inn á þingið þeg^ Bretinn hnyklar brýnnar — og ætlar að hespa það af á örfáum klukkustundum meg fulltingi hlekkjaðra dáta. Er auðið að sýna þingi og þjóð öllu meiri fyrirlitningu? Er hægt að lúta dýpra í duftið fyrir er- lendu ofbeldisvaldi? Svo kemur einn af „dátunum" — þingmaður Alþýðuflokksins — í útvarpið og reiknar út í krónum og aururn hvað kostað hafi þjóð- ina ræður þeirra alþingismanna, er andvígir voru afsalinu, en freistuðu þess að fá allra verstu og hættulegustu agnúana sniðna af þessurn smánarsamningi. — En — meðal annarra orða: Hversu dýr mun þjóðinni reynast undirlægjuháttur þessa þing- manns og annarra þvílíkra um það er lýkur? Er það nú — ofan á allt aunað — orðið eitt af helztu áhugamál- um þingmanna Alþýðuflokksins, að hefta málfrelsi, að banna um- ræður á Alþingi — a.m.k. um þau mál, sem illa þola dagsbirtu, und (Framhald á 12. síðu).

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.