Tíminn - 09.04.1961, Blaðsíða 7

Tíminn - 09.04.1961, Blaðsíða 7
TÍMINN, laugardagínn 8. aprfl 1961. 7 — SKRIFAÐ OG SKRAFAÐ — Afkastaminnsta jiing um langt skeið - Ný vanefnd ríkisstjórnarinnar - Starfsleysi jjingsins var í samræmi við kreppu- og samdráttarstefnuna - Seinustu þingmálin voru táknræn - Eng- inn samdráttur í bitlingamálunum - Bankamálin - Mál Einars, sem hlaut stuðning Ólafs - Ný sex manna nefnd - Soames fagnar afsalinu á einhliða réttinum - Bjarni á „leiðinni“ - Stjómarblöðin gera sér nokkuð tíðrætt um, að starfs- tími Alþingis hafi orðið í styttm lagi að þessu sinni. Um hitt ræða þau minna, hvað liggi eftir þingið. Það er vel skiljanlegt. Hið nýlokna þing er án efa eitt hið af- kastaminnsta, sem haldið hef ur verið. Á fyrrihluta þings- ins, sem stóð nær þrjá mán- uði, gerðist lítið annað en að fjárlög voru afgreidd. Síðari hluta þingsins, sem stóð álíka lengi, var ekki afgreittt eitt einasta mál, sem telja má meirlháttar. Af hálfu stjóm- arflokkanna hafði verið há- tíðlega boðað, að framhalds- þingið nlyndi einkum fjalla um eitt meirlháttar mál, þ. e. tekjustofna bæjar- og sveit- arfélaga. Þessu hafði verið lofað strax í fyrravetur og fjölmenn iaefnd haft málið til athugunar siðan. Þegar tveir mánuðir voru liðnir af framhaldsþlnginu og það beðið starfslítið eftir um- ræddu máli, komst stjómin loks að þeirri niðurstöðu, að hún gæti ekki staðið við framangreint loforð sitt frem ur en svo mörg önnur. Þá var ákveðið að ljúka þinghaldlnu sem fyrst, enda ekki eftir neinu að blða. Eins og menn muna, gerð- ist það á þinginu í fyrrarvet- ur, að ríkisstjórnin lögfesti veltuútsvörin i fyrsta sinn. Þeim verknaði var látið fylgja. ákveðið fyrirheit um, að þetta vœri gert til hreinna bráðabirgða og ný lögr yrðu sett á nœsta þingi um tekjustofna sveitar- og bœjarfélaga. Þetta þing er nú liðið, án þess ccð. stjórnin hafi lagt fram nokkrar til- lögur til að standa við þetta loforð sitt. Þetta er litið dœmi þess, hvernig óorð- heldnin skipar öndvegið hjá valdhöfum landsins. Það er vissulega í tíma tal- i að, sem þingeysku ung-1 mennafélagarnir ályktuðu á j nýloknum fundi sínum um: landhelgismálið. Óorðheldn-! in er að verða höfuðmein ís- lenzkra stjórnmála. í samræmi við samdráttarstefnuna Það þarf hins vegar ekki að undra neinn, þótt hið ný- lokna þing yrði eitt hið af- kastaminnsta í allri þing- s*gunni. Stefna stjórnarinnar er kreppu- og samdráttar- stefna. Takmark hennar er að draga úr framkvæmdum og framförum. Hún trúir því HI8 nýlokna þing var eitt hið allra afkastaminnsta í allri þingsögunni. Þó mun þess lengi minnzt vegna þess óhappaverks, sem þaS vann, er það samþykkti landhelgissamninginn við Breta. Hér á myndinni sjást nokkrir ráSherranna, þegar verið var að samþykkja samninginn. að kreppan muni fækka smá framlelðendum og smáat- vinnurekendum og lama kjark bænda og verkafólks. Þegar svo verði komið, muni reynast auðvelt fyrir fáa auð kónga að stjórna að vild sinni. Til þess að ná þessu marki, verður að hafa sem mestan samdrátt á öllum sviðum at- vinnulífs og framkvæmda. Undir handleiðslu slikrar stjómar, eru að sjálfsögðu ekki verið að setja nein um- bótalög. Afkastaleysi hins ný lokna þings er í fullu sam- ræmi við þessa stjómar- stefnu. Seinustu þingmálin Það væri rangt að segja, að stjórnin og flokkar hennar væru fylgjandi samdrættti á öllum sviðum, þótt þeir séu það, hvað snertir umbætur og framfarir. Á a.m.k. einu sviði vilja stjómarflokkarnir ekki nein samdrátt. Þeir vilja vissulega ekki draga úr bein- um og bitlingum handa gæð- ingum sínum. Þetta sannaðist bezt á seinustu málunum, sem stjórnin beitti sér fyrir að af- greidd væru fyrir þingslitin. Á flestum þingum hingað til hafa seinustu þingmálin ver- ið einhver framfaramál, sem ríkisstjórnin vildi ekki láta daga uppi. Að þessu sinni voru það hins vegar tvö bit) ingamál. í neðri deild ætlaði stjórn- in að hafa fund alla seinustu nóttina til að koma fram frv um að fjölga fulltrúum í síldarútvegsnefnd úr 5 í 7. Hin nýju sæti voru ætluð þeim Jóni Árnasyni alþm. og Sveini Benediktssyni, bróður dómsmálaráðherra. Stjórnin 'mfst þó upp við að vaka og dró málið til baka á þeirri for- sendu, að hún myndi reyna að setja um það bráðabirgðalög í sameinuðu þingi var sein- asta þingmálið tillaga frá stjórninni um að fjölga full- trúum í úthlutu’narnefnd listamannalauna í 5 úr 4. Þetta náðist fram og bætist' því einn af ritstjórum Mbl. í nefndina. - Þetta voru málin, sem: stjórnin bar mest fyrir brjóstil að kæmust fram í þinglokin Stærsta bitlingamálið Þá er að geta þess máls, sem stjórnin reynir að telja til stórmála, en er í raun og veru ekki annað en eitt mesta bitlingamál allrar þingsög- urnar. Það eru hin nýju lög um bankana. Með nýju lög- unum um Seðlabankann breytist raunverulega ekki annað en það, að bankastjór- ar verða þrír í stað tveggja áður og bankaráðsmenn fimm > í stað þriggja áður. Með breytingunni á lögum hinna bankanna gerðist ekki annað en það, að breytt var fyrir- komulaginu á kosningu banka ráðanna. Niðurstaðan verðpr svo eftirfarandi: Alþýðuflokkurinn fær banka. stjóra við Landsbankann, þar sem Jóhannes Nordal flytzt upp í Seðlabankann, en báðir stjórnarflokkarnir eigna sér. Jóhannes. i Sjálfstæðisflokkurinn fær: tvo nýja nienn í bankaráð Seðlabankans, þá Birgi Kjar an og Jónas Rafnar. Sjálfstæðisflokkurinn fær einn nýjan mann kosinn í bankaráð Landsbankans, Gunnar Thoroddsen, en Óláf- ur Thors var fyrir. Sjálfstæðisflokkurinn fær einn nýjan mann í bankaráð Útvegsbankans, Guðlaug Gísla son. en Bjöm Ólafsson var tyrir. Sjá^stæðisflokkurmn f°~r einn nýjan mann í bankaráð Framkvæmdabankans, Davið Ólafsson, en Jóhann Hafstein var fyrir. Ömögulegt var að tryggja Alþýðuflokknum fleiri banka- ráðsmenn en hann hafði fyrir. Hins vegar mun til athugunar að bæta honum þetta upp með því að gera tvo af þingmönn- um hans að aðstoðarbanka- stjórum. Eina undantekningin Það var í samvinnu við framangreinda afstöðu stjórn arflokkanna, að eitt mál, sem stjórnarandstæðingar fluttu, fann náð fyrir augum þeirra, en öll önnur voru svæfð eða drepin. Þetta eina mál var frv. Einars Olgeirssonar um að fjölga fulltrúum í stjórn Sementsverksmiðjunnar í fimm úr þremur. Þetta frv. náði fram að ganga. Sjálf- stæðisflokkurinn fékk nefni- lega annan nýja manninn. Kommúnistar fengu hinn, og sést á því að enn lifir í forn- um ástum þeirra Einars og Ólafs Thors. í sambandi við þetta, má svo minna á, að í lögunum sem samþykkt voru um launa jöfnuð ’kvenna og karla, er sett á laggirnar ný sex manna launuð nefnd. Henni er ætlað að skera úr ágrein- ingi, sem rísa kann vegna umræddra launamála. Slík nefnd var alveg óþörf, þar sem fyrir er dómstóll, Félags- dómur, sem fjallar um slík mál. Þetta máttu stjórnar- flokkarnir þó ekki heyra nefnt. Þeir vildu ólmir fá nýja nefnd. Álit Soames Hér hefur þá verið brugðið upp þeirri mynd, sem mest einkenndi hið nýlokna þing. Aðgerðaleysi í ambótamálum og útþens’a i Litlingamálum. settu mestan svln á.stft'f þess Það mál er svo ónefnt, sem mun gefa því verst eítirmæli í framtíðinni. Það er staðfesc- ing þess á landhelgissamn- ingnum við Breta. Með þvi verki voru ekki aðeins rofin þau heit, sem Alþingi hafði gefið þjóðinni með hátíðlegri yfirlýsingu í maímánuði 1959 þess efnis, að engin undan- þága skyldi veitt frá tólf míl- unum. Með þessum samningi var jafnframt gert það, sem verra var. Þar var raunveru- lega afsalað hinúm einhliða rétti til útfærslu á fiskveiði- landhelginni, er útfærslurnar 1952 og 1958 höfðu byggzt á. Það var þetta afsal, sem Bret- ar sóttust fyrst og fremst eft- ir í samningunum í vetur. Þeir vissu, að tólf mílnrnar voru búrnar að sigra, og aðal- atriðið var að reyna að stöðva frekari útfserslu. Þetta tókst þeim. Soames, fiskimálaráð- herra Breta, lýsir nú hróðug- ur yfir því, að þetta muni tryggja það, að fiskveiði- landhelgi íslands verði a. m. k. ekki færð út næstu 20 ár- in. Hér hefur íslenzkum sjáv- arútvegi og afkomu þjóðar- innar verið unnið tjón, er vel getur reynzt óbætanlegt. Blekking Bjarna Fyrir seinusta þingkosning- ar lofuðn Sjálfstæðismenn bættum lífskjörum, ef fólk kysi þá. í eldhúsumræðunum treysti Bjarni Benediktsson sér ekki til að fullyrða að þessu marki væri náð, en i reyndi að hugga sig og aðra i með því, að þjóðin væri á ; „leiðinni til bætttra lífs- kjara“. Hverjir skyldu þeir annars vera, sem eru fúsir til að taka undir þessi ummæli Bjarna? Finnst kannske útvegs- mönnum að þeir séu á „leiö til bættra lífskjara"? Finnst bændum það? Finhst iðnrekendum og iðn- aðarmönnum það? Finnst launafólki það? | Hverjum skyldi annars finn ! ast það, ef nokkrir stórgróða- menn eru undanskildir? Því miður mun flestum | finnast það og það réttilega ! að þeir séu einmitt á öfuvvi leið við það, sem Bjarni sagði. Sannleikurinn er sá, að meðan samdráttarstefnunni verður fylgt, liggur leiðin frá bættum lífskjörum. Hún ligg- ur i á,ttina til síminnkandi framleiðslu og framkvæmda ! vaxandi kjaraskerðingar og atvinnuleysis. | En það er vissulega ekki von | á góðu, meðan valdhafarnir i sjá þetta ekki eða látast ekki siá það, en reyna i staðinn að telja sjálfum sér og öðrum 1 trú um hið gagnstæða )

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.